Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 35

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 35
Jólablað Alþýðublaðsins 35 Tahitibúar eru söngelskir menn meS afbrigðum eins og Polynesiumenn yfirleitt. Það er því einkar hugðnæm skemmtun að hlusta á þá syngja og leika hina einkennilegu, þunglyndislegu söngva sína á þessu skritna máli, svo ólíku öllu því, sem maður á að venjast. Þeir leika undir sönginn á strengjahljóð- færi, er Ukulele nefnis, og er eins konar gítar, en tónarnir með allt öðrum hætti. Sérstaklega man ég eftir einum slíkum samsöng, og hann mun seint líða mér úr minni. Það var í Bora-Bora, sem er eyja í nokkurra klukkustunda siglingu frá Papeete. Þar er smáþorp undir háu keilulaga fjalli. Húsin eru smá-trjákofar með hálm- þaki. Þar voru engir bílar og' engin merki heims- menningarinnar yfirleitt, nema eitt. Það var lítil, vingjarnleg kapella, því að Tahitimenn játa ka- þólska trú að franskri venju. Á grasfleti undir skuggsælum krónum grannvax- inna pálma, sem bar við heiðbláan himininn, var samankominn hinn fríðasti hópur karla og kvenna, sem ég hefi nokkurn tíma séð, allir klæddir að sið Tahitibúa í strápilsum einum saman og svo með blómsveig um hálsinn. Og svo var sungið. Ýmist angurvær, þunglyndisleg lög eins og til dæmis Aloha Oe, hið gullfallega Hawaii-ljóð, sem þekkt mun vera um allan heim, og önnur slík lög, sem í blíðum, mjúkum tónum lýsa ást Suðurhafsbúans á eyjunni sinni, þar sem þeir kjósa að lifa í friði, sáttir við guð og menn. Eða þá að sungin voru hröð, æsandi og ástríðuþrungin Hula-Hula danslög, einkennilega slitrótt og stakkato. Raddirnar-féllu prýðilega sam- an og hljómfallið var öruggt. Þó var þetta enginn þaulæfður kór, heldur blátt áfram nokkrir Tahiti- búar, sem náðst hafði til, enda eru eðlisgáfur þeirra í tónlist frábærar. Við hlustuðum fjálgir á þetta, og farþegar okkar ætluðu aldrei að geta hrifið sig úr þessari leiðslu, sem maður komst í við að heyra og sjá slíka opin- berun fegurðar í tónum söngfólksins og goðumlík- um vexti þess. Að skilnaði fengum við öll angandi blómsveig að gjöf. Þetta atvik fannst mér vera há- tindur allrar þeirrar fegurðar, sem ég fékk að njóta í svo ríkum mæli á Suðurhafseyjum. Seinasta kvöldið, sem við lágum í Papeete, var efnt til dansleiks, eða slegið upp balli, eins og það er stundum kallað, í einu af veitingahúsum bæjarins. Það hét Lafayette í höfuðið á herforingjanum franska, sem mjög kemur við sögu stjórnarbylting- arinnar miklu. Þangað var öllum farþegum okkar boðið, svo og allri skipshöfninni, og þar voru flestar blómarósir bæjarins samankomnar. Þar voru einnig nokkrir Norðurlandabúar, sem setzt hafa að á Tahiti og eru kvæntir innfæddum konum. Eiga þeir ekrur og lifa á því að rækta brauðaldin, papaya, kokoshnet- ur og annan hitabeltisgróður. Ukulele-hljómsveit var þarna í salnum og lék alls GLESILEGJÖL! Verzlunin ÞÖRF GLEÐILEGJÖL! Sverrir Bernhöft h.f. GLEÐILEGJÓL! KOLASALAN S.f. GLEÐILEGJÓL! Þvottahúsið Grýta Óskum öllum GLESILEGRAJÖLA Verzlunin Björn .Kristjánsson Jón Björnsson & Co. QLESILEGJÖL! Bókabúð Æskunnar GLESILEGJÓL! Bókaverzl. Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstr. 14 Fjallkonuútgáfan Vasaútgáfan

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.