Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 35

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 35
Jólablað Alþýðublaðsins 35 Tahitibúar eru söngelskir menn meS afbrigðum eins og Polynesiumenn yfirleitt. Það er því einkar hugðnæm skemmtun að hlusta á þá syngja og leika hina einkennilegu, þunglyndislegu söngva sína á þessu skritna máli, svo ólíku öllu því, sem maður á að venjast. Þeir leika undir sönginn á strengjahljóð- færi, er Ukulele nefnis, og er eins konar gítar, en tónarnir með allt öðrum hætti. Sérstaklega man ég eftir einum slíkum samsöng, og hann mun seint líða mér úr minni. Það var í Bora-Bora, sem er eyja í nokkurra klukkustunda siglingu frá Papeete. Þar er smáþorp undir háu keilulaga fjalli. Húsin eru smá-trjákofar með hálm- þaki. Þar voru engir bílar og' engin merki heims- menningarinnar yfirleitt, nema eitt. Það var lítil, vingjarnleg kapella, því að Tahitimenn játa ka- þólska trú að franskri venju. Á grasfleti undir skuggsælum krónum grannvax- inna pálma, sem bar við heiðbláan himininn, var samankominn hinn fríðasti hópur karla og kvenna, sem ég hefi nokkurn tíma séð, allir klæddir að sið Tahitibúa í strápilsum einum saman og svo með blómsveig um hálsinn. Og svo var sungið. Ýmist angurvær, þunglyndisleg lög eins og til dæmis Aloha Oe, hið gullfallega Hawaii-ljóð, sem þekkt mun vera um allan heim, og önnur slík lög, sem í blíðum, mjúkum tónum lýsa ást Suðurhafsbúans á eyjunni sinni, þar sem þeir kjósa að lifa í friði, sáttir við guð og menn. Eða þá að sungin voru hröð, æsandi og ástríðuþrungin Hula-Hula danslög, einkennilega slitrótt og stakkato. Raddirnar-féllu prýðilega sam- an og hljómfallið var öruggt. Þó var þetta enginn þaulæfður kór, heldur blátt áfram nokkrir Tahiti- búar, sem náðst hafði til, enda eru eðlisgáfur þeirra í tónlist frábærar. Við hlustuðum fjálgir á þetta, og farþegar okkar ætluðu aldrei að geta hrifið sig úr þessari leiðslu, sem maður komst í við að heyra og sjá slíka opin- berun fegurðar í tónum söngfólksins og goðumlík- um vexti þess. Að skilnaði fengum við öll angandi blómsveig að gjöf. Þetta atvik fannst mér vera há- tindur allrar þeirrar fegurðar, sem ég fékk að njóta í svo ríkum mæli á Suðurhafseyjum. Seinasta kvöldið, sem við lágum í Papeete, var efnt til dansleiks, eða slegið upp balli, eins og það er stundum kallað, í einu af veitingahúsum bæjarins. Það hét Lafayette í höfuðið á herforingjanum franska, sem mjög kemur við sögu stjórnarbylting- arinnar miklu. Þangað var öllum farþegum okkar boðið, svo og allri skipshöfninni, og þar voru flestar blómarósir bæjarins samankomnar. Þar voru einnig nokkrir Norðurlandabúar, sem setzt hafa að á Tahiti og eru kvæntir innfæddum konum. Eiga þeir ekrur og lifa á því að rækta brauðaldin, papaya, kokoshnet- ur og annan hitabeltisgróður. Ukulele-hljómsveit var þarna í salnum og lék alls GLESILEGJÖL! Verzlunin ÞÖRF GLEÐILEGJÖL! Sverrir Bernhöft h.f. GLEÐILEGJÓL! KOLASALAN S.f. GLEÐILEGJÓL! Þvottahúsið Grýta Óskum öllum GLESILEGRAJÖLA Verzlunin Björn .Kristjánsson Jón Björnsson & Co. QLESILEGJÖL! Bókabúð Æskunnar GLESILEGJÓL! Bókaverzl. Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstr. 14 Fjallkonuútgáfan Vasaútgáfan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.