Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 51

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 51
Jólablað Alþýðublaðsins Sú, sem las, var norska leikkonan Gerd Grieg, og var kvæðið eftir mann hennar, Nordahl Grieg, ort í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna undir yfir- standandi kringumstæðum. Síðan var sunginn þjóðsöngur Norðmanna: „Ja, vi elsker dette Landet.“ Að lokum blessaði svo prest- urinn yfir söfnuðinn. Fánaverðirnir gengu að fánanum, hylltu hann, og gengu svo í fararbroddi með fánann á lofti utar eftir kirkjunni, og lutu Norðmenn í þögn á meðan. Síðan var gengið úr kirkju. Séra Bjarni stanzaði fyrir neðan kórtröppurnar. Gengu nokkrir Norðmenn til hans og tóku í hönd honum. Þar á meðal Gerd Grieg. Datt mér þá í hug, að hún væri konan með kórónuna, sem ég sá í draumnum. Þegar ég gekk heim frá þessari kirkju- athöfn, fannst mér margt af því, sem ég sá og heyrði, minna mikið á sumt af því, sem bar fyrir mig í draumnum. Fátt eða ekkert var þó alveg eins, en mér fannst mega lesa út úr því táknræna líkingu. Þetta var minningarathöfn fyrir þjóð, sem var í sorg og þrengingum. Gátu blöðin, sem dreift var um bekk- ina, með norska fánanúm á forsíðu, og andlegum sálmum og ljóðum þessarar þjóðar, bent á sorgar- slæðurnar í stiganum. Þessi blöð voru viðstaddir að tína upp til minningar um þessa athöfn. Ekkert sá ég samt, sem mér fannst minna á herbergið með konumyndunum, sem bundið var fyrir munninn á. Það gat þó verið eitthvað táknrænt upp á þetta sama. En nokkrum dögum síðar var ég á gangi í Austur- stræti. Þá voru sýndar í skemmuglugga Haraldar Árnasonar myndir, sem norskur listamaður hafði teiknað af búningum fyrri tíma, viðvíkjandi veizl- unni á Sólhaugum, sem þá var verið að leika hér. Eina mynd sá ég þar, þar sem hálft andlitið var hulið með einhverjum dúk, og sumar myndirnar báru líka eins konar kórónu, líkt og fólk það, sem mig dreymdi að gekk í fararbroddi inn að kórnum í í kirkjunni. Þessar myndir voru líka liður í því sama, sem gerðist í kirkjunni 17. maí, og skoðaði ég þetta sem viðbót á ráðningu draumsins. Svo var það í ágústmánuði í sumar, að ég var nokkrum sinnum við heyvinnu uppi á Lágafelli. Þegar við vorum niður á túninu, suðaustur af bænum, fannst mér aðstaðan vera mjög lík og í draumnum um páskana, þegar ég þóttist vera að vinna skammt frá hinum óþekkta bæ, sem ég hugði vera Jerúsalem. Þarna stóð kirkja uppi á túninu og nokkur hús nálægt henni, tvö íbúðarhús og nokkur gripahús. Og skammt frá var allstórt þorp af hermannaskálum. Þarna hafði ég aldrei fyrr komið, og var því allt fremur nýstárlegt fyrir mér á Lágafelli. Og hér í ná- fn5i ^<>><><><><>>>><><><><><>>>>>><><>>><><><>*<>^<>^<>3><>$:*W,¥$'¥^<> HLÍNARMERKIÐ tryggir yður góða vöru) t r> Höfum ávallt bæjarins fjölbreyttasta úrval af<j Prjónavörum Verðið skuluð þið athuga og dæma sjálf I * HLÍN Laugavegi 10 — Sími 2779 <>>>.>><><><><>>>>>>>0^><><>o<>>>e<í<>><><>><><><>^<><><>>>>>-><>o Gleðileg jól!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.