Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 56
Jólablað Alþýðublaðsins
Prugelheim herforingi
í fyrsta bardaganum missti Horatius von Prúgel-
heim herforingi báða fæturna, en allt um það missti
hann ekki sitt góða skaplyndi, jafnlyndi og stillingu.
Þjóðhagi einn gerði honum tvo tréfætur, sem voru
svo haglega smíðaðir og festir, að þegar herforing-
inn sat eða stóð alveg upréttur, þá gat engan grun-
að, að báðir fætur hans væru úr tré.
Vinstri handleggurinn var gerður í Englandi úr
togleðri, og var hann svo vel útbúinn, að þegar her-
foringinn gekk, veifaði hann handleggnum svo hægt
og náttúrlega, að ekki var hægt að sjá annað en
að hann væri úr holdi og beini.
Eitt kvöld fór herforinginn með síðustu járnbraut-
arlestinni til borgar einnar og gisti á bezta veitinga-
húsinu. Af því hann var mjög syfjaður, bjóst hann
undir eins til að fara að hátta.
Vinnukona bar honum vatn og handklæði, hneigir
sig því næst fyrir herforingjanum og spyr hann mjög
kurteislega:
„Vanhagar yður um nokkuð fleira?“
„Kannske þér gerið mér dálítinn greiða,“ svarar
hann og fleygir sér upp í rúmið. Stúlkunni verður
alls ekkert bylt við, þótt hún sjái hann fleygja sér
í rúmið; hann var gamall maður og mjög alvarleg-
ur og heiðarlegur að sjá.
„Gjarnan, herra minn.“
„Gerið þér þá svö vel .... að byrja á því að toga
af mér hægri fótinn.“
„Stígvélin?“
„Nei, fótinn. Takið þér í með báðum höndum, já,
svona og togið .... það gengur ágætlega, sjáið þér!“
Stúlkan er hissa á þessum ósköpum, tekur samt í
fótinn og togar; herforinginn þrýstir á fjöður og
stúlkan heldur þarna á fætinum.
„Kastið honum á gólfið!“ segir herforinginn, „og
takið nú hinn fótinn af mér.“
„Hinn fótinn?“
„Já, hinn fótinn!“
Hún fer eins að með vinstri fótinn, og veit ekki
fyrr af en hún heldur á honum.
„Leggið hann þarna,“ segir herforinginn, „við
hliðina á hinum.“
Stúlkan gerir svo.
„Nú, nú, takið þér nú af mér þennan handlegg-
inn.“
Vesalings stúlkan var nú orðin skjálfandi hrædd,
og án þess hún viti hvað hún er að gera, togar hún
handlegginn af honum. Hún er farin að halda, að
maður þessi væri allur af tré. Köldum svita slær út
um hana, hún starir og fer að skjálfa eins og hrísla.
Þá var herforingjanum skemmt — hann vill fara
svo langt sem hann kemst og segir því við aum-
ingja stúlkuna með mestu alvöru:
„Nú, nú, takið þér nú af mér höfuðið.“
Hún beið þá ekki lengur boðanna.
* * *
Hann bar ekki þungar áhyggjur fyrir lífinu, þessi
herforingi, og eyddi tímanum mestmegnis við það
að lesa sögur, reykja og drekka, og lá meiri hluta
dagsins í rúminu. Einhvern dag, litlu fyrir hádegi,
var hann einn heima og las í rúmi sínu. Heyrði
hann þá að gengið er inn í stofu hans.
„Hver er þar?“ spyr hann.
Aðkomumaður gegnir með grimmri rödd: „Hvar
eru peningarnir yðar?“
„Peningarnir,11 segir herforinginn og leit upp úr
bókinni.
„Já, peningarnir.“
„Nú skil ég, þér munuð vera þjófur, er ekki svo?“
„Hvort sem ég er þjófur eða ekki vil ég fá pen-
ingana.“
„Rétt er það, yður liggur á peningum, vesalingur;
ég get skilið það; það er hart í ári núna.“
Herforinginn benti þjófnum að leita í buxnavasa
hans.
„Hvað er þetta, hér er ekki einn einasti eyrir.“
„En lykillinn er þar þó.“
,,JÚ.“'
„Takið þér hann og ljúkið upp skúffunni þarna.“
Þjófurinn lýkur upp skúffu.
„Nei, í öllum bænum, þarna éru skjölin mín; látið
þau vera; farið þér í efri skúffuna, þar er vasabók
með seðlum í; finnið þér hana ekki?“
„Jú, ég hefi fundið hana.“
„Takið eins og þér þurfið á að halda.“
Þjófurinn gerir svo og ætlar undir eins að hlaupa
út.
„Nei, gerið svo vel að loka skúffunni og láta lyk-
ilinn í vasann.“
Þjófurinn gerir svo.
„Maður verður að hafa umburðarlyndi við slíka
aumingja."
Nú hleypur þjófurinn á dyr, en herforinginn kall-
ar á eftir honum:
„Þjófur, lokaðu hurðinni. — Og svo skilur hann
við portið opið. Ef hann kemur í annað sinn, skal
hann svei mér eiga mig á fæti að mér heilum og lif-
andi.“
* *, *
Sami herforingi var eitt sinn í rúmi sínu um kvöld
og kom þá maður inn til hans með miklu fasi og
bað hann í guðs bænum að fara á fætur, því eldur
væri kviknaður í húsinu.
„Hvað kemur mér það við?“ sagði herforinginn;
„segið þér konunni minni frá því, þér vitið að ég
skipti mér ekki af neinu, sem heimilinu kemur við.“