Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 25
Jólablað Alþýðublaðsins W ® W & W W ® <9 W ® ^ ^® ^ ^ ® ^ ^ ^ S ^ 25 % auðnuleysi Halls Magnússonar norðlenzka og vanheilsu Þórðar á Strjúgi tilbúið hafi, það birtist, þá Kristur kem- ur að opinbera það í myrkrunum er hulið.“ Það mun rétt vera, að Þórður og Hallur hafi kveðizt á, enda getur Jón Ólafsson frá Grunnavík þess, að þeir hafi sent hvor öðrum ljóðabréf. EFTIR FÁ SKÁLD frá þessum tíma lifa jafnmargar lausavísur á vörum alþýðu og eftir Þórð. Að vísu er ekki öruggt, að allt, sem honum er talið, sé eftir hann. Eitt sinn mislíkaði Þórði við smalamann sinn og kvað: Fáðu skömm fyrir fíflslegt hjal fúll og leiður glanni. Héðan af aldrei happ þér skal hljótast af neinum manni. En strákur var skjótur til svars: Rækallinn, bið eg, reisi upp tögl, rétt sem eg nú greini. Hafi hann af þér hár og nögl, hold og skinn með beini. Mœðgnasenna heitir vísnaflokkur, sem talin er Þórði, og er raunar engin ástæða til að bera brigður á það. Fyrsta vísan er svo: í myrkri sátu mæðgur þrjár, ' margt var gaman að heyra. í ljóranum var lítill skjár; lagði eg þar við eyra. Tildrögin voru þau, að Þórður fór til tíða á jóla- nótt og fór um á bænum Móbergi, riæsta bæ við Strjúg. Heyrði hann þar inni hávaða mikinn og lagðist á skjá- inn. Bjuggu þar þá mæðgur þrjár. Heyrði Þórður þar óþvegna orðasennu milli móður og annarrar dótturinn- ar, og báru þær hvor aðra brigzlyrðum fyrir lauslæti. L*oks urðu þær hans varar, og lætur hann þá eina mæðgn- anna segja: Við skulum ekki hafa hátt; hér er margt að ugga: 'í allt kvöld hefi eg andardrátt . úti heyrt á glugga. Brá kerling þá við og rak krumluna gegnum skjáinn, greip í skegg Þórði og hélt honum föstum á skegginu, en stelpurnar þutu út til að jafna um hann. En Þórði varð ekki ráðafátt, tók upp hníf sinn og skar af sér skeggið við hökuna fyrir framan hendur kerlingar og losnaði þannig. Um það farast honum þannig orð: Þusti eg ofan af þessum vegg, þá var eg fótabráður. ] GLEÐILEGRAJÓLA Óskum öllum viðskiptavinum okkar EYJABÚÐ, Bergstaðastræti 33. GLEÐILEGJðL! FARSÆLT NÝJÁR! Þvottahúsið DRÍFA. GLEÐILEGRAJÓLA Óskum öllum viðskiptamönnum okkar Kexverksmiðjan ESJA h.f. GLEÐILEG JðL! \ * Vélsmiðjan Héðinn h.f. GLEDILEGJÖL! Heildverzlunin Edda h.f. w#####sr########################w#################### HAFLIÐI BALDVINSSON óskar sínum gömlu og góðu viðskiptavinum GLEÐILEGRAJÓLA GLEÐILEGJÓL! HÓTEL VÍK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.