Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 25

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 25
Jólablað Alþýðublaðsins W ® W & W W ® <9 W ® ^ ^® ^ ^ ® ^ ^ ^ S ^ 25 % auðnuleysi Halls Magnússonar norðlenzka og vanheilsu Þórðar á Strjúgi tilbúið hafi, það birtist, þá Kristur kem- ur að opinbera það í myrkrunum er hulið.“ Það mun rétt vera, að Þórður og Hallur hafi kveðizt á, enda getur Jón Ólafsson frá Grunnavík þess, að þeir hafi sent hvor öðrum ljóðabréf. EFTIR FÁ SKÁLD frá þessum tíma lifa jafnmargar lausavísur á vörum alþýðu og eftir Þórð. Að vísu er ekki öruggt, að allt, sem honum er talið, sé eftir hann. Eitt sinn mislíkaði Þórði við smalamann sinn og kvað: Fáðu skömm fyrir fíflslegt hjal fúll og leiður glanni. Héðan af aldrei happ þér skal hljótast af neinum manni. En strákur var skjótur til svars: Rækallinn, bið eg, reisi upp tögl, rétt sem eg nú greini. Hafi hann af þér hár og nögl, hold og skinn með beini. Mœðgnasenna heitir vísnaflokkur, sem talin er Þórði, og er raunar engin ástæða til að bera brigður á það. Fyrsta vísan er svo: í myrkri sátu mæðgur þrjár, ' margt var gaman að heyra. í ljóranum var lítill skjár; lagði eg þar við eyra. Tildrögin voru þau, að Þórður fór til tíða á jóla- nótt og fór um á bænum Móbergi, riæsta bæ við Strjúg. Heyrði hann þar inni hávaða mikinn og lagðist á skjá- inn. Bjuggu þar þá mæðgur þrjár. Heyrði Þórður þar óþvegna orðasennu milli móður og annarrar dótturinn- ar, og báru þær hvor aðra brigzlyrðum fyrir lauslæti. L*oks urðu þær hans varar, og lætur hann þá eina mæðgn- anna segja: Við skulum ekki hafa hátt; hér er margt að ugga: 'í allt kvöld hefi eg andardrátt . úti heyrt á glugga. Brá kerling þá við og rak krumluna gegnum skjáinn, greip í skegg Þórði og hélt honum föstum á skegginu, en stelpurnar þutu út til að jafna um hann. En Þórði varð ekki ráðafátt, tók upp hníf sinn og skar af sér skeggið við hökuna fyrir framan hendur kerlingar og losnaði þannig. Um það farast honum þannig orð: Þusti eg ofan af þessum vegg, þá var eg fótabráður. ] GLEÐILEGRAJÓLA Óskum öllum viðskiptavinum okkar EYJABÚÐ, Bergstaðastræti 33. GLEÐILEGJðL! FARSÆLT NÝJÁR! Þvottahúsið DRÍFA. GLEÐILEGRAJÓLA Óskum öllum viðskiptamönnum okkar Kexverksmiðjan ESJA h.f. GLEÐILEG JðL! \ * Vélsmiðjan Héðinn h.f. GLEDILEGJÖL! Heildverzlunin Edda h.f. w#####sr########################w#################### HAFLIÐI BALDVINSSON óskar sínum gömlu og góðu viðskiptavinum GLEÐILEGRAJÓLA GLEÐILEGJÓL! HÓTEL VÍK.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.