Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 50

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 50
50 Sporlmenn! Munið a« vörumerki ykkar er Belgjagerðin h.l. exxxjxíx-^-^^ <<>^<<><><><><<<><»í^><&<^<><><><><><<<'<^e<^>v>o X Gleðileg jól! I SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. <<><><><><></<>Í><><><X><’<><><í><><<><><><<><><><><><><><>< ?'<>000«x><< O f ^S&WQ Jólablaö Alþýðublaösins Mánudaginn 17. maí, kl. 10 f. h., fór ég í kirkju. Þá átti að halda minningarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í tilefni af þjóðhátíðardegi Norð- manna. Ég fór upp á loft norðanmegin og fékk sæti í neðsta bekk á miðju lofti. Séra Bjarni var kominn í stólinn, þegar ég kom og byrjaður á ræðu sinni. Hann mælti á norsku og sagðist prýðisvel. Niðri í kirkjunni var allmargt af norsku fólki. Norskur fáni var reistur á stöng í kórdyrum að norðanverðu, móts við skínarfontinn. Undir prédikunarstólnum sátu þrír menn í hermannabúningi. Voru það fánaverð- irnir. Meðan presturinn flutti ræðuna, kom maður inn á söngpallinn og hélt á myndavél. Tók hann að leita sér að hæfilegri aðstöðu til að taka mynd inn eftir kirkjunni. Allt í einu brá upp sterku leiftri frá myndavél hans, og hann hafð lokið við að taka mynd. Síðan fór myndatökumaðurinn inn eftir loftinu að sunnanverðu, og var auðsjáanlega að hugsa um að taka mynd af prestinum í stólnum. Við þessa pré- dikun geisluðu oft hinir fallegu brosdrættir á ásjónu séra Bjarna, og datt mér í hug að myndasmiðurinn yrði heppinn, ef hann næði góðri mynd af honum í stólnum með þessum sérkennum hans. Mýndasmiðnum fannst afstaða sín gagnvart prest- inum auðsjáanlega aldrei nógu góð, því að hann var alltaf að færa sig til. Síðast fór hann niður að loft- grindunum utan við biskupsstúkuna, nákvæmlega á sama stað og ég þóttist vera á í kirkju þeirri, sem um getur í draumnum, þegar ég sá hina dýrlegu altarismynd. — Þegar hann virtist vera kominn þarna í viðunandi afstöðustellingar, hóf presturinn að lesa faðirvorið, og virtist mér myndasmiðurinn hika við að stilla á hann myndavélinni á meðan. Svo vék presturinn strax úr stólnum, og mynda- smiðurinn missti þar með af þessu viðfangsefni. Síðan kom hann aftur á söngpallinn, og tók þá mynd inn til kórsins, og brá fyrir sterku leiftri er hann smellti af. \ i Dómkirkjukórinn söng norska sálma og ættjarðar- kvæði undir stjórn Páls ísólfssonar. Eitt kvæði var sungið í einsöng af Gunnari Pálssyni. Tókst það prýðisvel. Allt í einu var eins og eitthvað óvænt bæri við niðri í kirkjunni. Það heyrðist skær og falleg konu- rödd taka að mæla á norska tungu. Þeir, sem gátu, fóru að teygja sig fram á grindurnar, til að gæta að hvað þetta væri, og var ég einn af þeim, sem var svo heppinn að sjá hvaðan rödd þessi kom. Fremst í næst innsta bekk, að sunnanverðu í kirkjunni, stóð upp íagleg kona, fremur ung, og sneri sér utar eftir kirkjunni og mælti fram kvæði af mikilli snilld. Það var baráttukvæði, mælt frá hjartarótum norsku þjóðarinnar undir yfirstandandi hörmungar-ástandi hennar. Hygg ég, að þetta hafi snortið flesta, sem á hlýddu. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.