Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 60

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 60
60 Jólablað Alþýðublaðsins \ Hún hafði misst elzta son sinn, þann, sem henni þótti allra vænzt um. Hann hafði fengið skot í fótinn, þegar hann hljóp yfir akur, sögðu systkini hans. Svo hafði hann hnipr- að sig saman og reynt að fela sig, en veiðimaðurinn varð hans var, og þá reyndi hann að forða sér á flótta. En þá fékk hann skot í hinn fótinn og gat aðeins dregizt áfram. Veiðimaðurinn gekk þá alveg að honum, tók í fætur hans, lyfti honum uþp og sló honum svo harkalega niður, að hann dó. Hann kvein- aði svo hátt, að það heyrðist langar leiðir, og við hlupum burtu til þess að heyra ekki í honum hljóðin. Tárin runnu niður kinnar héramömmu. ,,En hvað lífið er hræðilegt,“ kjökraði hún. ,,Það væri þó að minnsta kosti hægt að skjóta okkur svo, að við deyjum þegar í stað. Hann er sá fjórði, sem ég missi þetta árið. En enginn þeirra hefir dáið eins hræðilega og hann. En hvað mennirnir eru vondir, að þeir skuli láta sér á sama standa um þjáningar okkar!“ En allir þessir kveinstafir náðu ekki inn fyrir veggi Marteinssonsfjölskyldunnar. Þar ríkti gleðin yfir hérasteikinni. Frú Marteinsson sló í glasið sitt og hélt tölu. Hún benti á Þúsundáraríkið. ,,Svona höfum við breytt í dag,“ sagði hún. „Við höfum fundið forsmekk þess, sem koma skal. Friður á jörðu,“ sagði hún hátíðlega og hrærð. Svo sneri hún sér að fröken Humals. „Nú skuluð þér vissulega fá yður einn bita í við- bót af hérasteikinni,“ sagði hún og brá hnífnum á hrygg hérans. Ábætisrétturinn var lagkaka með þeyttum rjóma. Á kökunni stóð stórum stöfum orðið ,,FRIÐUR“. Friðarengarnir, sem ekki höfðu enn tekið ofan hattana, hámuðu í sig lagkökuna með þeirri áfergju, að rjómafroðan vall út úr munnvikjum þeirra. „Óhóf,“ hugsaði fröken Humals. Hún komst æfin- lega af með hálfa lagköku, þegar gestir voru hjá henni. Og ekki leyfði hún börnum að teygja sig yfir borðið og hrifsa lagkökuna sjálf á diskana sína. Hana undraði, að frú Marteinsson skyldi láta þetta viðgangast. Uppeldi hennar á börnunum var víst harla ófullkomið. Frú Marteinsson sá vel, hvernig börnin næstum því börðust um lagkökuna. En hún var svo lömuð af friðaranda, að hún megnaði ekki að andmæla þessu. Hún lét því ekki til sín taka, þegar elzti drengur- 'nn kraup upp á stólnum sínum og teygði sig yfir borðið til að ná sér í fjórða stykkið af friðarkökunni. Hann var á góðri leið með að koma stóru stykki af lagkökunni yfir á diskinn sinn, og það virtist ætla að heppnast vel. En allt í einu valt stólinn á hliðina og lagkakan hafnaði beint í kjöltu fröken Humals. Hún rauk á fætur eins og rándýr, sem hefir verið ert. Hún ýtti stólnum hranalega aftur á bak og stól- bakið rakst í Þúsundáraríkið. Þegar frú Marteinsson hengdi myndina upp, hafði hún eiginlega engan spotta við hendina til að hengja það upp í. Til bráðabirgða notaðist hún við spotta, sem var of mjór, því að henni fannst, að myndin yrði endilega að hanga uppi á Friðardaginn. Þessi spotti slitnaði nú, þegar fröken Humals stjakaði stólnum svona óvægilega til hliðar. Þúsund- áraríkið datt niður. Glerið brotnaði í smátt og ýrðist út yfir stofugólfið. í sama vetfangi lyfti fröken Humals löngum, sina- berum handlegg og rétti unga Marteinsson svo vel úti látinn löðrung, að hann datt á smáborð, þar sem ýmsir skrautmunir frú Marteinsson stóðu, og felldi það um koll. Það væri lítil nærgætni að endurtaka það, sem vinkonurnar sögðu hvor við aðra í sennunni, sem á eftir fór. En til hverra átaka muni hafa komið þar, geta menn gerzt ráðið af því, að á næstu krossmessu flutti fröken Humals í annað bæjarhverfi og stofn- aði þar nýja deild í Friðarvinafélagi kvenna. Frú Marteinsson tók við formennskunni af fröken Humals í deildinni, sem þær höfðu báðar verið í. Þeirri deild vegnaði ágæta vel undir stjórn hins nýja og ötula formanns. En á sameiginlegum fundi deildanna, sem haldinn var einu sinni á ári, sátu þær frú Marteinsson og fröken Humals langt hvor frá annarri og forðuðust að líta hvor á aðra. Það var nú einu sinni svo — eins og þær sögðu hvor um sig við sinn ,,trygga“ hóp áhangenda, er næst þeim stóð: „Það er áreiðanlega enginn, sem efast um einlæg- an vilja minn til friðar og eindrægni. En það eru þó takmörk fyrir því, hvað maður getur látið bjóða sér!“ Gleðileg jól! ALÞÝÐUBRAUÐGERÐIN H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.