Morgunblaðið - 22.04.1975, Side 34
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975
Thieu mætti
sífellt aukinni
mótspyrnu
Saigon, 2 1 aprll AP
NGUYEN Van Thieu var forseti Suður-Víetnams í átta ár. Völd hans
byggðust á gífurlegri aðstoð Bandarikjamanna og stuðningi hersins. Að
lokum tóku Bandarikjamenn undir háværar kröfur um að hann segi af
sér. Hershöfðingjar kenndu honum um ósigra hersins þar sem hann
hafði fyrirskipað skipulagslaust undanhald frá miðhálendinu. Thieu átti
ekki annarra kosta völ en að segja af sér til að auðvelda samninga sem
gætu bundið enda á striðið.
Thieu naut ekki vinsælda en hafði stjórnmálahæfileika. Hann skipaði
stuðningsmenn sina i mikilvægustu embætti og myndaði öflugt valda-
kerfi. Hann tryggði sér töluverðan stuðning á landsbyggðinni. Spilling
þreifst undir stjórn hans og stjórnarandstæðingar sameinuðust gegn
honum — þingmenn stjórnarandstöðunnar, búddatrúarmenn og hreyf-
ing kaþólskra manna sem berst gegn spillingu.
Sameiningin komst á i september i fyrra en landsmenn hafa litinn
áhuga á stjórnmálum og stjórnarandstæðingar eru sjálfum sér sundur-
þykkir. Andstaðan varð þó til þess að Thieu endurskipulagði stjórn sina
og hreinsaði til i heraflanum Völd hanshöfðu stöðugt aukizt siðan hann
var endurkjörinn forseti 1971 þegar hann var einn i kjöri. Eftir
kosningar til öldungadeildarinnar 1973 hafði hann meirihluta i báðum
þingdeildum og meirihiuta dómara á sínu bandi.
Thieu einangraðist meir og meir á siðustu valdaárum sinum. Bæði
vegna þess og pólitiskra hygginda var honum líkt við Nixon fv.
Bandaríkjaforseta, sem kallaði hann eitt sinn „einn af fjórum eða fimm
beztu stjórnmálamönnum heimsins „að sögn bandarísks heimildar-
manns i Saigon. Sendiherrar Bandarikjanna, Ellsworth Bunker og
Graham Martin, kölluðu hann vin sinn.
Faðir hans stundaði hrisgrjónarækt i fiskiþorpi i Ninh Thuan og þar
fæddist Thieu 5. april 1923. Hann stundaði nám i kaþólskum skóla i
Hue en hjálpaði föður sinum á árum japanska hernámsins. Um skeið
var hann félagi i æskulýðshreyfingu Viet Minh en sagði fljótt skilið við
hana. Hann tók kaþólska trú þegar hann kvæntist 1951. Þá hafði hann
lokið námi i herskólanum i Dalat og herskóla i Frakklandi. 1954 varð
hann ofursti. Hann varð siðan yfirmaður Suður-vietnamska herskólans
og stjórnaði aðgerðum á Mekongóshólmasvæðinu. Hann sótti tvívegis
námskeið i Bandaríkjunum.
Þegar Ngo Dinh Diem var steypt af stóli 1. nóvember 1963 réðu
skriðdrekar Thieus úrslitum. Hann sýndi dæmigerða varkárni og sendi
þá ekki af stað fyrr en hann var viss um að aðrir herforingjar hefðu látið
til skarar skriða. Hann varð þjóðhöfðingi 1965 en völdin voru i höndum
Nguyen Cao Ky flugmarskálks sem var forsætisráðherra. Völdunum
náði Thieu i september 1 967 þegar aðrir herforingjar kusu hann forseta
og Ky varð varaforseti. í vorsókninni 1972 lýsti Thieu yfir herlögum,
bannaði stjórnmálaflokka og þúsundum var varpað i fangelsi. Hann
stóð lengi í vegi fyrir samningum við Norður-Vietnama. Hann sagði
Henry Kissinger utanrikisráðherra að hann léti þá leika á sig.
Bardagar blossuðu upp að nýju eftir Parísarsamningana, flóttamönn-
um fjölgaði, verðbólga magnaðist, hryðjuverkastarfsemi færðist i auk-
ana, erlendar fjárfestingar minnkuðu og fátækt jókst. Thieu tók
ákvarðanir án þess að spyrja aðra en tvo nánustu samstarfsmenn sina.
Hernum tókst að þrauka þótt honum væri illa stjórnað en hann var vel
búinn vopnum. Umbætur i landbúnaðarmálum báru nokkurn árangur
en spillingin hélt áfram. Stjórn Thieus var talin spillt einræðisstjórn.
Hún naut þvi ekki stuðnings. allra sizt i Bandarikjunum. Endurskipu-
lagning á stjórninni og embættismannakerfinu og hreinsun i heraflan-
um breyttu engu þar um.
Siðustu mánuðina reyndi Thieu fyrst og fremst að fá bandariska
þingið til að samþykkja 300 milljón dollara aukaaðstoð sem Ford
Framhald á bls. 24
Heiðarlegur
eftirmaður
en heilsuveill
Saigon, 21. april. AP.
TRAN VAN HUONG, hinn nýi forseti Suður-Vietnams, var varaforseti
Nguyen Van Thieus fráfarandi forseta og er gamalreyndur stjórnmála-
maður. Hann hefur orð fyrir að vera heiðarlegur og hæfur maður en er
heilsuveill og það getur háð honum á þeim erfiða tima sem fer i hönd.
Huong er sjötíu og tveggja ára gamall, fæddur i héraðinu Vinh Long á
Mekongóshólmasvæðinu og hlaut menntun sina i Saigon og Hanoi. Á
yngri árum sinum var hann kennari og námsstjóri. Hann var skipaður
borgarstjóri i Saigon 1 954 og gegndi þvi starfi i sex mánuði. Hann varð
siðan framkvæmdastjóri Rauða krossins og gegndi þvi starfi til 1960.
Siðan dró Huong sig i hlé um tima og sendi frá sér nokkrar
Ijóðabækur og vietnamska óperu. Eftir fall Ngo Dinh Diems forseta sat
hann um skeið i nefnd áhrifamanna sem var stjórninni til ráðuneytis.
Forsætisráðherra var hann frá þvi i nóvember 1964 til janúar 1965.
Hann bauð sig fram i forsetakosningunum 1967 en tapaði fyrir Thieu
og Nguyen Cao Ky.
Huong féllst á að verða forsætisráðherra 1969 og bakaði sér með þvi
reiði margra stuðningsmanna í liði stjórnarandstæðinga en sagði af sér
eftir nokkra mánuði. Pólitiskar heimildir hermdu að hann hefði sagt af
sér vegna þess að Thieu veitti honum ekki nógu mikil völd og
sjálfstæði.
Vinslit Huong og stjórnarandstæðinga urðu alger þegar hann varð
varaforseti Thieus í kosningunum 1971 þegar listi þeirra var einn í
kjöri. Thieu skipaði hann formann nefndar sem átti að kanna spillingu
en samkvæmt góðum heimildum hafði hann litið svigrúm til að ráðast
gegn þeim vanda vegna þess að Thieu gaf honum ekki lausan tauminn.
Huorig var lagður í sjúkrahús i ársbyrjun 1973 vegna ýmissa
sjúkdóma, meðal annars sykursýki. lifrarsjúkdóms og augnsjúkdóms.
Heilsa hans er enn sögð bágborin. Hann gengur við staf og sér mjög
Isl________________________________________________
FJÖLDAFUNDUR
SÓSÍALISTA. -Þ
Einn af stuðnings-
mönnum sósíalista-
flokksins í Portúgal
heldur á ljósmynd
af Costa Gomes,
hershöfðingja, for-
seta byltingarráðs-
ins, á fjöldafundi
flokksins í Lissabon
á sunnudag. Sjá
frétt á forsíðu.
AP-sfmamynd.
Kýpurkon-
ur mótmæla
Larnaca, 21. apríl — Reuter.
UM 40 griskumælandi konur á
Kýpur, ásamt nokkrum brezkum,
frönskum, þýzkum og pólskum
stallsystrum, sátu í alla nótt fyrir
framan sprengjulinu tyrkneska
hersins til þess að krefjast þess að
flóttamönnum á yfirráðasvæði
Tyrkja handan línunnar yrði
leyft að fara heim í samræmi við
samþykkt Sameinuðu þjóðanna
þessa efnis. Þessi mótmælaseta
fylgir í kjölfar tilraunar meir en
20.000 kvenna í gær til að fara
fylktu liði gegnum sprengjulínu
Tyrkja til Famagusta. Tyrkirnir
synjuðu þeim inngöngu. Um
200.000 flóttamenn af grisku
bérgi brotnir eru nú á tyrknesku
yfirráðasvæði.
Sovétmenn og Egypt-
ar treysta samskiptin
— Arabaleiðtogar á rökstólum í Riyadh —
Beirut,Moskvu, 21. apríl.
AP — Reuter.
KHALED, hinn nýi konungur
Saudi Arabíu tók í dag á móti
Hafez Assad Sýrlandsforseta og
Anwar Sadat Egyptalandsforseta
i Riyadh, en þeir munu ræða nýj-
ar samræmdar aðferðir til að
koma á friði í Miðausturlöndum,
með sérstöku tilliti til nýrrar frið-
arráðstcfnu í Genf. Heimildir
hermdu að Yassir Arafat, leiðtogi
Frelsishreyfingar Palestínu,
myndi einnig mæta til fundarins.
Sambúð Sýrlendinga og Egypta
hefur verið stirð síðan Sadat lagði
blessun sína yfir sáttatilraunir
Kissingers, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna,
Ismail Fahmi, utanríkisráð-
herra Egypta, lauk í dag viðræð-
um sinum við sovézka ráðamenn í
Moskvu, en i gær skýrði hann frá
því að Sovétstjórnin legði áherzlu
á að Genfarráðstefnan hæfist að
nýju i júnímánuði. 1 lokayfirlýs-
ingu um viðræðurnar í Moskvu
fullvissar Leonid Brezhnev
flokksleiðtogi Fahmi um að Sovét-
rikin muni áfram veita Araba-
löndunum stuðning í deilunni við
Israel, og muni Egyptar og Sovét-
menn treysta samvinnu sína. Þá
London, 21. apríl. Reuter.
AMNESTY International hefur
skorað á Leonid Brezhnev, aðal-
leiðtoga sovézka kommúnista-
flokksins, að sleppa úr haldi
þremur mönnum úr Moskvu-deild
samtakanna.
Martin Ennals, aðalritari
mannréttindasamtakanna, sagði f
símskeyti til flokksforingjans að
öll starfsemi sovétdeildarinnar
væri lögleg samkvæmt sovézkum
lögum. Hann sagði að félagsmenn
samtakanna í Moskvu berðust að-
eins fyrir frelsi fanga utan Sovét-
rlkjanna.
Tveir menn úr sovétdeildinni,
segir að Brezhnev muni á næst
unni fara í opinbera heimsókn til
Egyptalands.
Á leiðtogafundinum i Riyadh er
gert ráð fyrir að lagt verði fast að
Arafat að hann skýri afstöðu
Palestinuaraba til þátttöku í
Genfarviðræðum.
Andrei Tverdokhlebov, 35 ára
gamall eðlisfræðingur, og Mikola
Rudenko, rithöfundur frá
Ukranínu, voru handteknir á
föstudaginn. Þriðji maðurinn, dr.
Sergei Kovalyov líffræðingur, var
handtekinn í desember, sakaður
um andsovézka áróðurstarfsemi.
Rudenko var látin laus á laugar-
dag í Kiev gegn loforði um að fara
ekki úr borginni og jafnframt
ákærður fyrir að dreifa
andsovézkum rógi að sögn kjarn-
orkueðlisfræóingsins Andrei Sak-
harovs. Rudenko var sagt að bíða
Framhald á bls. 24
Brezhnev beðinn að sleppa
þremur Amnesty-mönnum
Mikill klofningur í norska Verka-
mannaflokknum vegna formannskjörs
Osló, 21. apríl
NTB —Reuter.
ARSÞING norska Verkamanna-
flokksins hófst í Ösló í gær og er
þetta þing talið eitt hið mikilvæg-
asta fyrir flokkinn um margra
ára skeið. Trygve Bratteli, forsæt-
isráðherra og formaður flokksins,
skoraði f setningarræðu sinni á
flokksmenn að sýna meiri sam-
stöðu og einingu, til þess að flokk-
urinn geti staðið af sér nýjar
sóknarlotur vinstrimanna og
kommúnista. Sagði Bratteli, að
það væri verkefni þingsins að
finna nýjan starfsgrundvöll, sem
muni tryggja einingu innan
flokksins og nýja sókn hans f
norskum stjórnmálum.
Fréttaritarar segja að Bratteli
hafði haldið ræðu sína yfir mjög
klofnu þingi út af væntanlegu for
mannskjöri, en Bratteli hefur
ekki gefið kost á sér til endur-
kjörs. Tveir menn koma helzt til
greina sem flokksformenn, Odvar
Nordli, 47 ára að aldri, sem er
formaður þingflokks Verka-
mannaflokksins og Reiulf Steen,
sem gegnt hefur embætti varafor
manns flokksins sl. 10 ár. Mikil
harka er sögð i kosningabaráttu
stuðningsmanna beggja. Frétta-
ritarar segja að úrslit kosning-
anna muni ákveða pólitíska fram-
tíð flokksins. 300 fulltrúar sitja
þingið.
Bratteli sagði í ræðu sinni, að
flokkurinn væri enn ekki búinn
að sigrast á þeim erfiðleikum,
sem hann lenti í, er vinstrimenn í
flokknum klufu sig úr honum
snemma á síðasta áratug og stofn-
uðu sósialiska þjóðarflokkinn. Sá
flokkur gekk siðan i kosninga-
bandalag við kommúnista i kosn-
ingunum 1973 og fengu 16 af 155
þingsætum í Stórþinginu, en
Verkamannaflokkurinn 62 þing-
menn kjörna. Þetta bandalag
vinstrimanna hefur allt frá því
verið Verkamannaflokknum mik-
ill pólitískur höfuðverkur. Bratt-
eli varaði þingfulltrúa við að gera
of mikið úr kosningu formanns,
varaformanns, framkvæmda-
stjóra og aðalritstjóra málgagns
flokksins, Arbeiderbladets.
Miklar almennar stjórnmála-
umræður urðu eftir ræðu Brattel-
is, og var þar einkum fjallað um
stöðu Verkamannaflokksins í dag
og framtíðarhorfur hans.