Morgunblaðið - 20.07.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 20.07.1975, Síða 1
162. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 20. JULl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Toppfundiir staðfestur Genf, 19. júlí. Reuter. Öryggisráðstefna Evrópu sem 35 rfki taka þátt f staðfesti f morg- un að iokaþáttur hennar gæti haf- ist með toppfundi f Helsingfors þann 30. júlf. Ákvörðunin, sem formlega var lesin upp af for- manni svissnesku sendinefndar- innar, Rudolf Binschedler á fundi formanna sendinefnda var tekin eftir 15 klukkustunda lang- ar umræður um málamiðlunar- texta um hinn umdeilda kafla, þar sem fjallað er um heræfing- ar. Heræfingarnar voru lengi þrætuepli Tyrkja og Kýpur- manna. Nauðsynlegt var að rfkin næðu samkomulagi um þær áður en sendinefndarformenn gætu formlega staðfest upphafsdag lokaþáttar ráðstefnunnar, sem f raun var gert sfðasta mánudag. Sendir Peron þingið heim? Buenos Alres, 19. júlí. Reuter. MARIA ESTELA Peron for- seti sagði ráðherrum sfnum á fyrsta stjðrnarfundinum sem hún hefur haldið f tæpa viku að hún kynni að fara þess á leit við þingið að það tæki sér frf. Frú Perón hefur þjáðst af inflúensu og ofþreytu og lækn- ar ráðlögðu henni að hvfla sig. Frú Peron verður einnig að ákveða hvort Celestino Rod- rigo efnahagsráðherra skuli segja af sér. Ýmsir foringjar Framhald á bls. 47. NIXON VITNI AÐ UMFERÐ ARSL Y SI Camp Pendleton, Kalifornfu, 18. júlí. AP. NIXON fyrrum Bandaríkjaforseti varð í gær vitni að alvarlegu umferðarslysi þar sem þrír land- gönguliðar flotans biðu bana. Tveir þeirra létust samstundis en hinn þriðji var á lífi þegar Nixon og föruneyti hans bar að og reyndi Nixon árangurslaust að bjarga lífi hans. Nixon var á ferð með Julie dóttur sinni, og manni hennar, þegar bifreið sem á und- an þeim ók lenti í árekstri með ofangreindum afleiðingum. Nixon fól öryggisverði sínum að kalla á sjúkrabil en reyndi sjálfur ásamt Edward Cox tengdasyni sínum og aðstoðarmanni að hjálpa hinum slasaða. Vinir að- skildir Houston, 19. júlf. Rueter. ÁHAFNIR geimskipanna Apollo og Soyuz skildu þau að seinni hluta laugardags og hófu undirbúning heim- ferðar, hvor í sínu lagi. Er þar með lokið tveggja daga sambýli 5 geimfara, tveggja sovézkra og þriggja bandarískra, sem hringsólað hafa saman um- hverfis jörðina í geimskip- um sínum. Leiðangursstjóri Bandaríkja- mannanna, Thomas Stafford, kvaddi sovézka leiðangursstjór- ann með handabandi og lokuðu þeir síðan hlerunum á milli skipa sinna, seint á föstudagskvöld. Augljóst var að geimfararnir höfðu allir orðið hinir mestu mát- ar, og rápuðu þeir sífellt á milli geimskipa, deildu saman máltið- um og unnu sameiginlega að til- raunum. Nú munu áhafnirnar gera tilraunir sin I hvoru lagi. Frá hinum fjölmenna útifundi portúgalskra sósfalista í Oporto f fyrrakvöld. — Á bls. 18—19 f Mbl. í dag er birt viðtal við portúgalska kommúnistaleiðtogann Alvaro Cumhal. ________ Staða sósíalista hef- ur styrkst í Portúgal Lissabon, 19. júlf. AP. Reuter. NTB. ÚTIFUNDUR sósialista í Oporto I gærkvöldi var geysifjölmennur og mis- tókst kommúnistum að koma i veg fyrir að hann færi fram. Ekki kom til alvarlegra átaka á fundin- um en kommúnistum sem nærri voru var stökkt á brott af fundarmönnum. Fundinn sóttu 80000 manns, en á fundi sem hernaðaryfirvöld þau sem borginni ráða boðuðu til á sama tíma til að „verja byltinguna" voru um 1500 manns, mest kommúnistar. Spennan jókst enn í landinu í dag og var víða róstusamt. Gerð var hríð að bækistöðvum kommúnista á nokkrum söðum og í borginni Alveira beittu her- menn táragasi til að dreifa mann- fjöldanum og ná fólki út úr húsnæði kommúnistaflokksins. Hermenn eru við öllu búnir og er nú leitað að vopnum og „aftur- haldsseggjum" i öllum bflum á leið til Lissabon, en þar hafa sósíalistar boðað til nýs útifundar í kvöld. Kommúnistar segjast staðráðnir i að hindra að sá fund- ur fari fram og Cunhal leiðtogi þeirra hefur skipað mönnum sínum að manna götuvirki og hindra að sósíaiistar komist á fundinn. Talsmaður hersins hefur sagt að öllum sósialistum verði heimilt að fara á fundinn. Cunhal hefur ásakað sósialista um gangbyltingaráform og sagt Danskur sjávarútvegur í vanda r Sjómenn andvígir útfærslu Islendinga Birthe Lauritsen, fréttamaður Aarhus Stiftstidende, hefur sent Mbl. eftirfarandi grein: Danskur sjávarútvegur á sem stendur f alvarlegum erfiðleik- um, og forsvarsmenn stærstu sjómannasamtakanna í Dan- mörku hafa beðið Poul Dalsag- er sjávarútvegsráðherra um að banna allar landanir erlendra skipa f dönskum höfnum. Ástandið er svo alvarlegt að við þvf er búizt að setja verði marga fiskibáta á nauðungar- uppboð fyrir árslok. Aukið verð brennsluolfu og aukin sam- keppni við erlenda togara — einkum pólska — hefur orðið til þess að margir hafa þegar lagt bátum sínum. Markaðsverð á fiski f Danmörku hefur einn- ig verið lágt. Formaður danska úthafs- veiðasambandsins (Danmarks Havfiskeriforening), Laurits Törnes f Esbjerg, hefur sagt að nauðsynlegt sé að ríkið veiti meira fé til útvegsins. — Ég er ekki sérstakur tals- maður ríkisstyrkja en ég tel að ríkið verði að hjálpa til þegar markaðsverðið er f lágmarki, því ella hrynur þessi atvinnu- vegur til grunna, sagði Törnes. Sjávarútvegsráðherrann, Poul Dalsager, er ekki sama sinnis. — Ég tel, sagði ráðherrann, að hið háa fiskverð á sfðasta ári hafi leitt til þess að fiskveiða- flotinn stækkaði of mikið. Það þjónar engum tilgangi að halda úti of stórum flota sem ekki er arðbær. Ráðherrann telur að um milljónaútgjöld yrði að ræða ef ,il aðstoðar kæmi og að rfkið hafi ekki efni á því að taka á sig slfkar greiðslur. Sören Knudsen, formaður danska sjómannasambandsins (Dansk Fiskeriforening) frá Skagen segir að útfærsla fs- lenzku landhelginnar muni verða til þess að aukin ásókn verði á hefðbundin mið danskra sjómanna. Hann segist telja að danskir sjómenn séu yfirleitt andvígir útfærslu fisk- Framhald á bls. 47. Þannig sér Halldór Pétursson fyrir sér ástandið f Portúgal. mönnum sinum að búast til varn- ar gegn þeim. Á veginum milli Oporto og Lissabon hafði í dag verið komiö upp sex vegatálmunum og sveitir „borgara" leitað í bílum á leið til Lissabon. Hermenn hafa um- kringt útvarps- og sjónvarpsstöðv- ar i Lissabon og herinn hefur hvatt sveitir „borgara" til að láta hermönnum eftir að manna vega- tálmanir og götuvigi. Virðist sem nokkur spenna sé komin upp milli kommúnista og hersins. FRANSKIR SJÓMENN MÓTMÆLA MENGUN Doauville, Frakklandi, 19. júll. Routor. FISKIMENN frá Normandi lokuðu I dag hafnarinnsigling- unni i Deauvilie með togurum sín- um til að mótmæla mengun ós- hólma árinnar Signu. Um 15 togurum var lagt i hafnarmynnið og á þeim var komið upp stórum borða með áletruninni „Meng- unin er að drepa okkur, á morgun drepur hún ykkur“. Umferð um höfnina lokaðist alveg og varð að fresta siglingakeppni sem átti að hefjast i Deauville. 1 ræðu sinni á fundinum í Oporto sagði Mario Soares leið- togi sósialista að sósíalistar muni ekki sætta sig við að Portúgal yrði breytt í einangrunarbúðir komm- únista. Herinn segist ráða lögum og lof um í landinu og kveðst ekki hika við að beita valdi til að stilla til friðar komi til átaka milli komm- únista og sósíalista. Hermenn voru kallaðir á vettvang í bænum Batalha en þar höfðu bændur gert atlögu að kommúnistum og barið marga þeirra á götum úti. Hermennirnir skutu úr byssum sinum upp i loftið til að dreifa hópnum sem sagt var að hefði hótað að drepa hvern kommún- ista sem fyndist. Viðvörun Ræða Alexanders Soizhenltsyn I Washlngton í BLAÐINU I DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.