Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 16

Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975 - Innhverf íhugun — tækni eða trúarbrögð? í nýjasta tölublaði Kirkjurits- ins er stutt grein um hina svo- nefndu innhverfu íhugun, þar sem greint er frá því, að dansk- ir aðilar hafi ljóstrað því upp, að innhverf íhugun sé hindúisk trúarbrögð, sem sigli undir fölsku flaggi. Biskup íslands og einstöku prestar hafa einnig viðhaft ummæli um innhverfu íhugunina, þar sem íhugunin er tengd austurlenzkum trúar- brögðum eða dultrú. Af þessu tilefni sneri Morgunblaðið sér til tveggja aðila, sem þekkja innhverfa ihugun eða indversk fræði, og spurði þá hvort þeir væru sam- mála því að telja innhverfa ihugun trúarbrögð. Þetta voru þeir Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt, formaður íslenzka ihugunarfélagsins, sem hefur staðið fyrir námskeiðshaldi í íhuguninni, og Sigvaldi Hjálmarsson, sem kunnur er af þekkingu sinni á indverskum fræðum. Jafnframt sneri Mbl. sér til ritstjórnarmanna Kirkju- ritsins og fékk hjá þeim leyfi til birtingar á greíninni úr ritinu, auk þess sem þeir voru spurðir um ástæðuna fyrir birtingu greinarinnar í blaðinu og hvort í henni fælist einhver afstaða af háifu ritsins til innhverfrar íhugunar. En fyrst er rétt að vitna til orða biskups, herra Sigur- björns Einarssonar, i grein í Morgunblaðinu 9. júlí sl. um prestastefnuna i Skálholti, en í greininni segir biskup m.a.: ,,Er mönnum ókunnugt um það, að mjög auglýst hug- Jeiðsluaðferð, nýiega tiikomin hér á landi, byggir sefjunar- mátt sinn á því að stagast á nafni indversks forngoðs? Það er ískyggilegur geðklofi, ef mönnum, sem vígðir eru til þess að boða trú í Jesú nafni, þykir ekkert athugavert við slikt sem þetta.“ Þá segir séra Jón Einarsson i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd m.a. í svari sínu við spurning- um Morgunblaðsins um spiritisma o.fl., sem beint var til fjölmargra presta á dögun- um: „Framsögumaður ... var séra Pétur Ingjaldsson prófastur. Hann flutti hógværa og kímni blandna ræðu, þar sem hann vék að nokkrum „dultrúar- hreyfrngum“, allt frá þvi er mormónatrú barst hingað til lands og til hinnar svonefndu „innhverfu íhugunar", sem orð- ið hefur vart á alira síðustu tímum." Hér til hliðar er birt grein Kirkjuritsins um innhverfa ihugun, en svör þeirra Sigur- þórs og Sigvalda fara hér á eft- ir: SIGURÞÓR AÐALSTEINS- SON, FORMAÐUR ISLENZKA IHUGUNARFÉLAGSINS: „Allar þær upplýsingar, sem mér eru kunnar, eru á þá leið, að hér sé um að ræða hreina visindaiega tækni. Ég geng ekki að starfi minu í þágu þess- arar starfsemi sem trúar- bragðaleiðtogi á neinn hátt. Vissulega er þvi ekki að neita, að Maharishi Mahesh Yogi (sá sem kýnnt hefur innhverfa íhugun á Vesturlöndum) er Hindúi og þessi tækni á rætur sínar að rekja til trúarbragða, en Maharishi hefur leitazt við að einangra hana frá þeim og leggur á það áherzlu, að þetta séu ekki trúarbrögð. Ég get nefnt hér samlíkingu, sem mér finnst eiga við í þessu tilviki: Ef Henry Ford, sá ágæti Bandaríkjamaður, hefði verið Hindúi, þá teldi ég mig ekki hindúatrúar, þótt ég notaði Fordbíla. Vissuega eru til menn, sem nota þessa tækni f trúariðkun- um, en það er lögð á það áherzla við þátttakendur í námskeiðum í innhverfri íhugun, að þeir séu ekki þátttakendur í slikri trúar- athöfn og séu ekki að ganga á hönd neinum ókunnum trúar- brögðum, þeir séu aðeins áhorfendur. Það er alls ekki um það að ræða, að iðkendur innhverfrar íhugunar séu að stunda ein- hverja bænagjörð. Það er ekki nefnt nafn neins guðs, heidur bara merkingarlaus hljómur og þá ekki hið kunna „Om“ úr Hindúismanum." SIGVALDI HJÁLMARSSON: „Þótt ekki sé ég mikið kunn- ugur þeirri hugleiðingaraðferð sem á Vesturlöndum kallast „Transcendental Meditation“ tel ég fráleitt að nefna hana „trúarbr’ögð". Yoga er i iðkun- inni hugræn vinnubrögð, næsta fjölskrúðug, og þeim vinnu- brögðum má beita, hvaða hugmyndir sem menn hafa um guðdóm og hvernig sem þeir vilja gera sér grein fyrir stöðu mannsins f tilverunni. Á hinn bóginn getur villt um fyrir ókunnugum, að hindúísk- um trúarsiðum, og raunar búddhískum líka, hefur oftlega verið breytt i yoga-iðkun og þeir þá vanalega glatað gildi sínu sem trúarsiðir. Svo er til að mynda um sólarhyllinguna frægu (Surya Namaskar) sem er allt í senn: hugleiðing, líkamsrækt og guðsdýrkun, og svo er einnig um fjölda siða úr Sjakti (gyðju) dýrkun, en þá eru orð og nöfn úr þeirri dýrk- un yfirfærð á frumtök f manns- huganum, — enda þá ekki leng- ur litið á þá sem trúarsiði. Heyrt hef ég, að talið sé að f þessari hugleiðingaraðferð sé indverskt „forngoð'1 ákallað. Ekki er mér kunnugt hvaða „forngoð" hér er um að ræða, en vera má að átt sé við guðinn Rama og einhverjir telji sig hafa komizt að því, að iðkendur þessarar “aðferða endurtaki sumir orðið „Ram“. Það orð á samt ekkert skylt við guðinn Rama og hann er alls ekki hafð- ur f huga þegar það er nefnt. Þetta orð tilheyrir flokki orða í sanskrit sem enga merkingu hafa, eru aðeins hljómur og kallast „Bija“. Mikil fræði eru til um notkun slfkra orða og er ekki tóm til að fara út í þau hér. Misskilningurinn um að þessi hugleiðing sé trúarbrögð gæti verið upprunninn með þessum hætti.“ Séra Arngrímur Jónsson í Háteigsprestakalli i Reykjavík á sæti í ritnefnd Kirkjuritsins og það var hann, sem kom greininni f ritið. í samtali við Mbl. kvaðst hann hafa fengið greinina úr norsku blaði, Vort land, og hefði hann hugsað um birtingu hennar f fréttaskyni. „En ef þetta er rétt, sem í frétt- inni segir, þá hlýt ég auðvitað sem kristinn maður að taka afstöðu gegn þvi.“ Séra Guðmundur Óli Ólafs- son í Skálholti, ritstjóri Kirkju- ritsins, tók undir orð séra Arn- gríms, bæði hvað birtingu greinarinnar snerti, svo og um sina afstöðu gagnvart inn- hverfri íhugun. Eftirtektarverð uppljóstrun gamalla trúarsiða: Innhverf íhugun (transcendental meditation) er hreinn hindúismi innhverf íhugun er ekki hlutlaus tækni. Hún er ekki aðeins aðferð til þess að læra ihugun, eins og svo oft er talað um i áróðrinum fyrir henni. Á fundi i Hróarskeldu í Danmörku hefur verið Ijóstrað upp um hina leyndardómsfullu vígslusiði og þeir þýddir af sanskrít á dönsku. Á fundinum var sýnt fram á, að innhverf ihugun er hindúistisk trúarbrögð, sem boðuð hafa verið á Vesturlöndum af sérfræðingum í geðlækningum (?). Fiestir læra aðeins fáein óskiljanleg hljóð. Þeir eru aðeins fáir, sem þekkja siðina. Mörg þúsund manns á Norðurlöndum nota þessar aðferðir. Innhverf íhugun starfar í sjö þrepum og þetta þýdda siðakerfi er notað i þeim öllum. Venjulega tekur það lærisvein um tiu ár að ná efsta þrepinu. Siðakerfið er ævagamalt og var notað, er „guruum“ voru færðar gjafir: Ég beygi mig, meðan ég fórna heilum hrisgrjónum við lótusfætur Shri Guru Devs... Ég beygi mig fyrir honum, sem býr í lótusblómi hjarta mfns, hinu skapandi upphafi hins kosmiska lifs — birtingarformi Gurur Devs“. Svo segir m. a. i siðakerfinu, sem farið er með, um leið og fórnað er kertum, reykelsi o. fl. Það er stofnun fyrir kristniboðsvísindi og samband kirkjudeilda við Árósaháskóla, sem hefur látið þýða þetta siðakerfi úr hinu útdauða máli sanskrit á dönsku. Jóhannes Ágðrd, dósent, sem hefur tekið þátt í að Ijóstra þessu upp, telur, að innhverf íhugun sé hrein trúarbrögð, sem sigli undir fölsku flaggi. Hann varar alvarlega vlð námskeiðum þeim f innhverfri íhugun, sem nú eru haldin, samkvæmt frásögn Kristilegs Dagblaðs í Kaupmannahöfn, og segir, að við rannsókn hafi verlð leitt í Ijós, að þó nokkrir menn hafi fengið sálarflækjur eftir slík námsskeið og orðið að gangast undir geðræna meðferð á eftir. (Kirkjuritið. 1. hefti 1975.) Um meðferð fjármuna við virkjanir á Austurlandi Egilsstöðum, 14. júlí. Eíns og fram hefur komió sendum við fréttaritarar blaóa á Egilsstöðum gagnrýni á meðferö fjármuna við virkjunarfram- kvæmdir á Austurlandi. Forráða- menn RARIK í Reykjavfk brugð- ust hressilega við og komu tii fundar með okkur blaðamönn- unum hér á Egilsstöðum og voru málin rædd f fuliri hreinskilni og kom í ljós að margt af okkar gagnrýni hafði við rök að styðjast, þó hins vegar kæmi í ljós að orsakanna væri að leita annarsstaðar í kerfinu en hjá stjórn RARIK. Til dæmis að Fjármálaráðuneytið stöðvaði greiðslur er umrætt hús var búið til flutnings inn á heiði og gaf ekki leyfi til framkvæmda fyrr en allt var orðið ófært og senda varð marga menn til vinnu við aðstæður sem raunverulega voru tæplega bjóðandi mönnum og varð því að grípa til þess ráðs að greiða tvöföld laun svo húsið kæmist upp i tæka tíð, enda er sumarið stutt í þessari hæð (yfir 600 m). Þetta sýnir að vel þarf að gæta þess að stirðleiki í fjármála- kerfinu valdi ekki tjóni eins og þarna hefur orðið. Einnig kom það fram er við gerðum athugasemd við mikla notkun leigubíla að nefnd á vegum rfkisins hafði neitað RARIK um bflakaup sem forráða- menn RARIK töldu þó að hefðu í mörgum tilfellum verið hag- kvæmari en leigubílar. Margt flwira var rætt á fundinum og hafði á sumu hver sína skoðun eins og gengur. Ég vil þakka þeim Kára Einars- syni og Sverri Ölafssyni fyrir lipur svör við fjölda spurningar er við lögðum fyrir þá og alla vega erum við fróðari eftir en áður. Þá vil ég þakka Magnúsi Sveins- syni verkstjóra greinagóða skýrslu um fjölda vangerðra hluta frá hendi seljenda véibún- aðar er valdið höfðu töíum á gang setningu orkuvers við Lagarfoss. Slíkar tafir eru dýrar eins og sést á því að Lagarfossvirkjun hefur sparað 60 milljónir f olíukaupum síðan hún fór í gang í vor. Að lokum vil égtaka fram: Allar þessar umræður eru óvið- komandi rafveitustjórn Austur- landsveitu á Egilsstöðum og vii ég nota tækifærið til að þakka Erl- ingi Garðari og mönnum hans fyrir þeirra frammistöðu við að halda veitunni f gangi f snjó- byljum s.l. vetrar. Steinþór Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.