Morgunblaðið - 20.07.1975, Side 25

Morgunblaðið - 20.07.1975, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1975 • VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington • VIÐVÖRUN . /. Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington Vlðvörun Ræða Alexanders Soizhenltsyn í Washlngton þetta kerfi sem hæft til stjórnmálasam- bands, vináttu og aðstoðar. Þetta var upp- haf vináttunnar og hernaðarsamstarfsins sem á eftir kom. Viðfangsefni og umfang ræðu minnar í dag leyfa ekki að ég segi mikið um Rússland eins og það var fyrir byltinguna. Ég vil aðeins til samanburðar vitna til nokkurra talna sem hver og einn getur sjálfur lesið i fyrra bindi „Gulag eyjaklasans" sem gefin hefur verið út í Bandaríkjunum. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga f nákvæmustu og hlutlægustu upplýsingum sem finnast um Rússland fyrir byltinguna og ná yfir siðustu áttatíu árin fyrir bylt- inguna, þ.á m. þau ár þegar byltingar- hreyfingar gerðu atlögu að lífi keisarans, voru um 17 manns líflátin árlega. Hinn illræmdi spánski rannsóknarrétt- ur deyddi um það bil 10 manns á mánuði þegar mest var. 1 bók minni „Eyjaklasanum" vitna ég í bók sem Tsjekov gaf út árið 1920. I þeirri bók er hróðuglega frá því skýrt að árin 1918 og 1919 hafi byltingaröflin komið rúmlega 1000 manns fyrir kattarnef á hverjum mánuði án réttarhalda. Og þegar ógnaröld Stalíns stóð sem hæst 1937 og ’38 getum við deilt fjölda mánaða i fjölda þeirra sem drepnir voru og þá kem- ur út talan 40000 á mánuði. Þetta eru tölurnar: 17 á ári, rúmlega 10 á mánuði, meira en 1000 á mánuði, meira en 40000 á mánuði. Þannig þróaðist það sem í Rúss- landi var kölluð íhaldsemi. Hvað gerði það mögulegt fyrir lýðræðis- ríkin í vestri að gera bandalag við Rúss- land þessara ára og við þetta ríki, Sovét- ríkin? Gervallur, sameinaður lýðræðis- heimurinn, England, Frakkland, Banda- rikin, Kanada, Ástralía og önnur smærri lönd gengu í hernaðarbandalag með Sovétríkjunum árið 1941. Hvernig er hægt að útskýra þetta? Hvernig getum við skilið þetta? Fyrsta skýringin sem við getum komið með er sú að öll lýðræðisríki heims saman- lögð hafi verið of veik til að berjast gegn Þýzkalandi einu, Hitler einum. Ef svo hefur verið er það hræðilegur fyrirboði. Það er hræðilegur spádómur fyrir líðandi stund. Ef öll þessi lönd f sameiningu gátu ekki lagt að velli eitt lítið Þýzkaland é dögum Hitlers, hvað geta þau gert f dag þegar rúmur helmingur veraldar býr við alræðisstjórn? Ég fellst ekki á þessa skýringu. Eftirfar- andi gæti verið önnur skýring: Bandalagið hafi einfaldlega orðið til vegna skelfingar og ofsahræðslu stjórnmálamanna þess tíma. Þeir hafi einfaldlega ekki haft nægi- legt sjálfstraust og sálarstyrk og hafi í því ruglingsástandi ákveðið að gera bandalag við sovézku alræðisstjórnina. Að endingu gæti þriðja skýringin verið sú að þetta hafi verið með ráðum gert. Lýðræðið hafi ekki viljað verja sig sjálft heldur viljað verja sig með því að beita fyrfr sig öðru alræðiskerfi, sovézku al- ræði. Ég ætla ekki nú að fjalla um mórölsku hlið þessa mál — um það tala ég síðar — heldur aðeins um almenn sjónarmið. Hversu mikil þröngsýni var þetta? Hvaða hyldjúp sjálfsblekkinga? Rússneskur málsháttur segir að maður skuli ekki kalla á úlfinn sér til hjálpar gegn hundunum. Maður á sjálfur að berj- ast gegn hundunum en ekki að kalla á úlfinn til hjálpar. Þvf að þegar úlfarnir koma éta þeir eða reka burt hundana en sfðan rífa þeir mann lfka á hol. Lýðræðisöflin í heiminum gátu sigrazt á báðum alræðiskerfunum, fyrst hinu þýzka, síðan hinu sovézka. Þess f stað styrktu þau sovétalræðið, og hjálpuðu til tvið að koma hinu þriðja af stað f Kfna. Allir þessir atburðir leiddu til þeirrar stöðu sem nú er í heiminum. Þegar Roosevelt var í Teheran sagði hann þetta þegar hann lyfti glasi sfnu f eitt sfðasta skiptið: „Ég efast ekki um að við þrír“ — þ.e. Roosevelt, Stalfn og Churchill — „leiðum þjóðir okkar í sam- ræmi við óskir þeirra og áform.“ Hvernig getum við útskýrt þetta? Sjálf- sagt er bezt að láta sagnfræðingum það eftir. En við hlýddum á þetta á þeim tíma og undruðumst. Við sem vorum f rússneska hernum héldum að þegar við kæmum til Evrópu mundum við hitta Bandaríkjamennina og segja þeim frá ástandinu. Ég var í þeim hópi hermanna sem þrammaði í átt til Elbu. Hefði ég haldið örlitið lengra áfram hefði ég náð til Elbu og gæti hafað tekið í hendur framvarðasveitar bandaríska hersins. En litlu áður en þangað var kom- ið var ég handtekinn og settur f fangelsi og fundum okkar bar ekki saman. En nú, eftir þessa löngu bið, er ég hér til að segja ykkur, sem vinur Bandaríkjanna, það sem við sem vinir ykkar vildum segja en var meinað að segja við Eibu. Annar rússneskur málsháttur segir að óvinur sé sá sem sífellt geldur jáyrði við því sem þú segir, en vinur sá sem rök- ræðir við þig. Það er einmitt þess vegna sem ég er hingað kominn til að tala við ykkur, vinir mfnir. Eitthvað gerðist sem venjulegum mannshuga er óskiljanlegt. Við — hinir valdalausu almennu sovétborgarar — gátum ekki skilið það árum og áratugum saman hvað gerðist. Bretland, Frakkland, Bandarfkin — sígurvegararnir í sfðari heimsstyrjöldinni — áttu að setja skilyrði fyrir friði, ströng skilyrði, og skapa tilveru sem kom heim og saman við lífsviðhorf þeirra, við frelsis- hugmyndir þeirra og hugmyndir þeirra um þjóðarhagsmuni. 1 stað þessa undirskrifuðu þjóðarleið- togar vestrænna ríkja, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, hverja uppgjöf- ina á fætur annarri. Og forseti ykkur, Roosevelt, setti Sovétríkjunum alls engin skilyrði áður en hann hóf að veita þeim, ótakmarkaða aðstoð. Á ráðstefnunni í Yalta var, alveg að óþörfu, viðurkennt hernám Mongólíu, Moldavíu, Eistlands, Lettlands og Litháens. Strax að því loknu var nær ekkert gert til að vernda Austur-Evrópu og sjö eða átta lönd þar voru einnig látin af hendi. Stalín hafði krafizt þess að hann yrði látinn fá alla sovétborgara sem vildu ekki snúa til heimalands síns. Og Vesturveldin afhentu honum með valdi rúmlega eina og hálfa milljón manna. Brezkir hermenn drápu Rússa sem ekki vildu verða fangar Stalfns og hrintu þeim með valdbeitingu til Stalíns þar sem þeirra beið dauðinn. Hvernig gátu hin vestrænu lýðræðisríki gert þetta? Og i kjölfarið fylgdu 30 ár stöðugrar undanlátsemi og uppgjafar í hverju landinu á fætur öðru þar til nú þegar Sovétrfkin eiga lepprfki f Afriku, þegar nær öll Asía tilheyrir þeim og þegar Portúgal er á leið niður í hyldýpið. Á þessu þrjátíu ára tímabili hefur alræðinu verið látið meira eftir en nokkurt sigrað land hefur nokkru sinni í sögunni gefið eftir að stíði loknu. Það varð ekkert strið, en það hefði vel getað orðið. Lengi vel gat ég ekki skilið þetta. Okkur var um megn að skilja veikleikann sem lýsti sér í vopnahléinu í Víetnam. Hver venjulegur borgari í Sovétríkjunum skildi að þetta var aðeins kænt bragð sem gerði Norður-Víetnömum kleyft að taka Suður- Víetnam þegar þeir vildu. Og svo allt í einu var friðarverðlaunum Nóbels úthlut- að fyrir þetta. Sá friður er sorglegur og kaldhæðnislegur. Það er mjög alvarlegt hugarfar sem leitt % Alexander Solzhenitsyn og Natalía kona hans virða fyrir sér þeim var færður í heimsókn þeirra | Vfetnamstríðinu lauk: „Hin blessaða þögn.“ Ég mundi ekki óska versta óvini mfnum þess konar blessaðrar þagnar. Ég mundi ekki óska mfnum versta fjand- manni þess kyns þjóðareiningar. Ég heí eytt 11 árum í „eyjaklasanum". Og hálfa ævi mína hef ég hugleitt þetta vandamál. Sem áhorfandi f fjarlægð að þessum skelfilega harmleik í Víetnam get ég sagt ykkur að milljón manns verða drepin þar. Fjórar til fimm milljónir munu látnar dvelja f einangrunarbúðum og Iátnar endurbyggja Víetnam. Ykkur er kunnugt um hvað er að gerast f Kambódíu. Það er þjóðarmorð. Það er fullkomin og algjör eyðilegging en í nýju formi. eftir Japan, Israel, Formósu, Filippseyjar, Malasíu, Thailand, 10 Afríkuríki. Við skulum bara lifa í friði. Gefið okkur aðeins tækifæri til að keyra fallegu bílana okkar á glæsilegu hrað- brautunum okkar. Leyfið okkur að leika tennis og golf. Látið okkur halda áfram að blanda drykki okkar eins og við erum vön. Látið okkur halda áfram að horfa á tann- kremsgljáandi brosin á auglýsingasíðum tímaritanna. En það er einmittþettasemeraðgerast. Og nú hafa þessir atburðir snúizt upp í ásakanir á hendur Bandaríkjunum í öðr- um vestrænum löndum. Við heyrum núna margar raddir sem segja að allt sé þetta Bandaríkjunum að hefur af undanhaldi sfðustu 30 ára. Af- leiðingin er sú hugsun að gefast alltaf upp jafnfljótt og hægt er og biðja um frið og ró, hvað sem það kostar. Mörg blöð á Vesturlöndum hafa skrifað: Við skulum flýta okkur að stöðva blóð- baðið í Víetnam og koma á þjóðareiningu þar í landi. Eitt af leiðandi blöðum ykkar f Banda- ríkjunum skrifaði í stórri fyrirsögn þegar Eins og stundum áður í sögunni er ekki nægileg tækniþekking fyrir hendi til að byggja gasklefa, svo að höfuðborgin hin seka höfuðborg, er tæmd. Gamalmenni, konur, börn eru rekin í burtu án nauð- synja, án matar. Farið og deyið. Nú heyrast raddir f landi ykkar og annars staðar á Vesturlöndum: Eftirlátið Kóreu og þá fáum við að vera f friði. Eftirlátið auðvitað Portúgal. Látið þeim • VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington # VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.