Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 26

Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975 25 • VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington # VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington kenna. Hér verð ég að leggja áherzlu á að ég ver Bandaríkin gegn þessum ásökun- um.Ég verð að segja að mér finnast Bandaríkin sízt sek i þessu máli af öllum Vesturlöndum. Bandarikin hafa lagt mest af mörkum til að hindra þessa þróun. Bandaríkin hjálpuðu Evrópu að vinna báðar heimsstyrjaldirnar. Þau lyftu Evrópu tvívegis upp úr djúpi eyðilegging- arinnar að loknum styrjöldum. I áratugi lykil að New York borg, sem þangað. hafa Bandarikin verið eins og skjöldur til varnar Evrópu á meðan löndin hafa velt því fyrir sér hvernig þau geti komizt hjá því að kosta heri sína eða jafnvel lagt þá niður. Hvernig þau geti komizt hjá því að borga fyrir vígbúnað. Hvernig þau geti hætt þátttöku i NATO vitandi að Banda- rikin munu vernda þau hvort sem er. Þetta hafa þessi iönd gert, lönd sem standa á ævafornum merg siðmenningar og mennta, enda þótt þau séu nær hætt- unni og ættu að geta gert sér betur grein fyrir henni. Eg er kominn hingað til þessa stóra meginlands ykkar. I tvo mánuði hef ég ferðazt vítt og breitt um víðáttu landsins. Hérna verðið þið ekki vör við nálægð hættunnar, hversu yfirvofandi hún er. Hérna er auðvelt að láta sem ekkert sé og misreikna sig. Hérna verður fólk að gera andlegt átak til að skilja ástandið. Bandaríki Norður-Ameríku hafa lengi verið stórlyndasta og rausnarlegasta land í heiminum. Þegar einhvers staðar verða flóð, jarðskjálftar, eldsvoðar, náttúruham- farir, drepsóttir, hverjir eru þá fyrstir til hjálpar? Bandaríkjamenn. Og hvert er svarið sem heyrist. Skammir, formælingar og blótsyrði. „Yankee go home!“. Upplýsingamið- stöðvar Bandaríkjanna eru eyðilagðar, brenndar og fulltrúar „þriðja heimsins“ stökkva upp á borð til að greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum. En þetta léttir ekki hina miklu byrði á herðum Bandaríkjanna. Söguþróunin hefur gert ykkur að leiðtogum heims- byggðarinnar, hvort sem ykkur líkar betur eða ver. Land ykkar hefur ekki lengur efni á neinni kothugsun. Stjórn- málaleiðtogar ykkar geta ekki lengur hugsað eingöngu um ríki þeirra, um flokka þeirra, eða minni háttar málefni. Þið verðið að hugsa um heiminn allan. Og þegar næsta stjórnmálakreppa rfs í heiminum — og ég held að einni slíkri sé nýlokið og hin næsta geti skollið á hvenær sem er — munu stærstu ákvarðanirnar falla á ykkar herðar. Ég leyfi mér að vitna í nokkuð sem ég hef heyrt hérlendis: „Það er ekki hægt að verja þá sem ekki hafa vilja til að verja sig sjálfir. “ Ég er samþykkur þessu. En ég verð að minna á að þetta var sagt í sambandi við Víetnam. í helmingi Evrópu nútímans og þremur f jórðu hlutum heimsins er viljinn til sjálfsvarnar enn minni en í Suður- Vfetnam. Við heyrum stundum sagt eftirfarandi: „Við getum ekki varið þá sem ekki geta varið sig með eigin mannafla og mann- auði.“ En gegn afli alræðisins, þegar öllu því afli er beint gegn einu landi, getur ekkert land varið sig með sínum eigin styrk eingöngu. Okkur er sagt að ekki sé hægt að verja þá sem ekki búa við fullkomið lýðræði. Þetta er furðulegasta röksemdin af öllum þeim sem fram eru bornar. Og þetta er hið leiðandi stef í þeim blöðum ykkar sem ég hef lesið og heyrt i ræðum sumra stjórn- málamanna ykkar. Hvenær hefur nokkru ríki sem staðið hefur framarlega í bar- áttunni gegn alræðinu tekizt að halda uppi fullkomnu lýðræði? Hefurykkurhér í Bandaríkjunum tekizt það? Jafnvel sameinuðum lýðræðisrfkjunum tókst ekki að geraþað — Bandarikjunum. Englandi, Kanada, Astraliu. Þegar fyrstu hættueinkennin fóru að berast frá Hitler, réttu þið Stalín framrétta höndina. Líka er sagt að „ef Sovétrfkin ætla að fara að reyna að græða á detente þá skulum við aldeilis...“ — En hvað gerist þá? Því Sovétríkin hafa notað detente f eiginhagsmunaskyni, gera það núna og munu halda því áfram. Kína og Sovétríkin eru til dæmis bæði þátttakendur í detente en hafa samt sem áður kiófest þrjú ríki í Indókína í ró og næði. Kannski að þeir sendiykkurborð- tennislið til að keppa við ykkur í sárabæt- ur! Fyrir mörgum árum sendu Sovétríkin ykkur flugmennina sem flugu yfir Norðurpólinn á leið til Ameríku. Ég man mjög vel eftir árinu — þetta var í júní 1937 — þegar rússnesku flugmennirnir luku afreksflugi sínu yfir Norðurpólinn og lentu i Washingtonriki.Þetta var sama árið og þegar Stalín lét drepa 40000 manns á mánuði og Stalín vissi vel hvað hann var að gera. Flugmennirnir voru hetjur, — enginn segir þeim neitt til hnjóðs — en þetta var sjónarspil sett upp til að dreifa athygli ykkar frá raunveru- legum atburðum ársins 1937. Og hvert er tilefnið núna? Á þessu ári er 38 ára afmæli. Er 38 ára afmæli eitt- hvað merkilegt? Ó nei, en þeir þurftu á því að halda að reyna að fela Víetnam og þvf voru þessir flugmenn sendir hingað enn einu sinni. Chkalov minnismerkið var afhjúpað f Washingtonríki. Chkalov er hetja og þess verður að hans sé minnzt. En til að gefa alveg rétta mynd hefði átt að koma fyrir vegg á bak við minnismerkið og varpa á hann myndum af aftökunum sem sýndu höfuðkúpurnar og beinin. Ég biðst afsökunar á að vitna í svona marga hluti, en blöð ykkar og útvarp segja svo margt sem gefur tilefni til þess. Við getum ekki litið fram hjá því að Norður-Víetnamar og Rauðu Khmerarnir þverbrutu samkomulagið um Indókina. En við skulum lítafram áveginn. Hvaða þýðingu hefur sú staðreynd. Þýðir hún það að víð leyfum þeim að slátra fólki endalaust, og svo ef þessum morðingjum sem nærast á ofbeldi þóknast að bjóða upp á detente þá tökum við því með þökkum? Bandariskir leiðtogar litu til framtfðar- innar á árunum 1933 og ’34 en þeir litu þangað miklum nærsýnisaugum. Fyrir tveimur árum litu þeir enn fram á við þegar þýðingarlaust samkomulag var gert í Vietnam án nokkurrar tryggingar fyrir friði og enn var litið á málið nærsýnisaug- um. Þeim lá svo mikið á að ná þessu samkomulagi að þeir gleymdu að ná heim Bandarikjanmönnunum sem voru þarna. Þeim lá svo mikið á að undirskrifa þetta skjal að 1300 Bandarikjamenn týndust. Hvernig er þetta gert? Hvernig má þetta vera? i styrjöld er hugsanlegt að sumir af þessum Bandarfkjamönnum hafi horfið í bardögum. En leiðtogar Norður- Víetnam hafa viðurkennt að nokkur hluti þeirra sé enn í fangelsum. Hafa þeir látið ykkur hafa landsmenn ykkar aftur? Nei. Þeir hafa ekki gert það og þeir leggja stöðugt fram ný skilyrði fyrir ykkur. i upphafi sögðu þeir: „Sviptið Thieu völd- um. “ Núsegjaþeir: „Bandaríkin eiga að reisa við Víetnam; að öðrum kosti verður mjög erfitt fyrir okkur að finna alla þessa menn.“ Ef rikisstjórn Norður-Víetnams á erfitt með að skýra það út fyrir ykkur hvað hefur orðið um bandaríska stríðsfanga sem ekki hefur verið skilað aftur get ég, á grundvelli reynslu minnar i „eyjaklasan- um“ sagt ykkur það svo ekki verður um villzt: Það er lögmál í „eyjaklasanum" sem kveður svo á, að þeir sem sætt hafa verstri meðferð og þeir sem hafa þolað hana af mestu hugrekki, — hinir heiðariegustu, hugrökkustu, ósveigjanlegustu — þeir koma aldrei aftur í heiminn. Þeir verða aldrei aftur sýndir heiminum vegna þess að þær sögur sem þeir segja munu ekki falla vel inn í hug manneskjunnar. Sumir af stríðsföngum ykkar sem sleppt hefur verið hafa sagt frá þvi að þeir hafi verið píndir. Þetta þýðir að þeir sem enn eru eftir hafa verið píndir á enn hrylli- legri hátt, en þeir hafa ekki gefið eftir. Þetta eru beztu menn ykkar. Þetta eru fyrstu hetjur ykkar, sem stóðust raunir í einmanalegu návígi. Og í daggetaþeirþví miðurekki heyrt okkur hylla þá og þegíð af því aukið hugrekki. Þeir geta ekki verið hér vegna þess að þeir eru i einmanalegum fanga- klefum þar sem þeir munu annað hvort deyja eða eyða 30 árum, eins og Raoul Wallenberg, sænski diplómatinn sem var handtekinn árið 1945 í Sovétríkjunum. Hann hefur verið i fangelsi í 30 ár og þeir munu ekki láta hann af hendi. Og hér eru móðursjúkir framámenn, sem sagt hafa: „Ég mun fara til Norður- Vietnam. Ég mun krjúpa á kné og sárbiðja þá um að láta stríðsfangana lausa“. Þetta er ekki pólitísk aðgerð. Þetta er sjálfs- pynding. Skiljið þið í raun og veru hvað „detente” hefur þýtt í öll þessi 40 ár? Vinátta rólegra ástand, viðskipti o.s.frv. Ég þarf að segja ykkur dálítið frá því hvernig þetta lítur út hinum megin frá, — nokkuð sem þið hafið aldrei heyrt eða séð áður. Aðeins lítils háttar kynni af Bandaríkja- manni, — og Guð forði ykkur frá því að hafa sést með honum á veitingahúsi — þýðir 10 ára fangelsi fyrir njósnir. 1 fjórða bindi „Eyjaklasans“ mun ég segja frá slíku atviki. Sovézkur borgari var í Banda- ríkjunum, og þegar hann kom heim sagði hann frá því að í Bandaríkjunum væru dásamlegar bifreiðar, vegir. Öryggislög- reglan handtók hann og krafðist 10 ára fangelsis. En dómarinn sagði: „Ég er ekki að mótmæla, en það liggja ekki fyrir nægi- legar sannanir. Getið þið ekki fundið eitt- hvað annað á hann?“ Og þá var dómarinn rekinn úr landi vegna þess að hann and- mælti öryggislögreglunni og hinn maðurinn fékk 10 ár. Getið þið gert ykkur i hugarlund hvað þetta þýðir? Hahn sagði að það væru góðir vegir i Bandaríkjunum. Fyrir það fékk hann 10 ár. Sjá nœstu 1 síðu ^gj i VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington • VIÐVÖRUN . . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn i Washington

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.