Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 32

Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975 — 200 mílur Framhald áf bls. 3 tækju að sækja í stofninn. Um samninga vil ég sem minnst ræða. Eftir er að sjá á hvaða forsendum þeir vilja ræða við okkur eða réttara sagt, við við þá. Þá finnst mér að nú verði að láta sverfa til stáls gagnvart Efnahagsbandalaginu. Ef við fáum ekki þær tollívilnanir, sem þegar er búið að semja um, nema með nauðungarsamning- um, verðum við að grípa til okkar ráða. Þessi tregða banda- lagsins hefur þegar skaðað okk- ar smáiðnað nóg. 200 MÍLURNAR MEGA EKKI VERA GERFIMÍLUR — Við erum himinlifandi yfir ákvörðun stjórnvalda um að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur, sagði hinn kunni togaraskipstjóri Guðbjörn Jens- son þegar við ræddum við hann og bætti við: en á hinn bóginn viljum við enga samninga við aðrar þjóðir, þar sem svo lítill fiskur er eftir í sjónum við ís- land. Guðbjörn, er eins og kunnugt er skipstjóri á skuttogaranum Snorra Sturlusyni frá Reykja- vík. Þeir á Snorra komu til Reykjavíkur á fimmtudag eftir 13 daga veiðiferð með 240 lestir af karfa, sem fékkst að mestu á Hornbanka, og voru þeir með nokkurn hluta aflans í kössum. Guðbjörg sagði einnig: Ef við semjum t.d. við þjóð eins og Breta, þá fá þeir örugglega ein- hver hólf til að veiða í og hafa þá tækifæri til að hreinsa þau algjörlega upp. Ef útfærslan á að takast, verðum vió ís- lendingar einir að nýta veiði- svæðin. Það þarf að koma á sterkum friðunaraðgerðum og við sættum okkur við það, ef við verðum einir um landhelg- ina. Utfærslan þoldi enga bið, en betra er seint en aldrei. Ástandið í hafinu kringum Is- land er orðið hreint ægilegt, sérstaklega hvað varðar þorsk- stofninn, þá tegund, sem Bret- inn sækir mest í. Þá eru karfa- miðin orðin mjög léleg. Nú voruð þið með góðan afla, er það ekki merki um að eitt- hvað sé eftir af karfa? Það nást annað slagið góðir sprettir, en það er eingöngu hinum góðu tækjum að þakka að við náum þessum afla. Bæði eru fiskleitartækin orðin mjög fullkomin og staðsetningartæk- in það fullkomin að við finnum hverja bleyðu aftur, sem eitt- hvað fæst á. Þetta hefur breytzt alveg gífurlega á s.l. 10 árum. Ef við notuðum sömu tæki og tækni og þá, þá fengjum við ekki bein úr sjó. Þá öðlumst við sifellt meiri reynslu, okkar sjálfra og svo af eldri mönnum ekki sízt. Guðbjörn sagði ennfremur, að Bretar ættu að færa sjálfir út i 200 milur og nýta eigin mið eins og við. Vitað væri að Bret- ar og V-Þjóðverjar myndu nota öll tiltæk ráð til að kúga Is- lendinga, þar sem við værum það litlir. Sjómenn hefðu rætt um að, 200 mílurnar mættu ekki vera neinar gervimilur. Annað hvort yrðum við með 200 milna landhelgi eða ekki. Ráða- menn þjóðarinnar hefðu ekki nógu mikið samband við reynda sjómenn, sem hafa kannski verið í 30 ár á togurum. Ef þeir gerðu það, væri ekki vist, að þeir semdu við aðrar þjóðir, því þá vissu þeir hve alvarlegt ástand fiskstofnanna við Island væri. „ENGA ÚTLENDINGA INN FYRIR“ í Reykjavfkurhöfn voru skip- verjar og iðnaðarmenn að vinna við lagfæringar og við- gerðir á bátunum. Nokkrir úr áhöfn Jóns Helgasonar ÁR—12 úr Þorlákshöfn voru að mála skipið en i vetur voru þeir á netaveiðum. Við náðum tali af tveimur skipverjanna. Einar Þórðarson stýrimaður hafði þetta um útfærsluna I 200 mil- ur að segja: Mér lýst mjög vel á þessa ákvörðun en við verðum að reyna aö koma Bretanum út og helst fleirum. Að vísu nýtist þessi útfærsla okkur á bátum á stærð við Jón Helgason, sem er 120 tonn, ekki að fullu þvi við getum mest sótt.út að 70 mílum vegna dýpisins. Við náum ekki í þorskinn lengra úti. Hinn skipverjinn á Jóni Helgasyni, sem við ræddum við, var Sveinlaugur Hannesson vélstjóri. Við spurðum, hvernig honum litist á ákvörðun rikis- stjórnarinnar að færa út í 200 mllur 15. október n.k. — Það er sjálfsagt fyrir okkur að stefna hiklaust að 200 mílum en þær koma ekki að gagni, ef samið verður við Breta um, að þeir fái veiðiréttindi fyrir innan. Fyrir innan 200 eða 50 milurnar? Ja ... a, verður ekki nýtt þorskastríð, ef þeir fá ekki að veiða fyrir innan 50 mílurnar? Við Norðurgarð voru skip- verjar á Guðmundi RE—29 i óða önn, að undirbúa skipið til loðnuveiða fyrir Norðurlandi, en þeir á Guðmundi ætla að gera tilraunir með að veiða lóðnu I flottroll. Kristinn Óskarsson háseti sagði, að sér litist vel á útfærsluna i 200 mil- ur en erfitt væri á þessu stigi að segja fyrir um hvert gildi út- færslan hefði fyrir þá, sem legðu stund á loðnuveiðar. En enga útlendinga inn fyrir, voru lokaorð Kristins. Skipsfélagi hans, Þórður Karlsson háseti, svaraði spurningu okkar með þessum orðum: „Ég vil að við sitjum einir að veiðum innan markanna og það hlýtur að vera skilyrði þess að útfærslan komi að fullum notum. Gagnvart loðnuveiðum gætu 200 mílurn- ar komið að gagni, ef loðna fyndist fyrir utan 50 mílurnar. Verðgildi byggingar hækkar við ísetningu tvöfalds glers frá framleiðanda, sem notar aðeins Therostat þéttiefni, sparar hvergi til við samsetningu glersins, og gefur 10 ára ábyrgð á framleiðslunni. Þess vegna borgarðu heldur meira fyrir Cudogler — þú er að fjárfesta til frambúðar. "VIÐERUM REYNSLUNNIRÍKARI” SKÚLAGÖTU 26 SlMI 26866 fCÖDÖ-7/ GLERHFll athugun leiöir ýmislegt í ljós Fljótt á litió virðist allt tvöfalt gler vera eins. í dag er aöeins um að rœða fyrsta flokks flotgler á markaðnum. Gler; sem síðan er sett saman á mismunandi hátt með álrömmum, tilheyrandiþéttiefnum og rakavarnar- efnum. Afhverju er Cudoglerþá dýrara? ■ Cudogler h/f. byggir framleiðslu sína á dýrum efnum og vandaðri samsetningu. Cudogler h/f. notar aðeins Therostat þéttiefni, og um það bil helmingi meira af þéttiefni en aðrir. Efnismiklir álrammar með sérstakri skörun tryggja að ryk úr rakavarnarefnum komist ekki milli glerja, en rammarnir eru fylltir tvenns konar rakavarnarefnum, sem hindra móðumyndun. Therostat hefur ótrúlegan sveigjanleika, og meiri viðloðun en önnur sambærileg þéttiefni. ■ Sumir framleiðendur nota stærri og þynnri álramma, sem gefa mun minna rúm fyrir þéttiefni. Aðeins tvær hliðar álrammans eru fylltar rakavarnarefni. Þeir þurfa að verja yfirborð efnisins, til að forðast neikvæð efnaáhrif á samsetningu glersins. Venjuleg gerð álramma býður alltaf heim hættu á ryki úr rakavarnarefnum milli glerja, þar sem rúður eru alltaf á stöðugri hreyfingu. Þeir, sem meta öryggi og vandaða vinnu, vilja fremur borga heldur meira fyrir viðurkennd gæði. Þeir vita, aö endurísetning tvöfalds glers er kostnaðarsöm, þó að glerið sé í ábyrgð framleiðanda, þegar galli kemur fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.