Morgunblaðið - 20.07.1975, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.07.1975, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JTJLÍ 1975 39 Kosnlngar, ha. ha" Framhald af bls. 19 Ég veit það ekki. Allavega ekki margir, ekki nógu margir. Þeir eru of bráðir á að láta þá lausa. Þeir taka þá fasta og henda þeim svo út daginn eftir. Stundum eru hermennirnir alltof vægir. Og samt hafa þeir gert byltingu. Heyrðu Cunhal, hér heyrir maður ekki um annað en byltingu. Bylting verður þegar fólkið tekur þátt i henni. Það var ekki bylting, sem átti sér stað 25. apríl, heidur vaidarán. Síður en svo. Ef þú álítur MFA ekki vera annað en hóp, sem kemur saman einn góðan dag til að gera samsæri, þá skilurðu ekki hvað hefur gerzt i Portúgal. Þetta var ekki valdarán. Við kommúnistar sögðum það strax. Þetta var hreyfing lýðræðisafla innan hersins, sem hélt fundi með 400 liðsforingjum í einu, til að ræða leiðir til að breyta um stjórnarfar. Ég ætti ekki að kalla þetta fundi, ég ætti að kalla þetta samkomur. Og ef þú spyrð mig hvar fólkið var á meðan þessar samkomur voru haldnar, þá segi ég að hreyfing hersins hefði aldrei farið af stað ef fólkið hefði ekki þegar hafið baráttuna. Framfara- sinnuðu liðsforingjarnir féllu ekki af himnum ofan, þeir spruttu ekki upp eins og gorkúlur eftir skyn og skúr. En til að sannfæra þig verð ég að skilgreina þetta nánar. _— Vertu ekki að leggja það á þig. Það er ekkert að leggja á sig. Hérna kemur skilgreiningin. Sfðustu ár fasista- stjórnarinnar voru erfið, jafnvel fyrir sterkustu hópa kapítalista. Nýlendustrxðið tók til sín 43% þjóðarútgjalda og þessir hópar fundu það út að það þjónaði ekki lengur tilgangi þeirra að styðja það. Burt- séð frá öllu öðru, þá einangraði það þá frá öðrum Evrópuríkjum, og hindraði efna- hagslega útþenslu þeirra. I örvæntingu endurtóku þeir sífellt að Caetano hefði þurft að endurskoða utanríkisstefnu sína og gera stjórn sína frjálslyndari. Þessi örvænting fékk útrás hjá Spinola og öðrum herforingjum. Spinola var gáfaður, vel undirbúinn og naut fylgis. Hins vegar voru aðrar blikur á iofti innan hersins. Þar voru framfarasinnuðu liðsforingjarn- ir. Við verðum að viðurkenna að þær voru ekki hugmyndafræðilegar. Fáir höfðu nægilegan undirbúning. Kommúnista- sellur voru til dæmis til á meðal her- manna en sjaldan meðal liðsforingja. Og hreyfingin þróaðist fremur sem lokaður hópur en sem lýðræðisleg hreyfing. Yfir- mennirnir byrjuðu á að halda fundi til að ræða vandamál tengd stöðuhækkunum, en síðan víkkuðu umræðurnar. Þær þrosk- uðust. Og þegar báðar stefnur, sú sem Spinola fylgdi og miðaði aðeins að gera stjórnina frjálslyndari og hin, sem hinir framfarasinnuðu herforingjar fylgdu, og sem gerði ráð fyrir einhverju meiru, snéru saman bökum 25. apríl... — ... greip Cunhal inn í og byrjaði að starfa með hinum framfarasinnuðu yfir- mönnum. Þar til hann hafði þá þar sem hann vildi. Þannig er nú ekki hægt að segja það. Við kommúnistar höfðum engin sambönd fy^-ir 25. april. Við sáum fyrir um eitthvað, en við gátum ekki spáð neinu ákveðnu, við höfðum enga trúnaðarmenn innan hers- ins. Það er ekki einu sinni hægt að segja að við hefðum átt þar marga fylgismenn. Meira að segja sá sem talað var um sem leiðtoga, Costa Goraes, var hægfara. Spin- ola tók sæti Costa Gomes af þvi að það var Spinola, sem gat samið við Caetano og sá síðarnefndi lýsti þvi yfir að hann færi ekki frá nema Spinola tæki við af honum. Það var þó ekki þetta, sem ég ætlaði að útskýra. Heldur það að það var herinn sem kollsteypti fasistaeinræðinu en fólkið blés mætti í byltinguna. Það var sem sé fólkið, sem réðst á aðalstöðvar lögreglunn- ar og hleypti út pólitiskum föngum. Ég get sannað þetta, því það eru til kvik- myndir frá þessu. — Bylting er gerð til að bæta lff fólks- ins. Það virðist mér ekki hafa gerzt f Portúgal. Ég skal viðurkenna það. Efnahagur okk- ar er í rúst, þrátt fyrir þjóðnýtingar. En ég bregzt við veruleikanum eins og sannur byltingarsinni og hef hugrekki til að standa gegn verkföllum, of háum launa- kröfum, að endurtaka það að maður verð- ur að vara sig á lýðskrumi, keppni um hver lofar mestu. Einmitt nú i morgun átti ég viðræður við fulltrúa starfsfólks gisti- húsa. Ég spurði þá: „Haldið þið, að þið leysið ykkar vandamál með sífelldum launahækkunum? Timabundið kannski. En hvað með morgundaginn? Á morgun verða ekki lengur neinir ferðamenn og gistihúsin verða að loka (ferðamönnum hefur þegar fækkað í ár). Þið verðið að draga úr kröfugerð og vinna meira, fram- leiða meira! — Bara að ftölsku verkalýðsfélögin heyrðu til þfn. Af hverju ætti ég að hafa áhyggjur af ftölsku verkalýðsfélögunum? Sannleikur er sannleikur og lýðskrum er lýðskrum. Ef við hjálpum ekki sjálfum okkur, gerir það enginn ... Fleiri spurningar? — Bara tvær. Sú fyrri er: Hvað með Nato? Um daginn hitti ég bandariska sendi- herrann, sem var hér á undan Carlucci. Með honum voru nokkrir Englendingar og þeir spurðu mig allir: „Hvernig má þetta vera? Þið portúgalskir kommúnistar styðj- ið Nato. Viljiðþiðvirkilegavera áfram aðilar að bandalaginu?“ Mitt svar: „Hver segir ykkur að við styðjum það, og að við viljum halda áfram i þvi? Við höfum aðeins sagt að við viljum ekki ræða málið eins og stendur. Það verður að skoða þetta í viðara samhengi: Heimsfriðurinn, Var- sjárbandalagið, samvinna landa með mis- munandi stjórnarfar. Einn góðan veður- dag vindum við okkur í þetta. Okkur ligg- ur ekkert á. Eins og er veldur aðild okkar að Náto okkur engum vandræðum.“ — Seinni spurningin er um Varsjár- bandalagið. Er það rétt eða rangt að þú hafir lýst yfir stuðningi þínum við af- skipti Sovétrfkjanna af Tékkóslóvakfu? Ætlarðu að enda á þessu? — Fyrirgefðu að ég skuli vera svo ruddaleg. Af hverju „ruddaleg"? Það er alveg satt að ég studdi afskipti Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu, hina svokölluðu skrið- dreka i Prag. Og það er engin skömm að því að viðurkenna það, í mesta lagi er það stundum óskynsamlegt. En þetta var minn, okkar, valkostur og hann var réttur. Að öllu leyti: pólitiskt, sögulega og menn- ingarlega. Mér er skítsama hvernig menn .hafa túlkað hann. Ég væri þakklátur ef þetta kæmi skýrt fram i viðtalinu. Og lika annað. Ég endurtek og lýk: Portúgal verð- ur aldrei Iand lýðræðislegra réttinda og einokunar. Það verður ekki aftanitosi ykkar borgaralega lýðræðis. Vegna þess að við látum það ekki gerast. Við gætum endað með nýtt fasistiskt Portúgal. Við verðum að taka þá áhættu, þó að ég sé ekki trúaður á hana, þvf ég er ekki trúað- ur á annað valdarán fasista. Við kommún- istar höfum tæki til að koma í veg fyrir það, vegna bandalags okkar við herinn. En vissulega munum við ekki fá sósíal- demókratiskt Portúgal. Láttu það, vinsam- legast, koma skýrt fram, ef þér væri sama. — Hafðu engar áhyggjur, Cunhai, ég geri það. POCLAIN - FRANSKAR - POCLAIN - ÚRVALS - POCLAIN - VÉLAR - POCLAIN FÁÐU ÞÉR EINA FRANSKA ÞÆR HAFA GERT ÞAÐ GOTT. HEIMSÞEKKT AFKÖST OG GÆÐI. ÁRALÖNG REYNSLA HÉRLENDIS. Poclain BELTAGROFUR 4 Podoin AMOKSTURSVELAR ^Pocloin ÞJONUSTA ■n Einkaumboðsmenn^ Kristián O. Skaöfjörð, Hólmsgötu 4, R. Sími 24120. POCLAIN - FRANSKAR — POCLAIN - URVALS — POCLAIN — VELAR — POCLAIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.