Morgunblaðið - 28.09.1975, Side 1

Morgunblaðið - 28.09.1975, Side 1
48 SIÐUR 310. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ákaf- — Ljósmynd Brynjólfur. „Hvað heldurðu að mamma segi ef myndin kemur í Mogganum?“ Vínarborg, 27. september. AP — NTB. OLÍUFRAMLEIÐSLURfKIN f OPEC-samtökunum náðu í dag samkomulagi um 10% hækkun á verði hráolíu frá og með miðviku- deginum nk. og kemur það verð til að gilda fram til 30. júnf nk. Skv. þessu hækkar verð á hráolíu- fati úr 10 dollurum 46 centum f 11 dollara 51 cent. AIls mun þessi hækkun kosta þjððir heims 10 milljarða dollara á ársgrundvelli. Öbreytt vcrð hefur verið á olfu frá því að f janúar sl. Akvörðunin um verðhækkun- ina var tekin í morgun eftir mjög stormasama fundi undanfarna 3 daga og herma heimildir að ágreiningurinn milli fulltrúa hafi verið hinn mesti í 15 ára sögu samtakanna. Sheik Yamani, olíu málaráðherra Saudi Arabíu, mun hafa barist harkalega fyrir að hækkunin yrði ekki meiri en 5—8%, en flestir hinna ráðherr- anna höfðu komið sér saman um 15% hækkun. Borin hafði verið fram málamiðlunartillaga frá fulltrúum Kuwait um 12% hækkun, en Yamani neitaði að fallast á hana. Saudi Arabía er stærsti framleiðandinn innan OPEC og því var ekki hægt fyrir hinar þjóðirnar að samþykkja hækkun, sem Saudi Arabía sam- þykkti ekki að fylgja. Síðasta verðhækkun OPEC- rikjanna, 38 cent á fat, var sam- þykkt í desember sl., en 1973 fimmfölduðu OPEC-ríkin oliu- verðið. Vitað er að He'nry Kissing- er, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, varaði OPEC-ríkin mjög alvarlega við að samþykkja meiri- háttar olíuverðshækkun og sagði að ef svo færi myndi það eyði- leggja mjög grundvöll fyrir sam- vinnu þjóða á sviði orkumála. Sem kunnugt er verður haldinn fundur olíuframleiðsluþjóða og olíukaupenda í París 13. október nk. til að fjalla um orkumál og önnur vandamál. Olíuhækkunin kostar um 10 milljarða dala Páll páfi VI um aftökurnar á Spáni: „Fordæmiim F. Lee Bailey verjandi Patty Hearst? San Francisco, 27. september. Reuter. LlKLEGT er nú talið að einn kunnasti sakamálalögfræðingur Bandaríkjanna, F. Lee Bailey, verði aðalverjandi Patriciu Hearst er réttarhöldin yfir henni hefjast. Randolph Hearst, faðir hennar, skýrði fréttamönnum frá því í dag, að Bailey hefði heimsótt Patty í fangelsið og rætt við hana og nú væri það ákvörðun hennar Framhald á bls. 47. lega svo mikla kúgun ’ ’ Madrid, Róm, París, Lissabon, London, Kaupmannahöfn og víðar, 27. sept. AP—Reuter—NTB. MIKIL reiði og viðurstyggð ein- kenna mótmælin I heiminum vegna aftöku Spánverjanna 5 f dögun f morgun. Höfðu þeir verið dæmdir til dauða ásamt 6 öðrum, fyrir morð á lögreglumönnum. Dómum sexmenninganna var breytt f lffstíðarfangelsi, en þrátt fyrir gffurleg mótmæli alls staðar að úr heiminum voru fimmmenn- ingarnir skotnir f dögun. Áður hafði verið ákveðið að þeir skyldu teknir af lífi með kyrkingu, en talið er að yfirvöld á Spáni hafi ekki treyst sér til að framkvæma Sviþjóðar, sagði að fréttin vekti I í einræðisstjórnarfar, sem að aftökuna á þann hátt vegna þess hve viðurstyggileg hún þykir f öðrum löndum. Leiðtogar fjölda þjóða hafa lýst hryggð sinni yfir þvi að aftakan fór fram í morgun og Páll páfi tók óvenju sterkt til orða í yfirlýsingu í morgun er honum var skýrt frá aftökunum. Hann sagði: „Við for- dæmum ákaflega svo mikla kúgun." Hann skýrði frá þvi að hann hefði persónulega sent þrjár áskoranir til spánskra yfir- valda um að þyrma lífi mannanna og síðast í gærkvöldi i símtali til Madrid. Olof Palme, forsætisráðherra reiði og sorg og spánska stjórnin hefði i örvæntingu reynt að halda. hruni væri komið, en þessi at- Framhald á bls. 47. Frydenlund spáir einhliða aðgerðum New York, 27. september. Reuter. KNUT Frydenlund, utanrfkisráð- herra Noregs, spáði þvf á Alls- herjarþinginu f gærkvöldi að mörg strandrfki mundu grfpa til einhliða aðgerða til verndar fisk- Nýtt kalt stríð hafið fyrir tilstilli Rússa? Utanríkisráðherrar Vestur- veldanna hafa komizt að þeirri niðurstöðu að sögn brezka blaðsins The Guardian, að Rússar hafi „innleitt kalda strfðið að nýju, ekki aðeins f Portúgal heldur einnig með til- raunum til að koma af stað glundroða í öðrum löndum Vestur-Evrópu.“ Henry Kissinger frá Banda- rfkjunum, James Callaghan frá Bretlandi, Jean Sauvagnargues frá Frakklandi og Hans- Dietrich Genscher frá Vestur- Þýzkalandi hafa rætt eftirtalda möguleika á fundi f New York að sögn blaðsins: • möguleika á sovézkri fhlut- un f Júgóslavíu eftir dauða Tit- os marskálks. 0 þátttöku kommúnista f rfk- isstjórn á ftalíu. 0 „innbyrðis strfð eða eitt- hvað enn verra“ á Spáni eftir dauða Francos þjóðarleiðtoga. 0 stjórn í Portúgal, er komm- únistar ráða eða stjórn sem er völt f sessi vegna þrýstings frá vinstri. 0 sovézka íhlutun eða sov- ézka undirróðursstarfsemi f Finnlandi eftir dauða Uhro Kekkonens forseta. 0 nýja sovézka fhlutun f Ber- Ifn. Utanríkisráðherrarnir voru sammáia um, að burtséð frá Finnlandi og Berlín væru þess- ir möguleikar fyrir hendi. Jafnframt hefur The Times vakið athygli á stuðningi Leon- id Brezhnevs flokksleiðtoga við baráttumenn harðlínustefnu og valdbeitingu kommúnista- flokka í Vestur-Evrópu, ef hún reynist nauðsynleg. Afstaða Brezhnevs kom í ljós, þegar Tass skýrði frá þvi, að Brezhnev hefði hitt að máli Konstantin Zarodov, sérfræð- ing i kenningum Marx og Len- íns og aðalritstjóra ritsins „Vandamál friðar og sósíal- isma“, og að Brezhnev „mæti mikils áhrif“ ritsins. Nýlega sagði Zarodov vest- rænum kommúnistaflokkum i grein í Pravda, að þeir ættu að ná „yfirráðum", með valdi ef nauðsynlegt reyndist, og for- dæmdi bandalög við aðra fiokka. Skrif Zarodovs hafa fengið aukna þýðingu eftir fund hans og Brezhnevs, segir The Times. 1 Pravda-greininni sagði hann, að flokkarnir ættu að ná yfirráðum og koma á „alræði öreiganna“ með þvi að brjóta á bak aftur, ef nauðsynlegt Framhald á bls. 47.' auðæfum sem lifsafkoma þeirra byggist á, ef samkomulag næðist ekki á hafréttarráðstefnunni. Hann skoraði á þingið að auð- velda störf ráðstefnunnar þannig að henni gæti lokið á næsta ári með samþykkt hafréttarsamn- ings. Frydenlund lýsti yfir stuðningi við tillögur á ráðstefnunni um að tveir fundir yrðu haldnir á næsta ári til að ljúka nauðsynlegum störfum. Hann viðurkenndi að tveir slíkir fundir yrðu álag á ýmsar sendinefndir en bað þær að hugleiða hinn kostinn sem væri sá að ráðstefnan færi út um þúf- ur. Hann benti á að 200 mílna efna- hagslögsaga nyti viðtæks stuðn- ings en sagði að alþjóðleg stjórn yrði nauðsynleg sem fyrr til að tryggja vernd fiskstofna og tryggja það að heimurinn fengi stöðugt eggjahvituefni úr sjónum. 8 f órust Lissabon, 27. september. Reuter. ÁTTA flugmenn fórust þegar flutningaflugvél portúgalska flughersins af Noratles-gerð steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak frá Tancos-flugstöðinni i Mið-Portúgal að því er tilkynnt var i dag. Eldur kom upp i einum af þremur hreyflum flugvélar- innar og vélin fórst þegar flug- stjórinn reyndi að nauðlenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.