Morgunblaðið - 28.09.1975, Page 22

Morgunblaðið - 28.09.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðár Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Hvers vegna gremst minnihluta- flokkunum opinber rannsókn ? Bersýnilegt er, að það hefur komið borgar- ráðsmönnum minnihluta- flokkanna í borgarráði Reykjavíkur algerlega í opna skjöldu, að borgar- stjórnarflokkur sjálf- stæðismanna skyldi taka ákvörðun um að óska eftir sakadómsrannsókn á þeim ásökunum, sem bornar hafa verið fram í sambandi við Ármannsfellsmálið svo- nefnda. Blöð þessara aðila hafa að undanförnu haft uppi ögrandi ummæli um það, hvers vegna saksókn- ari hafi ekki frumkvæði um slíka rannsókn en þeg- ar þeir, sem ásökunum er beint að, leggja sjálfir fram slíka beiðni geta full- trúar minnihlutaflokkanna tæpast dulið gremju sfna. Þessi viðbrögð þeirra við beiðni sjálfstæðismanna um opinbera rannsókn segja meira en mörg orð mundu gera, hvað raun- verulega hefur vakað fyrir minnihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur í máli þessu. Hinn 19. september sl. lagði borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins fram tillögu í borgarráði um skipun sér- stakrar nefndar til þess að rannsaka lóðaúthlutun til Ármannsfells. Þessi tillaga var umsvifalaust samþykkt af borgarráðsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Á næsta borgarráðsfundi á eftir var svo fjallað um það, hvernig skipa skyldi nefndina. Að sjálfsögðu töldu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eðlilegt, að nefndin yrði skipuð eins og aðrar nefndir borgarráðs, þ.e. sjálfstæðismenn hefðu meirihluta í henni og for- maður hennar yrði úr þeirra röðum. Lagði borgarstjóri fram tillögu um, að nefndin yrði skipuð 7 mönnum, 4 frá Sjálf- stæðisflokknum og 3 frá minnihlutaflokkunum og tilgreindi sérstaklega for- mannsefni sjálfstæðis- manna. Þessa tillögu gátu fulltrúar minnihlutaflokk- anna ekki sætt sig við og kröfðust þess, að þeir sjálf- ir hefðu meirihluta í nefndinni. Eins og borgar- stjóri benti á, á blaða- mannafundi sínum, þýddi þetta í raun, að þeir, sem einna harðast hafa gengið fram í árásum á borgar- stjórnarmeirihlutann og borgarstjóra í máli þessu ætluðu sjálfir að stjórna rannsókn málsins! Þetta kom auðvitað ekki til mála. Hins vegar kom fram mið- lunartillaga á þá leið, að hvor aðili um sig hefði 3 fulltrúa í nefndinni en að formaður hennar væri úr Sjálfstæðisflokknum. Þessu höfnuðu minnihluta- fulltrúarnir einnig. Einn af borgarráðsmönnum Sjálf- stæðisflokksins bauðst þá til að flytja tillögu um, að rannsóknarnefnd borgar- ráðs yrði skipuð fulltrúum minnihlutaflokkanna eina! Þeirri tillögu var einnig hafnað. Þegar hér var komið sögu, þótti borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna einsýnt, að ekkert sam- komulag mundi takast um skipun rannsóknarnefndar þessarar og var því ákvörð- un tekin um að vísa málinu til sakadómsrannróknar. Þar voru að sjálfsögðu brostnar forsendur fyrir því, að málið yrði rannsak- að af hálfu borgarráðs og var því flutt og samþykkt tillaga í borgarráði sl. föstudag um að fella úr gildi fyrri ályktun borgar- ráðs um skipun rannsókn- arnefndar. Viðbrögð full- trúa minnihlutaflokkanna i borgarráði við þessari þróun mála urðu hin furðu- legustu og virtust þeir skyndilega tilbúnir til að samþykkja það, sem þeir höfðu áður hafnað! Um þessi viðbrögð sagði Birgir fsl. Gunnarsson borgar- stjóri í viðtali við Morgun- blaðið í gær: „Mér komu mjög á óvart viðbrögð borgarráðsmanna minni- hlutaflokkanna við þeirri ákvörðun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að óska opinberrar rannsókn- ar. Blöð þeirra og jafnvel þeir sjálfir hafa í öðru orð- inu rætt um opinbera rann- sókn en viðbrögðin á borg- arráðsfundinum benda til þess, að opinber rannsókn sé þeim sízt að skapi. Þeir lögðu alla áherzlu á, að skipuð yrði pólitísk nefnd til að rannsaka mál þetta. Við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins teljum hins vegar rétt, að hlutlaus rannsóknardómari kanni þetta mál og leitist við að leiða fram allar staðreynd- ir um gang þess. Á grund- velli þeirrar rannsóknar mun saksóknari að sjálf- sögðu meta, hvort ástæða sé til frekari aðgerða af dómsvaldsins hálfu og borgarstjórn og borgarbú- ar munu á grundvelli rann- sóknarinnar meta hvort óeðlilega hafi verið að mál- um staðið.“ Því miður virðist þetta sýna, að fulltrúum minni- hlutaflokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur sé ekki sérstakt kappsmál að leiða sannleikann fram í dags- ljósið. Þess vegna eru við- brögð þeirra á þann veg, að þeir geta naumast leynt vonbrigðum sínum yfir því, að sjálfstæðismenn hafa óskað opinberrar rannsóknar. Minnihluta- flokkarnir hafa bersýni- lega gert sér vonir um, að þeim tækist að þyrla upp endalausu pólitísku mold- viðri í kringum lóðaúthlut- un þessa. Viðbrögð þeirra vekja einnig upp aðrar spurningar. Eru þeir hræddir við opinbera rann- sókn á Ármannsfellsmál- inu? Óttast þeir, að opin- ber rannsókn á þessu máli kunni að leiða til víðtækari skoðunar á fjármálum stjórnmálaflokkanna al- mennt og málgagna þeirra? Þessum spurning- um verður sjálfsagt ekki svarað en afstaða minni- hlutans talar sínu máli. Rey kj aví kurbréf ►Laugardagur 27. sept.< Leggja spilin á borðið I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins fyrir hálfum mánuði var fjallað um hina umdeildu lóðaút- hlutun til byggingarfélagsins Ár- mannsfells hf. og staðhæfingar um hugsanleg tengsl milli hennar og fjárframlag byggingarfélags- ins til Sjálfstæðishússins nýja. t Reykjavíkurbréfi þessu sagði m.a.: „Aðalatriðið er hins vegar það, að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna, sem ber þá miklu ábyrgð að hafa með hönd- um meirihlutastjórn í Reykjavík, verður að gera hreint fyrir sínum dyrum opinberlega en frá for- svarsmönnum borgarstjórnar- flokksins hefur ekkert heyrzt frá því að umræður og skrif um þessi mál hófust. Má væntanlega gera ráð fyrir, að þeir skýri þetta mál að lokinni athugun, sem standa mun yfir innan Sjálfstæðisflokks- ins.“ Nú hafa forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur lagt spilin á borðið og sanngírni krefst þess, að þess sé getið, að ein meginástæðan fyr- ir því, að svo lengi dróst af þeirra hálfu að gera hreint fyrir sínum dyrum, var sú staðreynd, að borgarstjóri hefur verið erlendis um skeið, fyrst í opinberum er- indagjörðum og síðar í sumarleyfi sfnu. SI. miðvikudag efndi Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri til blaða- mannafundar, þar sem hann lagði fram langa og ítarlega greinar- gerð um gang hins svofgllda Ár- mannsfellsmál og svaraði jafn- framt margvíslegum Staðhæfing- um, sem fram hafa komið i því sambandi. Jafnframt lýsti borgar- stjóri sig reiðubúinn til að svara hvers kyns spurningum frá frétta- mönnum 6 dagblaða, hljóðvarps og sjónvarps og gerði það á þann veg, að ekki hefur verið að fundið. 1 þriðja lagi hefur borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins, bæði aðalfulltrúar og varafulltrúar sent bréf til sak- sóknara rikisins og óskað eftir því, að hann beiti sér fyrir því, að Sakadómur Reykjavíkur rann- saki, hvort saknæmt atferli hafi átt sér stað í sambandi við lóðaút- hlutun þessa. í fjórða lagi hefur Albert Guðmundsson, borgarfull- trúi og formaður húsbyggingar- nefndar Sjálfstæðisflokksins, sem mjög hefur komið við sögu í máli þessu, skýrt afstöðu sína og sjónarmíð i viðtali í Morgunblað- inu. 1 fimmta lagi hefur Davíð Oddsson borgarfulltrúi, sem bar fram fyrirspurn á sínum tíma á lokuðum fundi borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna um þetta mál, gert grein fyrir sinni afstöðu í viðtali við Morgun- blaðið. Af þessu er ljóst, að forsvars- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa lagt spilin á borðið. Þeir hafa skýrt málið frá sinum bæjardyrum séð. Á grund- velli þeirra gagna og skýringa, sem þeir hafa Iagt fram, geta borgarbúar og aðrir landsmenn hver fyrir sig lagt persónulegt mat á, hvernig að málum hefur verið staðið. Jafnframt mun Saka- dómur væntanlega hraða rann- sókn sinni á þvi, hvort saknæmt atferli hafi átt sér stað og er þess að vænta, að niðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir sem allra fyrst. Birgir fsl. Gunnarsson borgarstjóri: í greinargerð þeirri, sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri lagði fram á blaðamannafundi sínum sl. miðvikudag, fjallaði hann m.a. um þrjú höfuðatriði Ármanns- fellsmálsins, eins og það hefur komið fram í opinberum um- ræðum. 1 fyrsta lagi, hvort óeðli- lega hafi verið staðið að lóðaút- hlutun til byggingarfélagsins. I öðru lagi, hvort byggingarfélagið hafi gefið fé til Sjálfstæðishúss- ins og hvort hugsanleg tengsl séu á milli þess og lóðaúthlutunar- innar. í þriðja lagi um meint tengsl hans sjálfs við Ármanns- fell hf. í greinargerð sinni fjallar borgarstjóri ítarlega um aðdrag- anda lóðaúthlutunar þessarar til Ármannsfells hf. og segir síðan: „Ailmargir byggingaraðilar komu til greina við úthlutun lóðarinnar, en það var mat tæknimanna borg- arinnar, að hér væri um eina lóð að ræða, sem erfitt væri að skipta á milli byggingaraðila. Við mat á því, hver fá skyldi þessa lóð, réð það mjög miklu í mínum huga, að Byggingarfélagið Ármannsfell hf. hafði komið fram með hugmynd að skipulagi, sem að mati þeirra er gerst þekkja, felur í sér veru- lega nýjung í íbúðarbyggingum hér í borginni. Meirihluti borgar- ráðs féllst á þessa niðurstöðu, að eins og málinu væri háttað, væri eðlilegast og sanngjarnast, að Byggingarfélagið Ármannsfell hf. fengi þessa úthlutun." Þá víkur borgarstjóri í greinar- gerð sinni að þeirri gagnrýni, að lóðin hafi ekki verið auglýst sér- staklega. Hann vísar til þess, að í desember 1974 hafi verið birt auglýsing um almenna lóðaút- hlutun í Reykjavík á árinu 1975. í kjölfar þeirrar auglýsingar hafi farið fram umfangsmikil lóðaút- hlutun á einbýlishúsum og rað- húsum. í maímánuði sl. hafi bygg- ingarfélagið Breiðholt hf. fengið úthlutað lóð án sérstakrar auglýs- ingar, en á grundvelli þessarar almennu auglýsingar (þ.e. lóðin, sem Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, beitti sér sérstaklega fyrir, að Breiðholt hf. fengi án auglýs- ingar). Síðan segir borgarstjóri: „Rétt er að taka fram, að Breið- holt hf. og Ármannsfell hf. starfa á mjög svipuðum grundvelli. Bæði hafa félögin byggt íbúðir til sölu á frjálsum markaði og bæði hafa félögin stundað allumfangs- mikla verktakastarfsemi. Það er því á engan hátt óvenjulegt, að umrædd lóð var ekki auglýst sér- staklega. Borgaryfirvöld hafa á grundvelli auglýsingar sem birt- ist um áramótin, upplýsingar um þá byggingaraðila, sem áhuga hafa á lóðum í Reykjavíkurborg, auk þess, sem margir þeirra hafa fylgt eftir sínum umsóknum með viðtölum við borgarstjóra, embættismenn borgarinnar svo og einstaka borgarfulltrúa." Þá víkur borgarstjóri í greinar- gerð sinni að hugsanlegum tengsl- um milli framlags Armannsfells hf. I byggingarsjóð Sjálfstæðis- hússins og úthlutunar ofan- greindrar lóðar og segir: „Eftir að mál þetta komst á það stig að því var haldið fram, að samband væri milli þessarar úthlutunar og framlags fyrirtækisins f húsbygg- ingarsjóð, hef ég spurst fyrir um það hjá húsbyggingarnefnd, hvort Ármannsfell hf. hefði stutt að byggingu hússins með fjár- framlögum. Mér var þá tjáð og vil að það komi hér fram, að Bygging- arfélagið Ármannsfell hf. gaf 1 milljón króna í húsbyggingarsjóð Sjálfstæðishússins í byrjun ársins 1975. Þeirri gagnrýni hefur sér- staklega verið beint að Albert Guðmundssyni, sem er formaður húsbyggingarnefndar, að í af- stöðu hans sé fólgið samband á milli umrædds framlags og stuðn- ings við svonefnda lóðaúthlutun. Albert Guðmundsson svarar sjálf- sagt fyrir sig, en ég vil líka að það komi hér fram, að ég hef aldrei orðið þess var í störfum hans, sem borgarfulltrúa eða borgarráðs- manns, að hann geri nokkurn mun á þvf, hvaða stjórnmála- flokki menn tilheyra og borgar- fulltrúar allir vita, að Albert Guð- mundsson rekur erindi þeirra borgarbúa, sem til hans leita, hvar í flokki, sem þeir standa. Ég er þvf sjálfur sannfærður um, að stuðningur Alberts við þessa lóða- úthlutun er ekki á neinn hátt tengdur fjárframlagi Ármanns- fells hf. til húsbyggingarsjóðs Sjálfstæðisflokksins.“ Loks fjallar borgarstjóri um meint tengsl sín við byggingar- félagið, en þvi hefur verið haldið fram í blöðum, að hann eða eigin- kona hans séu hluthafar í félag- inu. Um þetta segir Birgir Isl. Gunnarsson: „Hið rétta er, að hvorki ég, eiginkona mín, né nokkur á mínum vegum á hlut f félaginu og því hef ég engra fjár- hagslegra hagsmuna að gæta, þegar um er að ræða afkomu þessa félags. Það er mér með öllu óviðkomandi. Ég hef hins vegar engu að leyna að því er snertir fyrri samskipti mín við Ármanns- fell hf. og vil láta það koma hér fram, að ég starfaði sem lögfræð- ingur félagsins um riokkurt ára- bil. Ég rak lögmannsskrifstofu í Reykjavík á árunum 1963—1972 eða þar til ég tók við embætti borgarstjóra. Sem lögmaður vann ég lögfræðistörf fyrir ýmis fyrir- tæki og einstaklinga hér í borg og einn af þeim aðilum, sem leitaði til mín á sínum tíma, var Ármann heitinn Guðmundsson byggingar- meistari, sem þá rak allumfangs- mikla byggingarstarfsemi í Reykjavík. Sem lögfræðingur annaðist ég stofnun hlutafélags fyrir Ármann og voru stofnendur fyrst og fremst tengdir fjölskyldu hans. Mun þetta hafa verið á árinu 1965. Fljótlega eftir stofn- un félagsins eignaðist ég lítinn hlut í því eða 50 þúsund krónur,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.