Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Afgreiðslumaður
Varahlutaverzlun óskar að ráða röskan
afgreiðslumann sem fyrst. Umsóknir með
upplýsingum um aldur, menntun, og fyrri
störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins
fyrir 3. október merkt: „Áreiðanlegur —
2330"
Fólk vantar
til margvislegra sveitastarfa.
Matreiðsla,
fjárhirðing,
fjósamennska,
símavarzla ofl.
Upplýsingar gefur: Ráðningarstofa land-
búnaðarins, sími 19200.
Grindavík
Háseta eða netamann vantar á m/b
Hópsnes GK 77 sem er á veiðum með
fiskitroll. Uppl. í síma 92-8240.
Hjúkrunar-
fræðingar
Tveir hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar
að sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Nánari
uppl. veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri
— sími 1955.
Stjórn sjúkrahúss
og heilsugæslustöðvar
Vestmannaeyja.
Stýrimann vantar
á Helgu RE 49 sem er á togveiðum. Uppl.
um borð í bátnum vestur á Grandagarði,
eða í síma 92-1 791 — 81720.
Alliance fransaise
Frönskunámskeið
félagsins eru að hefjast. Kennt er í mörg-
um flokkum fyrir byrjendur og lengra
komna. Kennarar eru allir franskir.
Væntanlegir nemendur komi til viðtals í
Háskólanum föstudaginn 3. október kl.
18.1 5.
Innritun og nánari upplýsingar í Franska
bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 17 —19.
Skrifstofustúlka
Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða skrif-
stofustúlku sem fyrst.Tilboð sendist Mbl.
merkt: „innflutningsfyrirtæki 2455".
Skrifstofustúlka
óskast
Skrifstofustúlka óskast, verzlunarpróf eða
hliðstæð menntun æskileg, ásamt vélrit-
unarkunnáttu. Umsókn ásamt upplýsing-
um um aldur, menntun og fyrri störf
sendist augl.d. Mbl. fyrir 1. október n.k.
merkt: 2335.
Fulltrúastarf
Innflutningsfyrirtæki, sem verzlar með
hverskonar vélar og tæki, óskar eftir að
ráða fulltrúa deildarstjóra i varahluta-
deild.
Umsækjendur verða að hafa lokið prófi úr
verzlunarskóla eða hafa hliðstæða mennt-
un, og vera á aldrinum 20—30 ára.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið
störf strax.
Umsóknir með upplýsingum um náms-
og starfsferil óskast lagðar inn á af-
greiðslu blaðsins fyrir 1. október, merktar
„Fulltrúi — 2333".
Ferðaskrifstofa
Um og eftir næstu áramót óskum við eftir
að ráða 1 —2 stúlkur á skrifstofu okkar.
Aðeins stúlkur 25 ára eða eldri koma til
greina. Menntun verzlunarskólapróf eða
hliðstæð menntun. Nokkur málakunnátta
nauðsynleg. Skriflegar umsóknir er greini
frá aldri fyrri störfum og menntun sendist
skrifstofu okkar fyrir 7. okt. merkt „Starf"
FERDASKRIFST0FAN
URVAL
E imskipafélagshúsinu
Reykjavík.
Háskóli íslands
óskar að ráða skrifstofustúlku nú þegar.
Góð vélritunarkunnátta, og nokkur mála-
kunnátta áskilin. Verzlunarpróf æskilegt.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf, sendist skrifstofu Háskólans
fyrir 5. okt. n.k.
Grindavík
Laust er starf á skrifstofu bæjarfógetans í
Grindavík. Vinnutími frá kl. 12—17 alla
virka daga nema laugardaga. Laun sam-
kvæmt kjarasamningum opinberra starfs-
manna. Umsóknum ásamt uppl. um
menntun og fyrri störf skal skila til undir-
ritaðs fyrir 1 5. október n.k.
Bæjarfógetinn í Grindavík
og Keflavík,
sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Coca-Cola
verksmiðjan
Árbæjarhverfi
Óskum eftir að ráða eftirtalið starfsfólk:
1 . Stúlku á lyftara, þarf að hafa bílpróf.
2. Mann á lager.
3. Stúlku í vélasal.
Uppl. gefa verkstjórar í síma 82299.
Sendiráð
óskar eftir húsverði.
Fyrir giftan húsvörð sem ekki hefur börn á
heimilinu eru góð laun í boði ásamt
nýtízkulegri íbúð. (íbúðin er aðeins fyrir
barnlaus hjón).
Verksviðið er m.a.:
Sendistörf, eftirlit með sendiráðshúsi og
garði, akstur og samkvæmt sérstökum
samningi hreingerningar á skrifstofum og
garðyrkjustörf. Gera þarf ráð fyrir óreglu-
legum vinnutíma. Góð þekking á danskri
eða enskri tungu er nauðsynleg. Svar
með uppl. um aldur og núverandi starf
sendist Mbl. merkt: Húsvörður — 2452.
Logsuðu —
Rafsuðumenn
Vanir logsuðu og rafsuðumenn óskast nú
þegar. Góð laun.
fíuntalofnar,
Síðumúla 2 7, sími 84244.
Skrifstofustarf
Hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík
er starf skrifstofustúlku laust til umsókn-
ar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, með upplýsingum um mennt-
un og starfsferil sendist embættinu fyrir
1 0. október n.k.
Lögreglustjórinn í fíeykjavík
23. september 1975.
Bifvélavirki —
móttaka
viðskiptavina
Stórt bílaverkstæði í Rvk. auglýsir eftir
bifvélavirkja til móttöku viðskiptavina.
Starfið krefst eftirfarandi:
Góðrar enskukunnáttu. Góðrar rithandar
og framkomu. Skipulagshæfileika.
Umsækjandi þarf að geta sótt 2ja vikna
undirbúningsnámskeið erlendis.
Umsóknir merktar B-4977 þurfa að
berast Mbl. fyrir 3.1 0'75.
Lifandi starf
Auglýsingastofa óskar að ráða stúlku eða
ungan mann til starfa.
Umsækjandi þarf að hafa góða grund-
vallarmenntun t.d. Samvinnuskóla,
Verzlunarskóla eða stúdentsmenntun.
Menntunarform er þó ekki afgerandi
atriði. Æskilegt er að viðkomandi sé hug-
kvæmur og kunni að koma fyrir sig orði.
Skilyrði er að hann sé áreiðanlegur og
geti starfað sjálfstætt. Væntanlegur
starfsmaður mun öðlast víðtæka raun-
hæfa þekkingu á auglýsingastarfsemi.
Umsóknir er tilgreini aldur menntun og
fyrri störf, leggist inn á Mbl. fyrir hádegi
þriðjudaginn 30. sept. merkt: „Starf —
6725".