Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 Júlí-ástand á Fiarðarheiði Seyðisfirði, 24. apríl. ALLIR hér telja að við Austfirð- ingar höfum átt sérstaklega mild- an vetur í þetta sinn. Einstakur vetur kvaddi okkur með hlvrri vorgolu og til marks um það, hve lítið frost hefur verið í vetur, má geta þess að unnt hefur verið að reka niður girðingarstaura allan veturinn, ef undanskilinn er þorrinn. Hefur þetta komið sér vel fvrir bæjarfélagið þar sem verið er að girða bæjarlandið hér á Sevðisfirði fvrir sauðfé. Sauðfé hefur mikið fjölgað hér — bæði það sem er í eigu bæjar- búa og eins gengur margt fé úr Héraði. Hestahald er að komast hér í tízku að auki sem annars staðar. Á sumardaginn fyrsta tók dans- hljómsveit sig til og lék danslög undir berum himni um kvöldið. Fyrst fóru ungu stúlkurnar að dansa og þegar hinir fullorðnu sáu hve vel þær skemmtu sér, bættust þeir við og undir það sið- asta var orðið sæmilegasta ball á götunni. Fjarðarheiði hefur oftast verið fær í vetur. Einn nemandi er hér í Iðnskólanum frá Egilsstöðum. Hefur hann farið heim um hverja helgi. Nú er hálfófært yfir heið- ina vegna aurbleytu og er svipað ástand á heiðinni og jafnan er í júlíbyrjun. — Sveinn. Fundur SVS og Varð- bergs á mánudagskvöld SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameig- inlegan fund fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Átthagasal Hðtels Sögu mánudagskvöldið 26. apríl, og hefst fundurinn kl. 20.30. Ræðumaður á fundinum verður bandaríski prófessorinn Dan N. Jacobs, sem kennir stjórnmála- fræði við ýmsa háskóla i Banda- ríkjunum. Hann mun einkum fjalla um þátt almenningsálitsins í mótun utanríkisstefnu Banda- ríkjanna, en er einnig reiðu- búinn til þess að ræða um „detente", stöðu bandaríska for- setaembættisins, vandamál í sam- bandi við valdhafaskipti í Banda- ríkjunum, Sovétríkjunum og Kína, og önnur mál, sem fundar- gestir kynnu að viija spyrja hann um. (Fréttatilkynning frá SVS og Varðbergi) Sumargleði Þingeyinga Húsavík 23. apríl KVENFÉLAGASAMBAND S- Þingeyinga og HSÞ efna til ýmissa hátíðarhalda i héraðinu næstu fjóra daga og kalla það sumargleði Þingeyinga. Mvnd- listarsýning var opnuð í barna- skólanum á Húsavík i gær og sýna þar listamennirnir Valtýr Péturs- son, Sævar Danfelsson, Ragn- heiður Jónsdóttir, Ingvar Þor- valdsson, Hringur Jóhannesson ogUafsteinn Austmann. I gærkvöldi sýndi Ungmenna- félagið Efling sjónleikinn Kerta- log eftir Jökul Jakobsson á Húsa- vík. Það má teljast djarft af leik- stjóranum, Ingunni Jensdóttur, að velja svo viðamikið stykki til sýningar fyrir óvana áhuga- leikara, en hún hefur sigrað þvi að aðalhlutverkin, sem leikin eru af Unni Garðarsdóttur og Arnóri Benónýssyni, eru sérstaklega vel af hendi leyst og sýningin er þeim sem að stóðu til sérstaks sóma. Fréttaritari. Þjóðverjar ekki á friðaða svæðinu FRA því er skýrt I einu dagblað- anna I gær að 5 vestur-þýzkir tog- arar hafi mokveitt á alfriðuðu svæði I Berufjarðarál aðfaranótt föstudagsins og hefðu þeir verið gjörsamlega óáreittir. t fyrirsögn að fréttinni segir að varðskip hafi ekki viljað stugga við þessum „veiðiþjófum“ eins og sagt er í blaðinu. Morgunblaðið spurðist fyrir um þetta hjá Landhelgisgæzlunni. Gunnar Ölafsson skipherra tjáði blaðinu að einmitt þessa nótt hefði varðskipið Öðinn verið Sýningin á verkum Richters VEGNA mikillar aðsóknar og fjölda áskorana verður sýning á listaverkum Hans Richters í Menningarstofnun Bandaríkj- anna að Neshaga 16 framlengd til miðvikudagsins 28. apríl. Grein er um Hans Richter og verk hans er í Lesbók um þessa helgi. Leiðrétting I blaðinu í gær er sagt að Rithöf- undaráð íslands hafi ákveðið á stjórnarfundi að bjóða Solzhen- itsyn til íslands, en það var á fundi Rithöfundaráðsins sjálfs, sem sú ákvörðun var tekin. sendur á þetta svæði til þess að kanna kvartanir um veiðar Þjóð- verja á svæðinu. Um klukkan 02.30 var þýzkur togari, sem næstur var svæðinu, var 1,7 sjómílur fyrir utan það og sigldi á 4 mílna ferð. Hefur því líklegast verið að toga. Ljóst virðist því að þessa um- ræddu nótt var enginn þýzkur togari á þessu alfriðaða svæði úti á Berufjarðarál. Erindi um jarð- skorpuhreyfingar HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag heldur fræðslufund í stofu 201 í Arnagarði mánudaginn 26. apríl kl. 20.30. Þar flytur Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur, erindi um jarðskorpuhreyfingar í Öskju. Fanginn kom- inn í Síðumúla FANGINN, sem kveikti í dýnu í klefa sínum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á föstudaginn, hefur nú alveg náð sér eftir væga reykeitrun, sem hann hlaut. Hef- ur hann verið fluttur af Land- spítalanum í Síðumúlafangelsið. Piltur þessi er 16 ára gamall síbrotaunglingur. Hafði hann í vikunni verið úrskurðaður í 60 daga gæzluvarðhald fyrir síbrot og með því að kveikja í dýnunni var hann að mótmæla þeim úr- skurði. Kammersveit Reykjavlkur á æfingu. Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í dag Kammersveit Reykjavíkur heldur 4. og síðustu tónleika vetrarins í sal Menntaskólans við Hamrahlíð í dag. kl. 16. Á efnisskrá erutfjögur verk tvö eftir Johann Sebastian Bach en hin eftir Þorkel Sigur- björnsson og Atla Heimi Sveinsson. Brandenborgarkonsert nr 4 í C-dúr er annað verk Bachs á tónleikunum. Áður hefur Kammersveitin flutt tvo af Brandenborgarkonsertunum sex. Hitt verkið eftir Bach er tríósónata í c-moll úr „Tóna- fórninni“, en það er ætlun Kammersveitarinnar að flytja slðar meir „Tónafórnina" í heild sinni. Verk Þorkels Sigurbjörns- sonar á efnisskránni heitir „Plus sonat quam valet“. Það er leikið á horn og strengjatríó. Verkið var samið fyrir horn- leikarann Ib Lanzky-Otto og frumflutt með honum á Lista- Framhald á bls. 47 Terttu Jurvakainen við eitt verka sinna. Finnskur málari á Kjarvalsstöðum FINNSK LISTAKONA, Terttu Jurvakainen, opnar I dag mál- verkasýningu á Kjarvalsstöðum, og vefður sýningin opin fram til 9. mal n.k. Að sögn Aðalsteins Ingólfsson- ar á Kjarvalsstöðum sýnir Jurvak- ainen 80 verk, allt oliumálverk. „Þetta er kona sem fæst bæði við abstrakt og portrett og er finnsk stemmning yfir sýningunni, eins og Síbelíus leikinn á fullu.“ ( Jurvakainen hefur oft sinnis , sýnt í Finnlandi og auk þess hef- ur hún bæði sýnt í V-Þýzkalandi og Svíþjóð. Á tapaða bið- skák við Geller „ÞEGAR skákin fór f bið, var ég kominn með tapað tafl, og verð þar að leiðandi nokkuð aftarlega að þessu sinni,“ sagði Guð- mundur Sigurjónsson stórmeist- ari I samtali við Morgunblaðið, en sfðasta umferð skákmótsins í Las Palmas var tefld á föstudag. Guð- mundur tefldi þá við Geller frá Sovétríkjunum. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að hann hefði reynt að tefla til vinnings, en leik- ið af sér í miðtaflinu og tapað peði. Eftir það hefði ekki verið sökum að spyrja. Hann sagði, að Larsen hefði teflt við Hiibner í gær og skák þeirra farið I bið. Húbner ætti góða möguleika á að vinna skák- ina og ef það tækist og Geller ynni sig, yrði Geller sigurvegari. öðrum skákum lauk I gær og er lokastaðan þessi: 1. Larsen, 10 vinninga og tapaði biðskák. 2.—3. Geller 9 'A og unnin biðskák, Byrne 9'A vinninga, 4.—6. sæti Portisch, Czeshkovely og Georghiou 9 vinninga 7.—8. sæti Guðmundur og Húbner með 8'A vinning, 9. Rogoff með 8 vinn- inga, 10. Debarnot 7!4 vinning og aðrir eru með færri vinninga. r Björn Jónsson, forseti ASI: Geri engan mun á frétt- um og leiðurum blaða BJÖRN Jónsson, forseti ASl lýsti því I Kastljósi I sjónvarp- inu á föstudagskvöld, að allir fjölmiðlar landsins væru and- snúnir alþýðusamtökunum, nema Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn. Morgunblaðið spurði Björn I gær, hvort hann gæti rökstutt þessa fullyrðingu sfna. Hann sagði: „Ég sagði þetta nú ekki alfar- ið, en eitthvað á þá leið, að i túlkun á verðhækkunum teldi ég sjórnarblöðin okkur and- stæð. Ég er nú ekki með bunk- ann að Morgunblaðinu fyrir framan mig,“ sagði Björn, er hann var spurður að því, hvort hann gæti rökstutt það, og hann bætti við: „Ég held að samt fari ekki milli mála að I þessum blöðum hefur mjög svo verið hallað á þá hliðina, að þessi kollasteypa I verðlágsmálum væri fyrst og fremst að kenna kjarasamningum.“ Björn var þá spurður að því, hvort ekki væri hann að tala um skoðanir, sem komið hefðu fram I leiðurum annars vegar og hins vegar fréttir, en Mbl. til að mynda greinir þar i milli. Björn sagði þá: „Ég geri engan mun á þvi. Áróður blaðanna er ekki sízt I leiðurunum. Dæmi ég blöðin ekki sízt af leiðurunum og það fremur en af flestu öðru. Mín skoðun er að túlkunin þar sé ekki I okkar anda.“ Því má bæta hér við, að Mbl. hefur alltaf varað við kaup- gjaldshækkunum umfram getu atvinnuveganna og I kjöl- far verkfalla og að þær yrðu jafnan étnar upp jafnóðum. Nú telur verkalýðsforystan, að verðlagsaukning hafi verið meiri en nemur kaupgjalds- aukningunni og hún gefur til- efni til, enda hefur hækkunum, sem frestað hefur verið að und- anförnu, verið skotið út I verð- lagið á undanförnum vikum eins og kunnugt er. Munar þar mestu um búvöruhækkun, sem ASÍ hefur vefengt og hafið málssókn út af. Um það mál hefur ekki sérstaklega verið fjallað I Morgunblaðinu nema I fréttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.