Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDA ,UR 25. APRÍL 1976 Á hættu- slóðum í ísraelE"“T Sigurður Gunnarsson þýddi Hann brá hönd yfir auga stundarkorn, og þá var sem allt færðist svo miklu nær í vitund hans,—Noregur og þau öll heima, móóurmál hans, norskan, sumar og vet- ur—allt þetta, sem hann var hluti af. En það var vissulega erfitt að kveðja þau hér eftir þennan tíma,—og þurfa svo að hitta brytann. Jesemel stöðvaði jeppann á hafnar- bakkanum og þau fóru út. Maria dró Óskar lítið eitt með sér til hliðar. Hann kom sér ekki að því að segja neitt við hana, — líklega ætlaði hún að kveðja hann. En María geislaði af gleði og hvíslaði að honum: f COSPER -------------------\ V_____________________/ „Á ég að segja þér nokkuð, Óskar,... þau ætla bráðum að gifta sig, Ester og Míron.“ ,,Já, mig grunar það,“ sagði Óskar. ,,En þú mátt alls ekki segja Míron frá því. Hann veit það ekki enn þá, en hún hefur tekið ákvörðun.. Óg nú fór Óskar að hlæja á ný og hann hló svo mikið, að hann hágrét og gleymdi brytanum og öllu því, sem and- stætt var, en vesalings María vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Ester og Míron komu hlaupandi og spurðu hvað hér væri eigin- lega um að vera, hvort hann hefði fengið sólsting síðasta daginn, sem hann væri í ísrael." En allt, sem Óskar gat sagt, var þetta: „Þú mátt ekki segja það, .... þú mátt ekki segja það....“ En hvað var það,-sem hann mátti ekki segja? Það var nú spurningin stóra. Jesemel stakk upp á því, að hann og Míron færu með honum um borð. „Við höfum skammbyssur," sagði hann, „og ef brytinn fer eitthvað að belgja sig, erum við ekkert óvanir því að fást við slíka fugla.“ Óskar gat ekki varizt brosi „Þetta var ágæt hugmynd,“ sagði hann, „þá hef ég með mér tvo vopnaða aðstoðarforingja. Komum nú.“ Hann gekk hægt að landgöngubrúnni, enda var hann enn móður eftir hlátur- inn, en hann sá engan við borðstokkinn. Hann nam staðar stundarkorn, en gekk svo upp brúna. Á hælum hans voru tveir ungir og duglegir varðmenn, báðir með aðra höndina í vasanum. Á eftir þeim komu stúlkurnar. Á þilfarinu var heldur engan mann að sjá. Óskar gekk þá beina leið í eldhúsið og bjóst auðvitað við að hitta brytann þar. En þar var enginn bryti. Hinsvegar var þar ungur, norskur piltur, sem Óskar hafði aldrei séð, og auðsjáanlega utan við sig af undrun að sjá allt í einu þetta ókunna fólk. Að lokum spurði hann önuglega, hvaða er- indi Óskar ætti hingað. Óskar kvaðst vera kominn hingað til þess að sækja brytann og fara með hann á sjúkrahús. „Þá kemur þú heldur seint, kunn- ingi,“ sagði snáðinn. „Brytinn hefur þeg- ar verið lagður inná sjúkrahús í Marseille." Z' N Vút) MORö-JK/ kaff/no blik — Síðan hef ég ekki séð manninn? ffpvi D 0 D Þessi spegill er ekki rétt stillt- ur. — Ég sé aðeins endalausa röð bfla í honum! Ég kannast ekki við þetta dýr, — en hvftar kanfnur. Tveir sjálfboðaliðar í hern- um ræðast við. — Hvers vegna fórstu í her- inn? — Ég á enga konu og ég elska ófrið. En hvers vegna gerðist þú sjálfboðaliði? — Ég á konu og elska frið, svo ég gekk í herinn. X — Hvað á þetta eiginlega að þvða. Það flýtur fluga ofan á mjólkurglasinu, sem þér létuð mig fá áðan. Þjónninn: — Hvernig ætti ég að vita það. Ég er þjónn en ekki spámaður. Betlarinn: — Konan í næsta húsi gaf mér nokkur stvkki af heimabökuðum kökum. Ætlið þér ekki að gefa mér eitthvað líka? Frúin: — Jú, ég held það væri gustuk, að ég léti vður fá nokkrar meltingarpillur. X Ungur maður: — Herra for- stjóri, dóttir þín hefur lofað að verða konan mín. Forstjórinn: — Þú getur sjálfum þér um kennt —gaztu búist við öðru, þar sem þú hengir hér fram á nætur. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga efttr Anne Stevens<, Jóhanna Kristjónsdóttir þyddt 49 hans á hvolf hafði gert hann ráð- villtan og ringlaðan og hann hefði naumast getað horfst f augu við það ef hún hefði ekki staðið við hlið honum og sýnt honum ástúð og hugulsemi. Hann vissi hvað hann ætlaði að gera en hann vissi Ifka að fyrst Helen var með honum gat ekkert stöðvað hann eða dregið kjarkinn úr honum. Hann opnaði dyrnar og þau gengu ínn. Nú fannst honum húsið bjóða þau velkomin. Allt sem honum hafði fundist hér svo Ijótt og ópersónulegt áður virtist nú hafa öðlast sinn eigin persónuleika sem hafði týnzt gegnum árin, jafnhliða þvf að húsið hafði ekki fengið að gegna hlutverki sfnu. Og vinalegt marrið f stiganum vljaði honum nú um hjartarætur, þótt það hefði hlevpt í hann hálf- gerðri fýlu rétt daginn áður. — Hvernig komust þið Jaeques upp á loft þarna um nóttina? spurði Helen. — Þegar við skoð- uðum húsið. — Þú sérð stigann þarna. Við reisum hann upp á rönd og klifr- um upp. — Er nokkurt Ijós uppi á loft- inu? — Það er rofi vinstra megin, Helen, sagði hann. Hún horfði á hann handan stig- ans sem hún hafði dregið að skör- inni. — Þú getur ekkí farið að prfla upp svona á þig kominn, sagði hún. — Ég get notað aðra höndina, sagði hann. — Þú getur ekki klifrað upp þennan stiga með þvf að nota aðeins aðra höndina, endurtók hún. — Allt f lagi, samþvkkti hann. — En í hamingju bænum háls- brjóttu þig þá ekki. — Vildirðu kannski vera svo elskulegur að færa þig ögn sagði hún — og segja mér sfðan eftir hverju á ég að svipast. — Ég man eftir að hafa séð einhverjar gamlar innrammaðar Ijósmvndir hjá fornfálegum grammafóni. Ég er að láta mér detta f hug að ein sé af henni. — Af Madeleine? Hann kinkaði kolli. — Ekki veit ég hvernig hún Iftur út, sagði Helen. — Ef það er satt sem þau hin eru að hamra á, sagði David — áttu að þekkja hana strax af mér. Helen leit fast á hann. Hann vissi ekki hvað hún var að reyna að lesa út úr andliti hans, en svo kinkaði hún kolli og paufaðist upp stigann og hvarf upp á loftið. Honum fannst hún vera f burtu óratfma. Hún kallaði niður til hans til að láta hann vita að hún hefði fundið myndirnar og svo sagði hún ekki meira að sinni. Hann stóð f sömu sporum og studdi með heilu hendínni við stigann og beið. Loks heyrði hann til hennar á skörinni og hann leit upp og fékk ekkert af röddu hennar ráðið. — Ég er að koma niður. Hann reyndi að styðja við hana þegar hún klifraði niður. Hún hélt á innrammaðri ljósmvnd. Hún stóð við stigann og rétti að honum mvndina. — Ég held að þetta hljóti að vera myndin sem þú varst að tala um. Myndin var af ungri stúlku, lið- lega tvftugri. Hárið var f axlar- sídd og greitt frá enninu. Hún var klædd f blússu og pils. Hún sat á stól og hallaði sér eilftið frá mvndavélinni og horfði beint inn f hana. Hún brosti. — Það er enginn vafi á þvf, sagði Helen mildri röddu. — Þú hefur augnsvipinn frá henni. Hann hafði alltaf staðið f þeirri trú að hann hefði erft augun frá hinum enska föður sfnum. Augu Simone höfðu verið dökkbrún. Madeleine Herault hafði Ijós augu; hvort þau voru blá, grá eða græn var ekki hægt að marka af myndínni, en lögun þeirra kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Það var eins og að ifta á spegil- mynd af sjálfum sér að horfa á þessa mynd. Hann hallaði sér upp að veggnum. — Helen. Ég verð að finna þessa konu. — Þú átt við Mme Desgranges? — Ég er handviss um að hún þekkir sannleikann. Hún getur sagt mér hvernig þetta bar allt að. Henni hlýtur að hafa verið kunnugt um það ef Madeleine ól barn eða ekki, og hvernig hún dó — af barnsförum — og hvort barnið var andvana fætt eða lifðí. Ef Madelefne Herault hafði dáið af barnsförum var þar með fengin skýringin á þvf af hverju nafn hennar var ekki greipt f minningarskjöldinn um þá sem höfðu fallið fyrir Þjóðverjum. Undir slfkum kringumstæðum hefði Herault læknir ekki getað hugsað sér að setja nafn hennar á steininn. — Kannski lögreglan hafði komizt á snoðir um það hvar Mme Desgranges er að finna, sagði Helen. — Þú getur hringt til þeirra eða fengið Jacques til að gera það f fyrramálið. — Ég held ekki þeir hafi reynt hið minnsta til að hafa upp á henni. Hvað sem þvf Ifður bfð ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.