Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRlL 1976 ó tjaldinu * ★ MANDINGO — AI’STI'RB/FJARBIÓ Ilór t'f l'ylnt K:im;tlli formúlu. Handfitirt cr hyyyt á metsölu- bók sem inniheldur dá/íóóan slatta af kynlifslýsiní>um, of- beldi. pyntinf>um, blóðsút- hellin/íum 0« kvalalosta, sem- sa/'t flestu því sem hinn al- menni kvikmyndahúsaftetur óskar eftir aö sjá i dug. Sióan er fenfjin þokkalepur leikstjóri til aó skila þessu sömasamlepa á tjaldió, nokkrár millistjörnur ráónar til aö auka aðsóknina og aö sjá um aö leikurinn sé i s;emileí>um höndum. Þá er o« drepinn fram í sviösljósió vel- þekktur blámaóur úr íþrötta- heiminum, aö þessu sinni Ken Norton sem er einn af fáum hnefaleikurum sem komiö hafa Muhamed Ali á kné. Kn blá- menn úr rööum atvinnurotara op ru/íbyparpa hafa hlotiö þö nokkuö brautar}>en/;i í kvik- myndaheiminum. Kndahnútur- inn er svo sá aö fá dápóöan tönsmiö o g kvikmyndatöku- mann til aö trvypja aó yfirboró mvndarinnar se slétl. fellt oj; trúveröupt i/rt.'11/leei ó ulkoltla þes.sai ái formúlu er MandinKo. Dino de Laurentiis er aö veröa nrand chief í þeirri prautarfierðarlist sem að framanfireinir. Ofi myndir hans skila jafnan væn- unt hafinaói. Ofi áhorfendur fá einnifi flestir eitthvaö fyrir aur- ana sína, því þetta eru yfirleitt betri afþreyinfiarmyndir er fierist ofi fienfiur. Kn kvik- myndahúsfiestum er ráölefit aö leita eitlhvaö annaö ef þeir eru að leita aó frumlefiheitum eða einhverjum listnenum tilþrif- um. SV NÝJABÍÓ * * THREE DAYS OE THE CONDOR Kinn af starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar Robert Red- ford kemst á snoður um fialla í kerfinu. Ofi á meöan hann er aó komast fyrir meinsemdina er líf hans i sífelldri hættu og þarf oft aó bjarfia sér á hinn kænlefi- asta hátt. Þetta er einkar skemmtilefi ofi „elegant" mynd á aó horfa. Til hennar hefur verið vandað og hvergi kastað til höndunum. Leikstjóranum, Sidney Pollaek, (JKRKMIAH JOHNSON, THK YAZUKA. THKY SHOOT HORSKS, DONT’t THKY?). tekst að halda jafnri og þéttri spennu út alla myndina. Þar nýtur hann fióðrar aðstoðar tón- smiósins David Grusin ok allra aöalleikaranna. Vönduö af- þreyingarm.vnd. SV laugarAsbíó * ir JARÐSKJALFT- INN (EARTHQUAKE) Stjörnur myndarinnar eru tví- mælalaust framleiðsluhönnuð- urinn (production design), Al- exander Golitzen; Frank Brendel, special effects; Albert Whitlock, sem hafði yfirumsjón með myndatöku „effektum" og leiksviðssmiðurinn, (art direct- or), E. Preston Ames. Þessir ágætu menn, undir leikstjórn Mark Robson, hafa skapað hrottalega sannverðugan jarð- skjálfta og (umhverfislegar) afleiðingar hans. Reyndar njót- um við ekki þeirrar lágtíðni tækni sem frumnýtt var við gerð myndarinnar, (sensur- round), og fær sætin til að nötra. En þrátt fyrir það eru jarðskjálftasenurnar nægilega magnþrungnar til að halda at- hygli kvikmyndahúsgesta óskiftri og fylla þá á köflum af hryllingi. Myndin fer afturámóti að fjar- lægjasl áhorfandann þegar stjörnurnar, misskærar að vísu, fara að birtast á tjaldinu og setja svip sinn á atburðarásina. Handrit flestra hamfaramynd- anna virðast nefnilega með afbirgðum slöpp. (THE TOWERING INFERNO mun víst vera eina undantekning- in). Það er sullað saman hóp af margvislefium manngerðum, sem allar eiga i stórvandræðum eða í átökum innbyrðis. JARÐSKJAFTINN er engin undantekning í þeim efnum, handritið er oft á tíðum næsta fáránlefit. Kn á meðan verk hinna ágætu manna sem nefnd- ir voru í upphafi, fá að tala, (og það er fióður hluti myndarinn- ar), þá ætti engum að leiðast. SV if Earthquake Am„ 1974, leikstjóri Mark Robson. Eins og nafnið bendir til er þetta ein af hinum svonefndu „stórslysamyndum", eða „disaster films", en þær virðast allar gerðar eftir nákvæmlega sömu formúlunni. Ef þú hefur séð The Poseidon adventure þá er meðferðin á persónunum (ef persónur skyldi kalla) sú nákvæmlega sama. Enda er ekki fleiri orðum eyðandi að dramatík eða samtölum í mynd- inni. Um tæknilegan frá-gang þarf heldur ekki að fjölyrða, hann er með ágætum og sum- staðar jafnvel of góður. T.d. voru nokkrar myndir af borgar- rústunum, eldunum og reykn- um svo fallegar, að þær minntu einna helst á póstkort í ferða- skrifstofubæklingi. Hins vegar tel ég það mjög rétta afstöðu að setja ekki upp lágtíðni hátalarana, sem eiga að fylgja myndinni og koma af stað titringi á loftið til að líkja eftir jarðskjálfta, því ég er hræddur um að þessi jarðskjálftaþjóð hefði þá endanlega staðið upp og labbað út skellihlæjandi yfir þessum vanmáttugu tilraunum til að líkja eftir höfuðskepnun- um, sem við búum i návigi við. SSP. ALTMAN VIÐ POKER- BORÐIÐ STJÖRNUBÍÓ ★ ★ ★ CALIFORNIA SPLIT Leikstjóri Robert Altman; handrit Joseph Walsh; kvik- mvndataka Paul Lohmann. Að- alhlutverk Georg Segal, Elliot Gouid. Amerísk, Columbia Tveir spilasjúkir Los Angeles búar kynnast af tilviljun. Ann- ar þeirra, (Gould), virðist ekk- ert hafa þarfara fyrir stafni en að svala þessari áráttu sinni, en hinn, (George Segal) vinnur við tímarit en gefur veðmálur um og spilaborðunum mut. meiri tíma en ritvélinni. Með þeim félögum tekst hin ágætasti kunningsskapur. Þeir KVIK-cfi w mijndc ■ ■ /íðon í \ l SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON SŒBJÖRN VALDIMARSSON gantast við tvær linsoðnar gleðikonur sem deila húsi með Gould, hálfæra líftóruna úr rosknum kynvilling, drekka og skemmta sér, en umfram allt eyða þeir þó tímanum við veð- mál og pókerspil. Að lokum halda þeir til hinnar frægu spilaborgar, Reno, þar sem þeir leggja aleiguna undir. Nú á annaðhvort að vinna — eða tapa öllu. Þetta hljómar allt nokkuð kunnuglega, en það er öllu borgið i höndum Altmans. Að venju er það frásagnarstíllinn sem liggur þyngst á metunum. Leikurunum gefnar frjálsar hendur við að improvisera að vild sinni, (líkt og i nokkrum skemmtilegustu senum mynd- arinnar). Þá hefur Altman til liðs við sig frábæran sviðsmyndahönn- uð, (art director), Leon Erickson. Samstarf þeirra í McCABE AND MRS. MILLER er minnisstætt og svo er einnig hér. Erickson hefur m.a. skapað heilt spilavíti sem er aldeilis stórkostlegur rammi kringum það vonleysi, ístöðuleysi og veiku gróðavon sem þjakar flesta þá sem stunda slíka skemmtistaði. Reyndar lítur spilavítið einna helst út fyrir að vera deild ásjúkrahúsi. Þeir Gould og Segal eru bráð- skemmtilegir báðir tveir, Gwen Welles sýnir hér hvernig stóð á því að Altman treysti henni fyr- ir litlu, en erfiðu hlutverki í NASHVILLE. CALIFORNIA SPLIT, (slang úr pókermáli) fjallar því um mislukkaðar persónur í einskis- mannslandi, þar sem lifað er fyrir líðandi stund og allt látið reka á reiðanum. En Altman er í hópi nokkurra bestu leik- stjóra bandaríkjamanna, og í lokin fær myndin fyllingu og tilgang. Á undan CALIFORNIA SPLIT gerði Altman myndirn- ar THE LONG GOODBYE OG THIEVES LIKE US. Islenskum kvikmyndahúsgestum er farið að lengja eftir þeim. SV ★ ★ ★ ★ California Split. Am. 1974, leikstjóri: Robert Altman. Leikstjórinn Robert Altman, sem nú er rúmlega fimmtugur, hefur á síðustu árum aukið mjög við virðingu sína og vin- sældir og er nú hiklaust meðal fremstu leikstjóra í Banda- rikjunum. Það var ekki fyrr en með MASH 1970, tæpum tuttugu árum eftir að Altman fór að fást við kvikmyndir, að nafn hans var skyndilega á hvers manns vörum. Eftir MASH fylgdi svo Brewster McCloud, persónulegt verk, sem þótt undarlegt sé, leit út eins og byrjendaverk. En Alt- man náði sér stax á strik og með McCabe and Mrs. Miller, Images, Thieves Like Us og The Long Goodbve festi hann sig í sessi sem eftirtektarverður leikstjóri. Nú nýverið höfum við notið þess að sjá Nashville, frábærlega vel gerða mynd, þar sem Altman lýsir Ameríku í hnotskurn. 1 Nashville má lesa alls konar meiningar og meiningarleysi, sem Altman heldur að áhorfandanum. I California Split hinsvegar er litið um stórar meiningar, þar liggur áherslan miklu meir á persónulýsingum og Altman virðist leggja sig hér í fram- króka við að láta leikarana „improvisera", þ.e. búa til hluta af samtölunum og hreyf- ingunum í sjálfri upptökunni, án þess það hafi nokkuð verið æft áður. Þetta er að sjálfsögðu einhver erfiðasta upptökuað- ferð, sem hugsast getur, en er um leið sú áhrifaríkasta, ef vel Fréttir... Kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanna, Fjalakötturinn hefur verið með sýningar í vet- ur í Tjarnarbiói. Starfsemi klúbbsins fer nú að ljúka að sinni, en sýningar hafa verið á laugardögum og sunnudögum, kl. 17.00, 19.30 og 22.00. Siðustu sýningar klúbbsins á þessu starfsári verða sem hér segir: 1 dag 25. 4. er seinni sýningardagur á myndinni 200 Motels, sem gerð var af Frank Zappa. 1. og 2. maí verður sýnd myndin Boí, sem er fyrsta mynd Claude Faraldo, gerð 1971 í Frakklandi (Faraldo gerði siðar Themroc) 8. og 9. maí: The Marat/Sade, bresk gerð 1967, Ieikstjóri Peter Brook, Mjög athyglisverð mynd, gerð af "'•emsta leikhúsmanni Breta ^em er jafnframt óvenju myndrænt hugsandi 15. og 16. maí verður svo sýnd síðasta myhdin, en það er King of Hearts, frönsk 1966 gerð af Philippe de Brocca, með Alan Bates í aðalhlut- verki. FORVITIN UM FELLINI Ó.Þ. skrifaði síðunni og kvartaði undan því að kvik- myndahúsin gættu þess ekki nógu vel að auglýsa sérstak- lega síðustu sýningar mynd- anna sem i gangi væru. Hér með er þeirri kvörtun komið á framfæri. Þá spurði Ó.Þ. jafn- framt eftir farandi spurninga: 1) Er íslendingum ekki heim- ill aðgangur að kvikmyndahús- inu á Keflavikurflugvelli, (Andrews Theater)? 2) Geta Reykjavíkurblóin fengið leigðar myndir af vell- inum? 3) Hvenær kemur FELLINI’S ROMA? 4) Verða einhverjar aðrar myndir Fellinis endursýndar eða frumsýndar hér á næst- unni? tekst til. Bertolucci náði þessu í einu atriði með Brando í „Síðasta tangónum" og Huston reyndi þetta ábyggilega i Fat Citv. Altman hefur hins vegar gert þetta i fleiri myndum, m.a. í Nashville. Það er svo til úti- lokað fyrir áhorfandann að segja með vissu, hvenær leikar- inn er að improvisera eða bara að endhrtaka rulluna, þetta fer að vísu eftir leikurunum en yfirleitt eru mörkin mjög óljós og fínleg. En áhrifin eru hins vegar ætíð hin sömu, ef leikaranum tekst vel upp að improvisera, — myndin hefur öðlast innra líf, efnið er orðið lífrænt / satt. Og þetta tekst Altman í California Split — eða réttara sagt þetta tekst leikur- unum Elliot Gould og George Segal. Eins og fleiri myndir Altmans byggir þessi mynd ekki á ákveðnum söguþræði heldur raðast atvikin upp eins og af sjálfu sér, ótengd, persónur koma og fara án þess að þjóna þróun einhvers sögu- þráðar, eins og gerist i hinu hefðbundna formi. Það er likt og áhorfandanum sé boðið að horfa á þessa tvo ágætis pilta i nokkra daga, fylgjast með lifs- háttum þeirra og leggja sið- ferðilegt mat á gerðir þeirra, ef áhorfandinn kærir sig þá um það á annað borð. Þessi sundur- lausa framsetning efnisins hefur fælt marga áhorfendur frá Altman, þó hinum fjölgi stöðugt, sem kunna að meta hann. Eitt af þvi sem ýmsir kvarta yfir, er stöðugt tal, kannski tveggja eða fleiri aðila í einu í myndum Altmans og oft heyrist tal i leikurum, sem alls ekki sjást. En þetta er einmitt eitt af veigameiri atriðunum, til að láta myndina líta út sem sanna. Að mínu mati hefur Alt- man tekist hér mjög vel upp og er myndin, i heild dæmafá skemmtun, sem óhætt er að mæla með. Að lokum er fróð- legt að skoða þessa aðferð Alt- mans með samanburði við aðr- ar aðferðir. 1 sem einföldustu skiptingu má segja, að heim- ildarmynd sé frumstig kvik- myndagerðar, þó ýmsir líti á þetta form sem það lang merki- legasta. Þetta er eins konar skýrslugerð, þar sem reynt er að festa á filmu ósnertan raun- veruleika. Þetta þróast síðan í leiknar heimildarkvikmyndir, þar sem stjórnendur ráða yfir hluta af efninu. I framhaldi af þessu kemur síðan leikin mynd, þar sem höfundarnir ráða öllu út í ystu æsar. I fjórða lagi kemur svo framhaldið af leiknu myndinni, þar sem leikararnir eru látnir improvisera innan tiltekins ramma. Þarna er horfið að hluta til upphafsinsog reynt eftir krókaleiðum að komast gegnum leikaraskapinn til að skapa eitthvað raunveru- legt. Þetta er sérsvið Altmans — í bili — og vonandi á hann eftir að ná enn lengra á þessari braut. SSP. SVÖR 1 og 2) Islendingum er óheim- ill aðgangur að ANDREWS THEATER öðruvísi en að þeir séu gestir bandaríkjamanna sem starfar á vellinum. Mynd- ir sem þar eru sýndar eru ekki ætlaðar til sýningar utan vall- ar. 3 og 4) FELLINIS ROMA verður sýnd á næstunni í Tónabíó. Nýjasta mynd meist- arans, og sú eina sem hann hefur lokið við eftir ROMU, AMARCORD, hefur ekki verið keypt enn af íslensku kvik- myndahúsi mér vitanlega. Hafnarbió hefur þó leitað eftir henni. Varðandi endursýningar ættir þú að snúa þér til for- ráðamanns kvikmyndaklúbbs- ins FJALAKÖTTURINN. SV Frá töku mvndarinnar JARÐSKJALFTINN, sem sýnd er í Laug- arásbfói um þessar mundir. BRÉFAdálkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.