Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 25. APRIL 1976
Blaðamenn reyna alltaf að fá
þær sögurnar sem eru einna
mest krassandi og fá menn til
að kippast við i sætinu og
lesa með áfergju. Þegar að
þvi er spurt, þá segir maður
að það hafi verið drykkja þó
að maður geti jafnvel sagt að
það hafi verið drykkja í hvert
einasta sinn sem við höfuð
spilað. Það var verið að
spyrja um þetta eina skipti
og þá segir maður ekki nei.
Stundum fáum við lika furðu-
legar spurningar, t.d spurði
Örn Petersen okkur að þvi
einu sinni hvort við værum
„dópaðir” þegar við værum
að spila. Han sagði að margir
héldu það Þetta er hreint og
beint fáránlegt þvi auðvitað
erum við alltaf í eðlilegasta
ástandi V.: Og munduS þiS
jafnvel getað hugsað
ykkur að spila aftur í V.í.
einhvern tíma siðar meir?
Spilv.: Já elskan mín, örugg-
lega ef þið viljið fá okkur eftir
allt þetta. V.: Nú virðist sem
Spilverkið hafi náð þeim
sess í menningarheiminum
að það sé hafið yfir gagn-
rýni og þið viröist hafa náð
mjög sterkum tökum á
áheyrendum þannig að þið
stjórnið algerlega viðbrögð-
um þeirra. Spilv.: Jaá. Þetta
er ábyggilega orðum aukið.
Það sem við gerum, gerum
við eins vel og við getum, en
það er fáránlegt að halda því
fram að við séum hafnir yfir
gagnrýni. Ef svo er, þá get-
um við alveg eins hætt og
farið að gera við saumavélar.
Ef þetta er tilfellið þá held ég
að það sé gjörsamlega blaða-
mönnum að kenna.
Viljinn 1.
tbl., 68. árg.
V: Spilverk Þjóðanna átti
frumkvæðið að því að spila
í V.í. Hvers vegna viiduð
þið spila þar ef Verslunar-
skólanemar eru á vonlausu
menningarlegu stigi?
Spilv.. Hefur það nokkurn
tíma verið sagt? En við erum
jú allir menntskælingar svo
það getur verið að það séu
einhverjir fordómar sem sitja
í okkur vegna þess að við
þekkjum ekki V.í. V: í viðtali
Stuttsíðunnar er Steinar
Berg einna duglegastur að
rægja V.í. og sakar
nemendur hans um um-
gang og drykkju og þann
glæp að hafa aldrei heyrt (
Spilverkinu áður. Svpil.: Þú
verður að eiga um það við
Steinar, hvað hann segír. V:
Hefur Steinar e.t.v. átt við
einhver geðræn vandamál
að etja? Spilv.: Það held ég
ekki I viðræðum við Spil-
verkið er Steinar ekki annað
en maður sem var bara á
staðnum og kemur ekkert
nálægt þessu að öðru leyti,
Það sem kom upp þarna í
V.í var það, að það var
þarna drukkið fólk á staðnum
on það var kliður. Við
þurítum að vera að biðja um
hljóð Ég er ekki að segja að
það hafi ekki komið fyr-ir
áður, það kemur oftast fyrir.
En þetta bar á góma i þessu
umrædda viðtali og í svona
blaðaviðtölum þá segir
maður margt sem skiptir
kannski engu máli en þeir slá
því svo upp sem einhverju
aðalatriði Þeir reyna alltaf
að fiska eftir einhverju
krassandi En hvað sem því
líður þá var þetta allt
saman sagt sem kom fram í
viðtalinu, en vægi þess var
allt annað. Mín skoðun var
sú að þarna hafi verið fólk,
sem var á leið á ball. Þetta
var á föstudegi og endaði um
líkt leytí og heppilegt þykir
að fara úr partíum af stað á
ball. Mér fannst greinilegt að
þarna væri verið að nota
þessa hljómleika sem
nokkurskonar stökkpall á
ball. Ég segi ekki að þetta
fólk hafi verið i meirihluta en
þetta var stór hópur, kannski
20%, en þetta fólk er bara
svo miklu fyrirferðarmeira. V:
Stólarnir i V.í. eru mjög
þreytandi og liklegt þykir
að þeir hafi að einhverju
leyti valdið umgangnum.
Hvers vegna gerðuð þið
ekki hlé og leyfðuð fólki að
rétta úr sér? Spilv.: Við
gerðum tvær tilraunir til þess
en fólk hrópaði Nei! Það
hefur kannski komið sér illa
fyrir sjoppuna en við hugsuð-
um ekki út i þá hlið málsins.
V.: Hafði auglýsingin sem
var i V.í. slæm áhrif á ykkur?
Spilv.: Hún var svolitíð stór-
yrt. Það var heldur djúpt
tekið í árinni. En okkur þótti
hún bara skemmtileg. Okkur
þótti hún jákvæð að því leyti
að þarna virtist vera fólk sem
hafði heyrt í okkur og kunn-
að að meta okkur V.:
Kynningar Valgeirs eru
mjög sérstakar og að dómi
flestra var kynning hans á
„Sixpens Only" þannig að
hún kallaði á einhver við-
brögð áheyrenda. Spilv.:
Spilverkið á tónleikum I Verzlunarskólanum
Það var nú ætlunin. Það kom
þarna upp skemmtilegt
„anticlima" og það var
greinilegt að margir fundu
þörf hjá sér til að verja þann
málstað, sem skólinn hefur
verið kenndur við. En svona
viðbrögð hjá áheyrendum
teljum við mjög æskileg. V.:
Eins og fram kemur hér að
framan voruð þið óánægðir
með drykkjuna í V.í. Eruð-
þið e.t.v. templarar? Spilv :
Neiii, við erum engir
templarar en við erum ekki
heldur neinar fyllibyttur. Við
drekkum kanski eins og
meðal Verslunarskólanemar.
— Ég held að það hafi ekki
verið neitt meira fyllerí þarna
í V.í. en annarsstaðar, en
blaðamennirnir voru alltaf að
spyrja út í þetta og þá talar
maður náttúrulega um það.
r
I Spilverkið: Fyllibjttnr eða templarar?
SÍÐASTLIÐINN vetur, nánar tiltekið 23. nóvember, birti
Stuttsíóan viðtal við Spilverk þjóðanna, sem vakti tölu-
verða athygli meðal nemenda Verslunarskólans fyrir þær
sakir að í viðtalinu veittust meðlimir Spilverksins og Stein-
ar Berg umboðsmaður þeirra, að nemendum skólans fyrir
drvkkjuskap og fleira. Kkki alls l'yrir löngu barst svo til
Stuttsiðunnar eintak af málgagni Verslunarskólanema,
Viljanum, 68. árg., 1. tbl., sem i er m.a. viðtal við Spilverkið
og meðlimir þess krafóir nánari skýringa á orðum sinum.
Til að rétta hlut verslunarskólanema birtist viðtal þetta
hér, svo og til nánari skýringar sá hluti Stuttsíðuviótalsins,
sem að Verslunarskólanemum snýr.. Á.J., Bald. J.B.