Morgunblaðið - 25.04.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 25.04.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 FORDUMBOÐIÐ Sveinn Egilsson h.f. er 50 ára á þessu ári, en hinn 2. janúar 1926 fékk Sveinn Egilsson, bifreiðavélfræðingur, umhoð á íslandi fvrir framleiðslu Ford-verksmiðjanna í Banda- ríkjunum. Þar hafði hann numið iðn sína nokkrum árum áður. Segja má að saga Fordumboðsins sé samlvinnað sögu bifreiðar- innar á íslandi. Arið 1913 kom til landsins fvrsti Ford-bíllinn og hófst þar með samfelld saga þessa farartækis hér á landi. Nú er bílaeign landsmanna um 70 þúsund bílar, en af þeim fjölda mun nær fimmti hver bíll vera af Ford-gerð. • FYRSTI FORDINN KOM FYRIR TILSTUÐLAN V- ISLENDINGA Eins og kunnugt er af frá- sögnum Landnámu tókst land- nám íslands ekki f.vrr en i þriðju tilraun. Hið sama má segja um bilinn og landnám hans á Islandi. Fyrsti bíllinn, Thomsensbíllinn, olli deilum og menn voru ekki á eitt sáttir um notagildi hans. Arið 1907 var annar bill fluttur inn og keypti hann bóndinn á Grund í Kyja- firði, Magnús Sigurðsson. Liðu landinu og slíkt farartækí og urðu menn að notast við hreins- aða steinolíu. Síðar var farið að nota hér „gasoline", sem svo fékk nafnið bensín. • BlLAVERKSTÆÐI STOFN- AÐ En ætlunin var að ræða sögu Ford-umboðsins, Sveins Egils- sonar h.f.. Stofnandi fyrirtækis- ins var Sigursveinn Egilsson, sem i daglegu tali var ávallt nefndur Sveinn. Hann fæddist í Reykjavik 12. maí 1890 og voru Viðurkenningarbréf Henrv Fords II, stjórnarformanns Ford Motor Companv, sem afhent var sumardaginn fvrsta. siðan 7 ár unz fyrsti Fordinn kom til landsins og var hann m.a. keyptur. fyrir samskotafé meðal Vestur-Islendinga, sem vildu vinna að bættum sam- göngum í gamla föðurlandinu. Þessi bifreið reyndist það vel, að fljótlega bættust fleiri í hóp- inn og annar P’ord kom til landsins strax árið eftir 1914. Það sama ár voru og samþykkt fyrstu bifreíðalögin og hlutu þau konungsstaðfestingu hinn 2. nóvember 1914. Þetta sama ár notar lögreglan fyrsta sinn bifreið til embættiserinda, er tveir lögregluþjónar þurftu að bregða sér suður í Hafnarfjarð- arhraun og þetta sama ár gerir Morgunblaðið samning við Svein Oddsson bifreiðastjóra þess efnis að hann flytti blaðið austur í sveitir í hverri bílferð, sem hann færi „meðan veður og færð leyfði." Sté þar þetta ágæta blað sín fyrstu spor mót því að verða blað allra lands- manna með aðstoð bifreiðar. En þótt margt gott hlytist af bílnum og komu hans til lands- ins, fylgdi í kjölfar hans aukin slysatiðni. Fyrsta bifreiðaslysið varð 18. júní 1915 við Elliðaár- brúna. Sá er fyrir þvi varð var Magnús Bjarnason, bifreiða- stjóri, sem vel var þekktur og gekk lengst undir nafninu „Srtæra-Mangi''. i bifreiðinni var einn farþegi og lenti hún á brúnarstólpa og kastaðist Magnús út úr bifreiðinni og hlaut höfuðhögg. Þá ber og að geta þess, að við komu fyrsta bíisins var ekkert eldsneyti til í foreldrar hans Egill Diðriks- son. steinsmiður og Rannveig Þorsteinsdóttir kona hans. Arið 1910 fór Sveinn til Ameríku og kom þaðan aftur árið 1919 til þess að heilsa upp á foreldra sína. Hann ætlaði ekki að ílengjast hér, heldur hugðist fara aftur vestur um haf, þar sem hann hafði eins og margur séð opna framtíðarmöguleika. Þar hafði hann þessi ár dvalizt í Chicago við sa’msetningu og við- hald P'ord-bifreiða, en vegna heilsubrests dróst utanförin á langinn. Á þessum árum voru fyrstu bifreiðarnar einmitt að flytjast til landsins og innflutn- ingur á „sjálfrenniskeiðum" að F or d-umbo ð Sveins Egilssonar ára aukast. Fáir kunnu handtökin við að setja þessa gripi saman eftir flutninginn til landsins og urðu því ýmsir að leita til Sveins. Sama ár og hann kemur til íslands stofnar hann því bílaverkstæði i félagi við bróð- ur sinn, Jón Egilsson, sem þá var aðalbókari og féhirðir Gas- stöðvarinnar í Reykjavík. Áttu þeir svo fyrirtækið saman og höfðu aðstöðu i kox-boxinu í Gasstöðinni þar sem hann fékk aðstöðu fyrir tilstilli bróðurins. í Gasstöðvarportinu vann Sveinn i ár, en þá hafði hann komið sér upp verkstæði gegnt Gasstöðinni við Hverfisgötu. Á þeirri lóð reisti hann síðar Sveins Egilssonar-húsið, Lauga- veg 105. Þótt nafn Sveins hafi jafnan verið tengt Ford, var fyrsti bíllinn sem hann setti saman í porti Gasstöðvarinnar Chevrolet, sem var í eigu Scheving-Thorsteinssonar. • UMSVIVIN AUKAST Sveinn Egilsson opnaði fyrsta verkstæði sitt á lóðinni við Hlemm árið 1923. Jón Egilsson bróðir Sveins starfaði með hon- um i fyrirtækinu til dauða dags 1929, en eftir það hafði hartn starfsemina einn með höndum. Verkstæðisstarfsemin byrjaði smátt, en stækkaði eftir því sem árin liðu. Litla verkstæðið var brotið niður og stærra byggt í staðinn og smám saman byggðist Sveins Egilssonar- húsið í u-laga mynd utan um fyrsta verkstæðið. Árið 1930 var önnur hæð hússins reist og tók bygging hennar 4 til 5 ár. Umsvifin jukust og Sveinn varð að ráða sér aðstoðarmenn. Sjálfur leiðbeindi hann og leið- sagði mönnum sínum og til þess að auðvelda þessa iðnfræðslu hafði hann við hendina „mód- el“ úr stifum pappa, þar sem einstakir hlutar voru hreyfan- legir. Jafnframt bílasölu og við- gerðarþjónustu hafði Sveinn Egilsson með höndum kennslu í akstri fyrstu árin. Eins og áður segir fékk Sveinn Egilsson formlegt um- boð fyrir Ford hinn 2. janúar 1926. Hafði hann áður haft með höndum sölu á Fordbifreiðum. Síðar fékk Kristján Kristjáns- son umboð fyrir Ford á Akur- eyri og rak þar bílasölu. Páll á Þverá Stefánsson hafði einnig söluumboð fyrir Ford og þegar hann fór að þreytast vegna ald- urs seldi hann fyrirtæki sitt. Fékk þá Kr. Kristjánsson um- boð fyrir Ford í Reykjavík og varð aðalkeppinautur Sveins Egilssonar h.f.. Gerðist þetta upp úr 1952, en þá var Sveinn Egilsson látinn en hann lézt 1949. Við lát Sveins Egilssonar var stofnað hlutafélag um fyrirtæki Sveinn Egilsson Kristján Kristjánsson Þrfr vörubílar með farþega- byrgi Alþingsihátíðarnefndar 1930 hans — Sveinn Egilsson h.f. Það var jafnan samkeppnisaðili við Kr. Kristjánsson og vegnaði þeim upp og ofan til skiptis. Nú hafa fyrirtækin hins vegar ver- ið sameinuð í trausti þess að slíkt sé öllum til góðs. • STÆRSTA BIFREIÐA- VERZI UNLANDSINS Núverandi eigendur hlutafé- lagsir.s Svcir.r. Egilssor. tóku við fyrirtækinu árið 1963. Stjórnarformaður félagsins er Haraldur Björnsson. Þegar þessir eigendur tóku við Ford- umboðinu var það allt til húsa á Laugavegi 105 — á þeim stað, sem Sveinn heitinn hafði hasl- að sér völl fyrir mikinn dugnað. Árið 1966 var verkstæðið síðan flutt í Skeifuna 17, svo og vara- hlutaverzlun fyrirtækisins. Fluttist það i 1.200 fermetra húsnæði. Öll starfsemi fyrir- tækisins fluttist í Skeifuna 1971 og var húsnæðið þá orðið 4.000 fermetrar. Nú í tilefni 50 ára afmælisins tekur fyrirtækið í notkun glæsilegt skrifstofu- húsnæði og er húsnæði þess þá orðið 5.600 fermetrar. 1 kjallara skrifstofuhússins er bjartur og rúmgóður sýningarsalur fyrir notaðar bifreiðar og gefur það möguleika á stækkun verkstæð- is. Vegna sameiningar Kr. Kristjánssonar og Sveins Egils- sonar h.f. hafa margir starfs- manna fyrrnefnda fyrirtækis- ins flutzt til Sveins Egilssonar. A jarðhæð nýja skrifstofuhúss- ins er varahlutaverzlunin og fluttist hún þangað rétt fyrir siðustu áramót. Starfsfólk er nú 70 manns. Frá því er núverandi eigend- ur Sveins Egilssonar h.f. tóku við rekstri fyrirtækisins hefur það flutt inn til landsins 6.200 Fordbila. Árið 1964 var velta fyrirtækisins 63 milljónir króna, en 10 árum síðar, 1974 var velta fyrirtækisins 1.100 milljónir króna er jafnmargar milljónir og ár þau, sem island hafði verið byggt. Það ár flutti fyrirtækið inn 1.400 Ford-bíla. Ford-umboðið á íslandi er hluti af Evrópu-Ford. F'ram til ársins 1971 tilheyrði Ford á is- landi danska Ford. Tilhögun Ford-umboðsins á islandi gagn- vart Ford Motor Company er þó talsvert öðruvísi er gerist t.d. á Norðurlöndum, þar sem hið al- þjóðlega fyrirtæki á a.m.k. 90% fyrirtækjanna. Við þá breyt- ingu að íslenzku Ford-umboðin hættu að vera eins konar höfuð- stöðvar í Danmörku, hafa tengslin við Ford Motor Comp- any aukizt. Að jafnaði koma hingað fulltrúar til skrafs og ráðagerða annan hvern mánuð og Sveinn Egilson sendir starfs- menn sína á ótal námskeið hjá Ford erlendis. Allt slíkt er gert til þess að auka hagkvæmni og bæta þjónustuna við viðskipta- vini fyrirtækisins. Við samantekt þessara sögu- legu punkta er stuðzt við upp- lýsingar Þóris Jónssonar, fram- kvæmdastjóra og ennfremur er stuðzt við óprentað handrit Guðlaugs Jónssonar um sögu bflsins á íslandi eftir 1915. • VIÐURKENNING FRÁ HENRY FORD II Þá ber þess aö geta aó Ford- umboðið Sveinn Egilsson h.f. bauð til sin nokkrum gestum í tilefni afmælisins á sumardag- inn fyrsta. i hófi þessu voru fjórir fulitrúar frá Ferd Motor Company, A1 Bass, Georg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.