Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976
Eins og gengur æsist leikurinn,
fvrst slást tveir, sfðan allt liðið
en auðvitað f gððu.
Steinum hlaðið á tjalddúkinn f stað hæla og þau draga ekki aldeilis af sé krakkarnir. Handan við
tjaldið er konan með drukkflát á lofti.
ævm-
hvers-
dagsleikans
Fjörlegir krakkar í Holsteinsborg — Sisimiut —. Mvndir: Arni Johnsen.
Þau léku sér stundum f myndastyttuleik, krakkarnir, og þarna
sézt árangurinn há einum.
„Astieitnu augun þín brúnu, ó hvað þau
töfra mig,“ söng hljómsveitin fullum
hálsi f danssal Hótels Holsteinsborgar
júnfkvöldið sem við iitum þar inn. Og
skarinn tók undir fullum hálsi. Þetta var
vinsælasta lagið á Grænlandi þá vikuna f
fyrra. Kynleg stofnun Hótel Holsteins-
borg, minnti á gullgrafarahótel.
Eigandinn danskur, eins og flestir í
peningasöfnun á Grænlandi, húsið mið-
svæðis í bænum og roknafjör flest kvöld vikunnar.
Það var æði mikil þröng á þingi þegar við rákumst inn undir
miðnættið, en nokkrir Grænlendingar buðu okkur strax að borði
sfnu þegar þeir vissu að við vorum tslendingar og þannig njóta
tslendingar á margan hátt sérstöðu á Grænlandi eins og f
Færeyjum.
Dansinn dunaði á fullu og þarna var ekki aldeilis um kvnþátta-
bil að ræða, fólk á aldrinum 17 ára og upp í 77, f himnaskapi,
kærleikur og sátt milli manna. Norska skáldið sem var með okkur
reyndi að hefja upp raust sfna og tjá ljóð sfn hvað eftir annað, en
það var ekkert verið að rugla saman málum þarna, dansinn átti að
duna og hann dunaði. Ljóð skáldsins drukknuðu undir hæla-
skellum og Hótel Holsteinsborg var ailt komið á ið „frá enni og
niður á kvið“, eins og segir f austfirzka Ijóðinu. Sá 77 ára gamli
rokkaði við eina 17 ára og það voru sviptingar í lagi.
Sfðan fjaraði út.
<Jm klukkan þrjú sátum við uppi með norska Ijóðskáldið á
tröppum heimavistar lýðháskólans. Hann fór með ljóðin sfn út f
nóttina sem Grænlendingarnir höfðu gengið til á vit ævintýra.
Glampandi sól, vestan gola, sólstöðuvindur, blær eins og á
fsfenzkum mafdegi. Hundarnir geltu á hlaði, tjóðraðir f sumar-
böndin sfn. Kona með bjórkassa á tröppunum, rabbaði við
útvarpið.
Börnin f bæjarhlutanum voru samankomin. Sumarið var í garði
og það skyldi tjaldað. Rótgróin hefð Grænlendinga spratt fram
eins og ilmurinn sprettur með vorinu. Sumarið var ævintýri sem
bauð upp á ferðalög og tjöld. Þá lögðust menn f ferðalög. Enn
flytja menn sig gjarnan um set á sumrum, jafnvel tjalda á
hlaðinu hjá sér og búa þar að hluta. Á einu húsi sá ég tjald á
svölunum. Fjölskyldan var f útilegu.
Krakkarnir voru að safna saman steinum, tjaldpokinn var
dustaður og ævintýrið var að fæðast. Ærsl og fjör, leikur og aftur
leikur. Sérstakt hvað grænlenzku börnin voru einstaklega leik-
glöð og þau voru um leið hreinustu leikarar.
Vindurinn þreif í tjalddúkinn þegar pokanum hafði verið
hvolft en það voru margar litlar hendur sem héldu dauðahaldi f
ævintýrið, hlógu og skríktu og tókust á við vindinn, dúkurinn
lagður niður og grjótburðurinn var endurtekinn, steinn við stein
á skörina og innan skamms var bústaðurinn kominn upp, en ekki
er mögulegt að nota tjaldhæla vegna skorts á mjúkum jarðvegi.
Þarna er allt klöpp með grastæjum vfða en langt frá þvf að vera
haldgott.
Svo var farið f bústaðinn og byrjað að syngja. Ævintýrið var
veruleikinn.
GRÆNLANDSDAGARl
eftir ARNA JOHNSEN