Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 AUGI.VSINCASÍMINN ER: 22480 }H#r0unbIfibiíi Ljósmynd Ól.K.M. Sáttaumleitanir Vængja í sjálfheldu Samkvæmt upplýsingum Viðars Hjálmtýssonar flugmanns hjá Vængjum er allt í sjálfheldu í sáttatilraunum deiluaðila. Sagði Viðar að flugmenn félagsins hefðu hreyft hugmyndum um grundvöll til bráðabirgðasam- komulags, en þeim hugmvndum hefði verið svarað eftir tvo daga af hálfu Vængja með afarkosta- boði. „Þetta voru afarkostir," sagði Viðar, ,,þar sem átti að svínbeygja okkur út úr stéttarfélaginu og lúskra áfram á okkur. Var okkur fridaga og önnur réttindi og skyldur. Það er því engin hreyfing í jákvæða átt í samningamálum.“ Ekki náðist samband við Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Vængja í gær til þess að fá fregnir af stöðunni. sagt að ef við ekki gengjum að tilboðinu 99% væri ekkert um að semja og þetta var svo fjarri lagi okkar hugmyndum og óaðgengi- legt að ekki var unnt fyrir okkur að ganga að því. M.a. voru mjög mörg mikilvæg atriði óljós. Það liggur fyrir að það er ekki veru- legur ágreiningur um kaupið, heldur um stéttarfélagið, orlof togvír a þriggj a togar a Flóðið í rénun „FLÓÐIÐ hefur heldur lækkað í nótt og Jökulsá er hætt að koma hingað eins og er,“ sagði Sigurður Björnsson, fréttaritari Mbl. á Skógum í Öxarfirði, er Mbl. ræddi við hann í gær og spurði um ástand þar. Enn þurftu menn þó að fara á báti í fjárhúsin. Lækkun vatnsborðsins var þó í gærmorgun það mikil að vatn rann út úr hlöðum. Vatnið var f fyrradag á annan metra I hlöðum. Sig- urður sagði að mikil eyði- legging hefði orðið þótt tekizt hefði að bjarga mestu af heyjum. Kvað Sigurður fólk hafa í mörgu að snúast og væri dauðþreytt að kvöldi. Eru menn nú að búa sig undir næsta hlaup, en vonir standa þó til að meira og meira þiðni og eftir því verði flóðin við- ráðanlegri. VARÐSKIPIN Ægir og Týr klipptu í fyrrinótt og í gærmorgun á togvíra þriggja brezkra togara, sem voru í 20 togara hóp við Hvalbak í gær, sem er úti fyrir suðausturströnd- inni. Ægir klippti á togvíra tveggja togara, og Týr á togvíra eins. Mikil þoka var á svæðinu, sem olli Bretum erfiðleikum og gátu frei- gátur þrjár, sem þarna gæta togaranna ekkert var- izt. Fyrsta klippingin var um klukkan 05 í gærmorgun. Þá kom 15 ára stúlka kærir nauðgun 15 ÁRA stúlka kærði í fyrrinótt nauðgun til rannsóknarlögregl- unnar I Reykjavík. Skýrði stúlkan svo frá, að maður einn, sem hún gat sagt deili á, hefði tekið sig með valdi í húsi einu í borginni sömu nótt. Málið var í rannsókn í gær. varðskipið Ægir að brezka togar- anum Marettu FD245, þar sem togarinn var að veiðum 22 sjómfl- Sjómaður bjargaði 4 ára dreng frá drukknun Akureyri 24. apríl FJÖGRA ára dreng var bjarg- að frá drukknun við Oddeyrar- tanga um 6 leytið í gærkvöldi. Nokkrir litlir drengir voru þar staddir þegar einn þeirra hrökk fram af bryggjunni og fór á bólakaf í sjóinn. Friðrik Sigurjónsson, Norðurgötu 40, var nýkominn af sjó og sá hvað gerðist Hann hafði engar vöflur á heldur stakk sér eftir drengnum í bússum og sjó- stakk og gat bjargað drengn- um upp á bryggjuna. Drengur náði sér fljótlega eftir volkið og Friðrik varð heldur ekki meint af, því aðhann varkom- inn á sjó í morgun. Sv.P. ur suður af Hvalbak. Þoka var og 2 herskip og dráttarbátur í 2ja mílna fjarlægð, en þau aðhöfðust ekkert. Togarinn var nýbúinn að kasta, er Ægir klippti. Á þessum slóðum voru 20 togarar og höfðu varðskipin þrjú, Týt;, Ægir og Óð- inn að mestu haldið þeim frá veið- um í einn sólarhring. Klukkan 12,29 í gærdag klippti svo varðskipið Týr á báða togvíra brezka togarans Ross Canaveral H 267 um 29 sjómílur ASA af Hval- bak. Freigátan Naiad F 39 og brezki togarinn St. Giles H 220 reyndu að koma i veg fyrir klipp- ingu Týs, en án árangurs. Klukkan 12.30 eða um sama leyti og Týr klippti á Ross Cana- veral náði varðskipið Ægir að klippa á bakborðsvír skuttogar- ans C.S. Forester H. 96 um 34 sjómílur i suður frá Hvaibak. Tvær freigátur, Galatea F 18 og Mermaid F 76, reyndu ákaft að koma í veg fyrir víraklippinguna, en ailar tilraunir þeirra mistók- ust. Mikil þoka var á þessu svæði eins og áður er getið. Vestmannaeyjar: 200 þús. rúmmetrar af mold í öskuræktun Mikil öskuhreinsun framundan og moldarframleiðsla úr sorpi MIÐAÐ er að því að flytja til um 200 þús. rúmmetra af ösku í Vest- mannaeyjum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi öskufok, en askan er stærsta vandamálið í dag f framhaldi af eldgosinu þar Blaðamönnum neitað um að að aðalfundi Aflbýðuba AÐALFUNDUR Alþýðubankans hófst á Hótel Sögu klukkan 13,30 1 gær. Þegar Morgunblaðið fór f prentun höfðu engar fregnir bor- izt af fundinum, en búist var við þvf að þar myndi draga til tfðinda eftir það sem á undan er gengið f málefnum bankans. Á fundinum f gær átti m.a. að kjósa f bankaráð Alþýðubankans. Morgunblaðið lagði á föstudag- inn fram ósk um það við formann bankaráðs Alþýðubankans, Her- mann Guðmundsson, að blaða- maður frá blaðinu fengi að fylgj- ast með aðalfundinum. Var þessi beiðni tekin fyrir á bankaráðs- fundi í gærmorgun, en henni hafnað þrátt fyrir að Hermann Guðmundsson bankaráðsformað- ur beitti sér fyrir því að leyfið yrði veitt og blaðamenn fengju að sitja fundinn. Þó að blaðamannin- um væri neitað um leyfi til að sitja fundinn var óskað eftir því að fá að senda ljósmyndara til að taka myndir af fundinum en þvi var einnig hafnað af bankaráð- inu. og er nú byrjað á verkinu við rætur Helgafells á vegum Við- lagasjóðs, en jafnframt er áætlað að það þurfi að flytja um 200 þús. rúmmetra af mold á þau svæði sem ekki verða hreinsuð. Þetta moldar magn er til 1 nágrenni bæjarins, en ef það verður tekið er þar með búið að hreinsa svo til alla mold á svæðinu. Kostnaður við þetta verk er áætlaður um 100 milljónir króna, en að sögn Páls Zóphaníassonar bæjarstjóra ( Evjum er það mjög mikið atriði að gert verði mikið átak f þessum efnum strax f sumar, en hins vegar kvað hann ekki enn full ákveðið hve langt vrði gengið. Kvörn til þess að mala sorp frá bænum og búa til gróðurmold úr öllu sorpinu, er komin til Eyja, en ekki er búið að velja henni stað. Reiknað er með að um 1000 rúm- metrar af gróðurmold fáist á ári úr sorpinu, en slík sorphreinsun- arstöð hefur ekki fvrr verið sett Framhald á bls, 47 Týr og Ægir klipptu á Geirfinnsrannsókn- in í fullum gangi SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er nú góður gangur á rann- sókn Geirfinnsmálsins og ýmis atriðí til rannsóknar. Þá hafa gæzluvarðhaldsfangarnir fjórir verið f stöðugum yfirheyrslum undanfarna daga. Gæzluvarð- haldsvist eins þeirra rennur út á mánudaginn og er talið fullvfst að hún verði framlengd. Þá hefur með hlýnandi veðri færzt kraftur í leitina á líki Gumundar Einarssonar í hraun- inu fyrir sunnan Hafnarfjörð. Leigði rannsóknarlögreglan vélskóflu til að róta upp jarðvegi á þeim stöðum, sem líklegastir eru taldir en það hefur ekki borið árangur ennþá. Heyrst hefur, að banamenn Guðmundar hafi í vitnisburði sínum gefið i skyn að fleiri lík væri að finna í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð, en rannsóknarlögreglan hefur ekkert viljað segja um þetta atriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.