Morgunblaðið - 25.04.1976, Side 47

Morgunblaðið - 25.04.1976, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRlL 1976 47 Sænsk — sovézk keppni FYRIR skömmu fór fram i Sví- þ.jóð keppni á milli sovézku skáksveitarinnar ..Burevest- nik“ og sænska klúbbs- ins ,,LASK“. Teflt var á sex borðum. tvöföld umferð. Þetta var ó.iafn leikur. Sovét- mennirnir unnu með 9.5 v. gegn 2.5. og unnu Svíarnir enea skák. Þeir náðu fimm iafntefl- um. og í öllum skákunum börð- ust þeir af hörku. 1 sovézka liðinu voru m.a. Sm.vslov. Taim- anov. Balashov og Gulko. sem allir hafa unnið til stórmeist- aratignar og auk þeirra aðþióð- eftir JÓN Þ. ÞÓR legu meistararnir Dvoretskv. Alburt og Bagirov. Enginn sænsku keppendanna mun þekktur utan Svíþjóðar. þótt ýmsir Islendingar muni ef til vill eftir K. Krantz frá stúdentamótum. Krantz tefldi eftirfarandi skemmtilega skák gagn Taimanov. Hvítt: K. Krantz Svart: M. Taimanov. Sikilevjarvörn 1. e4 — c5. 2. Rf3 — Rc6. 3. d4 — cxd4. 4. Rxd4 — e6. 5. Rc3 — a6. 6. Be2 — Rge7. 7. f4 — b5. 8. 0—0 — Bb7. 9. Kh 1 — Rxd4. 10. Dxd4 — Rc6. 11. Df2 — Be7. 12. Be3 — 0—0. 13. Hadl — De8. 14. Bh5! (Fram til þessa hefur skákin tefist eins og skák. sem Gufeld og Taimanov tefldu fyrir skömmu. Gufeld lék hér 14. Bb6. en leikur Krantz er sterk- ari). 14. — Ilc8 (14. — Ra5 var ekki nógu gott vegna 15. Bd4). 15. e5?! (15. f5 var eðlilegra áfram- hald). 15. — Ra5. 16. Bd4 (Nú gekk 16. f5 ekki vegna exf5). 16. — Rc4. 17. Re2 — b4!. 18. Rg3 — d6!. (Þessi leikur þarfnaðist nákvæmra útreikninga). 19.1)e2 (Eða 19. exd6 — Bxd6. 20. b3 — Ra3. 21. Bxg7 — Hxc2. 22. Hd2 — Bc5. 23. Bd4 — Hxd2. 24. Dsd2 — Bxd4. 25. Dxd4 — Dc6 og svartur stendur betur). 19. — dxe5, 20. fxe5 — Db5. 21. Df2 — Rxe5. 22. Bxe5 — Dxe5. 23. Bxf7+ — Kh8. 24. Db6 — Bd5!.25.c3 (Eða 25. Hdel — Dcb2. 26. Bxe6 — Bxg2. 27. Kxg2 — Hxc2. 28. Kh3 — Hxh2. 29. Kg4 — h5. 30. Rxh5 — Dg2. 31. Rg3 — Dh3 mát). 25. — bxc3. 26. bxc3 — Hb8. 27. Df2 — dxc3. 28. Re2 — De5. 29. Rd4 — Hb2! )Þennan hrók má hvítur ekki drepa vegna 30. — Bd6. Nú fær hvítur ekki við neitt ráðið). 30. Rf3 — Hxf2. 31. Rxe5 — Bxg2+. 32. Kgl — Hxfl + . 33. Hxfl — Bxfl. og hvítur gafst upp. Sendiherra Frakka, de Latour Dejean, ð sýningunni við nokkrar af ljósmyndum Nadars. Ljósm. Rax. Sýning á myndiun Nadars í Franska bókasafninu FRANSKI ljósmvndarinn Nad- ar mun vera fyrsti andlits- myndaljósmvndarinn f Evrópu, en hann var uppi 1820—1910 og festi á filmu, eða öllu heldur gler, að því er virðist alla frægustu andans menn álfunnar á þeim tfma. Meðal mvndanna 55, sem eru á Ijós- myndasýningu Nadars f franska bókasafninu við Lauf- ásveg 12 alla næstu viku, má þekkja mörg fræg andlit, svo sem rithöfundin Victor Hugo, málarana Manet og Monet, Lesseps, er lagði Suesskurð, Edouard VI Bretaprins, mvnd- höggvarann Rodin, tónskáldin Offenbach, Rossini, Lizst, rit- höfundana Maupassant og Jules Vernes, málarann Corot, leikkonuna Söru Bernhard og Ijóðskáldið Baudelaire, sem mun hafa verið fvrstur og dregið svo að alla fræga menn, þegar þeir sáu að hægt var að fá af sér mvnd án þess að sitja fvrir hjá málara mörgum sinnum. Sendiherra Frakka í Reykja- vík hefur fengið þessa ljós- myndasýningu til íslands, og verur hún opin kl. 17—19 frá mánudegi til föstudags. Nadar hét fullu nafni Felix Tournachon. Hann er fæddur i París 1820. Snemma skaut honum þar upp í blaða- heiminum og hann lagði lag sitt við listamenn og skáldin Baudelaire, Banville og Nerval. Framan af skrifaði hann skáld- sögur og hafði áhuga á teikningum, gaf sig einkum að skopmyndum. Þar skaraði hann fljótt fram úr og við skop- myndagerðina studdist hann við ,,daguerre-týpur“ eða ljós- myndaprufur. Þar með vaknaði áhuginn á ljósmyndum. Hann kom sér upp ljósmyndastofu í rue Saint-Lazare og síðar rue des Capucines og hjá honum var að finna þá listamenn, sem hæst bar. Vegna lýðveldisskoð- ana sinna naut hann ekki keis- arahylli og varð fremur ljós- myndari stjórnarandstöðunnar. í bernsku heillaðist hann af Montgolfier-loftbelgjunum og hafði æ síðan brennandi áhuga á loftsiglingum. 1858 tók hann fyrstur manna mynd úr lofti og eftir það fjölgaði loftferðum hans i belgnum „Risanum“. Áður hafði hann stofnað með Victori og Jules Vernes „félag til eflingar loftferðum með lofti þyngri farartækjum". Árið 1874 varð Nadar til að hýsa fyrstu sýningu impressionist- anna i Ijósmyndastofu sinni. Sonur Pauls Nadars tók við af föður sínum og hélt áfram að ljósmynda fræga menn sam- tíðarinnar, þó við minni vin- sældir og eru nokkrar mynda hans á sýningunni. Maðurinn í lífshættu MAÐUR sá, sem varð fyrir skoti úr riffli í strætisvagnaskýli við Grensásveg á föstudagskvöldið, liggur lífshættulega særður á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Engin vitni voru að atburði þess- um, en maðurinn var með riffil- inn í ól um öxlina og sneri hlaupið upp. Hljóp skotið í höfuð manns- ins. Var stuttu síðar komið að manninum liggjandi í blóði sínu. Maðurinn er 64 ára gamall. Enn er Islending- ur staðinn að óliiglegum veiðum ENN EINU sinni hefur varðskip staðið íslenzkt fiskveiðiskip að ólöglegum veiðum á hrygningar- svæðinu á Selvogsbanka, sem al- friðað er fyrir veiðum. Var það Vísir GK 101, sem lagt hafði 3 trossur illa merktar 2,8 sjómilur inni á svæðinu. Landhelgisgæzlan rak skipið út af svæðinu og skip- stjórnarmönnum hefur verið til- kynnt að málið verði kært til við- komandi yfirvalda. Gunnar Ólafsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, kvað ágang íslendinganna það mikinn í þétta svæði að segja mætti að eitt stóru varðskipanna væri mikið til upp- tekið við að fylgjast með svæðinu. Ráðstefna um iðnskóla HELGINA 24. og 25. apríl mun Iðnnemasamband Islands gangast fyrir ráðstefnu um stöðu Iðnskóla á íslandi. Ráðstefnan verður hald- in á Neskaupstað og munu fulltrúar 19 iðnnemafélaga, viðs- vegar að, af landinu, sækja hana. Einnig taka þátt í ráðstefnunni fulltrúar úr bæjar- og atvinnulíf- inu á Neskaupstað. Ljóst er að iðnskólar á Islandi eru mjög illa búnir til kennslu. Húsnæði sem mörgum þeirra er ætlað er allsendis ófullnægjandi og var það upphaflega ætlað til annarra nota. Ráðstefnan er haldin til að fá heildaryfirsýn yfir stöðu iðnskóla á íslandi hvað varðar húsnæði, tækjakost og kennslufyrirkomu- lag. Erindi flytja: Óskar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnfræðsluráðs, Stefán Ólafur Jónsson, deildar- stjóri í Menntamálaráðun., og Sveinn Sigurðsson, skólastjóri Iðnskólans í Rvík. Ráðstefnuna munu ávarpa: Logi Kristjánsson, bæjarstjóri Neskaupstað, Kristinn Jóhanns- son, skólastjóri Iðnskólans á Nes- kaupstað, og Smári Geirsson, fræðslufulltrúi Austurlands. Fulltrúi á hafréttar- ráðstefnunni GUNNAR G. Schram prófessor hefur verið skipaður fulltrúi í sendinefnd Islands á Hafréttar- ráðstefnunni í New York, sem nú stendur yfir. Mun hann sitja ráðstefnuna þar til henni lýkur i næsta mánuði. Ekki Hattersley, heldur embættismenn I Morgunblaðinu í gær var i fyrirsögn haft eftir Hattersley, að Bretar leituðu að grundvelli fyrir nýjum viðræðum við Islendinga um fiskveiðideiluna, en eins og kemur fram i fréttinni, voru þessi ummæli höfð eftir brezkum em- bættismönnum. — Vestmanna- eyjar Franthald af bls. 48 upp hérlendis. 1 Eyjum er fyrir- sjáanlegur skortur bæði á mold og húsdýraáburði og því mun sorp- kvörnin leysa nokkurn vanda. Páll kvað einnig unnið að fjöl- mörgum framkvæmdum, m.a. því að ljúka við vesturbæinn nýja, fjarhitunarkerfið og innan skamms verður sjúkrahúsið tengt á hraunhitaveituna. Unnið er af fullum krafti við íþróttahöllina, ráðhúsið og senn lýkur smíði sjúkrahússins eða um það leyti sem það verður tengt hraunhita- veitunni. Að sögn Páls er verið að ganga frá fjárhagsáætlun og nið- urröðun verkefna eftir öflun fjár- magns, en að undanförnu hefur verið unnið við þau verkefni sem byrjað var á, en ólokið var við. — Víetnam Framhald af bls. 1 Norður-Víetnam. Hið nýja þing mun kjósa alríkisstjórn og ákveða nafn, fána, þjóðsöng og höfuðborg sameinaðs Víet- nams og einnig setja nýja stjórnarskrá og samþykkja fyrstu fimm ára áætlunina. Kosningabarátta hefur farið hljótt og engir stjórnarand- stæðingar fá fulltrúa á þing- inu. — Kosningar Framhald af bls. 1 spurðir í þjóðaratkvæða- greiðslunni hvort þeir vilja þing í tveimur deildum þannig að frjálsar kosningar fari fram til neðri deildarinnar og hvort lækka skuli lögaldur erfingja krúnunnar úr 31 ári í 18 ár. Samkvæmt núverandi skipu- lagi eru átta af hverjum tíu þingmönnum skipaðir og þing- kosningar hafa ekki farið fram á Spáni síðan fyrir borgara- striðið. Litlar deilur munu vera um síðari spurninguna sem lögð verður fyrir kjós- endur en stjórnin gæti notað úrslitin sem traustsyfirlýs- ingu. Konungurinn mun hafa far- ið að ráðum tveggja ráðherra sem eru leiðtogar lýðræðis- sinna I stjórninni: Manuel Fraga Iribarne innanrikisráð- herra og Jose Maria de Areilza utanríkisráðherra. Þeir munu hafa sagt að frekari tafir gætu rýrt tiltrú fólks á stjórninni og ýtt undir óeirðir. Hægrisinnar, sem fylgdu Franco að málum, munu vera mótfallnir því að neðri deildin verði þjóðkjörin og að stjórn- málaflokkar verði leyfðir. Taiið er að leiðtogi baráttunn- ar gegn þjóðaratkvæðinu verði Jose Antonio Giron, verka- málaráðherra Francos um 17 ára skeið, er hefur sagt sig úr stjórnskipaðri nefnd sem hefur kannað umbætur. Talið er að konungurinn vilji að skriður verði kominn á fyrirhugaðar umbætur áður en hann fer til Bandarikjanna 2. júní. — Kammersveit Framhald af bls. 2 hátíð í Reykjavík 1972. Við flutning nú er hornið í höndum Stefáns Þ. Stephensen. Að siðustu er á efnisskánni verk eftir Atla Heimi Sveins- son. Á vetrardagskrá Kammer- sveitarinnar var Iofað verki eftir tónlistarverðlaunahafa Norðurlandaráðs 1976 og efnir sveitin nú þetta loforð með flutningi verks eftir Atla Heimi. Atli valdi til flutnings nýlegt verk „Hreinn, SUM 74“ og er hér um frumflutning að ræða. Verkið er hugleíðing um myndlistarsýningu sem Hreinn Friðfinnsson hélt á vegum SUM vorið 1974 Tónverk þetta er flutt af fimm fiðlum, pianói, gitar og slagverki. Aðgöngumiðar að tón- leikunum fást við innganginn. Börn og nemendur fá afslátt. — Húsgagnavikan Framhald af bls. 3 lega mikil fjölbreytni og sýnendurnir ólíkir hver öðrum en oft áður. Það er stundum haft á orði að það séu sömu hlutirnir í öllum húsgagna- verzlununum en ég tel að það verði ekki sagt eftir þessa sýningu BARNAHÚSGÖGN. Á sýningunni eru nokkur fyrirtæki sem eru sérhæfð í ákveðnum gerð- um húsgagna s.s. stálhúsgögnum, barnahúsgögnum og ýmislegu öðru Guðmundur Eggertsson sýnir barnahúsgöng sem hann hefur sér- hæft sig í að smiða á undanförnum árum, en á sýningunnni er hann bæði með húsgögn og leikmuni fyrir börn. — Ég hef sérhæft mig í þessu undanfarin 3 ár og er nú að reyna að færa út kviarnar Ég hef ekki viljað fara út i margar tegundir í einu en er nú að reyna að þróa þetta áfram Það þarf að finna þarfir krakkanna og sjá hvað er hægt að gera fyrir hvert aldursskeið — Ég tók þátt í þessari sýningu fyrir 4 árum en hins vegar var ég ekki með i siðustu sýningu Þegar ég tók þátt i Húsgagnavikunni fyrir fjórum árum var ég hins vegar ekki komin út í barnahúsgögnin — Ég veit ekki til þess að það sé nokkur annar hérlendur aðili sem sérhæfir sig í barnahúsgögnum Ég hef t d undanfarið verið að smiða húsgögn fyrir ýmis barnaheimili og leikskóla og hef smíðað allar slíkar innréttingar i ný heimili á þessu ári — Þessi smíði er kannski ekki svo mjög fráburgðin annarri húsgagna- smiði að öðru leyti en þvi að við þetta þarf mjög vandaða vinnu og sterka muni Þvi er ekki hægt að gera mjög ódýra muni fyrir börnin vegna hinnar miklu vinnu sem verður að leggja fram við smíðina Barnasóll þarf td að vera 10 sinnum sterkari en venjulegur borð- stofustóll að mati Rannsóknastofn- unar iðnaðarins þar sem niðzt er svo mikið á þessu Þessi húsgögn þurfa að þola að vera velt á alla kanta. — Þá er ég einnig með á sýning- unni ýmis leiktæki s.s bila, klifur- grindur, kassabila o fl FRAMLEIÐSLA FYRIR AMERÍKUMARKAÐ Stálhúsgagnagerð Steinars Jóhannssonar sýnir á Húsgagna- vikunni bæði sófasett fyrir islenzkan markað og eins skrifborð með ýms- um tilheyrandi húsgögnum sem ætlað er fyrir Ameríkumarkað Mbl ræddi við Guðna Jónsson starfs- mann fyrirtækisins. . Þessi húsgögn eru hönnuð af Dagbjarti Stígssyni og eru hönnuð fyrir Ameríkumarkað, fyrst og fremst fyrir fjársterka aðila Munu þessi húsgögn fara á sýningu vestra mjög fljótlega Voru gerð tvö sett af þess- ari framleiðslu sem fara út Það sem einkum er frábrugðið við þetta er að skrifborðið er bólstrað og skúffurnar eru fóðraðar að innan. Platan er úr íbenholt Verð skrifborðsins er um 250 þúsund krónur — Á þessum sýningum sem við erum þátttakendur í í Ameríku má segja að framtiðin ráðist hvað þetta varðar Þá má benda á að fyrirtækið hefur nýlega fengið ný krómhúðun- artæki og slíkur háglans sem er t.d á skrifborðinu þekkist ekki hjá ís- lenzkum fyrirtækjum. Annars er aðalframleiðsla fyrir- tækisins skólahúsgögn. — Við erum bjartsýnir á sölu á sýningunni á þeim vörum sem við erum hér með og ætlaðar eru fyrir íslenzkan markað Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er í mörg horn að lita á sýningunni og húsgögn og innrétt- ingar þessara íslenzku aðila eru af ýmsum gerðum Sýningin mun standa til 2 mai eins og áður sagði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.