Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976
HMHMMBrí
VESTMAIMNAEYINGAR
UM ALLT LAND
*- -«* yi
■ - ^ Félag
Vestmannaeyinga
á Suðurnesjum
heldur sína árlegu árshátið og lokadagsfagnað í Stapa
fóstudaginn 14. maí n.k. Hátíðin hefst kl. 9.00, en
húsið verður opnað kl. 8.00
Allir Vestmannaeyingar og makar verið öll hjartanlega
velkomin í Stapa, meðan húsrúm leyfir. Kátir félagar
leika fyrir dansi.
Aðgöngumiðar verða seldir í Stapa, laugardaginn 8.
maí kl. 5 — 7. og við innganginn verði þá óseldir
miðar.
Eldhús Stapa mun afgreiða smárétti fyrir þá sem þess
óska en vinveitingar verða ekki á vegum hússins.
Endurnýjum hin gömlu Eyjakynni. Verið velkomin 14.
mai. Skemmtinefndin.
Björn Guðmundsson:
Siglingamálastofnunin hlýtur
að vita um vélaskipti
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐEVU
AIGLYSINGA-
SIMINN KR:
22480
FLJÖTGERÐ athugasemd Sigl-
ingamálastjóra í Morgunblaðinu
21. þ.m. vegna rangtúlkunar
blaðamanns, er viðtal átti við
hann og birtist þann 14. aprfl s.l.,
vegna nýorðins sjóslyss, er virð-
ingarverð. Margir er grein þessa
lásu undruðust flest er þar var
sagt og hefði greinin getað orðið
mikið deiluefni, ef leiðrétting
hefði ekki birzt strax. Þó verður
ekki hjá því komist að gera
athugasemd við leiðréttingar-
grein siglingamálastjóra. Þar
segir; „Til allrar hamingju til-
kynna margar skipasmíðastöðvar
islenskar um vélaskipti“ o.s.frv.
Ennfremur segir orðrétt; „Hitt er
svo annað mál, að undantekn-
ingarnar eru allt of margar, þvi
þær ættu helst aldrei að koma
fyrir“. Hér er ennþá látið i það
skina, að framhjá Siglingamála-
stofnuninni sé þó nokkrum
sinnum gengið í þessu sambandi
og með því jafnvel framið iaga-
brot (Sbr. grein 14. apríl).
Seljendur véla, vélsmiðjur og
skipasmiðastöðvar munu sjálfsagt
una illa ofangreindum ummæl-
um, þegar hafðar eru í huga þær
reglur, sem fylgja verður, þegar
um róttækar breytingar er að
ræða t.d. vélaumskipti, en þær
ÍBÚÐAVINNINGAR Á 2Vi MILLJÓN OG 5 MILLJÓNIR
100 BÍLAVINNINGAR. 9 Á 1V2 MILLJ.
24 Á 1 MILLJ. 64 Á '/2 MILLJ. 3 VALDIR BÍLAR.
5688 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR: Á 10 ÞÚSUND
Á 25 ÞÚSUND Á 50 ÞÚSUND SALA Á NÝJUM
MIÐUM ER HAFIN, EINNIG ENDURNÝJUN ÁRS
MIÐA OG FLOKKSMIÐA MÁNAÐARVERÐ MIÐA
KR. 400.00
AÐALVINNINGUR
EINBÝLISHÚS AÐ HRAUNBERGSVEGI 9,
AÐ VERÐMÆTI NÚ 22 MILLJ.
MAÍ-BÍLL AUDI 100 LS
ÁGÚST-BÍLL OPEL ASCONA
OKTÓBER BÍLL BLAZER
200 UTANLANDSFERÐIR: Á 100 ÞÚSUND
Á150 ÞÚSUND Á 250 ÞÚSUND
m
mogwei
eru í grófum dráttum eftirfarandi:
1. Þegar skipta skal um aðalvél
í fiskibáti þarf skoðunarmaður
frá Siglingamálastofnuninni að
framkvæma athugun á gömlu vél-
inni og staðfesta með vottorði
nauðsyn vélaskipta. Án þessa
vottorðs meðal annarra verður
ekki um lán úr opinberum sjóðum
að ræða, Fiskvéiðasjóði og
Byggðasjóði, og án þeirrar
aðstoðar kaupir enginn vél í fiski-
skip á Islandi i dag.
2. Þegar að ísetningu er komið,
er haft samband við starfsmenn
stofnunarinnar, sem kynna sér
undirsmiði undir tilvonandi vél
o.fl. Oftar en einu sinni er haft
samband við eftirlitsmenn stofn-
unarinnar meðan ísetning fer
fram til ákvörðunar á ýmsum
atriðum, sem reglugerðir varðar.
3. Þegar ísetningu og frágangi
vélar er lokið er haft samband við
fulltrúa Siglingamálastofnunar,
sem kannar allan frágang í
vélarrúmi, austurdælur, lensi-
lagnir, frágang á sjóleiðslum að
og frá vél, athugað að tilskildir
varahlutir séu til staðar o.fl. Ef
þessi skoðun fulltrúa Siglinga-
málastofnunarinnar fer ekki
fram eða hún stenst ekki kröfur,
fær viðkomandi skip ekki haf-
færisskirteini.
4. Ef aðalvél fiskiskips er undir
400 hestöflum þarf að greiða til-
skylda tolla og söluskatt, sem
siðar eru endurgreiddir eftir að
ísetningu er lokið. Til þess að
endurgreiðsla fáist þarf fjármála-
ráðuneytinu að berast umsögn
Siglingamálastofnunarinnar þar
um. - -
Siglingamálastofnun rikisins
gefur árlega út skrá yfir islensk
skip. 1 þessari skipaskrá er að
finna upplýsingar m.a. um stærð
skipa, lengd, breidd, dýpt,
rafmagn-straumgerð og spennu
einnig er þar að finna upplýs-
ingar um aðalvél skipa, þ.e.
tegund vélar, hestorkutölu og ár-
gerð. Þessi skrá breytist ætíð
þegar um umfalsverðar breyt-
ingar á skipum er að ræða t.d.
lengingu á skipsskrokki og alltaf
þegar um nýja vél er að ræða.
Skipaskráin er að sjálfsögðu út-
búin og samin af Siglingamála-
stofnun rikisins. Að framansögðu
má öllum Ijóst vera, að Siglinga-
málastofnunin er sú stofnun, sem
fyrst allra fjallar um vélaskipti,
og ætti samkvæmt ofangreindu að
hafa öll nauðsynleg.gögn í hönd-
um er vélaskipti varða m.a.
þyngdarmismun véla, þ.e. þeirrar
nýju og þeirrar, sem úr er tekin.
Sé hér að dómi stofnunarinnar
um hættulegan mismun að ræða,
sem breytt gæti upphaflegum
stöðugleika skipsins, þætti ekki
óeðlilegt að stofnunin léti fara
fram að nýju stöðugleikaprófun,
án þess að til þyrfti beiðni frá
nokkrum aðila. Hér er um svo
veigamikið öryggisatriði að ræða
að furðulegt má heita, ef ekki
er til reglugerð, sem krefst
slíkrar prófunar undanbragða-
laust.
Á þeim upplýsingum, sem
stofnunin veitir viðvikjandi véla-
skiptum og eftirliti því, sem
starfsmenn stofnunarinnar fram-
kvæma er byggt, og staðfestir það
1' reynd breytingar þær, er gerðar
eru á vélbúnaði skipanna. Er því
óskiljanlegt hvernig framhjá
stofnuninni er komist, það þarf
nánari athugunar við.
Gott eftirlit með öllum meiri-
háttar breytingum er öllum í hag.
Látum ekkert ógert, sem mann-
legur máttur getur gert til þess að
auka öryggi þeirra, er sjóinn
stunda. Nóg er af hinu, sem
enginn ræður við.
Björn Guðmundsson.
Frá Sovét-
meistara
móti unglinga
UNGLINGAMEISTARAMOTI
Sovétríkjanna 1976 lauk í
Leningrad fyrir skömmu. Þátt-
takendur voru alls 16 og leikur
varla vafi á að hér var um að
ræða sterkasta unglingamót
ársins. Urslitin urðu sem hér
segir: 1. E. Svesnijkov 11 v„ 2.
S. Palatinik 10. 5v. 3. Gofshtein
10 v.. 4. Kochiev 9 v.. 5. — 6. A.
Chekov og A. Michalishin 8.5 v.
7. — 8. Panchenko og Lerner 8
v. o.sv.frv. Auk ofantaldra má
nefna. að Evrópumeistari
unglinga 1974. S. Makaric-
gev. sem varð í einu áf efstu
sætunum á IBM mótinu í
Skák
eftir Jón Þ. Þór
sumar lenti í 9. — 11. sæti með
7 v. og í 13. sæti varð A.
Petrosjan, sonur Tigrans með
6.5 v. Einnig hlýtur að vek.ia
athygli, að heimsmeistari ungl-
inga skyldi ekki ná betri ár-
angri en raun ber vitni. En lít-
um nú að viðureign heims-
meistarans við Sovétmeistar-
ann nýja.
Hvítt: V. Chekov
Svart: E. Svesnikov
Siklevjarvörn
I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6. 5. Rc3
— e5.
(Þetta afbrigði hefur átt sívax-
andi vinsældum að fagna á
meðal ungra Sovétmeistara að
undanförnu).
6. Rdb5 — d6. 7. Bg5 —
(annar möguleiki er hér t.d. 7.
a4).
7. — a6, 8. Bxf6 — gxf6. 9. Ra3
— b5.
(Hér er ekkijiíðra að leika 9.
— f5).
10. Rd5 —f5. ll.Dd3!?
(Heppin tilraun til þess að
valda e4 reitirtn).
II. — Bg7!. 12. exf5 — 0—0.
13. De4
(Hvftur vill koma í veg fyrir
framrásina e5 — e4. en þarna
stendur drottningin þó ekki
vel).
13. — Rd4.14. f6
(14. g4 hefði svartur svarað
með Bb7).
14. Bxf6.
(Eða 14. — Bf5. 15. Re7 —
Dxe7. 16. fxe7 — Bxe4. 17.
exf8d — Hxf8).
15. Rxf6+ — Dxf6. 16. Dxa8 —
b4. 17. Bd3
(Hvítur hyggst svara 17. —
bxa3 með 18. 0—0).
17, —Bf5!
(Nú gengur ekki 18. Dxa6
vegna e4).
18. Dd5 — Bxd3, 19. cxd3 —
bxa3, 20. 0—0 — axb2. 21.
Hael?
(Hvíta staðan er töpuð. en 21.
Habl hefði þó sennilega veitt
meira viðnám).
21. — Hb8. 22. Khl — Rc2. 23.
Hbl — Ra3, 24. h3 — Rxbl. 25.
Ilxbl — h(>!
(Ekki 25. — Dxf2 vegna 26.
Dxd6 — Hc8. 27. Dxe5 — Hcl.
28. Kh2 — Hxbl. 29. Dg5+ —
Kf8.30. Dd8+ og þráskákar).
26. f3 — IJf4. 27. Dc6 — Dd2.
28. Dc4 — Hb4, 29. Dc8 — Kg7
og hvftur gafst upp.