Morgunblaðið - 25.04.1976, Page 20

Morgunblaðið - 25.04.1976, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRIL 1976 D KVENFOLKI Kemal Atatiirk, sem stofnaði tyrk- neska lýðveldið og varð fyrsti forseti þess, veitti tyrkneskum konum marg- vísleg ríttindi með lögum Nú er hálf öld frá því, að þessi lög voru sett Og nú orðið eru konur í tyrkneskum borg- um lítt frábrugðar kynsystrum sínum á vesturlöndum í háttum En lög Ata- túrks hafa litlu áorkað víða í sveitun- um Þar er gamla lagið enn á flestum hlutum Sveitamenmrnir halda fast við forna siði og fordóma Það er engu likara en sveitakonur og borgarkonur í Tyrklandi séu hvorar af sinm þjóðinni Jafn vel klæðaburð- urmn er gjorólíkur Konur í borg- um klæðast eftir tízkunm í Paris, Róm Hún sagði mér margt skrítið Meðal annars það, að enginn stéttarmunur væri i Tyrklandi Henni varð þó á í messunni. er hún sagði, að það væri fáránlegt, að ,.konur af sinu tagi" legðu lag sitt v.ð sveitakonur, þar sem þær ættu bókstaflega ekkert sameiginlegt Hún gerði gys að því, að velstætt fólk í Tyrklandi legði margt kapp á það að vingast við fátæklinga og þættist vilja hjálpa þeim Sagði hún að karlmenn- irnir arðrændu fátæklingana, en kon- urnar gæfu þeim svo smáskildinga Hún sagði enn fremur, að flestallir, sem sætu í fangelsum væru bláfátækir Hinir slyppu ævinlega En þótt hún hefði samúð með fátæklingum taldi Tyrkneskar konur lifa i tvennskonar veröld eða London En sveitakonurnar ganga enn í sams konar búningi og tíðkazt hefur frá því sögur hófust, eða nærri þvi Munu menn kannast við þann klæðnað af myndum úr Þúsund og einni nótt og öðrum austurlenzkum ævmtýrum það eru langerma blússur, buxurnar teknar saman um okklana og slæðu vafið um andlit Sömu sögu er að segja af öðrum efnum Stúlkur í sveitum hætta flestar i skóla um átta eða tíu ára aldur Þær giftast 1 5— 1 7 ára gamlar Borgarkonur eiga hins veg- ar kost á alls kyns menntun Fjölmarg- ar þeirra eru háskólagengnar og mikið er um konur í opinberum s-töðum Eins er um trúmálm sveitamenn eru fastheldnir á forna siði, sem borgarbú- ar hafa aftur á móti lagt niður að mestu Ég átti leið um Tyrkland fyrir skömmu og ræddi þá við fjölmargar konur Em þeirra hafði hlotið menntun sína í útlöndum Kvaðst hún ekki hafa gert sér grein fyrir þvi fyrr en hún kom þangað, að hún var næsta fáfróð um sögu og menningararf þjóðar sinnar Hún var vitanlega uppalin í borg. Hún hafði einnig orð á því, að fæstar tyrk- neskar konur færðu sér í nyt þau réttindi, sem þeim hefðu verið veitt fyrir löngu Tók hún svo til orða, að þær hefðu feng- ið þau réttindi fyr- irhafnarlaust Þess vegna kynnu þær ekki að meta þau Er líklega nokkuð til i þessu Aðra konu hitti ég. sem er vinsæll skáldsagnahöfund- ur og jafnframt mikill sósíalisti Hefur hún sætt fangavist fyrir skoðamr hún það út í hött að skipta sér af þeim Kvaðst hún hafa fundið það i fangels- inu, að sveitakonurnar væru svo ólikar sér, að hún hefði um ekkert að ræða við þær Á kaffihúsi hitti ég unga stúlku, háskólamenntaða, sem vann í ferða- skrifstofu Hún virtist í engu frábrugðin jafnöldrum sinum á vesturlöndum og sama mátti segja um alla félaga henn- ar En þótt allt væri með frjálslegum brag á yfirborðinu komu furðu gamal- dags skoðamr upp ór kafinu, þegar á var leitað Stúlkan hafði til dæmis mjög hefðbundnar skoðanir á ástalífi og hjónabandi Kvaðst hún mótfallin því, að unglingum væri gefinn laus taumurinn í þeim efnum Mundi það leiða til þess. að virðing manna fyrir hjónabandinu færi minnkandi og hjónaskilnuðum fjölgaði Hún hefði mjög ákveðnar skoðanir á hjónabandi Þegar ég spurði hana, hvort þessi viðhorf væru almenn i hópi stallsystra hennar, sagði hún sem svo ,,30% stelpnanna i háskólanum fara beint í skólann og beint heim á eftir. 50% slóra mikið í kaffihúsum á háskólalóð- inni 20% þeirra mæla s^r mót við stráka eftir tíma og gera það sem þeim sýnist" Þegar við skildum tók hún þetta skýrt fram ..Auðvitað eru karlmenn æðri konum! Ég kæri mig ekkert um meira frelsi en ég hef nú Ég mundi bara lenda i vandræðum Þetta voru glefsur úr skoðunum nokkurra tyrkneskra nútímakvenna Það er nú liðin hálf öld frá því, að Atatúrk setti lögin, sem mmnzt var á í upphafi Annað hvort hefur hann hugsað mjög langt fram í tímann, eða hann hefur verið mikill bjartsýnismaður Hefðir geta verið ótrúlega lífseigar, ekki sízt ef þær eru bundnar trú —og það jafnvel þótt trúin sé úr sögunni — RITA PAYNE. FUGLALÍFI 1000 högg á mínútu — og svimar ekki einu sinni! Það hefur lengi verið vísinda- mönnum mikil og hugstæð ráð- gáta, hvers vegna spætur fá aldrei höfuðverk, þótt þær hamri alla ævi með nefinu á trjáboli. Nú hafa nokkrir bandarískir vísinda- menn tekið sér fri frá öðrum störfum og lagt sig alla fram um það að leysa þetta mál. Hefur það valdið þeim öllum miklum höfuðverk, og virðist svo, að þeir muni ekki losna við hann í bráð. Spætur eru sérstakiega frægar fyrir það, að þær berja tré í sí- fellu. Segir svo í skýrslu vísinda- mannanna: „Spætur hamra með goggum sínum á tré til þess að hafa uppi á hol- um og glufum, þar sem gætu leynst skorkvik- indi, sem þær leggja sér til munns. Þær bora sér einnig holur fyrir hreiður og enn fremur hamra þær af miklum ákafa er þær eru í ástarhugleiðingum. Jafnvel er talið, að þær hamri til þess að hafa út úr sér æsing og spennu.“ Og enn segir svo: „Þær hamra einnig skilaboð sín á milli, oftast frá ákveðnum boðstöðvum. Slík skilaboð hamra þær 5—600 sinn- um á dag. Þær hamra svo hratt, að taka verður kvikmyndir af því á sérstökum hraða. Eru högg- in fleiri en 1000 á rnínútu." Þess- ar skeytasend- ingar svara til söngs og skrækja ann- arra fugla. Eng- inn annar fugl en spætan getur barið goggnum svona við án þess að meiða sig. Vísindamenn- irnir benda lika á það, að „maður gæti tæpast barið höfðinu svona látlaust við hart, án þess að bíða meiðsli af“. Þetta mun einhverj- um þykja litlar fréttir. Visinda- mennirnir reifa þetta atriði þó ennfrekar og bæta þvi við, að það sé i sjálfu sér „mikið undrunar- efni, að dauðar spætur skuli ekl.i liggja eins og hráviði um allar jarðir“ af þessari hroðalegu bar- smíð.“ Það er bersýnilegt, að einhvern veginn er svo búið um heilann í spætum, að hann skaddast ekki af sifelldum höggum. Er þetta niður- staða visindamannanna og góð svo langt, sem hún nær. En því er ósvarað, hvernig á þessu stend- ur. Vísinda- mennirnir skáru upp hausinn á nokkrum spæt- um og skoðuðu innan i þær. Vandinn um höfuðverkinn hefði verið úr sögunni ef kom- ið hefði í Ijós, að spætur hefðu engan heila, en þvi var ekki að heilsa. Hins vegar sást, að mjög lítið bil var milli heila og höfuðkúpu. Vökvinn i kringum heilann var því lítill. Gátu visindamennirnir sér þess til, að þess vegna yrðu litlar bylgjuhreyfingar á vökvanum þrátt fyrir sífelld högg. En enn fremur kom í ljós, að beinið í heilabúi spætanna er „tiltölulega þétt, en svampkennt". Margt fróðlegt kom á daginn. En því miður leystist gátan ekki. Visindamennirnir sögðu reyndar, að umbúnaðurinn um heila spæt- unnar „félli alveg að mörgu, sem vitað væri um hegðun vökva og yfirborð“ og enn fremur að því, sem vitað væri um atvinnuboxara, að þeir þyldu ótrúlega þung högg, sem þeir væru viðbúnir, en siður þau, sem þeir væru óviðbúnir. Spæturnar eru náttúrulega við- búnar þeim höggum, sem þær slá en það skýrir málið nú ekki al- veg... Spætuvísindamennirnir bentu réttilega á það, að gott væri, ef tækist að færa mönnum heila- varnartæki spætunnar í nyt. Lögðu þeir til, að tekið yrði mið af höfuðbyggingu spæta og umbúnaði heilans í þeim, þegar smíðaðir væru hlifð- arhjálmar fyrir menn. Það yrði svo augljóst gagn af þessu, að allir skynsamir menn 'nljota að óska þess, að spætugátan leysist á allra næstu árum. Hver mundi ekki fagna því að geta bar- ið hausnum sífellt við steininn án þess að meiða sig nokkuð.. ? —GAMINI SENEVIRATNE. JARÐSK0RPANI Boða þær hræringar mikinn dynk Undanfarin ár hefur orðið í BandaríkjunUm náttúruundur, sem vekur bæði furðu og ugg manna. Jarðskorpan hefur lyfzt upp um allt að 25 sm á meira en 150 km kafla eftir San Andreas- gjánni. Verður þetta tæpum 50 km norðaustur frá Los Angeles og nær um meira en sjö þúsund fer- kilómetra svæði. Þykir þetta jarð- ris sérlega ískyggilegt vegna þess, að lengi hefur verið búizt við miklum jarðskjálfta á þessum slóðum og telja sumir, að hann sé nú á næsta leyti. Jarðfræðingar kveðast ekki geta sagt um það, hvort jarðrisið boði skjálfta, eða hvort það sé tiltölulega meinlaust náttúrugrin. En nokkuð er það, að fyrir sein- asta mikils háttar jarðskjálfta á þessum slóðum, varð dálítið jarð- ris við San Andreasgjána. Það ris var að vísu miklu minna en hitt, sem hér um ræðir. Jarðskjálftinn varð hins vegar öflugur. Þar fór- ust 64 menn. Þá má minna á skjálfta, sem varð í Niigata í Jap- an fyrir 12 árum. í honúm fórust 24. Skömmu áður hafði jarðskorp- an þar risið nokkuð. Það hefur lengi verið á vitorði manna, að mikill jarðskjálfti yrði 1 Suðurkaliforníu einhvern tíma áður en langt liði. En hann er ókominn enn og því hafa Kali- forníubúar ekki leitt hugann mik- ið að þessari hættu. Nú hafa þeir hins vegar fengið nokkuð um að hugsa. Auðvitað hófust miklar vísinda- rannsóknir þegar jarðrissins varð vart. Almannavarnir brugðu líka skjótt við, og hröðuðu undirbún- ingi sínum. Almenningur lætur sér hins vegar fátt um finnast enn. Það er svo sem ekki að undra, þvf fólk þarna hefur haft ægilegar jafðskjálftaspár fyrir eyrunum í marga áratugi. Vísindamönnum veitist erfitt að skýra jarðrisið. Taka þeir þannig til orða, að það „hagi sér einkennilega". Þeir hafa einnig áhyggjur af þessari einkennilegu hegðun. Það hefði verið sök sér, ef jarðskorpan hefði risið dálítið á heillar aldar bili. En þetta ris við San Andreasgjána varð allt á þremur eða fjórum árum. Það er mjög óvenjulegt. Og það er líka mjög ískyggilegt. — Robert Lindsey. Þorskurinn kennir konu sinnar ekki nema einu sinni á ári. Hún verður llka svo feg- in, þegar loksins kemur að þessu, að hún hrygnir þremur milljónum hrogna i þakklæt- isskyni. Hún elur afkvæmi sín l djúpum Norðuratlants- hafs. j sjóskorpunni uppi yfir liggja brezkir togarar og is- lenzk varðskip i sjóhernaði Þorskastriðið kann að verða merkt i sögunni. Það er lik- lega fyrsta millirikjastriðið um náttúruvernd. Þorskurinn er djúpsjávar- fiskur. Hann hefst við i Atl- antshafinu, allt frá Biscaya- flóa að ströndum Bandarikj- anna og norður i ishöf. ís- landsþorskurinn hrygnir á vorin. Hrognin eru eilitið eðl- isléttari en vatn. Þau berast þvi upp i sjó. Þau rekur svo i hálft ár fyrir straumum norð- ur og austur fyrir land, þar sem sjór er kaldari. Þetta er löng ferð og ekki nema einn hundraðshluti hrognanna lifir hana af. Þau, sem upp kom- ast, hafast við á uppeldis- VANGASVIPURI stöðvum til sjö ára aldurs. Meðan þorskurinn er að alast upp lifir hann á ormum, kröbbum og rækjum af botn- inum. Þegar hann kemst á legg hnappar hann sig í torf- ur. Þá fer hann líka að þora til við stærri bráð, svo sem síld og sandál. Sjálfur verður þorskurinn að bráð stórfisk- um ýmsum, lúðu, grænlands- hákarli og jafnvel skepnum úr eigin hópi. Þó eru menn honum langskæðastir. Þegar þorskurinn er orðinn sjö eða átta ára tekst hann aftur ferð á hendur og heldur nú til hrygningarstöðvanna. Þá er komið að honum að Eftir á að hyggja: Hvaðveistu um þorskinn? leggja sitt af mörkum til við- halds stofninum. Hann er þá lika orðinn fær I flestan sjó. Fullorðinn þorskur er stærð- arskepna, varla minna en 90 sm á lengd. Hann er gulbrúnn að lit með Ijósan kvið og gulleitar rákir beggja vegna aftur eftir bolnum. Þorskur getur hrygnt ein- um 10 sinnum um ævina. Ein hrygna getur hrygnt jafnvel þremur milljónum hrogna á ári, eins og áður var sagt. Þegar tími er til kominn fara karlfiskarnir að leita sér að maka. Taka þeir að láta ófrið- lega og ryðjast um fast i torf- unni, og bægja keppinautun- um frá álitlegum kvenþorsk- um, sem þeir sjá. Þetta verð- ur til þess. að það eru aðeins öflugustu „karl- arnir", sem ná sér i „kven- mann". Þegar hrygna nálg- ast karlfisk fer hann að láta alls kyns skrípilát- um, eins og vant or um karldýr við slikar aðstæður. „Dansar" hann og blakar uggum ótt og titt fyrir framan þá útvöldu. Og ef vel tekst til lýkur ævintýrinu sem sé með þremur milljónum hrogna. Þetta var nú yfirborðsleg lýs- ing á ástalifi þorska og skal ekki farið nánar út i þá sálma hér. En ástir þorsksins hafa ver- ið íslendingum hugstæðar í 1100 ár. Þeir hafa lifað á honum að meira eða minna leyti i allan þennan tima og er þeim mjög umhugað, að tildragelsi þorska verði fjör- ugt hér eftir sem hingað til Það verður það erlaust með- an einhver þorskur er I sjón- um. En um það stendur nú striðið. Það var farið að ganga um of á þorskstofn- inn þegar á árunum 1930—1940. Svo kom heimsstyrjöldin seinni. Þá hættu útlendingar að veiða þorsk við Ísland og þorskur- inn fékk frið i nokkur ár. En óvinurinn kom aftur eftir strið. Og upp frá þvi hefur þorskurinn verið i sífelldri lifshættu. — BRIAN JACKMAN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.