Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 39 Kveðja: Jón Gunnar Engil- bertsson Fæddur 23/3 1934. Dáinn 14/4 1976 Kveðja frá eiginkonu og börn- um „I hjörtun særðu send oss frið. er sorgar geisa tíðir. f freisting þungri legg oss lið. og lát hvern þann, er strfðir, fyrir kraft þinn sigra um sfðir“. (Marteinn Lúther í þýðingu llelga Hálfdanarsonar) Gunnar Jón Engilsbertsson var fæddur á Akureyri þann 23. mars 1934, en fluttist þaðan ungur til Reykjavíkur. Foreldrar hans eru Ebba Jónsdóttir og Engilbert Guðmundsson tannlæknir. Gunnar ólst upp í foreldrahús- um, ásamt fjórum systkinum sín- um og var hann elstur þeirra. Þau eru, Ebba Þuriður, í foreldrahús- um, Örn flugstjóri, giftur Sigríði Brynjólfsdóttur, Dagbjört Svana, gift Thorvald Imsland kjöt- iðnaðarmanna og Guðrún Erla, gift Erling Kirkeby prentara. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman 1956 og ári síðar giftum við okkur. Góðar minningar eru manni mikil gersemi og mikill styrkur í sorg, en slikar minningar skilur Gunnar eftir sig hérna megin móðunnar miklu. Ljúfur drengur og listrænn og í gegn um hvers- dagsleikann gerði hann sér far um að sjá það ljóðræna i lifinu. Af varúð fór hann með slík verð- mæti. Þannig geymast gleðistundir frá samvistum við Gunnar, heim- komur úr sjóferðum, börnin biðandi á bryggjunni eftir pabba og svo fyrr en varir er liðinn maður af manni eins og dagur af degi, Dagbjartur Ari, 18 ára, Guðný Esther, 16 ár, Ebba Guðlaug, 12 ára, Anna María, 10 ára, og Kolbrún Dóra, 5 ára, börn- in fimm styðja sig við minning- una um góðan dreng og þegar dagur okkar er liðinn heilsast vin- ir á ný. Megi hann í friði fara og friður Guðs blessa og styrkja ástvini. Dóra Marfa Aradóttir AL’GLYSINGA- SIMINN ER: 22480 Allar úrslitasveitirnar eru af Stór-Reykjavíkursvæðinu nema blessunin hún Bogga Steins DAGANA 14,—17. aprfl fór fram sem kunnugt er undan- keppni Islandsmótsins f sveita- keppni og var spilað á tveimur stöðum á landinu, f Revkjavfk og á Akureyri. Eins og undan- farin ár voru sveitir Bridge- félags Reykjavfkur sigursælar f undankeppninni enda þótt þær kæmust ekki allar í undan- keppnina. Spilað var í fjórum riðlum, einn á Akureyri og virt- ist sem sá riðill væri nokkuð sterkari en hinir riðlarnir en það kom mest til af breytingum sem gera þurfti á sveitunum vegna ýmissa vandamála sem upp komu. Sveitirnar, sem mættu til leiks voru mjög misjafnar að styrkleika — en ánægjulegt var að heyra hve mörg paranna voru farin að spila eftir nákvæmum kerfum ef svo má að orði komast — enda þótt pörin hafi ekki enn náð valdi á sagnkerfunum — það tekur allt sinn tíma. En snúum okkur þá að úrslitunum: I A-riðli spiluðu íslands- meistararnir frá i fyrra, sveit Jóns Hjaltasonar og sigraði riðilinn örugglega, vann alla sína leiki. Sveit Ólafs Gislason- ar Hafnarfirði varð í öðru sæti og tapaði aðeins leiknum á móti Jóni Hjaltasyni. Sveit Ólafs hlaut 74 stig og sveit Jóns 84 stig. Sveit Jóns Haukssonar sem skráð var frá Vestmanna- eyjum og styrkt með selfisskum spilurum varð i þriðja sæti með 53 stig. I B-riðli sigraði sveit Hjalta Elíassonar glæsilega, hlaut 90 stig af 100 mögulegum og vann alla sína leiki. Sveit Böðvars Guðmundssonar byrjaði mjög vel í keppninni og vann þrjá fyrstu leikina og dugði það til annars sætis þar sem sveit Ólafs Lárussonar sem talin var aðalkeppinautur þeirra tapaði fyrsta leik sínum nokkuð óvænt. Sveit Böðvars hlaut 56 stig en sveit Ólafs Lárussonar 52 stig. I síðustu umferðinni mættust þessar tvær sveitir en sveit Ólafs þurfti að vinna Böðvars með mínusstigum — en vann ,,aðeins“ 18—2. I C-riðli sigraði sveit Ólafs H. Ólafssonar naumlega, hlaut 70 stig og varð einu stigi á undan sveit Stefáns Guðjohnsen sem tapaði tveimur leikjum — fyrir efstu og neðstu sveitunum í riðlinum. í sveit Ólafs eru ungir spilarar sem hafa getið mjög gott orð af sér við spila- borðið i vetur og er ekki lengur hægt að segja að sigur þeirra sé neitt óvæntur. Eins og fyrr sagði virtist D- riðillinn vera sterkasti riðillinn en þrjár sveitir frá BR fóru Norður svo og sveit af Suður- nesjum með ungum og efnileg- um bridgespilurum sem hafa verið orðaðir við unglinga- landslið Páls Bergssonar sem enn er I fæðingargrindinni. Sveit Jóns Baldurssonar, nýbakaðir Reykjavíkurmeist- arar sigraði riðilinn og hlaut 77 stig. Baráttan um annað sætið stóð milli sveita Gylfa Baldurs- sonar og Boggu Steins og mættust þessar sveitir i síðustu umferðinni. Þurfti sveit G.vlfa að vinna stórt til að komast áfram en sigraði „aðeins" 16—4. Það var því sveitin, sem heitir því furðulega nafni Bogga Steins, sem komst áfram, hlaut 63 stig en sveit Gylfa 59 stig. Urslitin verða spiluð 3.—7. júní í Domus Medica. Þá munu átta bestu sveitir landsins spila saman, en það eru eftirtaldar sveitir. Sveit Hjalta Elíassonar Sveit Bjöðvars Guðmundssonar Sveit Jóns Hjaltasonar Sveit Ölafs Gíslasonar Sveit Ólafs H. Ólafssonar Sveit Stefáns Guðjohnsen Sveit Jóns Baldurssonar Bogga Steins. A.G.R. Frá BRIDGEFELAGl KVENNA: Aðalsveitarkeppni félagsins er nú lokið. Keppt var í tveim riðlum, A-riðli, sem 8 efstu sveitir úr undankeppni spiluðu i og svo 1 B-riðli. Urslit urðu sem hér segir: I A-riðli sigraði sveit Ilugborgar Hjartardóttur með miklum yfirburðum, hlaut 120 stig af 140 stigum möguleg- um. Auk HUGBÖRGAR voru i sveitinni, Vigdís Guðjónsdóttir, Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir og Ósk Kristj- ánsdóttir. Næstar urðu eftir taldar sveitir: stig Guðrún Bergsdóttir 97 Gunnþórunn Erlingsdóttir 92 Guðrún Einarsdóttir 78 1 B-riðli var keppnin jafnari, en þar sigraði sveit ALDlSAR SCHRAM með 107 stigum. Auk Aldísar voru í sveitinni, Aðal- heiður Magnúsdóttir, Louisa Þórðarson, Ingibjörg Björns- dóttir, Rósa Ívars og Unnur Jónsdóttir. Næstar urðu eftir- taldar sveitir: stig Sigríður Jónsdóttir 103 Gerður lsberg 93 Sigrún Pétursdóttir 86 Síðasta keppnin á þessu starfsári verður parakeppni, sem hefst mánudaginn 26. apríl n.k.. Spilað verður í Domus Medica, og hefst keppnin kl. 8 e.h. stundvíslega. Þeir sem ætla að taka þátt í keppni þessari, eru vinsamlega beðnir að til- kynna sig til formanns félags- ins frú Margrétar Asgeirsdótt- ur f síma 1-4218 fyrir n.k. sunnudagskvöld. Það skal tekið fram, að öllum er heimilt að taka þátt í þessari keppni, þótt konur séu ekki félagsbundnar. XXX Butlertvfmenningskeppni Bridgefélags Reykjavfkur lýk- ur f næstu viku og hefur stjórn félagsins ákveðið að næsta keppni félagsins verði svoköll- uð board-a-match, en það keppnisform er nokkuð út- breytt í Bandaríkjunum. „Board-a-match" eða „hvert spil er leikur" er sveitakeppni lslandsmeistararnir í fyrra f úrslit nú. og eru gefin stig fyrir að vinna hvert einstakt spil. Skiptir ekki máli með hve litlum mun það vinnst — tvö stig fást fyrir að vinna spilið — eitt stig ef það er jafnt — og ekkert ef það tapast. Þetta þýðir í raun, að yfirslagir verða mjög þýðingar- miklir eins og í tvímennings- keppni og eins getur ráðið úr- slitum að spila hærri litina. Ekki er að efa að þetta keppnisform á eftir að ná vin- sældum hér á landi, en Ifklegt er að takmarka fjögur spila- kvöld til ráðstöfunar. Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku til stjórnarinnar sem fyrst. XXX FRA BRIDGEDEILD BREIÐFIRÐINGA- FÉLAGSINS Ingibjörg Halldórsdðttir og Sigvaldi Þorsteinsson sigruðu glæsilega í barometer-tvf- menningskeppninni sem lauk fyrir nokkru. Hlutu þau hjónin 613 stig yfir meðalskor og vfir hundrað stigum meira en næsta par. Röð efstu para varð annars þessi: Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 613 Einar Arnason — Þorsteinn Þorsteinsson 511 Guiðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 469 Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 386 Halldór Jóhannsson — plafur Jónsson 360.. BjÖrn Gíslason — Ólafur Guttormsson 300 Jón Magnússon — Hilmar Ölafsson 284 Ólafur Gislason Kristján ölafsson Hans Nielsen — Kristján Andrésson Guðrún Bergs — Kristjana Steingrimsdóttir 271 255 217 Nú er hafin hraðsveitakeppni og taka 15 sveitir þátt í keppn- inni. Þá hefir bridgedeildin ákveðið að spila við Húnvetn- inga 25. aprfl. Lokahóf deildar- innar verður 26. maf eða á II- daginn og verður þá væntan- lega mikil H-stemning. Að lokum má geta þess að undirbúningur fyrir Færeyja- ferðina er f fullum gangi — en sem kunnugt er fer deildin með um 30 manna hóp til Fær- eyja 3.—10. júnf n.k. XXX FRA TAFL- OG BRIDGEKLUBBNUM Tveimur umferðum af sex er nú lokið í tvfmenningskeppn- inni sem spiluð er með baro- meterfyrirkomulagi. Staða efstu para: Sigurður — Þorsteinn 244 Björn — Þórður 201 Guðrjón — Kristján 154 Bragi — Dagbjartur 85 Jón G.—OlafurH. 76 Bernharður — Július 74 Hermann — Sigurleifur 71 Guðmundur — Stefán 61 Artu — Ingólfur 57» Gfsli — Þórarinn 56 Næsta umferð verður spiluð 29. apríl. Spilað er f Domus Medica. A.G.R. — Njósnir Fram liald af bls. 21 þetta frægðinni Aumingja leyniþjónusturnar eru grunaðar um allt illt, sem gerist. og fá hvergi að vera I friði Það var t.d. ekki fyrr búið að fletta ofan af skuggalegri starfsemi CIA i Vesturevrópu, en hulunni var svipt af KGB i Paris og enn fremur staðhæft, áð Luxembourg væri ein helzta njósnamiðstöð Sovétmanna Leyniþjónusturnar eiga sem sé erfitt um vik nú orðið Það er augljóst, að leyniþjónustur þrifast ekki nema i leyni Það virðist lika augljóst, að öryggisráðstafanir þeirra dugi ekki lengur Þær verða að taka eitthvað annað til bragðs Hvernig væri að þær færu aðdreifa lygafréttum um sjálfar sig ? — DENNIS BLOODWORTH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.