Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 88. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Bergman til Þýzkalands Berlin, 24. apríl. NTB LEIKSTJÓRINN Ingmar Bergman, sem nú hefur flutt frá Svíþjóð vegna skatta- hneykslis, mun vinna að gerð nýrrar kvikmyndar i Vestur- Þýzkalandi, að því er talsmað- ur kvikmyndafélagsins Tobis sagði í dag. A upptakan að hefjast í Miinchen 19. ágúst. Handritið skrifar Bergman sjálfur og Liv Ullman leikur aðalkvenhlutverkið. Barn úr til- raunaglasi? London, 24. apríl. Reuter. í BREZKA læknatímaritinu Lancet i gær skýra tveir kunn- ir brezkir sérfræðingar, dr. Bob Edwards og Patrick Steptoe, frá því að í fyrsta sinn svo vitað sé óyggjandi hefur kona orðið þunguð með svo- kallaðri „tilraunaglasaðferð'V P’óstrið lézt eftir 10 vikur. Að- ferð þessi felst i þvi að taka egg konunnar og frjóvga það á tilraunastofu með sæði manns hennar. Eftir nokkurn vaxtar- tíma i tilraunaglasi er hið frjóvgaða egg sett upp í legið að nýju i þeirri von að eðlileg þungun takizt. í þessu tilviki var hið frjóvgaða egg sett upp í legið eftir fjóra daga. Talið er að þetta bendi til þess að von sé til að aðferð þessi megi heppnast í framtiðinni. Kosningar á Npani í jum Madrid 24. apríl AP JUAN Carlos konungur hefur neytt Carlos Arias Navarro forsætisráðherra og aðra íhaldssama ráðherra til að fallast á að þjóðaratkvæði verði haldið i júní og hefur þar með unnið mesta stjórnmála- sigur sinn síðan hann tók við völdum fyrir fimm mánuðum. I'.onungur fékk samþykki Arias á einkafundi, en hingað til hefur forsætisráðherrann viljað biða með þjóðarat- kvæðagreiðsluna i sjónvarps- ávarpi til þjóðarinnar 28. apríl og hún fer sennilega fram 26. júní samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Spánverjar verða að þvi Framhald á bls, 47 Víetnamar kjðsa sameig- inlegt þing Saigon, 24. apríl. Reuter. NORÐUR- og Suður- Víetnamar munu á morgun, sunnudag, ganga til kosninga um kjör fulltrúa á sameigin- legt þjóðþing sjálfstæðis Víetnams í fyrsta sinn í meir en öld, — eða frá því er fransk- ar hersveitir náðu á sitt vald höfninni Danang árið 1858. 243 fulltrúar verða kjörnir frá Suður-Víetnam og 249 frá Framhald á bls, 47 Franjieh fellst á kjör nýs forseta Beirút, 24. apríl. Reuter. SULEIMAN Franjieh forseti undirritaði i dag mikilvæg lög sem gera þinginu I Líbanon kleift að kjósa nýjan forseta nú þegar f stað þess að bíða fram f júlf, tveimur mánuðum áður en kjörtfmabil hans rennur út I september. Þar með hafa aukizt horfur á að endi verði bundinn á borgarastríðið. Lögin eru I formi brevtingar á stjðrnarskránni. (Jtvarpsstöð, sem styður Franjieh, skýrði frá þvl að skrifstofa forsetans hefði gefið út tilkynningu um undirritunina. Líbanska þingið samþykkti stjórnarskrárbreytinguna ein- róma fyrir hálfum mánuði. Nú mun þingið koma saman og kjósa eftirmann Franjiehs, sem siðan mun líklega segja af sér, en ástandið er svo ótryggt að auðveit er að tefja fyrir lausn. Afsögn Franjiehs hefur verið helzta skilyrði líbanskra vinstri sinna fyrir pólitískri lausn deilu- málanna I Líbanon. Þeir féllust á vopnahlé fyrir 22 dögum til þess að tryggja að nýr maður gæti tek- ið við forsetaembættinu með frið- samlegum hætti. Þrátt fyrir vopnahléð hafa 50 menn fallið að meðaltali á dag. í morgun særðust tveir þegar árás var gerð á flugvöllinn í Beirút með þeim afleiðingum að loka varð flugvellinum um tima, lítið tjón varð í árásinni. Harðar árásir vinstrisinna á for- setahöllina i síðasta mánuði urðu til þess að Franjieh forseti flýði og kom sér upp nýjum bækistöðv- um á svæði kristinna manna norður af Beirút. Hann hefur ver- ið sakaður um að ríghalda i völdin en sum blöð segja að krafa hans hafi verið sú að ró ríkti áður en hann segði af sér þótt ekkert lát hafi orðið á bardögum. Kínverjar saka Rússa um rányrkju New York, 24. april Reuter KÍNVERJAR hafa gagnrýnt Rússa fyrir „gegpdarlausa“ eflingu flota sins, rányrkju á fiskimiðum heimsins og leit að herbækistöðvum í einhverri harðorðustu yfirlýsingunni sem fram hefur komið á haf- réttarráðstefnunni. Kinverski fulltrúinn, Lai Ya- li, sagði að heimshöfin væru orðin vettvangur æðisgengins kapphlaups risaveldanna. Hann sagði að yfirráð á heims- höfunum hefðu alltaf verið mikilvægur liður í baráttu óheyrilegra metnaðargjarnra sovézkra „sósialimperialista." Sovézki fulltrúinn, Semyon Kozyrev, greip tvisvar sinnum fram í fyrir Lai og í svari sinu gagnrýndi hann Kínverja fyrir að rangtúlka afstöðu Sovét- ríkjanna. Kosningahiti er í Portúgal Lissabon. 24. apríl. Reuter. — SJA GREIN IIM KOSNINGARNAR I PORTÚGAL A BI.S. 16 — UNGLINGUR beið bana í eldi í aðalstöðvum hinnar vinstri sinnuðu stjórnmálahreyfingar MDP í bænum Coimbra, norð- ur af Lissabon snemma í morg- un, en lögreglan telur að hann hafi verið flækingur sem kveikt hafi í sér af slysni. Kosningabaráttunni fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar til löggjafarþings i Portúgal i 50 ár lauk á miðnætti og voru slagsmál og stympingar víða i og umhverfis höfuðborgina og mikill hiti í mönnum. Almennt rikti þó baráttugleði og mikill áhugi á kosningunum Gegn olíuborunum við Norður-Noreg Ösló, 24. apríl. Reuter. SAMBAND fiskimanna* í Noregi og nefnd visindatnanna hafa lagt fast að stjórninni að fresta fyrirhuguðum tilrauna- borunum eftir olíu undan strönd Norður-Noregs vegna fiskverndunarsjónarmiða. Áður hefur yfirstjórn olíu- mála varað við því að 1.500.000 lestir af oliu gæti lekið f Norðursjó vegna tilraunabor- ana áður en neyðarráðstafanir hefðu áhrif. Nefnd visindamannanna ræður frá oliuvinnslu ef olía finnst við Norður-Noreg og leggur til að ef olía finnist verði holunni lokað þegar í stað og borunum frestað þar til „næg vistfræðileg vitneskja" liggi fyrir. Samband fiskimanna hvetur til þess að stjórnin hætti við fyrirhugaðar tilraunaboranir þangað til öryggisvandamál hafa verið leyst. Odvar Nordli forsætisráð- herra hefur svarað því til að útgáfa hvítrar bókar um til- raunaboranir verði rædd á fundi stjórnarinnar i næstu viku. Þar verður tekin afstaða til þess hvort boranir skuli hafnar næsta sumar eða þeLn frestað í eitt, tvö eða þrjú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.