Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR25. APRIL 1976
13
Þessi mvnd er tekin 1 Revkjavík haustið 1932 af ársgömlum bfl Óskars Guðnasonar, en hann var af
gerðinni Ford 1931. Einennisstafir bílsins voru SF 9. Á mvndinni eru farþegar, sem komið höfðu með
bíinum austan frá Hornafirði og má geta nærri hversu þægileg ferð það hafi verið á vegunum eins og
þeir voru þá og eftir því sem þá gerðist hafa líkiega engar fjaðrir verið undir bíl sem þessum.
Stjórnendur Sveins Egilssonar h.f.: Jóhannes Ástvaldsson, framkvæmdastjóri, Bent Jöregnsen,
rekstrarstjóri, Þórir Jónsson, framkvæmdastjóri, Jón Adolfsson, verzlunarstjóri, og Grótar Árnason,
rekstrarstjóri Þ. Jónsson & Co. Fvrir aftan þá er nvja Ford-húsið, sem tekið er í notkun á 50 ára
afmæli umboðsins.
Beach, Petro Kraus og Horst
Hoyler. Flutti sá fyrst nefndi
afmæliskveðjur frá FMC og
sérstakar kveðjur frá Henry
Ford II, sem er stjórnarformað-
ur Ford Motor Companý. í bréfi
Henrýs Fords til Sveins Egils-
sonar h.f. segir m.a., að hann
þakki hálfrar aldar dygga þjón-
ustu, sem fyrirtækið hafi veitt
og hann líti til framtíðarinnar
með von um ríkuleg og við-
skiptatengls.
A1 Bass sagði að þeir félagar
frá FMC væru mjög hreyknir af
því að hafa verið sendir fulltrú-
ar félags sins til þess að verða
við afmæli Sveins Egilssonar.
Alls kvað hann umboðsmenn
Ford vera um 5 þúsund í heim-
inum og hann kvað það fremur
sjaldgæft að þeir næðu hálfrar
aldar þjónustu við fyrirtækið.
Slikt bæri aðeins því vitni að
þjónustan, sem umboðsmaður-
inn hafi látið í té væri góð.
Hann kvað kjörorð Ford vera
að veita verðmæti fyrir peninga
og það hefði tekizt. Á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs
kvað hann Ford hafa aukið sölu
sina í Evrópu um 60%.
En sem lokaorð þessa grein-
arstúfs um Ford, Svein Egils-
son h.f., er unnt að vitna i orð
Þóris Jónssonar, framkvæmda-
stjóra, sem hann viðhafði i af-
mælishófi fyrirtækisins nú á
sumardaginn fyrsta. Hann
sagði: „Við getum reynt að
snúa hjólunum til baka og telja
okkur trú um að bíllinn sé
óþarfur og þetta hafi eingöngu
verið slys, að hann festi hér
rætur. En hver vill verða fyrst-
ur og afhenda sinn bíl. Ætli það
myndi ekki vefjast fyrir flest-
um. Eigum við ekki heldur að
vera sanngjarnir og þakka
þeim brautryðjendum, sem
lögðu á sig erfiðið.
Þegar við i einfeldni fjösum
um bilamergð og umferðaröng-
þveiti, þá er ekki við bílinn að
sakast, heldur erum við að af-
hjúpa okkar eigin vanmátt og
viðurkenna að bifreiðin sjálf er
tæknilega langt á undan og
skipuleggjendur bæja og borga
alls ekki í takt við tímann.'*
Jörð við
Breiðafjörð
með eða án áhafnar (ca 20 kýr) og vélakost.
Jörðin liggur að sjó. Mikil náttúrufegurð og
veðursæld.
Skipti á fasteign í Reykjavík eða nágrenni koma
til greina.
Einar Sigurðsson, hrl.
I ngólfsstræti 4.
UMVOÐSMENN
FYRIR VÍSI
Til þess að koma á móti og bæta þjónustu við hina
fjölmörgu áskrifendur Visis um land allt óskum við eftir
áhugasömum umboðsmönnum sem vilja dreifa sjálf-
stæðu, vönduðu og hressilegu blaði.
Góðir tekjumöguleikar fyrir dugmikið fólk
Suðurland:
Njarðvik (Innri) Patreksfjörður
Vogum eða Vatnsleysu
Grindavík
Norðurland: Austurland:
Blönduós Vopnafjörður
Eskifjörður
Egilsstaðir
Höfn Hornafirði
Hafið samband við Einar Þór Vilhjálmsson i síma 8661 1,
dagana 26.27. og 28 april millí kl 1 3 og 17
* Táningaskórnir 4
vinsælu frá Sólveigu
Teg. 1.
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
og brúnu.
^ Póstsendum
Teg 2.
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
og brúnu.
k Póstsendum
Teg. 3
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
og brúnu.
Póstsendum.
Vi/. v/.Ni/.V^f.Vi/.Vi/. v/. V/. vy.M/.v^.Xi/AO'.Ni/. KJXJSJ.