Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 25. APRIL 1976 3 Húsgagnavikan 32 islenzk fyrirtæki sýna framleiðslu sína Á fimmtudag, sumardaqinn fyrsta, var opnuð í iþrótta og sýning- höllinni í Laugardal sýning á íslenzkum húsgögnum og innrétt- ingum. Þátttakendur í sýningu mi eru 32 fyrirtæki og eru þau öll af stór-Reykjavíkursvæðinu utan eitt sem er frá Akureyri Það er félag húsganga- og innréttingafram- leiðenda og Meistarafelag hús- gagnabólstrara sem efna til þessarar sýningar Vilja framleiðendur með slikri sýningu kynna fyrir húsgagna- kaupmönnum og almenningi það nýjasta sem þeir hafa upp á að bjóða í framleiðslu sinni. Á þann hátt geta framleiðendur kannað undirtektir við nýjum húsgagnagerðum sem þeir hafa hug á að setja á markað og um leið gefst húsgagnakaupendum tækifæri á að sjá hvað er boðið upp á i þessum efnum Þessi sýning er sú fjórða sem félag húsgagna- og innréttingafram- leiðenda og Meistarafélag hús- gagnabólstrara gangast fyrir undir nafninu Húsgagnavika Var fyrsta. sýningin haldin i septembermánuði árið 1 969, en seinni sýningar voru haldnar að vori eins og nú og voru þær sýningar árin 1972 og 1974 I fréttatilkynningu þeirra aðila sem að sýningunni standa segir að það sé Ijóst að íslenzkur húsgagna- iðnaður standi frammi fyrir síaukinni samkeppni innfluttra húsgagna og innréttinga. Þeirri samkeppni verði ekki svarað nema með stórhuga átaki i átt til aukinnar hagræðingar og þróunar nýrra húsgagnagerða Það er trú þeirra sem að Hússgagna- vikunni standa að slíkar sýningar séu vel til þess fallnar að laða fram nýjungar og fá samanburð á fram- leiðslu fyrirtækja Húsgagnavikan mun standa fram til 2 maí og verður opin fimm daga vikunnar frá 16—22 en á laugar- dögum og sunnudögum verður sýningin opin kl 14—22 Undirbúningsnefnd Húsgagna- vikunnar skipa Ásgeir Guðmunds- son, Jakob Þórhallsson, Leifur Jóns- son, Ragnar Haraldsson, Sigurður Helgason og Úlfar Guðjónsson. ÝMSAR NÝJUNGAR — MIKIL FJÖLBREYTNI Framkvæmdastjórn var i höndum Teiknistofu Stefáns Snæbjörns- sonar Mbl hitti Stefán Snæbjörns- son að máli og ræddi stuttlega við hann um Húsgagnavikuna. — Á svona sýningu koma alltaf fram einhverjar nýjungar sagði Stefán Sýningarnar hvetja til þess Tilgangurinn með þvi að halda slíka sýningu er náttúrulega sá að kynna þær nýjungar sem á markaðnum eru hverju sinni fyrir kaupendum. Það má segja að þetta sé nokkurs konar úttekt á stöðunni eins og hún er í gæðalegu og útlitslegu tilliti. — Á sýnmgunni eru 30 sýningar- básar en það eru 32 sýningaraðilar sem taka þátt í sýningunni. Það eru þannig nokkrir aðilar sem eru tveir um bás Öll fyrirtækin sem sýna hér eru af stór-Reykjavikursvæðinu utan eitt sem er frá Akureyri. — Við höfum haldið þrjár slíkar sýningar áður og það má segja að við höfum vaxið töluvert síðan. Á fyrstu sýningunni sem haldin var haustið 1969 vorum við bara á fyrstu hæð og i kjallara þessa hús- næðis Það var svo strax á annarri sýningunni sem við urðum að vera líka á hæðinni fyrir ofan — Núna eru sýningaraðilarnir eingöngu húsgagnaframleiðendur en áður voru með í sýningunni ýmis fyrirtæki sem tengd eru húsgagna- framleiðslu s.s efnissalar, áklæðis- framleiðendur o.fl En nú eru ein- göngu sjálfir húsgagnaframleið- endurnir sem eru á sýningunni og var áhugi þeirra á þátttöku á sýning- unni mikill. — Á fyrstu sýningunni voru um 20 aðilar sem sýndu framleiðslu sína en á seinni sýningunum hafa aðilarnir verið um 30 og hafa þá eingöngu verið eins og ég sagði húsgagnaframleiðendurnir. Á sýningunni eru að vfsu tveir aðilar sem framleiða svamp en þeir eru í framleiðslunni að því leyti að þeir framleiða t.d sessur í sófa og stóla og því um líkt. Þá eru þeir einnig með eigin framleiðslu á húsgögn- um. — Á Húsgagnavikunni er óvenju- Framhald á bls. 47 Ljósm Knóþjófur nú eru síðustu forvöð Costa 23/5 6/6 2/5 — del Sol 20/6 4/7 18/7 25/7 26/7 1/8 8/8 15/8 16/8 22/8 29/8 30/8 5/9 12/9 13/9 19/9 26/9 10/10 örfí sœti laus laus sæti uppselt uppselt fíein sæti laus laus sæti laus sæti Aukaferð — laus sæti fáein sæti laus uppselt uppselt AukaferS fá sæti laus uppselt uppselt AukaferS örfá sæti laus uppselt fáein sæti laus AukaferS — laus sæti laus sæti laus sæti laus sæti að tryggja sér síðustu sætin í Útsýnarferðir sumarsins: Costa 13/5 Brava: 28/5 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 20/8 27/8 3/9 10/9 Laus sæti — Beztu ferSakjörin uppselt laus sæti laus sæti laus sæti fá sæti laus uppselt fáein sæti laus laus sæti laus sæti, laus sæti Lignano: PANTIÐ RÉTTU FERÐINA TÍMANLEGA AUSTURSTRÆTI 1 7 SÍMI 26611 19/5 2/6 örfá sæti laus uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt laus sæti F.r8.sfcr«te«olan UTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.