Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 Styrktarfélag vangef- inna á Austurlandi Að undanförnu hefir uniræða um málefni vangefinna verið all- nokkur á opinberum vettvangi og aukinn skilningur hefir skapazt á aðstöðu og þörfum þessara af- skiptu þjóðfélagsþegna. Er vel, ef þetta leiðir til raunhæfari aðgerða af opinberri hálfu en hingað til hefir bólað á því að það ófremdarástand, sem ríkir í málum vangefinna nm land allt, er velferðarþjóðfélaginu, sem við búum við, til vansæmdar. Það sem áunnizt hefir í réttar- bótum vangefinna og almennari skilning á vandamálum þeirra, er fyrst og fremst að þekka áhuga- mannasamtökum svo sem styrktarfélögum vangefinna, sem starfandi eru á nokkrum svæðum landsins. Um þessi samtök er þó jafnan hljótt, en þau hafa komið ótrúlega miklu til leiðar. Oft er leitað til almennings um fjár- stuðning við starfsemina i formi sölu happdrættismiða eða ein- hvers söluvarnings, og ætíð bregzt fólk vel við. Þetta sýnir, að almennur vilji er fyrir því að van- gefnir einstaklingar fái að njóta sama réttar og aðrir i þjóðfélag- inu og hljóti þá aðhlynningu og hjálp, sem þeir þarfnast og geti náð þeim þroska sem þeim er unnt. Þetta litla greinarkorn er skrif- að til að vekja athygli á þessum málum almennt, en fyrst og fremst á Austurlandi. Félagið var stofnað á miðju sumri 1973 og urðu félagar um 1300 strax á fyrsta ári. Tilgangi félagsins og markmiðum verður bezt lýst með því að tilgreina þær greinar úr lögum félagsins, sem að þessu lúta einkum: „2. gr. Tilgangur félagsins er sá að vinna að þvi, að viðurkenndur verði réttur vangefins fólks til þess að ná þeim þroska,sem hæfi- leikar þess leyfa og nýta starfs- orku sina sem bezt. 3. gr. Tilgangi sinum hyggst félagið ná með því að kynna almenningi málefni vangefinna og auka skilning á þeim með þvi að vinna að því, að stjórnvöld í samráði við almenn félagasamtök, sem láta sig málefni vangefinna varða, skapi á hverjum tíma ákjósanleg skilyrði svo að van- gefnir geti náð rétti sínum til þroska og starfa." Allmörg sveitarfélög á Austur- landi svo og Lionsklúbbarnir ýmis kvenfélög og einstaklingar hafa veitt félaginu fjárhagslegan stuðning, sem hefir verið því ómetanlegur. Hefir það m.a. orðið til þess að auka bjartsýni félagsins og hvetja það til stórra átaka. Ákveðið er nú að reisa hús fyrir starfsemi félagsins á Egilsstöðum, og eru þegar til tillöguteikningar arkitekta að þessum byggingum. Er þar um að ræða íbúðir fyrir 32 vistmenn, kennslu-þjálfunar- og vinnuaðstaða er þar einnig fyrir hendi auk mötuneytisaðstöðu og húsnæðis til þvotta. Fyrsta kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 150 millj. kr. en sú tala er örugg- lega orðin allt of lág nú. Þessi Sparið þúsundir SKODA 100 verð ca.kr 640.000: til öryrkja ca. kr. 470.000.— I ■ ■ ■ ■ í tilefni af því að 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til landsins, hefur verið samið við SKODA verksmiðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. 5000asti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 680.000.— til öryrkja ca. kr. 502.000.— SKODA 110LS verð ca. kr. 735.000.— til öryrkja ca. kr. 548.000.— SKODA 110R Cupé verð ca. kr. 807.000.— til öryrkja ca. kr. 610.000.— Ofantalin verfl eru miðufl skráfl gengi U.S.S: 178.80 við TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ISLANDI H/F AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SIMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI HIF. OSEYRI 8 EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR I I ■ ■ ■ ■ I byggingamál ber langsamlega hæst í starfsemi félagsins og er sá þáttur sem mest má af vænta til að tryggja þeim vangefnu ein- hverja þjónustu. Það er því brýnt, að unnt sé að hefja framkvæmdir sem allra fyrst, og stefnt hefir verið að því að það gæti orðið á þessu ári. Fjárþörfin er hins vegar geysi- mikil og ekki séð hvernig henni verður fullnægt. Á síðasta ári fékk félagið úthlutað 10 millj. kr. úr tappagjaldssjóði til bygginga- sjóðs félagsins, en óvíst er um áframhald fjárveitinga þaðan, en sótt hefir verið um 40 millj. kr. Þessi tappagjaldssjóður er annars þannig til kominn, að gos- drykkir hafa verið skattlagðir sér- staklega og það gjald runnið til bygginga fyrir vangefna Lög um þennan sjóð renna hins vegar út á miðju þessu ári og mun allt vera enn í óvissu um, hvað þá tekur við. En ljóst er að alllangur tími líður, þangað til starfsemi getur hafizt í þessum nýbyggingum á Egilsstöðum, og þess vegna hefir félagið mikinn áhuga á að koma upp einhverri bráðabirgðaað- stöðu fyrir fáa einstaklinga og það strax á þessu ári. Það væri vissulega full þörf á því, en enn er það mál á athugunarstigi. Félagið hefir haldið árlega fræðslufundi um málefni van- gefinna og fengið ýmsa sér- fræðinga á þá til fyrirlestrahalds. Þessir fundir hafa verið haldnir i tengslum við aðalfundi félagsins. Kennsla vangefinna og sein- þroska nemenda er eitt af helztu áhugamálum félagsins, og i þeim efnum hefir náðst ákveðinn áfangi, sem fagna ber. í vetur er starfrækt sérkennsludeild fyrir seinfæra nemendur á Austur- landi og er þessi deild við Nesja- skóla i Harnafirði. Forgöngu um stofnun þessarar deildar hafði fræðslustjórinn á Austurlandi og tók menntamálaráðuneytið myndarlega á þvi máli. Félagið hefir reynt að greiða götu ýmissa einstaklinga eftir megni og hefir hug á að reka sumarbúðir og halda sundnám- skeið svo eitthvað sé nefnt. Það er ástæða til að hvetja alla velunnara þessa málefnis — að bæta aðstöðu vangefinna — að veita Styrktarfélagi vangefinna á Austurlandi lið hver eftir sinni getu, og sérstaklega skulu for- eldrar vangefinna barna og aðrir vandamenn vangefinna hvattir til að taka virkan þátt í störfum félagsins og sækja fundi þess og hafa á þann hátt afgerandi áhrif á framþróun þessara mála í fjórð- ungnum. Birgir Stefánsson Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðu- gjald á árinu 1976 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar- félaga og reglugerð nr. 81 /1962 um aðstöðu- gjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverslun í smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vátryggingar ót. a. Útgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hárgreiðslustofur. Verslun ót.a. Iðnaður ót.a. 1.30% Verslun með kvenhatta, sportvörur, hljóð- færi, snyrti og hreinlætisvörur. Lyfjaverslun. Kvikmyndahús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmunaverslun. Tóbaks- og sælgætis- verslun. Söluturnar. Blómaverslun. Umboðs- verslun. Minjagripaverslun. Barar. Billjard- stofur. Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin athygli á eftir- farandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir. þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81 /1962. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjóranum í Reykjavík sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 81 /1962. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjórans í því umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfseminnar í Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 81 /1962. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 9. maí n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting í gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavík, 23. april 1976. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.