Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAG'JR 25. APRÍL 1976 wgmiltifafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðaíscræti 6. sív i 10100 Aði/lstræii 6. s'»ni 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlantís. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Nýlega auglýsti stjórn verkamannabústaóa í Keykjavík eftir umsóknum i 308 ibúðir, sem verið er að byggja í Seljahverfi, samkvæmt lögum um verkamannabústaói frá árinu 1970. Verða í'yrstu ibúðirnar fullbúnar til af- hendingar í júnímánuði nk. Borgarbúar hafa sýnt verulegan áhuga á þeirri viðleitni stjórnvalda, sem þessar byggingar bera vott um, til að skapa efnalitlum fjölskyldum möguleika á að komast yfir eignar- íbúóir. Þessi augljósi áhugi talar skýru máli og varpar nýju ljósi á þær deilur um húsnæðismál, sem staðió hafa í borgarstjórn Keykja- víkur undanfarin misseri. Minnihlutaflokkarnir i borgarstjórn hal'a lagt höfuðáherzlu á byggingu leiguíbúða. Borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins hafa bæði i orði og verki, viðurkennt þörlina á leigu- íbúóum, en borgin á þegar um 700 slíkar, en hins- vegar lagt höfuðáherzlu á byggingu eignaribúóa sam- kvæmt lögum um verka- mannabústaði. Borgarfulltrúi, Magnús L. Sveinsson, benti m.a. á, í umræðum um húsnæðis- mál, að borgin gæti bæói fyrr og betur mætt hús- næðisþörfinni meó bygg- ingu eignaríbúða en leigu- ibúóa, auk þess sem það væri fremur í samræmi við vilja borgarbúa aó lara þá leió. Hann vakti athygli á því, aó samkvæmt reglum um fjáröflun til byggingar verkamannabústaða þyrfti borgin aðeins að leggja fram 25% byggingar- kostnaóar. Ef hinsvegar yrðu byggóar leiguíbúóir þyrfti borgin að leggja fram 65—75% af bygg- ingarkostnaóinum. Kostnaður borgarinnar við byggingu 100 leiguíbúða nægði því til að mæta kostnaóarhluta hennar við 300 íbúðir, sem byggðar væru samkvæmt lögum um verkamannabústaði. Það væri því augljóst mál, að frá fjárhagslegu sjónar- miði væri það mun hag- stæðara, og um leið árangursrikara, að byggja eignaríbúðir skv. lögum um verkamannabústaði en leiguíbúðir. Kaupandi þarf að greióa 20% af kostnaóarverói VB- íbúða áóur en hann flytur inn. Siðan eru veitt svo- kölluó F-lán, sem .nú eru 2.3 m.kr. til 25 ára meó 6 1/4% vöxtum auk 40% vísitölubindingar. Þaó sem þá vantar á byggingar- kostnaðinn, sem ætla má aö sé nærri 50% af íbúðar- verðinu er lanaó til 42 ára meó 2 1/8% vöxtum, án visitölubindingar. íbúðir þessar eru því seldar á mjög góðum kjörum, sem flestir ráða við, og ástæóa er til að ætla, að mun fleiri kjósi þessa leiö en að búa í leiguhúsnæói borgarinnar. Hinsvegar er jafnframt ljóst, að aðstæður sumra borgaribúa eru af ýmsum ástæðum meó þeim hætti, að þeir hafi ekki bolmagn til að kaupa slíkar íbúðir, þrátt fyrir hagstæð lána- og greiðslukjör. Þar af leiðir að borgin veróur jafnframt að hafa til staðar leiguíbúðir, sem nú eru 700 í eigu hennar. í því sam- bandi er og óhjákvæmilegt að minna á, aó með því að efla byggingu verka- mannabústaða, dregur úr almennri íbúóaeftirspurn, sem rýmkar um leigu- húsnæði i borginni, sem þá kemur að betri notum fyrir þá, er fyrst og fremst þurfa á leiguhúsnæði að halda. Það er því tvímælalaust rétt stefna hjá borgar- stjórn að leggja fremur áherzlu á byggingu eignar- íbúða en leiguíbúða, eins og valkostir nú eru. í sambandi við eldra hús- næði ber aó fagna þeirri stefnubreytingu um Hús- næðismálastjórnarlán, að stórauka lánastarfsemi til kaupa á því. Þessi stefnu- breyting stuðlar aó betri nýtingu íbúða í eldri hlut- um borgarinnar og gerir yngra fólki, meö börn á framfæri, kost á að setjast þar að. Þróun í þessa átt skapar betri nýtingu á skólum og þjónustustarf- semi, sem fyrir er í borg- inni, og hefur því hagnýtt gildi. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa rétti- lega bent á, að meö sama fjármagn úr borgarsjóði og nægir til byggingar 100 leiguibúða megi stuðla að byggingu 300 eignaríbúða, eftir lögum um verka- mannabústaði. Sú leió sé þvi fjárhagslega þag- stæóari og stuðli mun fyrr aó sýnilegum árangri. Hún er og í samræmi við þann vilja meginþorra fólks, að búa í eigin húsnæöi. Þessi valkostur kemur og bygg- ingariðnaðinum meir til góða, meó sama fjármagni úr borgarsjóði, þar eð hann nægir, til byggingar þre- falt fleiri íbúða ef miðað er við byggingarhluta borgar- innar. Aukin íbúðaeign borgaranna rýmkar og leiguíbúðamarkaðinn og kemur þann veg að gagni þeim, sem þurfa eöa vilja búa i leiguhúsnæði. Sam- fara þessu leggja borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins áherzlu á aukna láns- fjárþjónustu til kaupa á eldra húsnæði, sem skapi betri nýtingu tiltækra þjónustustofnana i eldri hverfum borgarinnar, og hafi hagnýtt gildi i rekstri borgarinnar. Ástæóa er til aó ætla aó þessi stefnu- mörkun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eigi hljómgrunn meðal borgar- búa, samstöðu þeirra og stuðning. V alkostir í húsnæðis- málum borgarinnar Rey ki aví kurbréf Laugardagur 24. apríl Sigurður Ágústsson Það var við hæfi að siðasta kveðjan til Sigurðar Agústssonar var frá því sveitarfélagi, sem stóð hjarta hans næst, Stykkishólmi, sem gerði hann að heiðursborgara sínum nú rétt fyrir páska. Eins og þakkarkveðja Sigurðar sýndi, var ekki unnt að gleðja hjarta hans meir. Vart hefur nokkur átt þakk- læti samborgará sinna eins skilið og Sigurður Agústsson. Hann var í fyrirrúmi fyrir framförum og atvinnuuppbyggingu byggðarlags síns og gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir heimabyggð sína Hitmi sat á þíngi fvrir Snæfells- Of Ilnapi>adalssýslu frá 1949— 59 en Vestui iandskjördæmi til i9*»7 Sigurður Agústsson var einn vinsælasti þingmaður Sjálfstæðis- flokksins enda Ijúfur maður í um- gengni, víðsýnn og drenglundað- ur, en fastur fyrir, ef því var að skipta og atorkusamur með af- brigðum. Hann var átroðnings- laus alla tíð og undi við sitt og er okkur Morgunblaðsmönnum sér- staklega minnisstætt frá því hann var á þingi, hve auðvelt var að hafa við hann gott samstarf vegna þess hve hógvær hann var fyrir sína hönd og áhugamála sinna, sanngjarn og skilningsríkur. Hon- um lét ekki vel að látast gjns og margra stjórnmálamanna er sið- ur, og sýndi þakklæti af minnsta tilefni. Slíkra manna er gott að minnast. Og af slíkum mönnum er margt hægt að læra, ekki sízt á þessari hégómlegu og taugaveikl- uðu öld, sem allt ætlar að kaffæra í sýndarmennsku og orðagjálfri. Sigurður var ræðinn i vinahóp, en heldur hlédrægur út á við. Hann var „glaðsinna alvörumaður", eins og Geir Hallgrímsson segir um hann í minningargrein í Morgunblaðinu í gær. Sigurður Agústsson kom áhuga- málum sínum fram á þingi, ekki síður, en kannski frekar, en aðsópsmeiri þingmenn, notaði hæversku og málafylgju og vinsældir sínar, sem náðu langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna Hann var líka góður húmoristi, eins og hann átti kyn til, og svip- mikill persónuleiki að því leyti. að menn tóku eftir þessum kurt- eisa og prúða manni, sem stakk í stúf við pólitiska uppboðið allt í kringum hann. En einkum og sér i lagi tóku menn eftir honum vegna þess, að hann lét verkin tala í heimabyggð sinni. Sigurður Ágústsson var merkur samtíðarmaður og sér verka hans víða stað. Samstarf hans við Morg- unblaðið er þakkað; það var sam- starf tveggja sjálfstæðra aðila, sem báru virðingu hvor fyrir öðr- um. Með sliku samstarfi ná menn oft betri árangri en með því að göslast áfram og þykjast einir allt vita. Sumir stjórnmálamenn — og raunar ýmsir aðrir, t.a.m. sumir listamenn — hafa tilhneigingu til að lfta á blöð eins og einhverja sól til að varpa ljósi á ego þeirra sjálfra, þ.e. tunglið sem sést stundum ekki vegna andlegs tunglmyrkva. Það eru menn eins og Sigurður Ágústsson, sem hafa borið hugsjónir sjálfstæðisstefn- unnar fram landi og þjóð til heilla og farsældar. Snorri Hjartarson Annars merks Íslendings er nú einnig ástæða til að minnast, skáldsins Snorra Hjartarsonar, sem varð sjötugur á sumardaginn fyrsta. Snorri er eitt af höfuð- skáldum þjóðarinnar, listfengur og sérstæður í bókmenntum sam- tíðarinnar. Hann er hlédrægur og hefur ekki fundið hjá sér hvöt til þess að trana sér eða list sinni fram, enda þarf hún ekki á því að halda: ljóð Snorra Hjartarsonar eiga áreiðanlega eftir að verða endingarbetri en margt það sem meira er blásið upp um þessar mundir, bæði í bókmenntum og öðrum listgreinum. Vafamál er, að listrænni ljóð hafi verið ort á síðustu áratugum hér á landi en beztu ljóð Snorra Hjartarsonar. Þjóðin á honum því mikið að þakka og Morgunblaðið sendir honum árnaðaróskir á þessum merku tímamótum i lifi hans. Leiðir Snorra Hjartarsonar og Morgunblaðsins í utanríkismálum hafa ekki legið saman og hefur hann i nokkrum ljóða sinna gagn- rýnt þá stefnu sem blaðið hefur stutt. En eitt er afstaða til þjóð- mála, annað mat á listum og merkum samtímamönnum. Ungur hafði Snorri Hjartarson í hyggju að verða rithöfundur á norska tungu, en hvarf sem betur fer frá því. Það var íslandi mikil gæfa. I samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrir mörgum ár- um sagði hann m.a.: ,,Það rann upp fyrir mér siðar, að ég var raunar útlagi í tvennum skilningi; bæði frá landi mínu og tungu. Og útlegð frá sinni eigin tungu er skáldi óþolandi. ..“ Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.. . segir skáldið í þekktasta Ijóði sínu, enda hefur þessi þrenning ávallt verið honum hugstæðust. Ekki er úr vegi að taka undir orð Gunnars Stefánssonar i nýlegri grein um Snorra: „Með- al íslenzkra skálda er Snorri einn af fremstu varðveizlu- mönnum klassiskra menningar- verðmæta á vorri tíð. Máttugt, svipmikið og þó tært mál hans fær næringu jafnt úr fornum skáld- skap sem verkum þeirra manna á nítjándu öld sem af mestri list rituðu og hófu tungu vora til nýs vegs. Til marks um það hve nákomnir þessir menn eru Snorra má nefna hið ógleymanlega ljóð hans, Jónas Hallgrímsson. Sú perla er verðug minning skáld- anna beggja." Sinnið og skinnið Islenzkir stjórnmálamenn eru að sjálfsögðu mjög undir smásjá almennings, ekki síður en þeir sem vinna að öðrum störfum, sem sérstaka athygli vekja. Það var því harla eftirminnilegt að hlusta á tvær stjórnmálakempur í sjón- varpinu ekki alls fyrir löngu, Eystein Jónsson og Hannibal Valdimarsson, og fylgjast með því, hvernig þeir lita á þjóðmálin af þeim sjónarhóli, sem þeir nú standa. Þeim varð tíðrætt um það, að öll stjórnmál væri málamiðlun og samkomulag og reyndar byggð- ist lýðræði á samningum, sem ættu þó ekkert skylt við hrossa- kaup, eins og þau tíðkuðust hér áður fyrr, að því er Eysteinn Jóns- son sagði. Að sjálfsögðu er það rétt, að málamiðlun og samkomu- lag eru forsendur fyrir því, að lýðræði geti verið virkt, en í einræðisríkjum þurfa stjórnend- ur hvorki að leita samstarfs við aðra né samkomulags, þvf að þar ráða þeir einir öllu. Stundum segjast einvaldar og klíkubræður SNOKRI IIJARTARSON SIGURÐUR Agústsson þeirra tala í nafni þjóðarinnar, eins og kunnugt er, enda þótt þeir séu eins langt frá „þjóðinni" og nokkur maður getur verið. Það er t.a.m. athyglisvert, að forystu- menn i kommúnistalöndum tönn- last alltaf á því ef einhver hefur aðrar skoðanir en þeir sjálfir eða samflokksmenn þeirra, að þá hafi þeir skoðanir fjandsamlegar þjóð- félaginu eða andstæðar hags- munum fólksins eins og komizt er svo fjálglega að orði og séu þjóð- féndur, svo að ekki sé minnt á önnur verri orð sem gripið er til. Allir sæmilega upplýstir menn hafa fylgzt með því, hvernig'þeir, MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 25 THE OBSERVER THE OBSERVER Vorísviknir flóttamenn styðja hægri öflin í Portúgal LISSABON — Portúgalir, sem snúið hafa heim frá gömlum nýlendum sínum i Afríku, hafa hótað, að þeir muni hafa áhrif á úrslit þingkosninganna, sem fram eiga að fara í Portúgal 25. april n.k. Þeir eru um 400.000 talsins og eru harla óánægðir með hlutskipti sitt. Þeir áfellast ríkisstjórnina fyrir að hafa sleppt hendinni af nýlendum sinum í óeðlilegum flýti, og þeir sem koma frá Angóla eru óánægðir með það, að Portúgalir skuli hafa viður- kennt stjórn MPLA sem hina einu, réttu stjórn landsins, en hún nýtur sem kunnugt er stuðnings Kúbumanna og Rússa. Til að láta óánægju sína í ljós hafa margir úr hinum stóra hópi flóttamanna lýst yfir stuðningi við hægri öflin i Portúgal, en úr þeim armi kveður einkum að þremur stjórnmálaflokkum. Annar ásteytingarsteinn flóttamannanna lýtur að fjár- festingu þeirra í Angóla og Mósambik. Margir sparifjáreig- endur keyptu á sinum tima ríkisskuldabréf sem út voru gefin til að fjármagna lagningu vega og byggingu skóla og sjúkrahúsa, en slíkar fram- kvæmdir höfðu verið van- ræktar undir 40 ára einræðis- stjórn. Ennfremur lagði fólk fé í gerð stíflnanna Cabora Bassa í Mósambik og Cunene í suður- hluta Angóla. Stjórnvöld i Lissabon höfðu fullvissað fólkið um, að vextir af skulda- bréfum þessum yrðu greiddir og fjármagnið endurkræft. Hins vegar hefur nú komið á daginn, að engin slik trygging er fyrir hendi nema því aðeins að skuldabréfin hafi verið flutt til Portúgals á löglegan hátt fyrir 20. september árið 1974. Flestir flóttamannanna eru frá Angóla og þeir flúðu ekki frá fyrri heimkynnum sínum fyrr en örskömmu áður en nýlendan hlaut sjálfstæði 11. nóvember sl. Þeir eru yfirleitt fullir gremu og telja sig hafa verið órétti beitta af hálfu rót- tækrar ríkisstjórnar Portúgals. Ríkisstjórnin hefur viður- kennt borgararéttindi flótta- mannanna, sem skiptast nokkurn veginn i þrjá jafna hópa eftir litarhætti — hvitir, þeldökkir og kynblendingar. Dálítill hópur hefur indverskt blóð í æðum. Þeir eru yfirleitt illa staddir fjárhagslega og margir hafa aldrei áður dvalizt í Portúgal. Stór hópur þeirra á ekkert venzlafólk þar i landi, þar sem þeir eru afkomendur innflytjenda í þriðjá eða fjórða lið. Þeir telja sig aðskotadýr í landinu, gera sér far um að halda hópinn, og gefa m.a. út sérstakt blað, O Retornado. 1 mörgum tilvikum eiga þeir fátt annað sammerkt með öðrum landsmönnum en tungumálið. Þegar Angóla rambaði á barmi borgarastyrjaldar, greip um sig skelfing meðal lands- manna. Mörgum var i fersku minni uppreisn blökkumanna árið 1961, sem hreyfing Hold- ens Roberto, UPA (nú FNLA) stóð fyrir. í þessari uppreisn voru þúsundir hvítra manna og svartra drepnir á einni nóttu. Af ótta við að eitthvað slíkt eða þaðan af verra endurtæki sig, sóttu margir um hæli í Portúgal sl. ár, enda þótt það væri í raun- inni óþarfi. Ef þeir vilja halda til Angóla á nýjan leik, þurfa þeir til þess sérstakt leyfi frá MPLA, og dágóðan tíma getur tekið að fá það. Það verður að staðfesta að viðkomandi hafi engan fjandskap sýnt MPLA- eftir E.S. CORBETT hreyfingunni, sem fer með völdin I landinu og hefur strangt eftirlit með sérhverjum manni, hvítum eða svörtum, sem starfaði á kaffiekrunum í norðurhluta landsins, þar sem UPA hafði áður undirtökin, eða hafði dvalizt i suðurhlutanum, á áhrifasvæði UNITA, þriðju frelsisfylkingarinnar í landinu. Portúgalar frestuðu því að veita viðurkenningu stjórn MPLA þar til 23. febrúar sl. Astæðan var sú, að kommúnistar unnu eindregið að viðurkenningu hennar á kostnað hinna fylkinganna, sem Vesturveldin studdu. Núverandi rikisstjórn Portúgals þarf að greiða geypi- verð fyrir 500 ára nýlendu- stjórn í Afriku. Hún þarf að leggja fram um tvo milljarða sterlingspunda að þvi er talið er til endurgreiðsiu á langtíma- lánum og til bótagreiðslna vegna þjóðnýtingar. Við þetta bætist kostnaður við það að sjá flóttamönnum fyrir viðurværi, en þeim hefur farið fjölgandi, því að bætzt hafa i hópinn menn, sem flúðu frá Angóla til Zaire og Vestur-Afríku. Flestir flóttamannanna komu til Portúgals án þess að hafa nokkra von um atvinnu né heldur nokkurt fjármagn eða bakhjarl. Lála mun nærri að það kosti Portúgala 500 milljónir eseudo á mánuði eða um 10 milljónir sterlingspunda að sjá þeim farboröa. Sam- kvæmt opinberum upplýsing- um er nú varið mánaðarlega 200 milljónum eseudo eða fjór- um milljónum sterlingspunda til fæðis og húsnæðis fyrir flóttamennina. Ennfremur eru um 10% þeirra vistaðir á hótelum og gististöðum víðs vegar í landinu og fyrir það er aukalega greitt að jafnaði 260 escudo daglega á hvern ein- stakling, en hér er aðallega um fjölskyldur að ræða. Þar sem atvinnuleysi er þegar mikið vandamál i Portúgal og tala at- vinnulausra er um 400.000, er lítil von til þess að flótta- mennirnir fái störf i náinni framtíð. THE OBSERVER Fjölskyldur þessar búa yfir- leitt á beztu hótelum landsins, þar sem ófulllnægjandi aðstaða er talin vera á öðrum gististöð- um. Hins vegar eru hótel þessi ætluð ferðamönnum, en tekjur af þeim eru afar mikilvægar fyrir bágborinn efnahag lands- ins. Að undanförnu hefur orðið talsverður afturkippur í ferða- málum. Erlendum ferða- mönnum fækkaði um 30% á árinu 1974 vegna þess ástands i stjórnmálum, sem þá ríkti í Portúgal. Áríð 1975 fækkaði þeim enn um 15%. En ef visa á flóttamönnunum út af hótelunum vegna erlendra ferðamanna, hvar á þá að koma þeim niður? Áætlanir eru uppi um að reisa verksmiðjuframleidd hús, kaupa hjólhýsi og lagfæra gamalt húsnæði. En þetta er ekkert áhlaupaverk, og enda þótt takast mælti að rýma hötelin fyrir sumarið, er álita- mál, hvort þau verða leigufær, eða hvort unnt er að lagfæra gistirýmið i tæka tíð, en margar sögur eru á kreiki um slæma umgengni og skemmdir af völd- um flóttamannanna. Til að mynda hefur þvi verið fleygt að þeir séu litt hrifnir af portúgölskum mat og eldi þvi sjálfir uppi á hótelherbergjum sinum. Hingað til hafa Portúgalar sýnt flóttamönnunum samúð og skilning, enda hafa þeir ekki valdið neinum meiriháttar vandamálum og yfirleitt hegðað sér vel. Hins vegar kann svo vel að fara að afstaöa manna breytist, þegar ferða- mannatimabilið gengur í garð, en það notfæra margir sér til að drýgja tekjurnar þannig að þeir geti séð sér sæmilega farboröa það sem eftir er ársins. sem hafa t.a.m. aðrar skoðanir en ráðamenn í Sovétríkjunum, eru fyrirlitnir og kallaðir öllum illum nöfnum, en sameiginlegt með þeim öllum, að áliti stjórnvalda, er það, að þeir stundi andsovézka starfsemi, eins og það er kallað. Þetta er í raun og veru megin- munurinn á lýðræði og einræði. Og hvað sem um lýðræðið má segja, hefur Islendingum ávallt þótt það eftirsóknarverðara en það myrkviði, sem ávallt fylgir í kjölfar einræðisstefna, hvort sem þær eru til hægri (t.a.m. Chile) eða vinstri (Kommúnistaríki). Það var íhugunarefni að hlusta á kempurnar fyrrnefndu fjalla um þessi atriði og komast að sömu niðurstöðu, þ.e. að stjórnmála- menn séu ekki einhver stöðluð stétt, þar sem allir eru eins, held- ur stétt ólikra einstaklinga, sem þurfa að vinna hugsjónamálum sinum fylgi, en koma þeim ekki alltaf í höfn nema með samning- um og málamiðlun. Slikar málamiðlanir virðast fara mjög í taugarnar á ýmsum þeim sem sjá helzt ekki annað en spillingu, þar sem stjórnmála- menn koma við sögu (a.m.k. póli- tískir andstæðingar) og eiga stjórnmálamenn ef til vill ein- hvern þátt i því, eins og fram kom i fyrrnefndum sjónvarpsþætti, því að þeir reyna stundum að svara spurningum fjölmiðla með vífillengjum og undanbrögðum. En það á við stjórnmálamenn eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, að svo margt er sinnið sem skinnið. Og nauðsynlegt er að gleyma þvi ekki, að málamiðlun leiðir stund- um til spillingar því miður. Þó að utanaðsteðjandi hætta sé mikil eins og tímarnir eru, þá stafar okkur meiri hætta af okkur sjálfum; ef innviðirnir eru maðk- smognir, hrynur þ.jóðfélagsbygg- ingin. Öréttlæti er eins og ormar í viðnum; t.a.m. i ú>-e!tum <>g órétt- látum skattalögum eins og við búum við nærast þessir ormar og éta innviði þjóðfélagsins. Okkur er ef til vill nauðsyn- legra nú en nokkru sinni að efla lýðræðislega hugsun með íslenzku þjóðinni og virðingu fyrir þingræði og hvetja hana til að standa vörð um arfieifð sina. Ekkert er Islendingum eins í blóð borið og þingræði. Á Þjóðveldis- öld fer það saman við aðra helztu þætti menningar og þjóðlífs eins og sagnaritun og skáldskap og er eftirminnilegt að sjá, hversu mikil rækt lögð er við þingræðið í mestu bókmenntagersemum þjóðarinnar til forna. Lög voru líka eitt það fyrsta sem skrifað var á íslenska tungu. Þannig á lögfræði virkan þátt í þróun tung- unnar, ekki síður en t.a.m. Kristinn dómur. A sama hátt og okkur er nauð- synlegt að veita stjórnmálamönn- um eins mikið aðhald og unnt er, svo að þeir afvegaleiðist ekki né noti völd sín og aðstöðu 1 neikvæð- um tilgangi, þá er okkur einnig bæði holt og skylt að styðja við bakið á þeim mönnum, sem fastast fylgja fram hugsjónum þingræðisins og er það ekki sízt nauðsynlegt nú, þegar ýmis öfl leggjast á eitt um að sverta þennan dýrmætasta arf okkar frá fornu fari. Þessi öfl eru bæði utan þings og innan. Að líta sér nær Að vísu kom ekki ýkja margt fram um reynslu Eysteins og Hannibals í fyrrnefndum þætti, enda erfitt að koma sliku við í sjónvarpi, þar sem hver minúta virðist gulls í gildi og fátt brotið til mergjar, en oftast látið nægja að stikla á stóru með þeim hætti, að sjaldnast verður eftirminnilegt. Að þessu komu þeir Eysteinn og Hannibal að vísu einnig, þegar þeir ræddu um stjórnmálamenn i rikisfjölmiðlum, bæði útvarpi og sjónvarpi, og gagnrýndu báðir, hversu litinn tíma spyrjendur gæfu sjálfum sér og öðrum til þess að komast að rótum mikil- vægra mála. Eysteinn lagði sér- staka áherzlu á það, að hann hefði þungar áhyggjur af þvi, hversu yfirborðslegar stjórnmálaumræð- ur væru orðnar í þessum fjölmiðl- um og má það raunar til sanns vegar færa. Báðir höfðu þessir gömlu stjórnmálamenn áh.vggjur af því, hversu auðveldlega stjórn- málamenn kæmust stundum frá spurningum, sem að þeim væri beint, en einnig er það rétt, að spyrjendur eru oft og einatt hvorki nógu hlutlausir né nógu vel að sér i þvi efni, sem þeir taka sér fyrir hendur að fjalla um i fjölmiðlum, til að nokkur von sé til þess, að þeir geti fengið skýr og afdráttarlaus svör. Það er vitað mál, að til þess að fá slík svör má spyrjandinn ekki vera verr að sér í viðfangsefninu en sá, sem spurður er. Helzt þyrfti hann að vera betur að sér. Við þurfum nú um stundir mest á því að halda, að fólk sé vel upplýst og geti dregið réttar ályktanir af réttum upplýs- ingum; að ekki sé unnt að afvega- leiða það vegna fákunnáttu eða rugla það i riminu með skírskot- un til lágra hvata, einsog stundum er reynt i pólitizkum umræðum. Þeim er þvi mikill vandi á höndum sem taka að sér að upplýsa þjóðina í fjölmiðlum, ekki sízt rikisfjölmiðlunum, og verða að una því að miklar kröfur eru til þeirra gerðar, ekki siður en hinna sem við þjóð- og stjórn- mál fást. Þröngsýni eða fordómar fréttamanna eru löstur, sem stundum ber meira á en fróðleiks- fýsn og löngun til þess að fá rétt svör og upplýsandi niðurstöður. Fjölmiðlar eru ekki dómstóll. heldur eins konar skóli, þangað sem þjóðin á að geta sótt fróðleik og upplýsingar, svo að hún sé betur búin undir það að lifa i landi sinu og draga .réttar ályktanir af þeim umræðum sem hæst ber hverju sinni. Upplýst fólk ætti að móta betra þjöðfélag en óupplýst, en þó er það ekki einhlítt, eins og dæmin sýna. Það er því ekki alltaf við stjórnmála- mennina eina að sakast. þegar þeir reyna að komast létt út úr stjórnmálaumræðum i rikisfjöl- miðlunum. Eða hvað segja menn t.a.m. um afgreiðslu mála i æðstu menntastofnun þjóðarinnar, Háskólanum, sem ætti að vera frjáls og óháð og gjörsamlega laus við pukur og fordóma, og ekki sizt pólitiska þröngsýni, en virðist þvi miður langt frá þvi laus við þessa bresti, jafnvel læknadeildin hefur fallið i slæma gryfju. Og svo tönnlast menn á óheilindum og óvönduðum vinnubrögðum hjá stjórnmálamönnum og blaða- mönnum. Maður, líttu þér nær(!) I stjórnmálum eru bæði til góð- ir og vondir stjórnmálamenn í öll- um flokkum, ábyrgir og ábvrgðar- lausir, fordómafullir og viðsýnir yfirborðslegir og hreinskilnir sér- stæðir og litilsigldir eins og raunar i öllum stéttum. Og fyrst Eysteinn og Hannibal minntust á fréttamenn og ritstjóra. verðum við að játa, að þeir hafa einnig fyrrnefnda kosti og galla. ekki síður en aðrir. Þeir eru ekki allir eins. Staðlaðir blaðamenn eru ekki til frekar en staðlaðir stjórn- málamenn. Og enda þótt starf blaðamanna kalli á hörð viðbrögð og misjafna dóma ekki síður en störf stjórnmálamanna. er ekki Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.