Morgunblaðið - 22.08.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976
Smyrill með 95 farþega
til Seyðisfjarðar í gær
Seyðisfirði 21. ágúst.
SMYRILL kom til Seyðisfjarðar f
dag með 95 farþega og 17 bfla.
Voru það mest Íslendingar á
heimleið sem með skipinu komu.
Með Smyrli fóru 215 farþegar og
57 bflar. Þetta eru færri farþegar
en verið hafa með skipinu f und-
anförnum ferðum. Sfðasta ferð
skipsins f sumar verður farin 11.
september.
Verið er að leggja olíumöl á
nokkrar götur f bænum núna, en
fyrir nokkrum árum var lagt á
helztu umferðargötur f bænum,
og er unnið að endurbótum á
þeim götum. jafnframt þvf sem
lagt er á aðrar götur.
Sveinn.
Valur og IR mætast í
úrslitaleik útimótsins
ORSLITALEIKIR f útimótinu f
handknattleik fara fram við Aust-
urbæjarskólann f dag og það
verða Valur og IR, sem leika til
úrslita f meistaraflokki karla. 1
fyrrakvöld léku Valsmenn gegn
FH og var þar um mikla baráttu
að ræða. t leikhléi var jafnt,
10:10, og allan seinni hálfleikinn
skiptust liðin á að hafa forystuna,
sem mest varð þó tvö mörk. Valur
var tveimur mörkum yfir þegar
nokkrar mfnútur voru eftir, en
FH-ingum tókst að jafna 22:22
nokkrum sekúndum fyrir leiks-
lok. Það dugði FH-ingum þó
skammt þvf þó liðin yrðu jöfn að
stigum þá var markatala Vals-
manna hagstæðari.
ÍR-ingar unnu Hauka 13:11 i
fyrrakvöld og tryggðu iR-ingar
sér þannig sigur f riðlinum. Is-
landsmeistararnir í útihandknatt-
leik í fyrra, Víkingur, sigraði síð-
an lið Gróttu 21:14 og leika Vík-
ingarnir um þriðja sætið f mótinu
í dag gegn FH-ingum. Leikur
þeirra hefst klukkan 14, sfðan
leika FH og Valur til úrslita í
meistaraflokki kvenna og loks
hefst svo úrslitaleikurinn í mfl.
karla um klukkan 16.15.
Verklegar framkvæmdir
fyrir 152 milljónir kr.
Stykkishólmi, 10. ágúst —
REIKNING AR Stykkishólms-
hrepps fyrir árið 1975 voru ný-
lega samþykktir af hreppsnefnd.
Samkvæmt þeim voru helztu út-
gjaldaliðir hreppsins sveitar-
stjórn 3 millj., heilbrigðis og
tryggingarmál 6,2 millj., fræðslu-
mál 8,5 millj. Rekstrarútgjöld
fóru ekki nema 13% fram úr
áætlun og má það heita gott á
þessum verðbólgutfmum.
Á árinu voru verklegar fram-
kvæmdir i Stykkishólmi 152 millj.
Stærstu liðir félagsheimili og hót-
el 70 millj., hafnargerð 40 millj.,
gatnagerð 23 millj., leiguíbúðir og
verkamanna 7 millj., íþróttavöll-
Vitni vantar
ur 6 millj. Á fjárhagsáætlun fyrir
árið 1976 er áætlað að verja til
gatnagerðar 28 millj., hafnargerð-
ar og vatnsveitu 13 millj. leigu-
fbúða og verkam. 40 millj. og fé-
lagsheimili og hótel 35 millj. Ut-
svör eru rúmar 51 millj., aðstöðu-
gjöld rúmar 8 millj. Hæstu út-
svarsgreiðendur eru Stefán Sig-
urkarlsson lyfsali 457 þús. Pálmi
Frfmannsson héraðslæknir 416
þúsund, Klæmint Antoniusson
tannlæknir 402 þúsund. Fyrir-
tæki Sig. Ágústssonar greiðir
hæst aðstöðugjald 1280 þúsund.
Félagsheimilinu var að mestu lok-
ið á þessu ári, en eftir er 'að ljúka
innréttingum hótels og standa
vonir til að fyrirgreiðsla fáist hjá
þeim sjóðum sem lána eiga til
ferðamála, svo hægt sé að ná því
Framhald á bls. 43
Ljósm. Friðþjófur.
Svipmynd frá rigningarsumri
SLYSARANNSÖKNADEILD lög-
reglunnar hefur beðið Mbl. að
auglýsa eftir vitnum að ákeyrslu,
sem varð aðfaranótt 18. ágúst s.l.
Þá var ekið á bifreiðina R-19546,
sem er grá Volkswagenbifreið,
þar sem hún stóð fyrir framan
Háaleitisbraut 17. Bifreiðin dæld-
aðist hægra megin. Talið er lík-
legt að blárri bifreið með topp-
grindarboga á þaki hafi verið
bakkað á bifreiðina. Þeir sem
upplýsingar geta veitt f málinu
eru beðnir að snúa sér til slysa-
rannsóknadeildarinnar.
Skattstjórinn í Reykjaiieskjördæmi:
Fleiri kærur vegna
viðhalds fasteigna
Áttugasta leikár Leikfélags Reykjavfkur er nú að hefjast. I gær komu saman f Iðnó leikarar féagsins
og starfsfólk til þess að undirbúa leikárið.
SAMKVÆMT upplýsingum Reykjaneskjördæmi munu hafa
Sveins Þórðarsonar skattstjóra f borizt um 1700 til 1800 skattakær-
ur til embættisins, en alls eru
framtöl f umdæminu um 20 þús-
und. Er þetta mjög áþekkur
fjöldi og borizt hefur undanfarin
ár að sögn skattstjórans — þó
munu þær vera eitthvað fleiri en
vant er.
Sveinn Þórðarson sagði að það
sem fjölgaði kærunum nú væri
viðhaldskostnaður fasteigna. Áð-
ur fyrr var frádráttur vegna við-
halds prósenta af fasteignamati,
en nú er viðhaldið samkvæmt
reikningum. Sagði Sveinn að
þegar svo væri, yrði þessi frá-
dráttarliður eilíft ágreiningsefni
— hvað skuli teljast viðhald og
hvað endurbætur. Hefur þetta
heldur fjölgað kærunum.
Þá sagði skattstjórinn að f
Hafnarfirði og Kópavogi hefðu
verið umfangsmiklar hitaveitu-
framkvæmdir og kvað hann menn
hafa haft tilhneigingu að ein-
hverju leyti til þess að setja út-
gjöld sín þess vegna undir við-
haldskostnað og hefur það leitt af
sér bréfaskriftir og kærumál. Enn
kvað hann kærur vera að berast,
en þær væru auðvitað of seint
Framhald á bls. 43
Alvarlegt
umferðar-
slys 1
Kópavogi
ALVARLEGT umferðarslys varð
f Kópavogi snemma f gærmorgun.
23 ára gamall maður varð fyrir
bfl á Nýbýlavegi. Hann höfuð-
kúpubrotnaði og hlaut innvortis
meiðsli og Iiggur nú á gjörgæzlu-
deild Borgarspftalans og er ekki
talinn vera úr lffshættu.
Maðurinn er hljómlistarmaður
og var hann á leið heim til sin á
sjötta tímanum í gærmorgun eftir
að hafa verið að spila úti á landi.
Var hann á Nýbýlavegi og ætlaði
yfir götuna niður i Furugrund.
Kom þá fólksbfll aðvífandi og
lenti maðurinn fyrir honum.
Hann var strax fluttur á slysa-
varðstofuna, þar sem gerð var á
honum mikil aðgerð.
Mikil berja-
spretta og góð tíð
í Fáskrúðsfirði
Fáskrúðsfirði, 21 ágúst.
TlÐ hefur verið með eindæmum
góð hér í sumar og í dag er hér
glampandi sól og hiti. Smærri bát-
ar hafa aflað vel að undanförnu
og næg vinna er á staðnum.
Bændur hafa velflestir lokið hey-
skap og notið góðviðrisins við þau
störf. Berjaspretta hér um slóðir
er með mesta móti og krækiberin
sem hér vaxa einkum stór og mik-
il. Albert.
Ræða sjónvarps-
samvinnu
um gerfihnetti
HINN 24. ágúst hefst í Reykjavík
fundur norrænna ráðuneytis-
stjóra og munu þeir fjalla um það
hvernig unnt verði að nota gervi-
hnetti og þá möguleika, sem þeir
veita í þágu sjónvarpssamvinnu
Norðurlanda. Fyrir íslands hönd
situr þennan fund Birgir Thorl-
acius, ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu.
Tregt á loðnunni
1 GÆRMORGUN vissi loðnu-
nefnd um afla fjögurra loðnu-
báta, sem voru á leið til lands.
Þeir voru Asgeir með 280 tonn og
Gfsli Arni með 430 tonn og
ætluðu þessir bátar-með aflann
til Siglufjarðar. Hilmir var með
250 tonn og Ásberg með sama
afla. Þessi skip ætluðu til Reykja-
vfkur með sinn afla. Veiðisvæði
bátanna var f gær um 120 mflur f
norðvestur af Siglunesi og allt
vestur að svæði norðaustan við
Straumnes.
Effie Briest —
mánudagsmynd
HÁSKÓLABtÓ sýnir nú á mánu-
dögum kvikmyndina Effie Briest,
sem gerð er af Þjóðverjanum
R.W. Fassbinder, sem nú er með-
al þekktustu leikstjóra Þjóðverja.
Hefur hann stjórnað hvorki
meira né minna en 25 kvikmynd-
um, þótt hann sé aðeins 40 ára.
Kvikmyndin fjallar um gifta
konu, sem fær leið á tilbreytinga-
lausu hjónalifi og tekur sér friðil.
Maður hennar kemst ekki að
þessu fyrr en eftir 6 ár og drepur
þá kokkálinn f einvígi, en rekur
konuna út á gaddinn. í banaleg-
unni játar hún að hafa uppskorið
svo sem hún hafi verðskuldað.
Effie Briest er gerð eftir skáld-
sögu Theodore Fontane, sem var
Þjóðverji og uppi á árunum
1819—98.