Morgunblaðið - 03.10.1976, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.10.1976, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1976 47 Þar sem fagmennirnir verzla, er yóur óhætt BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000 Eldur borinn f Ofanleiti. Mennirnir standa á fiugbrautinni, sem var svo gott sem kominn að húsinu. SAfel Gamalt hús undir fallhamri tæknivæðingarinnar. Heimaklettur f fjarska. var lausn fremur en önnur, hann minnti stöðugt á að fordómar voru verstu óvinir mannlegs vits og þroska og svo kenndi hann okkur einnig prakkarastrik I góðu. Þann- ig var bóka og vinnuherbergi hans veröld vfðsýni, og smá- smuguháttur var ekki til f fasi hins brosmilda og ástsæla klerks. Séra Halldór húsvitjaði oft og venjulega kom hann með ákveðnu Framhald á bls. 36 horfid spekingur og gamansamur mjög, orti mikið af sálmum og talaði 1 5 tungumál reiprennandi. Við peyjarnir sem ólumst upp fyrir ofan hraun, komum oft til hans og það var alltaf jafn undarlegt að skjótast úr heimi ærsla og ævin- týra Ofanbyggjarapeyja og inn f heim alvarlegustu umræðna við klerkinn á Ofanleiti. Hann ræddi við okkur um skáldskap, um stjómmál þar sem engin kenning Prestssetrid Ofan- leiti í Eyjum rifið PRESTSSETRIÐ að Ofanleiti í Vestmannaeyjum var rifið til grunna f sfðustu viku, en prestur hafði ekki búið þar síðan 1961 er séra Halldór heitinn Kolbeins lét af preststörfum. Prestssetur hefur verið fyrir Ofan hraun í Vest- mannaeyjum allt síðan um árið 1000. Húsið serrt nú er búið að rífa var þrílyft steinhús, byggt árið 1927. Húsið stóð á Ofanleitis hrauni á svæði Ofanbyggjara og gnæfði mót vestri, hafi og fjöllum. Þegar séra Halldór lét af störfum tók séra Þorsteinn L. Jónsson við af honum en hann settist að í kaupstaðnum og Ofanleiti var selt Flugmálastjórn, því húsið þótti standa of nærri flugbrautinni. Síð- an 1961 hafa ýmsir búið á gamla prestssetrinu, en sfðast bjó þar Árni Óli Ólafsson frá Suðurgarði ásamt fjölskyldu sinni. Það er eins með hús og skip, um hvorttveggja talar fólk oft eins og lifandi verur og fólk getur átt sterkar tilfinningar bæði til skipa og húsa. Ekkert tæki er eins mikill hluti af manninum og skip og hús geta orðið beztu vinir þeirra sem þau hýsa og jafnvel þeirra sem aðeins ganga hjá. Mörgum þótti sárt að sjá prestssetrið rifið til grunna, manneskjulegt hús þar sem mikil tilþrif höfðu átt sér stað, hús sem hafði hýst bragð- mikið fólk, skáld, heimspekinga, mæta klerka, og þessu húsi fylgdi reisn þess sem hugsar of horfir hátt. En tæknivæðingin læturekki að sér hæða. Þaðan sem fyrrum sá til hins vfða suðurs úr gluggum Ofanleitis, blasti síðustu ár við snarbrattur malarkambur flugvall- arins sem teygður hefur verið óþarflega langt til vesturs aðeins af því að það var nóg til af efni eftir gosið 1973. 100 metrum styttri var flugvöllurinn fyllilega nógu langur og þá* hefði Ofanleiti getað staðið með reisn sinni til nota fyrir einhvers konar félags- starfsemi. Á þessum sfðustu hundrað metrum grófust einnig undir flugbrautarendann gamli kirkjugarðurinn á Stöðli og sfðasta bæjargarðshleðslan sem til var f Vestmannaeyjum, grjótgarðurinn f kring um Svaðkot. Ef til vill munu menn einhvern tfma f framtfðinni sýna fornum minjum þá virðingu og framtak að snara flugvallarend- anum burtu og leyfa Svaðkots- garðinum að blasa við. Eldur var borinn í prestssetrið og ekki leið á löngu þar til innviðir þess fóru að stynja með braki og brestum. Siðan voru stórvirk tæki sett á húsið sem kvarnaðist smátt og smátt niður. Manneskjulegt hús lét undan tæknikrafti, gamlar minningar hússins voru bornar út. Sfðustu 150 árin sátu 6 prestar á Ofanleiti. Séra Jón Austmann sat þar frá 1827 til 1858, en kunnar eru sóknarlýsingar hans. Brynjólfur Jónsson sat þar frá 1860-1884, en hann hafði verið settur prestur þar 2 ár fyrir 1860 og aðstoðarprestur séra Jóns var hann frá 1852. Séra Brynjólfur stóð m.a. að stofnun bókasafnsins f Eyjum og stofnun Bátaábyrgðar- félags Vestmannaeyja. Á eftir honum var prestur á Ofanleiti séra Stefán Thordesen frá frá 1 884 til 1889. Þá kom séra Oddgeir Guð- mundsson 1889 til 1924 er séra Sigurjón Þ. Árnason gerðist Ofan- byggjari og gegndi embætti þar til séra Halldór kom til Eyja 1 945. Séra Halldór var stórmenni og með jákvæðari mönnum sem hægt var að hitta. Hann var heim- Gólfdúkurinn irá Þar sem mikið er gengið, hef- ur BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. Prestsetrið Ofanleiti, fyrir nokkrum árum. Þar sem mennirnir eru á gangi var gamli kirkjugarðurinn, Stöðuil og lengst til vinstri á myndinni sést gamla Svað- kotsgrjótgarðinn en bæði grjótgarðurinn og Stöðull- inn hvfla nú undir vestur- enda flugbrautarinnar, sem gnæfir þarna á háeynni eins og einhver misskilningur f landinu. Ljósm.vndir JMbl. Sigurgeir f Eyjum. Hús með reisn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.