Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 235. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hua Kuo-feng fæðzt í kringum 1920 og hann sé því 56 ára að aldri. Þá er einnig talið að hann hafi flutzt suður á bóginn til Hunanhéraðs 1930—1940 og nafns hans er fyrst getið i opinberum skjölum árið 1955, er hann varð ritari komm- únistaflokksins i Hsiangtansýslu i Hunan. Talið hafði verið að hann væri Hunanmaður þar til frétta- menn tóku eftir þvi í veizlu I Ródesíuviðræð- urnar í hættu Dar es Salum 9. október Reuter SNURÐA virðist hafa hlaupið á þráðinn f sambandi við fyrirhug- aða ráðstefnu um framtfð Ródesfu, þar sem tveir mikil- vægustu leiðtogar þjóðernis- sinnahre.vfinganna f Ródesfu hafa sett skilyrði fyrir þátttöku. Þeir Joshua Nkomo og Robert Mugabe tilkynntu á blaðamanna- fundi i Dar es Salam, að þeir myndu því aðeins sækja ráóstefn- una, að henni yrði frestað um hálfan mánuð frá 23. október og að viðræðurnar yrðu aðeins milli nýlenduveldisins, Bretlands og þjóðernissinna blökkumanna i Ródesíu. Þeir sögðu á blaða- mannafundinum: „Ef kynþátta- hatarinn Ian Smith og einhverjir af samstarfsmönnum hans mæta á ráðstefnunni munum við aðeins líta á þá sem hluta af brezku sendinefndinni." Engin viðbrögð voru komin við þessari yfir- lýsingu er Mbl. fór í prentun. Leiðréttingar Fords auka vandræði hans ar teldu ekki að þeir ;/rðu að eilifu ofurseldir Rússum — ef þeir væru ofurseldir þeim“. Þeg- ar fréttastofur sendu út fréttir um að Ford hefði bætt gráu ofan á svart var hlé gert á kosninga- ferðinni svo hann gæti gefið nán- ari skýringu og hann sagði i Glendale City skammt frá Los Angeles: „Það er Rörmulegt að Rússar hafa nokkur herfylki i Póllandi. Ég vona að Pólverjar geti fundið aðra lausn I framtið- inni.“ Þegar Ford kom til Lawton í Oklahoma á leið til Dallas hringdi hann i leiðtoga fjölmennustu samtaka pólskra Bandarikja- manna i Chicago Aloysius Mazewsk’. Mazewski sagði að Sor- setinn hefði beðizt afsökunar. „Hann kvaðst gera sér fulla grein fyrir yfirráðum Rússa i Póllandi og harma ummæli sín sem hefðu verið blásin upp." Forsetinn virtist utan við sig þegar hann kom til Lawton og fór linuvillt þegar hann hélt kosningaræðu. Einu sinni í ræð- unni kallaði hann herstöðina í Lawton „þjóðgarð”. Jafnframt hefur Carter gagn- I rýnt Ford fyrir að gera ekki | hreint fyrir sínum dyrum vegna Framhaid á bls. 47 Peking, skömmu eftir að hann var skipaður forsætisráðherra, að hann talaði með Shansihreim. Þegar kornuppskerubresturinn varð I Kina 1959 og áætlun þeirra, „Hið stóra stökk fram á við“, fór út um þúfur, var Hua falin yfir- stjórn matarskömmtunaráætluna- innar i Hunan. Hann skipaði sér sess sem sérfræðingur um land- búnaðarmál 1965, er hann hafði yfirumsjón með gerð mikilvægs áveitukerfis i fæðingahéraði Maos, Shaoshan. Fyigdi hlutleysisstefnu Hua kleif upp virðingastiga kommúnistaflokksins i Hunan á timum menningarbyltingarinnar og varð aðstoðarhéraðsstjóri I Hunan 1968. Hua mun hafa verið andsnúinn rauðu varðliðunum á fyrstu dögum menningarbylting- arinnar, en sá fljótt að sér og tók upp hlutleysisstefnu, sem er aðal- ástæðan fyrir þvi að hann I dag er formaður kinverska kommúnista- flokksins. Hua var maður, sem hin stríðandi öfl valdabaráttunn- ar í Kína gátu sameinazt um, eft- irlát Chous og brottrekstur Teng Hsiao-pengs, sem hafði tekið við flestum skyldustörfum Chous, er hann lá banaleguna. Hans var fyrst getið sem leiðtoga innan flokksins og ríkisstjórnarinnar 1971 i Peking, 1975 var hann kjör- inn aðstoðarforsætisráðherra og öryggismálaráðherra og gegndi þeim störfum þar til hann, öllum að óvörum var skipaður forsætis- ráðherra I april sl. SILFUR HAFSINS — SlldvrlAar hring- nótabáta hafa gengió vel, frá þvf að veió- ar hófust 25. september s.l. Hefur sfldin einkum fengizt á tveimur stöóum þ.e. austur af Vestmannaeyjum og austan vió Ingólfshöfða. Morgunblaðsmenn brugðu sér út með einum sfldarbátnum, Albert frá Grindavfk, f fyrradag og var þessi mynd þá tekin, en um 40 tonn af sfld fengust þá f einu kasti skammt úti af Alviðru, og sést aflinn hér f pokanum á sfðunni. Ljósm. Mbl RAX Lawton, Oklahoma, 9. október. Reuter. FORD forseti hefur tvívegis reynt að bjarga sér úr erfiðleik- um sem hann hefur komizt f vegna ummæla sinna um Austur- Evrópu f sjónvarpseinvfginu við Jimmy Carter, en f bæði skiptin hlaupið á sig og aukið á vandræði sfn. Hann hefur greinilega komizt f varnarstöðu vegna ummælanna og orðið að biðja forystumenn Randarfkjamanna af austur- evrópskum ættum afsökunar á þessu. Carter hefur óspart notað sér ummælin sem voru á þá leið, að Austur-Evrópa væri ekki undir sovézkum yfirráðum, kallað þau óraunsæ og smekklaus og sagt þau kunna að bera vott um að Ford hafi verið heilaþveginn þeg- ar hann var á ferð f Austur- Evrópu. Leiðréttingar Fords urðu til þess eins að rugla menn i ríminu. Fyrst reyndi hann að klóra í bakk- ann þegar hann sagði kaupsýslu- mönnum í Pasadena að „Pólverj- Peklng 9. oktAber Reater — AP — NTB. HUA Kuo-feng, forsætisráðherra Kfna, hefur verið kjör- inn formaður kínverska kommúnistafiokksins og arftaki Mao Tse-tungs, sem lézt fyrir mánuði. Þegar Morgun- blaðið fór f prentun sfðdegis f gær hafði kfnverska stjórnin ekki staðfest kjör Huas opinberlega, en tilkynn- ing um kjörið var birt á stórum veggspjöldum f Peking og háttsettur kfnverskur embættismaður sagði við vest- ræna diplómata f Peking: „Hua hefur tekið við.“ Erlend- ir sendimenn og fréttamenn höfðu búizt við meiriháttar opinberri tilkynningu frá þvf í dögun, er tilkynnt var að Hua hefði verið kjörinn formaður stjórnmálaráðs kfn- verska kommúnistaflokksins og að honum hefði verið falið að sjá um ritstjórn og útgáfu á öllum verkum Maós formanns. Virðist þvf sem hinn hægláti 56 ára gamli Hua, sem var nær óþekktur erlendis þar til hann var skipaður forsætisráðherra fyrr á þessu ári að Cho En-lai látnum, hafi tryggt sér full völd í Kína með yfirstjórn hersins, ríkisins og flokksins. Lítið um hann vitað Mjög litið er vitað um hinn nýja Það vakti athygli fréttamanna I Peking að þar I borg voru engin skipulögð hátiðahöld eða trumbu- sláttur eins og oft er venja er tilkynnt er um meiriháttar embættisskipanir og ró og kyrrð hvildi yfir borginni i kvöld að loknum vinnudegi. Telja þeir hugsanlegt að ekki verði af há- tíðahöldum, þar sem aðeins mán- uður er liðinn frá láti Maós for- manns og tilkynnt var í Peking í gær, að lik hans myndi liggja á viðhafnarbörum í grafhýsi til að kinverska þjóðin gæti vottað hon- um virðingu sina. leiðtoga kinversku þjóðarinnar en staðfest hefur verið, að hann sé fæddur I Shansihéraði. Ekki hefur fengizt staðfest hversu gamall hann sé né hvort hann sé kvæntur, en talið er að hann hafi Ford á kosningaferðalagi. Sluppu med naumindum Belfast 9. október. Reuter FARÞEGAR f járnhrautarlest sem fór frá Belfast I gærkvöldi sluppu með naumindum Iffs af þegar farþegar fundu tvívegis sprengjur f lestinni. Fyrri sprengjan fannst i lest- inni skömmu áður en hún fór frá járnbrautarstöðinni. Sprengjan sprakk örfáum mínútum eftir að hún var afhent lögreglunni. Lestin fór áður en öryggisverðir gátu leitað að fleiri sprengjum. Þegar lestin hafði farið 15 km sá farþegi aðra sprengju. Lestin nam staðar og 30 farþegar sem í henni voru forðuðu sér út. Sprengjan var gerð óvirk. Hua Kuo-feng leiðtogi kínversku þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.