Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÖBER 1976 meira en helming af stöðum í landinu réttindalausu fólki, þá þarf aldeilis að taka til höndunum. Þetta er vandamál, sem snertir miklu fleiri en aðeins viðkomandi kennara, heldur þjóðina i heild. Það hlýtur að vera krafa foreldra í landinu að þannig sé búið að kennurum landsins, að hægt sé að velja úr hæfu fólki til þess að annast kennslu og uppeldi barn- anna, en ekki þurfi að taka hvern sem er til þeirra starfa Sigrún Guðmunds- dóttir, kennari við Vogaskóla. Ég vil taka það fram, að það, sem ég segi hér, eru minar skoðanir, og ég tala ekki fyrir hönd stéttarfélagsins eða annarra aðila, en þetta hef ég að segja: 1. Laun rikisstarfsmanna hafa dregizt gífurlega aftur úr launum á almennum vinnumarkaði, og er að skapast hættuleg ólga meðal ríkis- starfsmanna vegna þess. 2. Óánægja er með misræmi i kennsluskyldu kennara á grunnskóla- stigi Það er sjálfsögð krafa okkar, að kennarar á grunnskólastigi með sömu menntun hafi sömu laun fyrir sömu störf. Einnig er knýjandi að leiðrétta misræmi á greiðslu fyrir yfirvinnu kennara á grunnskólastiginu. 3. Verkfallsréttinum, sem ríkisstarfs- menn hafa öðlazt, er mjög áfátt og er nánast gagnslaus, vegna þess að öll aðildarfélög B S.R.B. verða öll sem eitt að segja upp samningum og boða til verkfalls. Auðvitað væri verkfallsréttur- inn áhrifameiri, ef öll aðildarfélögin stæðu saman að boðun verkfalls, en vegna ólíkrar uppbyggingar félaganna og fjölda ólíkra starfsgreina, er verk- fallsrétturinn nánast gagnslaus Að sjálfsögðu er ótal margt fleira, sem við erum óánægð með, t.d leng- ingu á vinnutima barnakennara með þvi að stytta jólafri og fella niður mánaðarfri, án þess að nokkur greiðsla komi i staðinn. Kennarar við Hafralækjaskóla í Þingeyjarsýslu. Við teljum það ekkert vafamál, að kennarar á barnaskólastiginu, þ.e.a.s. sem kenna börnum i 1 — 6 bekk eru beittir misrétti í launamálum. Það kemur víða fram, en fyrst og fremst i því að þeir hafa lægri laun en kennarar i 7. — 9. bekk grunnskóla Þeir hafa auk þessi meiri kennslu- skyldu og i skólum sem starfa 8 mánuði á ári, eins og t.d. skólinn hér, er kaup þessara kennara skert um 1/12. Laun annarra kennara eru hins vegar ekki skert, þó þeir leysi af hendi nákvæmlega sambærilega vinnu. Við gerum okkur kannski betur grein fyrir þessu en kennarar i öðrum skól- um þar sem barna- og gagnfræða- skólar eru aðskildir, einmitt vegna þess að hér vinna allir kennarar hlið við hlið, i hvaða bekk sem þeir kenna. Svo er annað, sem við teljum alveg fáránlegt, og það er hvernig gamla kennaraprófið er metið til stiga i sam- bandi við launaflokka. Það er nú orðið þannig að fólk sem er að koma út úr Kennaraháskólanum fer strax i hærri iaunaflokk en kennarar, sem hafa unn- ið i fjölda ára, og hafa kennarapróf samkvæmt gamla kerfinu. Þarna er starfsreynslan einskis metin, nema siður sé. Þetta eru þau helztu atriði, sem við teljum að verði að lagfæra til að kenn- arar á barnaskólastiginu geti unað sin- um hlut sæmilega. Fyrir skömmu var haldið hér haust- þing kennarasamtakanna hér á þessu svæði og þar voru þessi mál rnikið rædd og rikti alger einhugur meðal manna um að fá úrlausn sinna mála Það eru náttúrulega ýmsir möguleikar ónýttir, ef í hart fer, og má m a nefna það, að losna við ófaglært fólk úr stéttinni, en það fólk hefur viða bjarg- að miklu i þeim kennaraskorti sem verið hefur, og þá sérstaklega úti á landi. En það gefur lika auga leið að þetta fólk heldur okkur hinum, sem höfum réttindi, niðri i launum. Halldór Þórðarson, kennari við Hvassaleitisskóla. Kennsla er fjölbreytt og skemmtilegt starf, þess vegna eru ennþá eftir all- margir góðir og vel menntaðir kennarar i stéttinni, en sifellt verður erfiðara að fá menntað fólk til kennslu. Helztu ástæður fyrir þessari þróun eru m a. þessar: 1. Meðan laun kennara eru þannig að ekki fæst kennaramenntað fólk í kennarstöður, getur hver sem er fengið stöðu. 42% þeirra sem ráðnir voru til starfa s.l haust voru réttindalausir. Auðvitað má að nokkru um kenna sinnuleysi okkar stéttarfélaga. sem lát- um þetta viðgangast átölulaust Meðan kennaramenntuninni er sýnd slik vanvirðing er ekki að búast við þvi að sums staðar við svo mikil þrengsli að öryggiseftirlit hefur margoft gert þar árangurslausar athugasemdir við. Margt fleira mætti tína til, s.s. bóka- safnsaðstöðu og vinnuaðstöðu kennara, en þetta verður látið nægja að sinni. Að minu mati eru þvi helztu úrbætur þessar: 1 Stöðva ráðningu réttindalausra kennara. 2. Launahækkun til að fá faglært fólk, sem nóg er af, en sinnir öðrum störfum. 3. Lækka kennsluskyldu til samræmis við það, sem gerist á hinum Norðurlöndunum. 4. Stórbæta starfsaðstöðu nemenda og kennara i skólum landsins. Kristinn Helgi Halldórsson kennari á Egilsstoðum. kennarastarfið sé metið sem skyldi, hvorki af stjórnvöldum né almenningi. T.d. má nefna það að forráðamenn Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands réðu einn réttindalausan kennara nú í haust Ennfremur lagði Fræðsluráð Reykjavik- ur til við menntamálaráðherra að ráða réttindalausan kennara i stöðu yfir- manns við einn skóla hér i borg og ganga þar með framhjá öðrum um- sækjanda, sem hafði full réttindi. Aðstaða i mörgum skólum, sérstak- lega úti á landi, er fyrir neðan allar hellur. Allar kennslugreinarnar, sem þarfnast sérhannaðs húsnæðis, eru af- skiptar að meira eða minna leiti. íþróttir eru kenndar i litlum loftlausum stofum, án nokkurrar baðaðstöðu Mynd- og handmenntakennsla býr Þessi atriði tel ég að þyrftu úrbóta við: 1. Kennsluskylda kennara innan grunnskóla verði samræmd, þannig að kennarar 1. — 6 bekkjar kenni jafn- marga tíma og kennarar i 7. — 9 bekk 2. Launin verði hækkuð Byrjunar- laun i t.d. B1 1 eru 89 292.— krónur. Vegna þessara lágu launa fæst réttindafólk ekki i kennslu, það sækir heldur út á hinn almenna vinnu- markað Meirihluti kennara á Austur- landi eru kennarar án réttinda 3. Aðstaða kennara i skólum verði bætt. Tvisetningu verði hætt. Framhald á bls. 20 Reynt að fara samninga- leiðina - en gripið til f jölda- uppsagna ef þörf krefur Rætt við Valgeir Gestsson formann S.Í.B. VALGEIR Gestsson er skólastjóri I Bjarnastaðaskóla í Bessastaða- hreppi. Hann er jafnframt formað- ur Sambands islenzkra barna- kennara og tók við formennsku af Inga Kristinssyni slðast liðíð vor. Valgeir rakti stuttlega helztu atriði I starfi sambandsins. — Þetta er stéttarfélag og hef- ur það markmið að vinna að al- hliða framförum I uppeldi og skólamálum og gæta hagsmuna kennara. Uppeldis- skóla- og kjaramál eru sem sagt þau má mál sem aðallega eru á dagskrá hjá okkur. Landinu er skipt i 10 fé- lagssvæði en aðalstjóm SÍB situr i Reykjavík, en hana skipa 7 manns. Þessir sjö sem sitja I aðal- stjórn eru úr Reykjavik og ná- grenni og 1 úr Árnessýslu. en i varastjórn eru 5 manns. Hún á rétt til setu á öllum fundum stjóm- arinnar. Félagsmenn í svæðafélög- unum geta þeir orðið sem hafa kennarapróf og er þetta þvi fagfé- lag. Starf stjómar sambandsins er fjölþætt, við reynum að sækja fundi svæðafélaganna eftir þvi sem hægt er og hafa flest þeirra verið með haustfundi sina nú að undanförnu. Siðustu þrjár vikur höfum við sótt marga af fundum þeirra. Við leggjum allt kapp á að halda góðu sambandi við félögin og nú eru trúnaðarmenn i um 170 grunnskólum á landinu. Þá nefndi Valgeir að sambandið hefði reglulegt samstarf við Nor- ræna kennarasambandið, NLS en það væri mjög kostnaðarsamt. „Öll starfsemi SÍB er raunar mjög fjárfrek sagði Valgeir. Félagsmenn greiða 1.2% fastra launa i félags- gjöld. Samband islenzkra barnakenn- ara er komið nokkuð á sjötta ára- tuginn. Það var stofnað árið 1 921 og hefur að sögn Valgeirs alla tíð verið virkur aðili i uppeldis- og skólamálum hér á landi. Mikið af framförum i skólamálum hefur átt upphaf sitt á þingum sambandsins sem haldin eru annað hvert ár og má m.a. nefna skólabókasöfn, en um þau var búið að fjalla I áratugi áður en lög um þau voru sett. Þá hafði sambandið afskipti af setn- ingu fræðslulaganna '46 og grunnskólalaganna. Valgeir sagði að sambandið ætti oftast sina full- trúa I opinberum nefndum sem fjölluðu um skólamál og gæfist þannig kostur á að fara mjög vandlega ofan i hvert frumvarp. Einnig væru reglugerðir sendar til sambandsins til umsagnar frá ráðuneyti og oft ætti sambandið einnig sina fulltrúa við samningu þeirra. Valgeir var spurður hvaða mála flokkur væri stærstur: — Við höfum tekið nokkuð virkan þátt i uppbyggingu skóla- mála en það verður að segjast að kjaramálin eru mjög vaxandi þátt- ur t starfi sambandsins og er þró- unin sú að setja æ meira starf i þau. Kjaramálin eru að verða flóknari og flóknari og er ég óánægður með það hversu mikið af starfi okkar fer i þau, en jafnvel þyrftum við að leggja enn meiri vinnu i þau mál. Af þessum sökum höfum við mun minni tima i annað starf. Okkar baráttumál er að ná jöfn- um kjörum fyrir allan grunnskól- ann. Nú er nokkur munur á því hvort kennt er i fyrsta til sjötta bekk eða sjöunda til niunda. Sömu menntunar er krafist fyrir altan grunnskólann og þvi finnst okkur allar forsendur fyrir kjara- mun séu brostnar. Núna er helzti munurinn sá að kennsluskylda er minni i efri bekkjum grunnskólans og að þar er álag á yfirvinnu, en ekki i neðri bekkjum grunnskól- ans. Þessi kjaramunur er mjög óþægilegur sérstaklega þar sem þetta eru oftast sömu skólarnir og þar vinna kennarar hlið við hlið með allt að 20% launamun, allt eftir þvi hvort þeir kenna i efri eða neðri bekkjum grunnskólans, og eru menn heldur óhressir yfir þvi. Þetta verður lika til þess að byrj- endakennslan er minna metin, en hana þarf einmitt að leggja mikla rækt við og mjög mikil vinna fer i undirbúning. Eins er það með bekkjarkennsluna. þar þarf mikinn Valgeir Gestsson, formaður Sambands isl barnakennara undirbúning og þar er ekki hægt að undirbúa eina kennslustund til notkunar I mörgum bekkjum eins og oft er hægt I 7.—9. bekk grunnskólans. Annað sem veldur mikilli óánægju er sá mikli munut sem er á milli þeirra sem hafa sitt gamla kennarapróf og áttu ekki kost á öðru prófi þá og hinna sem nú eru að útskrifast úr Kennaraháskóla jslands. Kennaraprófið er metið á 90 stig en próf úr KHÍ er metið á 136 stig sem þýðir að það er tveggja launaflokka mismunur á þessum tveim prófum. Hvenær hafa læknar eða prestar sem út- skrifuðust fyrir mörgum árum fengið lægri laun en starfsbræður þeirra sem útskrifast hin seinni ár, þótt próf þeirra hafi verið þyngt að mun? Þá sagði Valgeir að margir kennarar væru orðnir þreyttir á kennaraskortinum sérstaklega út um land Þar væri oft skipt um helming kennaraliðsins eða meir á hverju hausti og þvl þyrfti alltaf að vera að „ala upp'' nýja starfs- krafta og vantaði alla festu I það skólastarf. Stjórn S.Í.B. er nú að vinna að athugun á því hvað margir af þeim sem hafa útskrifast með kennarapróf s.l. tlu ár hafa farið út I kennslu og hversu margir þeirra eru ennþá við kennslu. —— Það heíur allt snúizt um baráttu fyrir þessum launajöfnuði slðustu vikur og það er einlægur vilji fyrir þvl að ná þessu fram með góðu og fara samningaleiðina sé þess nokkur kostur. Aðrar aðgerð- ir hafa komið til greina. svo sem fjöldauppsagnir og við vitum nú eftir haustfundina sem ég nefndi I upphafi að glfurleg þátttaka verð- ur I þeim ef til kemur og er fólk tilbúið til að fara fram á yztu nöf. En þetta mun allt skýrast á næstu dögum og standa nú yfir viðræður við fulltrúa fjármálaráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.