Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1976 35 Prófessor Sigurður Magnússon var yfirlæknir Vífilsstaða, er Helgi kom þar til starfa. Um ára- raðir háðu þeir starfsbræðurnir erfiða baráttu við hvita dauðann. Baráttu er á köflum virtist röð ósigra, en þó kom þar að það fór að rof a til. Þrotlaust starf, bætt löggjöf, betri skilyrði til einangrunar smitandi sjúklinga, ný lyf, bætt skurðtækni og fleira olli því að erfiðið fór að bera árangur. En sjaldan mun starfshópur í þessu landi hafa lagt jafnhart að sér og starfsfólk Vífilsstaða gerði á þess- um árum. I þessu 100 rúma hæli voru sjúklingarnir stundum á þriðja hundrað. Stefnan var sú að taka við öllum sem hjálpar þurftu jafnvel á háaloftinu voru sjúkra- rúm I notkun á tímabili. Þetta lýsir betur en margt annað, við- horfi læknanna til þess verkefnis, sem þeir höfðu helgað lif sitt. Starf Helga á þessum árum, er landsfrægt. Á hverju kvöldi gekk hann svonefndan kvöldstofugang, til þeirra sjúklinga er hann taldi þurfa þess með. Þessi aukaheim- sókn læknisins, var sjúklingunum afar mikils virði og oft örugglega meira virði en svefnlyf. Auk þess stundaði Helgi lækningar niðri f Reykjavík, fyrst á eigin stofu í Laugavegsapóteki og sfðar í Berklavarnarstöð Reykjavíkur — Likn. 1 byrjun starfs sfns keypti Helgi sitt eigið gegnlýsingartæki. Það var mikið átak á þeim tfma, en Helgi sá að gegnlýsing var nauð- synleg til greiningar á lungna- berklunum og f áraraðir var „tækið hans Helga" eina gegnlýs- ingatækið til greiningar á lungna- berklum f Reykjavík. Hann var auk þess yfirlæknir Kópavogs- hælis meðan það var notað fyrir berklasjúka. Árið 1939 varð Helgi yfirlæknir Vífilstaðahælis og lét af þeim störfum fyrir aldurssakir 1968. Á þessu tímabili skeði undrið mikla. Berklarnir hættu að vera þjóðar- plága. Árið 1938 var Samband fslenzkra berklasjúklinga stofnað. Helgi gerðist fljótt einlægur stuðningsmaður SlBS. Hann leit strax svo á að samtökin gætu orðið liðtæk til lausnar þeim vanda, sem við var að etja, og hvatti þessa sjúklinga sína óspart til dáða. Samtök berklasjúklinga hafa hinsvegar jafnan litið á Helga Ingvarsson sem einn sinn mesta velgjörðarmann, mann, sem hefir helgað berklasjúklingum alla starfsorku sína og f áratugi tryggt, að berklasjúklingar nytu þeirrar bestu aðbúðar og lækning- ar sem völ var á. Þeir gerðu sér grein fyrir því að Helgi Ingvars- son yfirlæknir gaf sér jafnan tfma f öllum sfnum önnum, til að lesa sfn fagrit, fylgjast með nýjungum í berklalækningum og tryggja að við fengjum að njóta þeirra eins fljótt og mögulegt var. Það er ánægjulegt að geta nú minnst þess á áttræðisafmæli Helga að hann sá til þess, að merkasta berklalyfið og það mikilvirksta var fyrr tekið f almenna notkun á Islandi en annarsstaðar. Það er með þetta og ótal margt annað í huga sem samtök berkla- sjúklinga flytja Helga innilegt þakklæti og hamingjuóskir á þessum merku tfmamótum f lífi hans. Þau hafa áður sýnt honum þann virðingar og þakklætisvott er þau mestan mega þegar þau árið 1956 útnefndu hann sem heiðursfélaga samtakanna. Helgi er sonur hjónanna Ing- vars Nikulássonar og Júlíu Guðmundsdóttur, hann fæddist að Gaulverjabæ f Flóa 10/10 1896 og ólst upp í foreldrahúsum á prestsetrinu Skeggjastöðum í Norður-Múlasýslu. Hann varð stúdent 1916 og lauk læknanámi 1922. Helgi er kvæntur Guðrúnu Lárusdóttur Pálssonar frá Sjónar- hóli. Þau hjón eiga 4 uppkomin börn á lífi, þau Guðrúnu P. skóla- stjóra og rithöfund, Ingvar, stór- kaupmann, Lárus, yfirlækni, og Sigurð, lögfræðing. Sem sjúklingur, nemandi og samstarfsmaður Helga, flyt ég honum virðingu mfna og þakklæti og fjölskyldunni allri hamingju- óskir f tilefni dagsins. Oddur Ólafsson. Lóð óskast Óskum að kaupa 2 lóðir fyrir einbýlishús eða raðhús, á góðum stað í Reykjavík. Tilboð send- ist Mbl. fyrir 16. þm. merkt: „lóð—2608". ÞÁTTTAKENDUR! Leiðbeiningarblað fyrir prjónasamkeppnina í Elínu fæst í flpstum garnverslunum. Biðjið um leiðbeiningarblaðið, sem fæst ókeypis í næstu búð. Það auðveldar yður málsetningu flíkurinnar* og gerð uppskriftarinnar. Samkeppni uni prjónaóar og heklaöar flíkur Ullarverksmiðjan Gefjun Prjónabókin Elín VerÖlœkkun áOpel Rekord-Manta-Kadett Skandinavía Kadett Economy Kynnið yður hinar fjölbreyttu stærðir og gerðir Opel-bílanna * og þér munuð auðveldlega finna Opel við yðar hæfi. Opel er trygging fyrir traustum og sparneytnum bíl. Rekord Opel Rekord er framleldd- ur í fjórum aðalgerðum, auk dísel-bílsins. Rekord hefur í nokkur ár verið mest seldi bíil í sinum stærðarflokki í Evrópu. Ástæðan er einföld: Ökumenn gera allsstaðar sömu kröfur þegar þeir velja sér bil. Öryggi, þægindi, end- ingu, sparneytni, orku og skerpu. Vandlátur kaupandi gerir samanburð og velur ekki fyrr en hann er ánægður. Kadett Skandinavía Kadett Economy Opel framleiðir fimm aðalgerðir af Kadett smábíl- um, sem allsstaðar eru þekktir fyrir sparneytni og öryggi. Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavík Sími 38900 Mnntn Manta er framleidd í þremur aðalgerðum. Hann er glæsilegur fyrir þá, sem ekki láta sér nægja draum- inn. Hreinræktaður „Sportcoupé" með gott rými fyrir farþegana. Byggður á áratugareynslu Opel i smíði slíkra bíla. GM OPEL ' " '' '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.