Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 19 bera áframhaldandi heimsbyltingar Lok þeirrar baráttu urðu ekki fyrr en 1 1 árum síðan þegar útsendarar Stalfns myrtu Trotsky í Mexico. Upphaf ágreiningsins var á blaði sem Bajanov sýndi Skrine. Á blaðinu var rakin dagskrá fundarins, athuga- semdir fundarmanna og fjallað um ágreining sem hafði brotizt út í maí 1923, þess efnis hvort tveir ritarar stjórnmálaráðsins hefðu fengið rétt verkefni og farið rétt með umræður á fyrri fundum. Þessi tveir ritarar, Nasretian og Tovstuka, voru báðir sér- staklega skipaðir til starfans af Stalíns. Mátti þvi lita á þetta sem beina árás á hann og hinn skapbráði einræðisherra brást vitanlega hinn versti við. Bajanov útskýrði þetta siðan nánar fyrir Skrine og enda þótt þetta hefði að hluta farið fyrir ofan garð og neðan hjá Skrine skildi hann þó vissulega að Bajanov var bersýnilega mjög mikil- vægur flóttamaður, æðstur þeirra sem komið höfðu til Persiu hvað þá heldur rekið á fjörur hans. Þann 4. apríl skrifar ræðismaðurinn til Teheran og Delhi: „Eftir að hafa yfirheyrt Bajanov komst ég að þeirri niðurstöðu að hann segði satt frá og að flótti hans og Maximovs frá Rússlandi og ákefð þeirra að komast til Evrópu byði upp á gullvægt tækifæri fyrir stjórn hans hátignar til að tryggja sér upplýsingar frá fyrstu hendi um at- burði sem eru að gerast og snerta innri mál Sovétrikjanna. hernaðarmál þeirra og almennar áætlanir." Skrine sem var reiðubúinn að annast málið færðist þar ekki lítið i fang. Hann sendi skeyti til Steveni, majórs, her- málaráðunauts Breta í Meshed, og bað hann að koma á vettvang og aðstoða sig En Rússarnir nálguðust einnig. Flélagi Platte, sovézki aðalræðismaður- inn sem hafði mistekizt launmorðin við Meshed þremur mánuðum áður, stjórnaði undirbúningi. Hrikalegast var þó að Bajanov hafði séð OGPU-morðinqja og meðal þeirra hinn alræmda Osipov snuðra í kringum húsið sem þeir höfðust við í. Að kvöldi hins 7. apríl héldu þrír brezkir embættismenn, Skrine, Maccann og Steveni, eins konar réttar- höld yfir mönnunum tveimur. Þar eð flóttamennirnir gátu ekki verið öruggir þar sem þeir voru og erfitt var að leyna þeim á ræðismannsskrifstofunni í Duz- dap varð að flytja þá úr bænum og yfir landamærin til Indlands. En hvernig „Engin lest," segir Skrine síðar, „átti að fara frá Duzdap fyrr en 1 1. apríl og auk þess hefði verið áhættusamt að smygla flóttamönnunum út úr Duzdap með lest um hábjartan dag." Erfið för yfir Indland Þegar hér er komið sögu kemur maður með þvi hljómmikla nafni Jammuladdin Mullick til skjalanna. Mullick var virtur kaupmaður i bæn- um. Hann átti líka eina bílinn á staðn- um. Bauðst hann nú til að aka flótta- mönnunum tveimur um nóttina — endurgjaldslaust — til Kacha sem var 36 mílur austur af Duzdap. Um ólýsanlegar vegleysur var að fara. En engu að síður komust þeir til Kacha og þar afhenti Mullick mennina ásamt kynningarbréfi frá Skrine. Þeir voru komnir til Baluchistan í indlandi og enda þótt enn væri nokkur vegur ófarinn til varanlegs öryggis hafði þeim nokkuð orðið ágengt. Skrine varð nú að afklæðast gervi Rauðu akurliljunnar og verða á ný ábyrgur diplómati. Áður en hann lagði af stað sagði hann vararæðismanninum hvað hann skyldi gera ef formlegar fyrirspurnir yrðu bornar fram um mennina tvo. Átti Maccann þá að svara þvi til, að stjórn Baluchistan yrði sagt frá því að komizt hefðu undan á flótta tveir Rússar Framhald á bls. 20 Beosystem 901 Útvarp með FM og miðbylgju. Magnari 2 X 20 sín. vött. Plötuspilari í sér- flokki. 2 Uni Phase S 30 hátalarar, sem eru algjör bylting. Kynnið yður muninn. Verð 216.905 - Beosystem 1800 Útvarp með FM stereo, 4 stöðvar fast- stillanlegar. Mjög hagkvæmt þegar jarð stöð kemur. Magnari 2x22 sín vött. Bjög- un minni en 0,5%. Plötuspilarinn er með Magnesium armi, sem er léttari, en aluminum, og gæðin eru einstök, með létt- asta tónhaus í heimi. 2 Uni-Phase hátalarar fylgja. Kynnið yður hvað Uni-Pase er. Verð 219.965 - Beosystem 1600 FM stereo útvarp og magnari 2x22 sín vött. Stereosegulband með sjálfvirku stoppi og 2 Uni-Phase, S 30 hátalarar, gera þetta sett einstakt. Verð 21 9.965.- BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nóatún, simi 23800 Klapparstíg 26, sími 19800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.