Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 45 VELX/AKANDI Velvakandi svarar I slma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags. 0 Launamál Fréttastjóri sjónvarpsins sr. Emil Björnsson skrifar: „1 Velvakanda 6. október stóð eftirfarandi klausa með fyrir- sögninni „Auglýsingar í frétt- um“: „í vinnustöðvun Sjónvarps- og útvarpsmanna sagði Emil Björns- son að þeir hefðu ekki sambæri- leg laun við starfsbræður þeirra á Norðurlöndum, þ.e. Danmörku og Noregi.“ Hið rétta er að ég hefi hvergi sagt eitt orð um þetta tiltekna atriði hvorki í sjónvarps- eða út- varpsfréttum né blaði. Þetta eru sem sé ósannindi, sjálfsagt til- komin vegna misminnis eða mis- skilnings en ekki óvöndugheita, en bæði mér og öðrum er kunnugt að fyrrgreindur samanburður var og er gerður, en ég hef ekki gert hann. Ég nenni ekki að láta jafn vand- að blað og Morgunblaðið fara með rangt mál án þess að leiðrétta það, einkanlega með tilliti til þess að í framangreindri klausu í Velvak- anda er verið að gefa í skyn að ég hafi misnotað fréttir sjónvarpsins til sð reka þar óróður fyrir launa- baráttu sjónvarpsmanna. Það eina sem eftir mér hefur verið haft í þvi sambandi var i Morgun- blaðinu og öðru blaði en þar var ekki minnst á samanburð launa sjónvarpsmanna hérlendis og í öðrum löndum. 6. október, Emil Björnsson fréttastjóri sjónvarpsins." Velvakandi þakkar bréfið og at- hugasemdina. Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu mjög launamál hafa verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu og er það sérstaklega í framhaldi af þessum aðgerðum sjónvarps- manna og annarra. Rætt er um að fá afslátt af afnotagjöldum vegna færri útsendinga eða að fá þetta bætt á annan hátt. Ef fleiri fýsir að leggja orð í belg um þessi mál er það heimilt. 0 Harka eða góðvild Frá húsmóður í Skerjafirði hefur eftirfarandi bréf borist og þar er til umræðu málefni flæk- ingskatta og annarra katta: „I tilefni af athugasemd Sig- rúnar Stellu Karlsdóttur við bréf kattavinafélagsins til sveitar- stjórnar Mosfellssveitar, langar mig til að leggja orð í belg. Er það í fullri alvöru skoðun bréfritara (SSK), að rétt sé að afgreiða flækingsketti með því að Carrington hefðu verið nánir vin- ir. — Sagði Rosalíe nokkuð um að ungfrú Everest væri farin aftur? — Nei, senor. En Teem og kona hans fóru 1 sfðustu viku. Þá komu tveir menn frá búgarði Everest f Texas og tóku við. Móður Rosalies ifkar verr við þá en hjónin. — Hm. Þeir hlutu að hafa smyglað ungfrú Everest út. Og sfðan Lucllle inn. Hann sagði Miguel frá skilaboðum Jamies. — Senor! Þetta er svei mér skrítin saga! Jack sagði honum einnig frá ókunnuga manninum, sem hefði spurt um sig. — Viltu ekki vera f grenndinni, ef hann skyldi skjóta upp kollin- um aftur, hver svo sem hann er. — Vitanlega, senor. — Þakka þér fyrir. Jaek gekk til herbergis sfns. Aður en hann lauk dyrunum upp til fulls vissi hann að einhver var að bfða eftir honum. Það var einhver tilfinning sem greip hann fyrirvaralaust. Hann vissi Ifka að maðurinn var ekki Vern Fix. Hann teygði höndina fram til að kveikja en uppgötvaði þá að gefa þeim „bak við öskutunn- una“? Við gerðum þetta í minni fjöl- skyldu, enda þykur öllum börnum vænt um dýr. Afleiðingin var sú í fyrra þegar við komum heim úr tveggja vikna fríi, að þrjár læður voru búnar að gjóta í bilskúrnum. Þarna bættust 14 kisur i höpinn. Nú þótti okkur góð ráð dýr. Við fórum með alla kettlingana að þremur undanskildum til dýra- læknis til að láta lóga þeim. Þann- ig hélt hver læða einum kettling eftir. Þeim var síðan veitt húsa- skjól þar til kettlingarnir urðu nægilega stórir og fengu hver sitt heimili. Þessi saga hefur nú endurtekið sig a.m.k. þrisvar sinnum, og i hvert skipti höfum við orðið að velja um að láta þessi dýr flækj- ast úti í misjöfnu og oft köldu veðri, eða fara með þau til dýra- læknis og láta binda endi á iif þeirra á eins mannúðlegan hátt og unnt er. Við völdum siðari kostinn og loks létum við líka „svæfa" tvær Iæðurnar. Auk heimilislausra katta eru hér „heimiliskettir" í eigu fólks i nágrenninu, eða svo á það að heita. Þeir eru samviskusamlega merktir með hálsbandi, en i mörg- um tilfellum fá þeir sjaldan eða alls ekki að koma inn i hús. Þessi dýr sitja stundum langtimum saman úti í rigningu og kulda, og öðru hverju er fleygt fyrir þau mat. Persónulega finnst mér, að meiri hörku þurfi til að geta horft upp á þjáningar þessara dýra heldur en að biðja dýralækni að binda endi á þrautir þeirra. Mat- arleifar bak við öskutunnur eru engin lausn fyrir þessi dýr. Kött- ur er í eðli sinu dýr, sem þarfnast hlýju, jafnt i eiginlegri sem i óeig- inlegri merkingu. Oft byrjar kett- lingur líf sitt sem uppáhalds heimilisköttur, en þegar hann stækkar, dofnar áhuginn, hann verður til óþæginda uns dyrunum er lokað. Hvort er þá mannúð- legra að setja hann á „guð og gaddinn" eða firra hann örlögum flækingskattarins? Virðingarfyllst, húsmóðir í Skerjafirði.“ „Þetta hlýtur að vera byrjenda-kvöld!“ ' ' \ Smíðum Ncon-og plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úr Acríl plasti. Neonþjónustan hf. Smiöjuvegi 7, Sími 43777 Verzlun Gluggatjaldaverzlun til sölu ef viðunandi tilbcð fæst. Góður lager. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikudag merkt: Verzlun — 2874. RYMINGARSALA á húsgagnaáklæóum Pluss-ullarefni. 40—60% afsláttur. Húsgagnahúsið hf.f Auðbrekku 61, Kópavogi. auglYsingastofan ARGUS LEITAR EFTIR REYNDUM STARFS- KRAFTITIL SKRIFSTOFUSTARFA Starfssvið: gjaldkerastörf vé/ritun bókhaldsfærslur sk/a/avarz/a almenn skrifstofustörf Starfið er laust nú þegar. Vinsamlega sendið umsóknir um starfið í pósthólf 5133, Reykjavík. argus<o n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.