Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1976 The Romantic Englishwoman: rithöfundurinn og „skáldið", Michael Caine og Helmut Berger. Joseph Losey og The Romantic Englishwoman The Romantic Englishwoman, bresk/frönsk, 1975. Leikstjóri: Joseph Losey Undir upphafstexta í The Romantic Englishwoman og sem fyrsta mynd er landslag á hreyfingu séð út lestarglugga og öðru hvoru bregður fyrir spegilmynd af andliti Glendu Jackson í glerinu. I næsta atriði á eftir sjáum við hana aka um nokkra staði i Baden Baden f hestvagni og nærri því á hverjum stað skýtur Helmut Berger upp kollinum, einhvers staðar í landslaginu, þótt fót- gangandi sé. Eftir þessar fyrstu myndir er ljóst að áhorfendur eru komnir á umráðasvæði Joseph Loseys, í land ímyndunar og raunveruleika, þar sem ekki skiptir höfuðmáli hvort er hvað. Meðan frúin er að slappa af í Baden Baden situr eiginmaður hennar (Michael Caii.^), rithöfundur í vafasömum gæðaflokki, heima og gerir sér upp ýmsa hugaróra um fjörlegt ástalff frúarinnar. Þegar lfður á myndina verður hins vegar ekki ljóst, hvort fmyndun hans er á rökum reist eða hvort ímyndun hans og órökstuddar dylgjur i þá átt verða orsökin að framhjáhaldi frúarinnar síðar. En það skiptir ef til vill ekki höfuðmáli. Losey, sem byggir myndina á bók eftir Thomas Wiseman leggur meiri áherslu á að lýsa The Romantic Englishwoman: Glenda Jackson innantómu og smáborgaralegu lífi rithöfundarins og konu hans, sem eru hreinlega að drepast úr leiðindum. I mörg- um atriðum notar Losey mikið spegla, til að undirstrika að sá raunveruleiki, sem þau lifðu f væri algjörlega óraunveru- legur. Til þess að lífga upp á heimilishaldið kemur Helmut Berger í heimsókn og sest upp hjá fjölskyldunni. Berger leikur skáld, eða mann sem þykist vera skáld (raunVeru- lega er hann eiturlyfjasmyglari á flótta), sníkjudýr sem segir þeim hjónum óspart til syndanna án þess þó að vera hótinu skárri sjálfur. Þó myndir Loseys séu nær undan- tekningarlaust eftirtektarverð- ar, þykir mér þessi standa nokkuð að baki hans bestu myndum. Aðspurður um feril sinn og þróun, hefur Losey sagt: „Ég er að verða minna pólitfskur. Ég geri ráð fyrir að það sé þróun. Ég hef mikla löngun til að afla mér þekkingar og mikla löngun til að vera ekki mótaður af ákveðnum stefnum, þar sem ég var hins vegar áður, geri ég ráð fyrir, ákafari í að láta stefnu- móta mig og hafði minni áhuga á því að verða upplýstur. Eins og ég hef margoft sagt áður, tel ég hlutverk kvikmynda vera að vekja, trufla og hvetja hugsanir, svo einhverra breyt- inga sé von. Ég tel, að kvik- myndir þurfi ekki endilega að benda á leiðir til úrbóta, heldur vera kveikjan að þeim krafti sem kemur þeim í framkvæmd. En ástandið er ekki mjög upplífgandi er það? Ég verð að segja, að ég hef lifað bæði erfiðu lffi og löngu, en ég hef aldrei áður kynnst jafn ömur- Framhald á bls. 36 Rumpumyndir og annars konar bakföll ÞAÐ er ekki víst, að reykvískir kvikmyndahúsgestir veiti því eftirtekt, að þessa dagana eru á boðstólum í nokkrum kvik- myndahúsum sýnishorn af framtfð og fortíð vestrænnar kvikmyndagerðar. Hvorki meira né minna. Það sem ég á við hér er f fyrsta lagi myndin That’s Entertainment, þar sem safnað hefur verið saman brot- um úr öllum vinsælustu dans- og söngvamyndum MGM- fyrirtækisins. En jafnframt því, sem fyrirtækið baðar sig í dýrðarljóma horfinna daga, blasa við eyðilegar svipmyndir frá kvikmyndaverinu f dag. Sú kvikmyndagerð, sem var og hét, er liðin undir lok. Þó deila megi um listrænt gildi þeirra mynda, sem þarna er sýnt úr, bera stórkostlegustu atriðin þó vitni um frábæra fagvinnu og nákvæmni (og hugmyndaflug), sem sést nú æ sjaldnar í kvik- myndum. í gamla daga hópaðist fólk á þessar myndir en það heyrir fortíðinni til. Nú hópast fólk á aðrar tegundir mynda. Nú hópast menn á Emanuelle og Sengekanten. Þessi þróun hefur verið hæg og sfgandi og á nokkuð i land með að ná hámarki, eftir öllum sólar- merkjum að dæma. Vmis boð og bönn hafa verið sett til að halda þessum myndum innan einhverra takmarka en eins og mörg önnur misvitur boð og bönn hafa þau aðeins ýtt undir frekari ásókn ýmissa mis- viturra kvikmyndagerðar- manna til að þrýsta þessum bönnum til hliðar og opna kyn- lífsmyndum sfnum leið inn á hinn almenna kvikmyndahúsa- markað. Þessi dráttur á því, að f rumpumyndunum megi sýna ið, veldur í augnablikinu aðeins lengingu á þessum allsherjar reiðtúr, sem nú tröllriður hvfta tjaldinu. Og kvikmyndagerðar- mennirnir munu að lokum koma fram vilja sínum og ná þessu takmarki, þeir hafa t.d. nú þegar náð þessu takmarki f einhverjum ríkjum Bandarfkj- anna. En hver er þá þróunin? Lfkt og dans- og söngvamyndir fortíðarinnar' eru rumpu- myndir nútfmans firrtar skyn- semi og sálrænu innsæi, en f stað fagmannlegra vinnu- bragða og hugmyndarfkra sviðssetninga þurfum við nú að horfa upp á tæknilegt getuleysi (Emanuelle) og andlega flatneskju (Hopla pá sengekanten) þeirra óhamingjusömu manna, sem stunda þessa iðju, meira af vilja en kunnáttu. Þaó má ef til vill segja Emanuelle það til Framhald á bls. 36 Mánudagsmyndin: Sanshiro Sugata og upphaf Kurosawa Judo Saga japönsk, gerð 1943. Leikstjóri: Akira Kurosawa. . Sanshiro Sugata er fyrsta myndin, sem Kurosawa leik- stýrir. Kurosawa, sem er fædd- ur 1910, hafði þá um nokkurt skeið starfað sem aðstoðarleik- stjóri við Toho-fyrirtækið, sem hefur framleitt og dreift flest- um myndum Kurosawa sfðan. læsku dreymdi Kurosawa um að verða skipstjóri á stóru kaupskipi, en þegar tímar liðu, hneigðist hann meir að listum, sérstaklega málaralist og stund- aði nám í þeirri grein í nokkur ár. Árið 1936 segist Kurosawa hafa gert sér ljóst, að hann yrði að fara að vinna fyrir sér (hann hafði áður búið hjá foreldrum sfnum og þó ekki væri um að ræða fátækt, var efnahagurinn þröngur), og um það leyti sá hann auglýsingu, þar sem aug- lýst var eftir fólki, sem vildi spreyta sig á þvi að verða að- stoðarleikstjórar. „Þó mér væri alls ekki illa við kvikmyndir," segir Kurosawa, „og ég færi oft í bfó, þá hafði ég á þessum tíma enga löngun til að komast áfram f kvikmyndaheiminum. Það sem þrýsti á mig, var það að mér fannst ég ekki geta haldið áfram að lifa á foreldr- um mínum. Ég varð að sjá fyrir mér, og þetta virtist geta gefið mér tilefni til þess.“ eftir að Kurosawa var orðinn aðstoðar- leikstjóri vann hann mjög mik- ið og skrifaði fjölda handrita í frítímum sínum í þeirri von að fá að leikstýra þeim. Það varð þó ekki og ýmist var handritun- um stolið eða stungið undir stól og sum þeirra jafnvel fram- leidd sfðar af öðrum leikstjór- um. Það var ekki fyrr en Kuro- sawa lét tryggja sér réttinn á bók rithöfundarins Tomita, Sanshiro Sugata, áður en hún kom út, að hann fékk leyfi til að leikstýra mynd eftir sögunni, og þurfti hann þó að ganga fast eftir því. Tveim dögum eftir að Thoho hafði keypt réttinn, voru öll stærri framleiðslufyrirtæk- in á höttum eftir réttinum. Ástæðan fyrir því, að Kuro- sawa fékk að leikstýra þessari mynd en ekki sínum eigin handritum, var efni sögunnar. Þótt hans eigin handrit hafi verið góð og hlotið viðurkenn- ingu, voru þau ekki talin heppi- leg á þessum tfma (strfðsárun- um), þar sem í þeim þótti gæta of mikilla amerískra áhrifa. Sanshiro Sugata var hins vegar einföld saga um baráttuna milli Jujitsu og Judo, saklaus saga í hvívetna. Kurosawa hefur sagt um þessa fyrstu mynd sína, að úr því ekki mátti segja neitt, sem máli skipti á þessum tíma, þá hafi hann ákveðið að einbeita sér að kvikmyndaforminu og ytra útliti myndarinnar. En þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu kemur margt fram í Sanshiro Sugata, sem síðar á eftir að einkenna myndir Kuro- sawa. 1 stuttu máli segir myndin frá ungum manni, Sugata, sem ætl- ar að hefja nám í jujitsu, en eftir að hafa séð nokkra jujitsu- menn tekna í karphúsið af ein- um júdó-manni, sem jujitsu- mennirnir kalla svikara við hefðbundna baráttuaðferð, snýst Sugata hugur og hann fer f læri hjá júdó-meistaranum. Myndin fjallar síðan allt til enda um nám Sugata, en það er ekki aðeins fólgið í lfkamlegri þjálfun, sem honum tekst fljótt að ná valdi á, heldur einnig andlegri þjálfun og lffsreynslu, sem reynist honum örðugra námsefni. Þegar meistarinn segir Sugata að hann þekki ekki lífið, lenda þeir í þrætu, sem endar með þvf að Sugata stekkur út f tjörn og hangir þar meiri hluta nætur. En þar opn- ast loks augu hans fyrir lífinu og hans innri þjálfun getur haf- ist. Þetta atriði kann f dag að virðast nokkuð einfalt og fátæklegt, en það felur jafn- framt í sér mikla einurð og trú- festi, sem krefst sanngirni af áhorfandanum. Það er athyglis- vert, að f þessari mynd sýnir Kurosawa aldrei neitt frá lík- amsþjálfun Sugata f júdó, en beinir allri athyglinni að innri þjálfun hans og sýnir okkur að- eins árangurinn af þeirri þjálf- un f nokkrum atriðum. Það sem einkennir bardaga Kurosawa f öllum myndum hans kemur vel fram hér. Aðdragandinn er hægur, mótstöðumennirnir horfast í augu góða stund, átök- in koma sfðan leiftursnöggt og hnitmiðað og þeim er lokið á augnabliki. tJrslit átakanna eru ráðin áður en hendur eru látn- ar skipta, með einbeitingu hug- ans, sem er svo mikil að hún kemur svitanum út á andliti mótherjanna án þess líkamleg áreynsla komi til. Það er þessi innri kraftur og ögun hugans, sem einkennir margar af mynd- um Kurosawa og þessi mynd er líkt og leiðarljós til skilnings á seinni myndum hans. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.