Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKT0BER 1976 AÐ undanförnu hafa átt sér stab nuklar umrraöur um k.aram opinberra starfsmanna. Yms'r starfshópar bera sig bæöi innbyrð.s og v.ð s^arfs bræður sina á h.num almenna vinnumarkaði og ■ löndum. Menn velta þessum kiaramálum fynr ser a ymsa lund og sýn.st s.tt bw\^ • Óánægja rikisstarfsmanna reku bá til þess að seg|a upp storfum og leita annarra starfa og sum.r starfshöpar hafa i hótunum um fjöldauppsagmr eða aðgerðir vegna se.nagangs samningamálum. Kennarar og þa sérstaklega barnakennara eru meðal þeirra sem oanægð.r eru með laun sin og stöbu og hefur M borist i tal að þeir hygg- a einhverjar aðgerð.r t.l ab ha áhrif til að hraða samnmgum. Morgunblaðið hefur rætt v.ð einn af forystumönnum kennara- samtaka. Valgeir Gests?°"n^ra mann Sambands 's,enzk barnakennara. E.nn.g kefur verið haft samhand v.ð starfan kennara og skólast,ora v.ðs vegar um land.ð og logð fyr.r þa ein spurning. hvað þe.r tel helzt til úrhóta um la«n °B stoðu kennara. Fara svör þe.rra her eftir. Hilmar Ingólfsson, kennari við Gagnfræðaskóla Garðabæjar. Mikil óánægja er nú meðal opin- berra starfsmanna með launakjör sín Óánægja kennara er ekki eingöngu vegna þess hve fáar krónur koma úr launaumslögunum heldur einnig vegna slæmrar starfsaðstöðu og mikils munar á launakjörum eftir skólastig- um Hvað varðar skólastarfið sjálft detta mér helzt í hug eftirfarandi atriði 1. Færri nemendur þurfa að vera i hverri bekkjardeild, nú er miðað við 28 sem meðaltal Eftir að svokölluð blöndun í bekki var tekin upp er ekki hægt að sinna þörfum nemenda með mismunandi getu til náms með allt að 30 nemendur í bekkjardeild 2. Þörf er á auknu húsnæði Þrengsl- in í skólunum valda m a því, að stundaskrár nemenda og kennara eru óviðunandi Starfsdagur er allur sundurslitinn 3. Nauðsynleg kennslutæki vantar viða og háir það eðlilegu kennslustarfi 4. Samskipti við yfirvöld skólamála eru oft jrfið Seinagangur við útborg- un launa og leiðréttingar á launum mikill Komið hefur fyrir að kennarar hafi byrjað störf 1. sept. og fengið sín fyrstu laun greidd 3—4 mánuðum siðar 5. AJstöðu til verklegrar kennslu, sunds og íþróttaiðkana verður að breyta Víða eru landslög þverbrotm hvað viðkemur kennslu í þessum greinum Margt fleira mætti að sjálf- sögðu nefna, en að lokum þetta. Mikill fjöldi kennara hefur hætt kennslustörfum vegna lélegra launa og slæmrar starfsaðstöðu síðustu ár og þótt margir útskrifist árlega með kennaramenntun koma þeir ekki til starfa í skólana, þvi betri kjör bjóðast á almennum vinnumarkaði Því hefur um helmingur þeirra, sem hafið hafa störf v.ð grunnskóla síðustu ár, verið án kennararéttinda Þessari öfugþróun verður því aðeins snúið við, að bæði launakjör og starfs- aðstaða kennara verði stórbætt Sigurður R. Símonar- son, æfingakennari. Ég tel ekki hægt að svara þessari spurningu án þess að gera grein fyrir skoðun minni á þvi hvað kennarar eru aðallega óánægðir með Eins og fram hefur komið undanfarnar vikur og mánuði, þá eru það ekki einungis kennarar, sem eru óánægðir með sin launakjör, heldur og flestir þeir starfs- hópar, er starfa hjá og þiggja laun af hinu opinbera Orsakirnar tel ég vera fyrst og fremst þær, að launahækkanir opinberra starfsmanna hafa siðustu ár- in hvergi fylgt eftir launahækkunum á hinum almenna vinnumarkaði Þá má í þessu sambandi benda á þá staðreynd að kennarar hafa menntað sig til starfs sem svo til eingöngu er unnt að vinna hjá rikinu og geta þvi ekki lagt með sina sérmenntun út á almennan vinnumarkað, eða í einka- rekstur, eins og flestar stéttir háskóla- menntaðra manna hafa möguleika á að gera Þá gætir einnig vaxandi óánægju með það hróplega ranglæti, að kenn- arar skuli vera settir i mismunandi launaflokka eftir þvi hvaða ár þeir eru fæddir* Á ég þar við það, að starfandi kennarar, sem að sjálfsögðu höfðu ekki möguleika á að Ijúka sínu námi úr Kennaraháskóla íslands, eru i mörgum tilvikum í lægri launaflokkum en nýút- skrifaðir kennarar, þó svo að þeir starfi á sama skólastigi Ég tel það einsdæmi að sömu störf séu metin til mismun- andi launa eftir því á hvaða tima loka- prófið er tekið i starfsgreininni Þá eru kennarar, og hafa reyndar löngum verið, mjög óánægðir með matið á kennarastarfinu miðað við aðr ar launastéttir Kennslustörf eru ákaf- lega sérstætt starf og eiga sér ekki hliðstæðu i öðrum störfum þjóð- félagsins Það hefur oftast gleymzt þegar reynt hefur verið að bera saman kennslu og ýmis önnur störf, t d skrif- stofustörf, að kennarar eru með lifandi efnivið og þurfa að fást við séreinkenni og þarfir allt að 30 einstaklinga i einu Mitt mat á þvi hvað helzt væri til úrbóta í launamálum kennara í dag er: 1 Að fram fari raunhæft mat á störfum kennara miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins og aðra opinbera starfs- menn 2 Að launakjör opinberra starfs- manna fylgi sjálfkrafa eftir sam- svarandi launakjörum á almennum vinnumarkaði 3 Að kennarapróf verði metið jafn- gilt til launa á hvaða tima, sem það kann að hafa verið tekið Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit, en i stuttu svari tel ég þetta vera það, sem helzt þyrfti að lagfæra, og það hið bráðasta Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, kennari á ísafirði Óánægja kennara við grunnskóla er einkum fólgin i þrennu í fyrsta lagi eru þeir óánægðir með laun sín almennt, sem þeir telja allt of lág, bæði miðað við menntun sina og kaupmátt launa í dag. í öðru lagi rikir óánægja vegna launamismunar, sem fyrir hendi er meðal kennara grunnskólastigsins, þ.e.a.s. þeirra, sem kenna í 1. — 6. bekk skólans og tilheyra Sambandi islenzkra barnakennara, og hinna, sem kenna við 7. — 9 bekk og eru í Lands- sambandi framhaldsskólakennara. í þriðja lagi er um að ræða megna óánægju með skilningsleysi ráða- manna rikis og bæja á mikilvægi góðrar skólamenntunar barna og unglinga almennt Kemur þetta m a fram i þeirri afstöðu ráðamanna, að litlu máli skipti að fá vel menntaða og hæfa kennara til starfa við skólana, einkum og sér i lagi úti á landi, enda eru þess dæmi að heilir skólar séu starfræktir án þess að nokkrir kennara- menntaðir menn starfi þar Svo vikið sé aftur að fyrsta atriðinu, þá virðist það vera stefna núverandi rikisstjórnar að gera kennara og reynd- ar marga aðra opinbera starfsmenn að láglaunáfólki Augljóst er, að meðal- tekjur kennara við grunnskóla, 90—100 þúsund á mánuði, duga engan veginn til að framfleyta meðal- fjölskyldu. Ástæðan fyrir sifellt versnandi kjörum kennara er einnig sú, að þeir hafa ekki haft rétt til að semja um kaup sitt eins og flestar aðrar vinnustéttir, en orðið að hlita úrskurði kjaradóms. Launamismunur kennara í SÍB og LSFK, sem aðallega er fólginn i ójafnri kennsluskyldu, getur numið allt að 240 þúsund krónum á ári, miðað við fullt starf Það er að sjálfsögðu óþolandi að kennarar, sem inna af hendi sömu vinnu i sömu stofnun, skuli ekki sitja við sama borð i launa- málum Og hvað þriðja atriðið, sem nefnt var hér að framan, varðar, má bæta þvi við að ef svo stefnir sem nú horfir, þá er næsta rökrétt skref rikisvaldsins að leggja niður Kennaraháskóla íslands. Sigurlaug A. Gunnarsdóttir, Kennari, Vík í Mýrdal. Það er álit mitt að launakjör kennara séu orðin ákaflega bágborin og vart lifvænleg og þá einkum hjá kennurum yngri barna Nú er það orðið svo, að kennarar verða að vinna svo og svo mikla yfir- vinnu eða stunda aukastörf til þess að drýgja laun sín og þarf ekki að draga i efa að það er ekki heppilegt i svo krefjandi starfi, sem kennsla er Of mikils misræmis gætir i röðun kennara i launaflokka eftir því hvort þeir kenna á neðri eða efri stigum grunnskólans svo ekki sé litið hærra, en þar fara barnakennarar með skarð- an hlut frá borði Mér finnst það hæpin tilhögun að gera þeim ekki hærra undir höfði en raun ber vitni, því vafalaust byggist framtíð barnsins i skólanum einkum á, hvernig til tekst fyrstu árin Svo er það annað, sem okkur, sem störfum við 8 mánaða skóla, finnst illt að una við, en það er að laun okkar eru skert um 1/12 vegna timans. Þar kemur aftur á móti, :ð i mörgum smærri skólum úti á landi þurfa kenn- arar að hafa miklu fleiri greinar á valdi sinu þar sem þeir þurfa að geta gripið inn i hjá öllum 9 stigum grunnskólans, en þetta hefur vitaskuld í för með sér aukið vinnuálag Einnig má bæta þvi við, að viða er kennsluaðstaða óviðunandi og tæki og ýmis hjálpargögn af skornum skammti. Þetta með kennsluaðstöðuna á þó ekki við hvað okkur hér i Vík snertir, en i haust hófum við kennslu í nýju hús- næði en skólinn hafði áður haft aðsetur i samkomuhúsinu Það. er von min að með vaxandi kröfum, sem gerðar eru til kennaranna og skólanna, komi aukin viðurkenning á störfum okkar og launum okkar verði þannig farið að góðir starfskraftar leiti ekki i önnur og betur launuð störf Elín Sigurjóns- dóttir kennari við Barnaskólann á Akureyri. Þegar talað er um leiðir til úrbóta fyrir kerrnara, álít ég að fyrst og fremst þurfi að bæta launakjörin. Nú orðið gera flestir sér grein fyrir að kennsla er starf, sem krefst góðrar menntunar, mikillar einbeitingar og þjálfunar Þetta virðast flestir hugsandi menn viðurkenna En kennarar fá alls ekki laun i sam- ræmi við mikilvægi starfsins. Hvernig stendur á þvi að laun kennara eru lægri en laun margra stétta, sem hafa minni undirbúningsmenntun og minni ábyrgð? E.t.v. vegna þess, að liklega er aldrei hægt að meta störf kennara til fjár. Þar verður uppmælingu aldrei komið við Það blasir við, að kennaraskortur er mjög alvarlegur á islandi Starfsgrein, sem býður upp á léleg laun, laðar ekki til lengdar til sin eftirsótta starfskrafta Þá gerist það, að fáist ekki kennari með réttindi til starfsins, er bara einhver annar ráðinn. Þetta gerist ekki í öðrum stéttum Fáist ekki hjúkrunarfólk til starfa á deildum sjúkrahúsanna þá er þeirri deild lokað og sennilega er engri stétt með starfsmenntun boðið upp á það, sem algengt er meðal kennara Það er þessi ráðstöfun, sem hefur haldið niðri launum kennara. Aðstaða til starfa hefur aftur á móti breytzt mjög til batnaðar á seinni árum og mun heldur tilheyra undantekningum sé hún ekki sómasamleg Kennarar hafa yfirleitt sýnt þolinmæði, þeir hafa ekki verkfallsrétt Það er spurning hvort grundvöliur sé fyrir því að lengja skóla- skyldu meðan mikið vantar á að kenn- arar fáist I lausar stöður Ásdís Leifs- dóttir, kennari við Víðistaða- skóla. Þá óánægju, sem orðið hefur vart nú á meðal barnakennara, tel ég aðallega stafa af þremur ástæðum. Sú fyrsta er hin hörmulégu laun barnakennara. Þegar kennari getur með þvi að fara i önnur störf en kennslu haft um 30—40 þúsund kr meiri laun, þá hlýtur viðkomandi maður að velta þvi fyrir sér hvort hann hafi efni á þvi að kenna, jafnvel þó hann hafi áhuga á starfinu Önnur ástæðan er sá mikli kjaramis- munur sem er á milli kennara, er kenna yngri nemendum og eldri innan grunn- skólastigsins. Þessi munur getur orðið allt að 20%, þrátt fyrir það að um sama skólastig sé að ræða Þriðju ástæðuna tel ég svo vera. að konur, sem eru sífellt stærri hluti stéttarinnar, gefa sér ekki nægan tíma til félagsstarfa. Þessar ástæður hafa áhrif á það, að kennarar fást ekki til starfa, þeir fara í önnur störf og sifellt verður erfiðara að manna skólana. Þegar farið er að raða i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.