Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKT0BER 1976 Útgefandi Framk væmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ár íi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Þegar Alþingi kemur saman á morgun bíða þess mörg verkefni, ekki sízt á sviði efnahagsmála, fjármála og atvinnumála. Stærsta verkefni þingsins fram að jólum verður sjálf- sagt afgreiðsla f járlaga fyr- ir næsta ár, en fjárlaga- frumvarp er að jafnaði lagt fram þegar í upphafi þings. Vonir standa til, að á þessu ári muni nást betri tök á fjármálum rikisins en ver- ið hefur um nokkurt ára- bil. Ríkisstjórnin hefur gert margvíslegar ráð- stafanir til þess að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög á þessu ári. Enginn getur sagt um það, hvort það tekst fyrr en upp verður staðið, en það skiptir höfuð máli í baráttunni við verð- bólguna, að fjárlög verði greiðsluhallalaus. Peninga- austur úr ríkissjóði án þess að tekjur komi inn á móti, verkar eins og olía á eld og að því leyti til, hefur greiðsluhalli á fjárlögum undanfarin ár átt sinn ríka þátt í þeirri æðisgengnu verðbólgu, sem hér hefur geisað. Nú skiptir mestu, að enginn greiðsluhalli verði á fjárlögum þessa árs og að fjárlög þau, sem Al- þingi mun afgreiða fyrir jól, verði þannig úr garði gerð, að þau stuðli fremur að jafnvægi í efnahagsmál- um okkar. Afgreiðsla fjárlaga er ríkir í röðum ríkisstarfs- manna vegna kjaramála þeirra, að mikill þrýstingur er að skapast í launamál- um, sem getur leitt til þess að kaupgjald þjóti upp og öll stjórn efnahagsmála fari úr böndum. Vera má, að almenningur eigi erfitt með að skilja, að batnandi ytri skilyrði geta ekki strax komið fram í hærri launum og betri lifskjörum heima fyrir. En við verðum að hafa það hugfast, að á undanförnum erfiðleikaár- um höfum við ekki skert lífskjör okkar jafnmikið og nauðsynlegt var í raun og veru. Þess í stað höfum við fleytt okkur yfir erfiðleik- ana með aukinni skulda- söfnun. Nú verðum við að greiða þessar skuldir áður nefnd sem dæmi, að greiða upp skuldir sinar áður en hún getur bætt lífskjör sín með batnandi tíð. Allar að- gerðir Alþingis í efnahags- málum og fjármálum hljóta að taka mið af þess- um viðhorfum. Þá er sýnt, að skattamálin verða meiri- háttar viðfangsefni þess þings, sem saman kemur á morgun. Óánægja almenn- ings með misrétti í skatta- málum er djúpstæð. Hinn almenni skattgreiðandi mun ekki þola það, að þetta þing líði hjá án þess að róttækar breytingar verði gerðar á skattalöggjöfinni, annars vegar til þess að draga úr líkum á skattsvik- um með þvi að stórauka viðurlög við þeim og hins vegar með þvi að fyllt verði Alþingi kemur saman veigamikill þáttur í stjórn efnahagsmála okkar. Á síð- ustu mánuðum hefur mátt sjá mörg merki um efna- hagsbata eftir erfiðleika undanfarinna ára. Þessi efnahagsbati stafar annars vegar af batnandi ytri skil- yrðum og hins vegar er hann til kominn vegna ráð- stafana þeirra, sem núverandi ríkisstjórn hef- ur gert í efnahagsmálum. Á hinn bóginn er því ekki að leyna, að horfur fram- undan eru iskyggilegar þrátt fyrir viss batamerki. Enn er of mikil spenna í efnahagslífinu. Bersýni- legt er af þeim óróa, sem en við getum notið betri lífskjara. Að þessu leyti er þjóðarbúið statt í sömu sporum og fjölskylda, sem verður fyrir því, að tekjur hennar lækka snögglega um sinn. Hún hefur ekki tekjur til þess að standa undir sömu lífskjörum og áður. Þá á hún um tvo kosti að velja. Annar er sá að lækka lífskjarastig sitt til samræmis við minni tekj- ur. Hinn er sá að auka skuldir sína meðan erfið- leikarnir ganga yfir en búa við óbreytt lífskjör. Síðari kostinn valdi íslenzka þjóð- in og hún verður nú eins og fjölskyldan, sem hér var upp í göt skattalaganna sem gera vissum starfshóp- um kleyft að sleppa auðveldlegar frá skatt- lagningu en launamönnum almennt. Ríkisstjórn og þingmenn verða að gera sér þess skýra grein, að það er krafa almennings í land- inu að rösklega verði tekið til hendi i sambandi við skattamálin á þessu þingi. Væntanlega mun þetta þing með einhverjum hætti fjalla um viðhorfin i fiskveiðilögsögumálum á N-Atlantshafi. Nú er sýnt að fjölmargar þjóðir munu fylgja í fótspor okkar og færa út í 200 sjómílur. Bæði Norðmenn og Efna- hagsbandalagið hyggja á útfærslu og fleiri þjóðir hafa ákveðið útfærslu í byrjun næsta árs. í öllum meginatriðum höfum við íslendingar unnið sigur í baráttu okkar fyrir fullum yfirráðum yfir fiskveiðilög- sögu okkar. Verkefni okk- ar nú er að fylgjast náið með því, sem gerist með öðrum þjóðum og gæta hagsmuna okkar að svo miklu leyti, sem þeir koma við sögu í sambandi við út- færslu annarra ríkja. Eins og af þessu má marka bíða Alþingis þess, sem saman kemur á morgun, mörg mikilvæg verkefni. Auk þeirra, sem hér hafa verið nefnd, er bersýnilegt, að þingið hlýt- ur að fjalla ítarlega um málefni dómstóla og réttar- gæzlu, sem svo mjög hafa verið á döfinni undaníarna mánuði. Það liggur nú alveg ljóst fyrir, að þær stofanir, sem eiga að halda uppi lögum og rétti í land- inu, eru ekki undir það búnar að mæta nýjum við- horfum. Þingið verður að efla þær stofnanir með auknum starfskröftum, auknum fjármunum og bættri starfsaðstöðu. Hér er á ferðinni viðfangsefni, sem í rauninni þolir enga bið og traust almennings til stjórnvalda mun mjög byggjast á því hvaða tökum þingið tekur þennan mála- flokk á næstu vikum og mánuðum. | Rcyki aví kurbréf Laugardagur 9. október^ „Mánudagsblöð- in” — og: að sjást ekki fyrir í sióasta Reykjavíkurbréfi var rætt um þjóófélagið og margvis- leg skrif sem tíðkast orðið í dag- blöðum hér á landi í æ ríkari mæli en áður, þar sem dagblöðin reyna að draga fram meinta siðferðisbresti eða misferli andstæðinga og gera þá eins tor- tryggilega og unnt er. Skrif Morgunblaðsins á sunnudag vöktu sýnilega athygli, „mánu- dagsblöðin" stukku upp á óháða nefið sitt og héldu áfram að líkja sér við Washington Post (!) en ábyrgt fólk er komið á þá skoðun, að nauðsynlegt sé að stinga við fæti og ihuga málin, áður en þjóð- félaginu verður breytt í eins konar samsærisklíkur, þar sem allir eru meira og minna sekir og enginn hefur áhuga á öðru en ala á tortryggni og úlfúð og níða skóinn af andstæðingum sínum. Þá var einnig fjallað um glæpa- málín svonefndu í Reykjavíkur- bréfinu og enn lögð áherzla á, að allt yrði gert til að upplýsa þau, svo að unnt væri að hreinsa and- rúmsloftið í þjóðfélaginu á þann hátt, sem viðunandi er. Svo langt hafa fyrrnefnd skrif gengið, að það þykir orðið uiii- ræðuhæft í islenzku dagblaði, að einn kaupir sumarbústað af öðr- m, og má þakka fyrir, meðan það verður ekki orðinn blaðamatur hvernig bil menn eiga, eða hvers konar innréttingar þeir hafa í húsum sínum, hvaða menn þeír hitta og hvenær og hvert þeir fara í sumarfrí. Fólk er í raun og veru orðið dauóleitt á þessum æsingi öllum og því, hvernig hnútum er kastaó milli andstæðra hópa og allt gert til að grafa upp ímyndað misferli, jafnvel mál sem heyra fortíð til en ekki nútíð. Menn þykjast geta afsakað vini sína með þvi að benda á ávirðingar andstæðinga sinna og allt tínt til, satt og logið, löglegt og ólöglegt, siðlegt og ósiðiegt. Lítill greinarmunur er í raun og veru gerður á því, hvort athæfi manna er gott eða vont, einungis ef unnt er að koma högg- stað á andstæðinginn og orðstir hans. Ýmsir þeir, sem hæst hrópa um ávirðingar annarra, þegja þunnu hljóði um þá, sem næst þeim standa, enda þótt sýnt hafi verið fram á, að e.t.v. hafi þeir ekki allir eins hreint mjöl I pokanum og reynt er að gefa í skyn. Tvískinnungurinn og hræsnin ríða ekki við einteyming. Siðferðið fer eftir pólitískum skoðunum, a.m.k. er það því miður alltof algengt í okkar litla, þrönga og að mörgu leyti miskunnarlausa þjóðfélagi. Á sama tíma og allt þetta gengur á virðist því miður enn langt f land að glæpamálin séu upplýst og er þó róið að því öllum árum, en meðan þau eru óupplýst verða óttinn og tortryggnin ekki upprætt. Meðan ýmist saklaust fólk er meira og minna hundelt hér á landi, ganga áreiðanlega ýmsir þeir lausir, sem hættulegir gætu verið lífi og heilsu borg- aranna. Á því er þvf miður ekki gerður sá greinarmunur f dag- blöðunum, sem nauðsynlegur er í réttarríki. öllu er fleygt í sama pottinn; öllu er hrært saman og almenningur stendur ráðþrota og spyrjandi, tortrygginn og leiður yfir því, að engu er líkara en hann búi í spilltasta og óhugnanlegasta þjóðfélagi, sem um getur, ef marka má þær ávirðingar, sem viðstöðulaust eru til tíndar. Síðasta dæmið um þetta eru árásir Tfmans á alþýðuflokks- menn vegna þess að þeir hafi ætlað „að láta ríkið borga brúsann"; þ.e. að tap af rekstri Alþýðublaðsins kæmi leiðtogum Alþýðuflokksins til skatta- lækkunar. Það, sem virðist hafa gerzt, er ekkert annað en það, að nokkrir forystumenn Alþýðu- flokksins munu hafa farið fram á þetta við skattstofurnar í Reykja- vfk og Reykjaneskjördæmi, vegna þess að þessir leiðtogar Alþýðu- flokksins gengu í ábyrgð fyrir taprekstri Alþýðublaðsins. Þessum tilmælum mun hafa verið hafnað. Reynt er að gera þá alþýðuflokksmenn stórlega tor- tryggilega vegna þessa máls, enda þótt ekki sé sjáanlegt, að þeir hafi brotið nein lög með þessum til- mælum sínum, því að öllum hlýtur að vera heimilt að kanna, hvað þeim sé leyfilegt i þjóðfélag- inu og hvað ekki, án þess að ósk þeirra sé breytt í ávirðingu, eins og Tíminn gerir í þessu tilfelli. En Alþýðublaðið hefur svo sannarlega gefið Tímanum ástæðu til að svara fyrir sig með þessum hætti, enda hefur margt i því litla blaði verið skrifað af ónærgætni og ábyrgðarleysi. Það er eins og blaðið geri því skóna, að ekkert sé lengur til sem heitir dómgreind almennings (eða sið- vit á máli háskólamanna). Litli Vöggur verður litlu feginn. Það var hann sem hóf máls á sumar- bústaðakaupunum, en þau eru skólabókardæmi um það, hve langt mörg íslenzku dagblöðin eru leidd, þegar þau reyna að vega að almennum mannréttind- um, sem þykja sjálfsögð f öllum frjálsum þjóðfélögum og eiga þvi einnig að vera það á íslandi. Einkalíf manna er friðhelgt, a.m.k. meðan þeir eru ekki staðnir að neinu glæpsamlegu at- hæfi. Heimilið og skattarnir Það var annar þáttur í Tíman- um í sfðustu viku, sem hefði átt að vekja meiri athygli en skrifin um forystumenn Alþýðuflokksins. Það var ritstjórnargreinin s.l. miðvikudag, þegar rætt var um heimilin og mikilvægi þeirra undir fyrirsögninni „Máttar- minnstu þegnar þjóðfélagsins“. í þessum ágæta leiðara Tfmans er m.a. komizt svo að orði, þegar rætt er um hreyfingu þá, sem nú er að rísa, „um að gefa þeim gaum, sem réttilega eru nefndir máttarminnstu þegnar þjóð- félagsins, ungbörnin". Sfðan er skýrt frá því að meðal uppeldis- fræðinga vaxi þeirri skoðun fylgi, að börn mótist mest á fyrstu árunum og þess vegna sé einn brýnasti þáttur uppeldisins að búa sem bezt að þeim, eins og sagt er. „I Svíþjóð var það eitt höfuð- mál kosninganna, að foreldrum yrðu sköpuð bætt skilyrði til að geta hlynnt að börnum sínum á fyrsta ári uppvaxtar þeirra," segir f forystugreininni. „Þar er nú í gildi sjö mánaða fæðingaror- lof, en fyrirhugað er að bæta við fimm mánaða orlofi, sem geti skipzt jafnt milli foreldranna. Kostnaður verði greiddur af almannatryggingum. Þetta er gert til þess að ungbörn séu eins mikið f umsjá foreldra sinna og kostur er. Þá eru uppi ráðagerðir um að auka mjög barnastyrkina en draga í staðinn úr styrkjum til barnaheimila. Þetta er fyrirhugað til að styrkja heimilin f því að annast sem mest uppeldi ung- barna.“ Síðan er sagt að slíkt hið sama beri að gera hérlendis, því að mál- efni yngstu borgaranna megi ekki verða útundan, enda velti framtfð þjóðarinnar e.t.v. mest á því, hvernig þeim vegnar og þá ekki sfzt f uppvextinum. t framhaldi af þessari rit- stjórnargrein Tímans er svo önnur, sem leggur enn meiri áherzlu á mikilvægi heimilisins og er fyrirsögn hennar „Mikil- vægasta stofnun þjóðfélagsins". Þar segir m.a. að meiningar séu vafalaust deildar um það, hver sé mikilvægasta stofnun þjóðfélags- ins. En þegar málið sé „brotið til mergjar væri það vafalftið réttasta svarið, að heimilið væri mikilvægasta stofnunin. Það er i undirstaða allra annarra stofnana I þjóðfélagsins. Það getur haft j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.