Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1976 31 varpinu. Ef ég ætti að nefna dæmi um islenzka slagaratónlist, þá gæti ég nefnt t.d. Búðardalinn. En svo er hinn flokkurinn í þýzka poppinu. Það er popp sem stenzt fyllilega samkeppni við það bandaríska og brezka. Þannig voru til dæmis eitt sinn lög í efsta og næstefsta sæti bandaríska vin- sældalistans bæði frá Þýzkalandi. Silver Convention er ein þessara hljómsveita frá Þýzkalandi sem slegið hafa í gegn í Bandaríkjun- um. Fyrirliði hennar er júgóslav- neskur píanóleikari, Silvester að nafni. Það er gaman að því hvað ferill hans hefur tekið snöggum breytingum. Við unnum oft sam- an í stúdíóunum og erum perlu- vinir. Eitt laga hans varð allt I einu rosalega vinsælt, Fly Robin Fly, og er hann orðinn stórauðug- ur maður af því. Þetta var gert í Þýzkalandi og hefur ekkert með slagara að gera. — Nú er MUnchen allt i einu komið á landakortið hjá þeim i bandariska tónlistarheiminum. Upptöku- stúdíóin í Milnchen eru mjög mik- ið notuð af brezkum og bandarfsk- um listamönnum, t.d. Rolling Stones, Deep Purple, Electric Light Orchestra, Led Zeppelin, David Bowie og fleirum. Þeir hafa til dæmis mikið notað Music- landstúdíóið. — Ég get nefnt f þessu sambandi, að það munaði eitt sinn minnstu að ég léki í upptöku hjá Rolling Stones. Þeir hafa alltaf leigt orgelíð mitt fyrir Billy Preston eða Nicky Hopkins, þegar þeir hafa tekið upp i Mtinchen, og það stóð svo á í þessu tilviki, að hvorki Billy né Nicky gat komið þvi við að mæta í upptöku hjá Stones. Og Mick Jagger var búinn að samþykkja að ég kæmi i staðinn, en þá gat Nicky allt f einu losað sig frá öðru verkefni og komið i upptökuna. — Þetta hefði verið ákaflega dýr- mæt kynning fyrir mig, að sjálf- sögðu. — En ég hef fengið mitt nafn á góðan stað á plötuumslög- um á síðustu plötunum, sem ég hef útsett, þannig að þetta er allt á uppleið. Ég hef fengið tilboð um verkefni í Bandarfkjunum og á því möguleika á að komast inn á þann markað og ef Donnu Summ- ers gengur áfram vel, þá styrkir það stöðu mina auðvitað. Annars vil ég leggja áherzlu á, að þetta er ekki neitt sérstakt sem ég er að gera og upplifa. Þetta er bara starf. Ég hef verið heppinn. Þetta byggist allt á því að aðrir viti af manni. Ef enginn þekkir mann, þá fást engin verkefnin. — Nú hafa íslenzkir tónlistar- menn löngum látið sig dreyma um frægð og frama erlendis. Er liklegt að slíkir draumar rætist? Nei, það er afskaplega lítið raunhæft i þeim. Það er þó ekki vegna þess að þeir séu ekki nógu góðir, fslenzku tónlistarmennirn- ir. En það eru þó nokkrar hljóm- sveitir búnar að reyna fyrir sér f Bretlandi, en ekkert hefur gerzt. Það er allt fullt af umboðsmönn- um sem lofa öllu fögru og ætla að greiða götu íslenzkra tónlistar- manna, en það stenzt bara ekkert af því sem svona kallar segja. Þetta er ákaflega mikið happ- drætti. Það er mjög erfitt fyrir hljómsveit að ná árangri, ekki sfzt vegna þess, að það er svo dýrt að halda heilli hljómsveit uppi er- lendis á meðan beðið er eftir tækifærunum. Hljómsveitirnar verða fyrst og fremst að ná ár- angri með plötum og þegar plata fer að seljast, þá á hljómsveitin að fara af stað og auglýsa plötuna. Éf islenzkar hljómsveitir geta náð einu vinsælu lagi, þá opnast þeim leiðir, en fyrr ekki. — Og að lokum, Þórir. Nú hef- ur þú stundað hljóðfæraleik f 18 ár. Hefur ekki orðið gffurleg breyting 1 þessu starfi á tslandi á þessum tfma? Ég skal segja þér, að þegar ég spilaði í Stapa f hljómleikaferð Lónli blú bojs, þá sá ég, að þetta var nákvæmlega eins og þegar ég var að spila i Krossinum fyrir 18 árum. Þarna sá ég meira að segja sömu andlitin og i Krossinum forðumdaga! —sh. N(J MUN vera endanlega ákveðið að Magnús Kjartansson setjist við hljómborðið f hljómsveit Björg- vins Halldórssonar og félaga en Magnús hefur að undanförnu leikið með Haukum og stundað plötuupptökur af kappi enda eft- irsóttur stúdfómaður. Er með öllu óvfst um framtfð Haukanna en Ifklegt er að þeir hætti, a.m.k. í bili um næstu mánaðamót. t sam- tali við Slagbrand sagði Gunn- laugur Melsteð að enn væri ekk- ert ákveðið, en hann væri nú að gæla við þá hugmynd að hvfla Haukanafnið um sinn, a.m.k. fram yfir áramót. Varðandi nýju hljómsveitina virðast enn ekki öll kurl komin til grafar og hefur því verið fleygt að henni sé aðeins ætlað að starfa i þrjá til fjóra mánuði. Björgvin Halldórsson varðist allra frétta er Slagbrandur spurði hann um gang mála en ljóst er, að einhver bið verður á þvi að hljómsveitin taki til starfa vegna anna ein- stakra liðsmanna. Ragnar Sigur- jónsson og Tómas Tómasson eru nú á ferð með Stuðmönnum og Magnús að einhverju leyti bund- inn við plötugerð Hauka en hann er nú á förum til Bandaríkjanna ásamt Gunnlaugi Melsteð þar sem smiðshöggið verður rekið á plöt- una. færnr Þokka- FRÁFÆRUR, þriðja breiðplata Þokkabótar hefur nú séð dags- ins Ijós og sýnir hún svo ekki verður um villst að hljómsveitin er í öruggri framför tónlistar- lega. Hinn gamalkunni hljóm- borðssnillingur Karl Sighvats- son leikur með Þokkabót á þessari plötu og er þáttur hans stór svo sem vænta mátti þótt þeir hinir standi vissulega fyrir sínu nú sem endranær. í heild er platan afbragðs vel unnin hvað varðar hljóðfæraleik, út- setningar og ekki síst upptöku, en henni stjórnaði Jónas R. Jónsson og hefur honum sjald- an tekist betur upp að mínum dómi. En þrátt fyrir alla þessa kosti er ekki vist að Fráfærur eigi upp á pallborðið hjá þorra manna og ber þar ýmislegt til. Meðlimir Þokkabótar eru um margt óvenjulegir tónlistar- menn á íslenskan mælikvarða og fyrir utan það að vera póli- tískir hugsjónamenn má einnig segja að þeir séu tónlistarlegir hugsjónamenn. Sköpunarverk Þokkabótarmanna bera þess enda merki og þvi er hætt við að „sauðsvörtum almúganum" þyki verkin heldur flókin og tormelt. Á fundi með frétta- mönnum, sem haldinn var vegna útkomu plötunnar urðu fjörugar umræður um þetta at- riði og kom þar glöggt fram að tilgangur Þorkkabótarmanna með tónverkum sínum er ekki sá : ð eltast við smekk „Siggu í Ijósbláa kjólnum" heldur miklu fremur leita þeir eigin fullnæg- ingar í tónlistinni og i þeim efnum eru þeir vissulega sjálf- um sér samkvæmir. Fráfærur er afrakstur af sam- vinnu bókaútgáfunnar Máls og menningar og Þokkabótar og voru listamennirnir á launum hjá bókaútgáfunni á meðan þeir unnu að undirbúningi plöt- unnar. Efnisinnihaldið ber nokkur merki þessarar sam- vinnu þar sem fjallað er m.a. um baráttuna gegn dvöl bandaríska hersins á Miðnes- heiði. Viðfangsefnið er að vísu margtuggið og leiðigjarnt en þeir Þokkabótarmenn mega þó eiga það, að kveðskapurinn er blessunarlega laus við út- þvældar upphrópanir og „al- þjóðafrasa" sem menn á vinstri væng stjórnmálanna nota gjárnan I pólitiskri umræðu þegar tilfinningaákafinn og barnaskapurinn ber þá ofurliði. Textarnir eru reyndar flestir ágætlega samdir og auk fram- lags liðsmanna Þokkabótar eru þarna sígild verk eftir þjóð- skáldin Stein Steinarr og Jóhannes úr Kötlum. sv.g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.