Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 m Amoksturs- tæki Vorum að fá ámoksturstæki á URSUS dráttarvélar, 40 — 60 og 85 hestöfl. VÉLABORG, Klettagörðum 1 sími 86655 — 86680. Nýkomnarerlendar hljómplötur Bob Dylan Outlaws Jackson 5 Melanie Herb. Pedersen Janis lan Charlie Rich Santana Simon and Garfunkel Ted Nugent Hard rain og fleiri. Outlaws Anthology Best of. Southwest. Between the lines og fleiri. Greatest hits og fleiri. Amigos og fleiri. Greatest hits. Free for all. íslenzkar Þokkabót Megas Guðmundur Guðjónsson Paradfs Lónlf blú bojs Stuðmenn Brimkló Ruth Reginalds Ríó Halii Laddi og Gfsli Rúnar Fráfærur Fram og aftur blindgötuna. Lög Sigfúsar Halldórssonar Paradfs Á ferð Tívolf. Rock 'n roll öll mfn bestu ár. Simmsalabimm. Verst af öllu Látum sem ekkert c! Classic Moussorsky Söngvar. Handel Concerto Grossi vol 1 og 2 Pucchini La Bohéme. Tchaikowsky Planó concert no. 1. Haydn Sínphonfa no 48 og 92. Dvorák The Water Goblin. Wagner Tannhauser. Mozart Brúðkaup Figaros. Bach Pfingst Cantaten. Einnig mikið úrval annarra klassiskra verka SENDUM í PÓSTKRÖFU. heimilistœki sf Hljómplötudeild Hafnarstrœti 3-20455 ÍSLENZKT MÁL ÍSLENZKAR BÓK I Ábyrgð Menntamálaráðu- neytis og Alþingis. Heimspekideild Háskóla íslands og háskólaráð hafa á þessu ári tvívegís samþykkt að kljúfa námsgreinina íslenzku í herðar niður og gert um það tillögur til Menntamálaráðu- neytis Hér á við hið forn- kveðna: heggur sá, er hlífa skyldi Ég trúi því að vísu ekki, að Menntamálaráðuneyti taki þátt í þessari aðför að islenzkri tungu og íslenzkum bókmennt- um. En með því að hér er á ferðinni mál, sem ekki aðeins varðar Háskólann, heldur alla þjóðina, get ég ekki á mér setið að fara um það nokkrum orð- um á prenti Þjóðin hefir alltaf látið sér annt um mál sitt og bókmenntir, og hún eráreiðan- lega ekki þakklát þeim ógæfu- mönnum, sem vega að þessum dýrustu og helgustu gimstein- um hennar. Undanfarin ár hefir Alþingi látið sig miklu skipta stafsetn- ingu íslenzkrar tungu, hvort bezt væri skrifað með z eða s (bezt eða best) og Þing- eyingur með stórum eða litlum staf (Þingeyingur eða þing- eyingur). Þetta er smámál, sem ég hefi ekki nennt að deila um, og skiptir engu fyrir fram- tíð íslenzkrar tungu. Allt um það hefir Alþingi látið þetta til sín taka á þeirri forsendu, að því bæri að standa vörð um islenzkt mál. En mér er spurn: Hvað segir Alþingi, sem vissu- lega hefir skyldum að gegna gagnvart íslenzkri tungu, ef greina á í sundur íslenzkt mál og islenzkar bókmenntir i háskólamenntun? Ef til slíks kæmi, sem ég vona, að verði ekki i tið rammíslenzks og aust- firzks menntamálaráðherra, bæri Alþingi sem fulltrúa þjóð- arinnar að taka sterklega í taumana. Ég hefi þá trú á Al- þingi, að það brygðist ekki skyldu sinni í þessu efni. II Mállausar bókmenntir og klofningur íslenzkunnar. Stofnun Heimspekideíldar var forsenda þess, að Háskóli íslands yrði til, og íslenzkt mál og menningararfur hafa frá upphafi verið kjarninn í starfi deildarinnar og eitt þeirra fræðilegu viðfangsefna, sem Háskóli íslands hefir samfleytt frá öndverðu lagt mikið af mörkum til Ég læt öðrum eftir að dæma, hvernig þessu er nú háttað En hvað er að gerast í Heimspekideild? Við skulum fyrst gera okkur grein fyrir, að þar eru ekki lengur í fyrirsvari fyrir íslenzkar bókmenntir þeir Björn M. Ólsen, Sigurður Nor- dal, Einar Ól. Sveinsson né Steingrimur J. Þorsteinsson. Nú er öldin önnur. í fyrirsvari fyrir klofning islenzkunnar eru nokkrir bókmenntafræðingar, sem skilja ekki — eða virðast ekki skilja — að mál og bók- menntir eru órofa heild. Mér er ókunnugt um, að til séu bókmenntir án máls, og þó að ég hafi alla mína starfstið, sem orðin er 40 ár, kennt og rannsakað islenzkt mál, hefi ég hvorki getað né haft löngun til að sniðganga íslenzkar bók- menntir. Bókmenntir í viðasta skilningi eru eina heimildin um mál fyrri alda og undirstaða flestra greina islenzkrar mál- fræði. íslenzkt mál er viðfangs- efni íslenzkrar málfræði og íslenzkt mál er undirstaða islenzkra bókmennta. Kennarar mínir i islenzkum bókmennt- um, þeir Sigurður Guðmunds- son skólameistari, Sigurður Nordal og Einar Ól. Sveinsson kenndu mér aldrei mállausar bókmenntir. Þeir studdust við niðurstöður málfræðinga í rit- skýringum sinum og gerðu ráð fyrir meiri eða minni þekkingu nemenda sinna í málfræði í kennslu sinni í bókmennta- sögu. Mér er óljóst, hvernig þessu er háttað nú. En ég full- yrði, að án verúlegrar þekking- ar á islenzku máli og íslenzkri málfræði er ógerningur að vera alhliða fræðímaður í islenzkum bókmenntum né stunda djúp- tækar rannsóknir á þeim. Því er stundum haldið fram, að ýmsir, sem ekki hafi lært íslenzka mál- fræði, skrifi og tali manna bezt mál, og er þá gjarna vitnað til Jónasar Hallgrímssonar og fornra rithöfunda. En þetta er mesti misskilningur. Allir byrja þegar á fyrsta ári að læra islenzka málfræði, og ef þeir lærðu hana ekki, gætu þeir ekki talað Því betur sem menn hafa lært móðurmál sitt — reglur sem það fylgir eða með öðrum orðum málfræði þess — því betur tala menn og skrifa. Þessa „innbyrtu" mál- fræði kunna allir íslenzkir málnotendur, aðeins mismun- andi vel. En islenzkum bókmennta- fræðingi nægir ekki að hafa íslenzka málfræði á valdi sínu á sama hátt og islenzkum rit- höfundi. Honum nægir ekki sú málfræði, sem hann lærði, um ieið og hann lærði að tala. Sams konar málfræði eru menn vitanlega allt lifið að læra. Bókmenntafræðingurinn þarf að skýra íslenzka texta, sem oft og tíðum geyma önnur form og aðrar merkingar en fyrir komu í bernskumáli hans. Bókmenntafræðingurinn þarf með öðrum orðum að læra fræðilega um mál og málfræði. Og á sama hátt þarf mál- fræðingurinn að kunna %kil á heimildum um málið, bók- menntunum Hvort er því öðru nauðsynlegt, islenzk málfræði bókmenntafræðinni og íslenzk bókmenntafræði málfræðinni. Klofningur íslenzkunnar gerir þannig ekkert annað en vana báðar fræðigreinirnar. Slík .apartheid-stefna' getur aðeins haft það í för með sér að sundra því, sem mest ætti að sameina. III Reglugerðarfrumhlaupið. En hvert er þá þetta tilræði við islenzkt mál og íslenzkar bókmenntir, sem ég hefi vikið að hér að framan? Samkvæmt gildandi reglum verða allir, sem lesa íslenzku til B.A.-prófs að læra bæði málfræði og bók- menntir, og engum öðrum en þeim, sem þessa undirstöðu hafa, er leyft að taka kandídatspróf i íslenzku. En fyrir Heimspekideild hafa um margra ára skeið legið tillögur til reglugerðarbreytinga, sem fela í sér að kljúfa íslenzkuna í tvær sjálfstæðar námsgreinir, íslenzka málfræði og íslenzka bókmenntasögu. Magnús Torfi Ólafsson sendi þessar tillögur aftur heim til föðurhúsanna með beztu kveðju I sinni ráð- herratíð. En síðan hefir verið reynt af vissum öflum innan deildarinnar að fá þessum til- lögum nýtt form, þó að inntak- ið sé óbreytt. Ekki tókst þó betur til en svo, að ráðuneytið varð enn að biðja skýringa á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.