Morgunblaðið - 10.10.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 10.10.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 Boris Bajanov var fyrsti meiriháttar flóttamaðurinn sem strauk frá Sovétríkjunum í stjórnartíð Josefs Stalíns. Hann hafði verið sérstakur aðstoðarmaður einræðisherrans og ritari stjórnmálaráðsins. Síðan hann flúði eru fimmtíu ár og hann er enn á lífi og býr í Bretlandi. Hann hefur nú sagt sögu sína og er hún studd ýmsum skjölum, sem ekki hafa verið birt. í þessum kafla sem þýddur er lauslega úr The Sunday Telegraph segir frá flóttanum sjálfum. I afturelding á nýjársdag árið 1 928 lögðu tveir ungir Rússar upp í göngu frá Loftabad, þorpi í suður Turkistan, sem er sunnarlega í Sovét rikjunum Þeir voru hlýlega klæddir og báru riffil um öxl. Þeir voru báðir með leyfi upp á vasann um að þeir mættu skjóta birni i skóginum Þeir höfðu komið með járnbrautar- lest kvöldið áður til þessa landsvæðis sem lá að Khorossan i Persiu Sovézka landamærastöðin var í um það bil mílu fjarlægð Á sama augnabliki sem stöðin kom í Ijós breyttist hegðan veiðimannanna skyndilega Sá lágvaxnari og grennri þeirra — og sá er hafði og tekið að sér að bera öll skotfæri, sveiflaði rifflinum af öxlinni og beindi honum að félaga sínum — Hlustaðu nú á mig, sagði hann ofur rólega — Ég veit um þitt rétta nafn Ég veit um þitt rétta starf og ég veit. hvaða skipanir þú hefur fengið varðandi mig í Moskvu. Hér eru landa- mærin okkar og það verður ekki ýkja miklum erfiðleikum bundið að fara yfir í dag, vegna þess að verðirnir eru að sofa úr sér eftir fylleriið i gærkvöldi Síðan tekur við Persia og handan hennar er Indland, sem er brezkt yfir- ráðasvæði Þangað stefni ég og ráð legg þér að reyna ekki að stöðva mig En ef þú vilt koma með mér skal ég gefa þér drengskaparheit um að ég mun koma þér til Evrópu Og ég mun ekki segja neinum sannleikann um þig Hér er nú þitt tækifæri og þú skalt gera upp hug þinn Ólýsanleg undrun speglaðist á andliti hins mannsins, meðan þessi hljóðláta ræða var flutt Loks kinkaði hann kolli til samþykkis Þeir læddust nú áfram í áttina að kofanum og sáu að nýárið hafði ekki gengið hljóðalaust hjá garði Enginn var á verði fyrir utan kofann og í staðinn fyrir kúlnahrið bárust aðeins hrotur að eyrum þeirra úr kofanum. Mínútu siðar voru þeir komnir á „einskis manns land” og skunduðu í áttina til persnesku landa- mærastöðvarinnar Einhver athyglis- verðasti flótti einhvers mikilvægasta manns, sem flúið hefur Sovétrikin, var hafinn. Maðurinn sem hafði hikað er aðeins aukapersóna i þessari sögu Hann kall- aði sig Arkadi Romanovich Maximov Rétta nafn hans var Birger Hann var einn af fjölmörgum njósnurum leyni- lögreglu Sovétrikjanna sem þá gekk undir skammstöfuninni OGPU Hann hafði verið til þess settur að fylgjast með félaga sinum án þess að vekja grunsemdir hans og stöðva hann með öllum tiltækum ráðum ef hann reyndi að komast brott úr landinu Nafn og ferill hins mannsins skýr- ir hvers vegna þessar varúðarráðstaf- anir voru gerðar og taldar nauðsynleg- ar í Moskvu Hann var Boris Gregorevich Bajanov, 28 ára gamall, lar'<nissonur frá Úkraínu, fyrrverandi ritari Stalins og stjórnmálaráðsins og nú einn af væntanlegum fórnarlömb- um i hreinsununum, sem voru.að byrja i Rússlandi og áttu þó eftir að færast i aukana og bera með sér hrylling og b'óðsúthellingar Vonbrigði hans með valdataflið í Kreml, auk persónulegrar deilu, sem hann lenti ? við Yagoda, hinn alræmda lögreglustjóra Stalíns, hafði orðið til þess að hann var settur á listann yfir óábyrga aðila og varasama Árið 192 7 var Yagoda stöðugt að herða tökin og þv? var óhugsandi að frjálshyggjusinnaður einstaklingur, sem hafði gegnt þvilíkum trúnaðar- stöðum, fengi að flýja úr landi og bera með sér til umheimsins allt sem hann vissi Nú hafði þó hið ótrúlega gerzt á nýjársdag 1928 En Yagoda var þó ekki enn af baki dottinn Skipun frá Moskvu: Takið Bajanov af llfi Á landamærastöðinni í Khorossan þyrptist hópur berfættra persneskra landamæravarða að mönnunum tveim- ur Þeir voru siðan fluttir á lögreglu- stöð staðarins og voru þar um nóttina i angist og kvíða — þar sem þeir voru enn alltof nálægt Sovétríkjunum til að þeim gæti verið rótt Daginn eftir voru þeir fluttir lengra inn i landið, eða til bæjarins Mohamm- adabad, þar sem geðfelldur lögreglu- stjóri, er kallaður var Bashan, féllst á beiðni þeirra um hæli og ákvað að flytja þá tafarlaust frá hættusvæðinu við landamærin til stjórnarsetursins Meshed Vandinn var nú sá hvernig þvi yrði v.ð komið, svo að þeir næðu á áfangastað heilir á húfi Undir venju- legum kringumstæðum var eina ör- ugga leiðin til Meshed á þessum árs- tima að fara langan veg með fjöllunum en sá vegur var nú lokaður vegna snjóalaga Frétzt hafði þegar til sovézkra njósnara á þessum slóðum og Bashan var sannfærður um að þeir myndu gera áhlaup á Kuchan, en um það svæði urðu mennirnir tveir að fara til að komast leiðar sinnar Svo að þeir Bajanov og Maximov voru nú settir upp á harðgerða smá- hesta til að bera þá hina erfiðu leið Hvergi var slóð að sjá í þessu hvita flæmi og síðasta ráðlegging Bashans var: Treystið ekki leiðsögumönnunum, treystið hestunum, þeir rata réttu leið- ina Og vist rötuðu þeir Eftir fjóra daga og fjórar nætur komu þeir til þorps i aðeins tíu milna fjarlægð frá Meshed Menn úr OGPU höfðu búið um sig við Kuchan og biðu þeirra jafnskjótt og þeir stigu af hestunum Rússarnir höfðu komið málum svo fyrir að aðeins einn bíll, litill Dodge, myndi fara þann dag til Meshed Öku- maðurinn var i þeirra þjónustu og beið eftir því að leggja af stað með flótta- mennina Hann hét Pashaiev, þekktur ? héraðinu sem bandamaður sovézku leynilögreglunnar en lézt vera sölu- maður Áður en þessi hópur hafði komizt helming leiðarinnar var hann stöðvað- ur af öðrum bíl, sem kom á móti í honum voru fleiri OGPU-menn til við- bótar, þar á meðal Osipov, æðstur njósnara Sovétmanna i Meshed Hann og Pashaiev áttu með sér langan fund þarna úti á veginum til að ákveða hvernig ætti að losa sig við flóttamenn- ina. En þeir voru greinilega sannfærðir um að mennirnir tveir væru einnig vopnaðir og óttuðust þeir að skothrið myndi brjótast út ef þeir sýndu vald- beitingu og myndi það vekja óþægi- lega athygli. Loks fór Osipov út úr sínum bil og þrengdi sér inn i Fyrsti maður- innsem ~ komst yfír Kremhrmúrinn SAP,AN Ashkhabad U. S. S. R. i T U RKES TANJ"""~" jhammadabad tabad_______f áé& Kuchan e Hazarl THE GREAT ESCAPE Bajanov's trek from Russia to Brítish India Leiðin sem þeir félagar fóru. Dodginn. Þessi sérkennilegi hópur hélt nú áfram til Meshed. Og enginn rauf þá furðulegu og þrungnu kyrrð sem rikti i bilnum alla leiðina þangað Allan timann höfðu skeytasend- ingar gengið á víxl frá Moskvu til sovézku sendinefndarinnar í Teheran og þaðan til alræðismanns þeirra i Meshed. Skipanir frá Kreml voru skor- inorðar og umbúðalausar: Fyrrverandi aðstoðarmanni Stalíns skyldi komið fyrir og það tafarlaust. Félagi Platte ásamt sovézka aðalræðismanninum og félaga Osipov og lið þeirra i Meshed gerðu sitt ítrasta til að framfylgja skip- ununum. Enn reyndu þeir að ráðast til atlögu jafnskjótt og bíllinn lét flóttamennina tvo út við eina hótelið sem var i Meshed. Doganovgistihúsið. Meðan gengið var frá málum var hinum ný- komnu gestum boðið kaffi. Bajanov hafði borið bollann að vörum sér, þeg- ar hann fagði hann skyndilega frá sér og gaf Maximov bendingu um að gera slikt hið sama Þekking hans á efna- fræði dugði til að vara hann við að lyktin af drykknum var fjarska ólik allri kaffilykt Mennirnir tveir, sem voru að niður- lotum komnir af þreytu, sváfu nú i nokkrar klukkustundir og var þeim boðinn málsverður, þegar þeir risu úr rekkju Honum höfnuðu þeir einnig og kom sér það þeim heldur betur Við hótelið starfaði armenskur þjónn, Koltukhchev, sem hafði verið hankaður fyrir einhverjar sakir og i skiptum fyrir loforð um aðra fjárupphæð, sovézkt vegabréf og einhvers konar aðra umb- un hafði hann blandað eitri i mat þeirra. En OGPU-mennirnir örvæntu ekki. Þeir höfðu einnig látið þjóninn fá byssu og skipuðu honum nú að skjóta mennina i rúmum sinum Reyndi hann að brjótast inn til þeirra með skamm- byssu i hendi um miðja nótt — en var þá handtekinn af lögreglustjóranum í Meshed sem af einhverjum ástæðum birtist á vettvangi. Bjargvættur flóttamannanna " sagði að honum væri ógerningur að tryQQja öryggi þeirra meðan þeir væru á hótelinu, hann yrði að fara með þá til Nasmía, en þar voru bækistöðvar lög- reglunnar og fangelsi Var nú haldið þangað þrátt fyrir nokkur mótmæli ákveðinna afla og Bajanov fékk að sofa um nóttina í aðalskrifstofu lögreglu- stjórans. Þeir dvöldu þarna i sex tima og þann tíma sveif öryggi þeirra vissu- lega í lausu lofti. Úr glugganum gátu þeir fylgzt með þvi að njósnarar voru á hverju strái á torginu fyrir utan og héldu i þá veiku von að mennirnir myndu birtast án öruggs fylgdarliðs. Bajanov stakk nú upp á greiðslu i þeim eina gjaldmiðli sem hann réð yfir — upplýsingum Þegar hann var færð- ur á fund rikisstjórans, skýrði hann frá áætlun stjórnmálaráðsins, sem hafði verið gerð hálfu ári áður, þess efnis að í undirbúningi væri valdarán í Teheran með stuðningi Rauða hersins. Að nokkru leyti vegna þakklætis fyrir þessar upplýsingar var loksins orðið við ósk flóttamannanna um að þeir fengju að færa sig nær takmarkinu — indversku landamærunum. Þann 20. febrúar voru Bajanov og Maximov i fylgd fjögurra persneskra hermanna fluttir hina löngu leið til suðurs með bifreið til Duzdap og þeir komu þangað fjórum dögum síðar Munu njósnarar OGPU hafa fylgzt meðljeim á leiðinni. Allar vonir sem Bajanov kann að hafa alið meðr sér um að bruna eftir þetta fyrirstöðulaust inn i Indland, hrundu til grunna, þegar hann komst að því að persneski landstjórinn hafði jafnlitla hugmynd um, hvað gera skyldi við flóttamennina og lögreglustjórinn í Meshed Enginn treysti sér til að taka ákvörðun um frekari flutning á þeim. í þetta skipti voru þeir ekki settir i varð- hald, heldur fengu þeir litið hús til umráða skammt frá járnbrautarstöð- inni. NÚ gat ekki skipt nema nokkrum klukkustundum hvenær OPGU hæfi á ný tilraunir til að koma þeim fyrir kattarnef En þegar hér var komið höfðu Bretar frétt af þeim og fengið áhuga á framtið þeirra. Sá áhugi vakn- aði smám saman og kom þeim að takmörkuðu gagni enn um sinn. í brezkum skjalasöfnum má sjá að fimm dögum eftir að þeir komu til Duzdap fóru þeir Bajanov og Maximov á vit Maccanns kapteins, ræðismanns Breta á staðnum. Hann lætur i Ijós töluverða ákefð í skýrslu sinni til Nýju- Delhi og biður um leyfi að mega senda mennina tvo til Indlands, þar sem þeir geti skýrt frá „hinni óhemju merkilegu vitneskju sinni og leyndarmálum ". En hann fékk neikvæð svör við fyrirspurn- um sinum „Óheppilegt andrúmsloft" kynni að skapast ef mönnum yrði veitt pólitískt hæli á brezkri grund Hvað varðaði kröfur þeirra og staðhæfingar hafði utanrikisráðherrann í Nýju-Delhi þetta að segja þann 1 marz: „Staðhæf- ing um verðmætar upplýsingar hljóma ekki sannfærandi". Það kom meira að segja til tals að senda hina ólánsömu félaga aftur til Meshed. Bjargvættur birtist á sjónarsviðinu Bajanov var á barmi örvæntingar En þann 3 apríl birtist brezkur bjargvætt- ur á sjónarsviðinu, þar sem er C.P Skrine, ræðismaður Hans hátignar I Sistan og Kain. Það er að hluta honum að þakka að Bajanovsagan var sögð og að mennirnir komust heilir hildi frá Næstu skrefum flóttans er lýst i fjölda skeyta og bréfa, sem hafa fram að þessu verið merkt sem leyniskjöl og Skrine sendi til utanrikisráðherrans I Delhi. Skrine hafði hraðað sér frá Sistan eftir að hafa frétt hjá aðstoðarræðis- manninum i Duzdap þann 28 marz um samtal hans við mennina tvo. Þeg- ar hann hitti þá voru þeir frjálsir ferða sinna. en leið langt frá notalega, þar sem þeir nutu engrar verndar. Það var i þessu kynduga andrúmi sem Skrine hefur kannanir sínar þann 3. april 1928. Með geðfelldan brezkan starfsmann sér við hlið skrúfaði Baja- nov frá flóðgáttum vitneskju sinnar og sagði meðal annars frá þvi hver hann væri i raun og veru. Hann sýndi hinum furðu lostna ræðismanni upprunalegan og prentað- an úrdrátt um fund miðnefndar komrn- únistaflokksins frá 1 0. ágúst 1925 þar sem ráðning hans sem aðstoðarmanns Stalins er staðfest. Skrine fór þvi næst að kanna það sem Bajanov sagði vera fyrsta sönnunargagnið. handrit um deilur innan miðnefndarinnar Þessi ágreiningur gerði vart við sig upp úr 1 920 og var milli „Stalins, talsmanns sósíalismans, og Leons Trotskys, boð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.