Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÖBER 1976 47 — Kengur í kerfinu Framhald af bls. 22 lýsingar embættismanna um það, að Sovétmenn séu orðnir lög- hlýðnari en aðrar þjóðir í sög- unni. Fari maður í venjulegan réttarsal í Moskvu i nokkra daga i röð fær hann allgott yfirlit yfir helztu tegundir glæpa. Það eru morð, líkamsárásir á lögreglu- þjóna, vændi og þjófnaður ýmiss konar og allt þar á milli. Allt kemur þetta fyrir við og við. Þó er það án efa rétt hjá Sovétmönnum, að þeir séu öruggari um líf sitt og limi á götum úti en gengur og gerist á vesturlöndum. Og að því er bezt verður vitað þrífast ekki glæpahringir á borð við Mafíuna í Sovétríkjunum, né heldur er þar eiturlyfjasala, fjárhættuspil og okur í stórum stfl. Eitthvað er þó um þetta t.d. fullyrti móðir myrtr- ar stúlku í Moskvu fyrir tveimur árum, að dóttir” sln hefði verið i slagtogi með eiturlyfjasölum. En Sovétmenn stunda annars konar glæpi. Fjárdráttur, þjófnaður „sósíalískra eigna“, hnupl úr verzlunum og verksmiðjum og svartamarkaðs- brask munu algengust afbrota. Þetta er allt mjög tfðkað og þrífst hvarvetna í Sovétríkjunum. Alltaf við og við kemst upp um einhverja, sem hafa dregið sér stórfé með ólöglegum hætti. Krústjoff lagði dauðarefsingu við slíkum glæpum á sinni tíð, en hún var aflögð eftir fall hans. Nú er aftur farið að lffláta menn fyrir stórþjófnað. Þá er altítt, að iðnaðarmenn, læknar og þvílíkir stundi „aukavinnu" og stingi laununum undan. Auk þess er geysimikið um viðskipti á svörtum vörumarkaði; er jafnvel farið að ræða um „hliðarmarkað- inn“ I Sovétríkjunum — það er þessi stóri, ólöglegi markaður, sem ekki var ráð fyrir gert. Alltaf er verið að dæma menn fyrir svona brask og svo oft, að það mundi æra óstöðuga að fylgjast með því öllu, enda flytja blöðin aðeins fregnir af stórfelldustu glæpunum. Má nefna það, er gjaldkeri sovézka flugfélagsins Aeroflot seldi á þremur árum 4000 farmiða undir borðið og hafði 96000 rúblur upp úr krafsinu. Mér virðist rétt, að sovézkum yfirvöldum hafi tekizt að útrýma ofbeldi á almannafæri að mestu , og er það vissulega mikils vert. En óvandaðir Sovétmenn hættu ekki að brjóta af sér fyrir það. Þeir breyttu bara um glæpi. Nú stinga þeir vörum undan, draga sér fé og braska. Og það er hætt við þvi, að svo verði enn um sinn. „Enn eru nokkrir þeir til, sem ekki hafa þroskað með sér til- hlýðilega samvizkusemi og hlýðni við sovézk lög ... og flokkurinn getur hvorki né mun hann þola slíkt ástand," sagði Brésnef leið- togi fyrir nokkrum árum. Það er ekki heldur von, að flokkurinn geti þolað það, að menn stela enn I riki þar, sem búið er að „rlfa upp félagslegar rætur glæpa“! — Leiðréttingar Fords Framhald af bls. 1 blaðafrétta um rannsókn á kosningasjóðum haris, framlögum I þá og eyðslu úr þeim. Talsmaður Fords sagði að þingið hefði rannsakað tekjuskatta Fords áður en hann var skipaður varaforseti og ekki fundið neitt athugavert. — Eftirlit Framhald af bls. 48 hefði það verið orðin viðurkennd regla að veita hlutafélögum heimild til að eiga sjálf allt að 30% af hlutafé félagsins. Undan- þágur af þessu tagi hefðu verið veittar I þó nokkrum tilfellum, en áður þyrfti að sjálfsögðu að leggja fram reikninga félagsins, sem væru þá athugaðir á vegum ráðu- neytisins og ef ekkert óeðlilegt kæmi I ljós hefðu beiðnir af þessu tagi verið samþykktar. Heimildin til stjórnar Vængja til að auka eigið hlutafé félagsins hefði því I alla staði verið eðlileg afgreiðsla. Þórhallur var að þvl spurður hvort eitthvert eftirlit væri með hlutafélögum hér á landi og svaraði hann þvl til, að slíkt eftir- lit væri mjög ófullkomið og væri það mjög veikur hlekkur I fram- kvæmd hlutafélagalaganna sem nú væri farið eftir. Hins vegar mætti búast við að stefnt yrði að slíku eftirliti I auknum mæli I þeirri nýju löggjöf sem væntan- lega yrði lögð fyrir Alþingi I haust, en þar væri gert ráð fyrir að hið opinbera fylgdist meira með hlutafélögum en hingað til hefur verið gert. Styrkur veittur úr minningar- sjóði Kjartans Sigurjónssonar ÓLÖFU K. Harðardóttur hefur verið veittur styrkur úr minning- arsjóði Kjartans Sigurjónssonar söngvara frá Vik. Styrkupphæðin er 90.000 krónur og skal varið til söngnáms Ólafar, en hún er nú við söngnám I Vínarborg. Umsjón með sjóðnum hefur Bára Sigurjónsdóttir og eru minn- íngarspjöld seld I verzlun hennar á Hverfisgötu 50. HLUTABRÉF til sölu Skrifstofu okkar hefir verið falið að leita tilboða í eftirtalin hlutabréf: 1. Sjóvátryggingafélag íslands h.f. Nafnverð kr. 450.000.- 2. Togaraafgreiðslan h.f...... Nafnverð kr. 364.000.- 3. íslenzk endurtrygging ...... Nafnverð kr. 400.000.- 4. Stálumbuðir h.f...............Nafnverð kr. 54.000.- 5. Olfufélagið h.f.................Nafnverð kr. 2.656.000.- 6. Flugleiðir h.f............. Nafnverð kr. 7.688.400.- Tilboð er greini nafn kaupanda, kaupverð og greiðsluskilmála sendist skrifstofu okkar fyrir 22. október 1976. Tekið skal fram, að samkvæmt lögum ofangreindra félaga er almennt skylt að bjóða félaginu og/eða hluthöfum . forkaupsrétt þegar tilboð liggja fyrir. Málflutningsskrifstofa Guðmundur Pétursson — Axel Einarsson. Aðalstræti 6, Reykjavík. Höfum opnað nýju stöðina við Álfabakka. Verið velkomin. OLÍUVERZLUN ÍSIANDS HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.