Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 22
22 VEROLD MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 SVARTIR SAUÐIR í SOVÉT Að gera sætt og skemma ekkert... hafa verið drukkinn og mundi hann aldrei hafa gert þetta ella. Manngarmurinn fékk fimm ára fangelsi fyrirvikið. Til er sérstakt tlmarit gegn af- brotum. Heitir það „Menn og lög“ og koma út 3.3. milljónir eintaka af þvl. Þá er I sjónvarpinu reglu- legur þáttur með sama nafni og markmiði. Þar man ég, að eitt sinn komu fram bankaræningjar frá Rostov. Höfðu þeir verið dæmdir til dauða. I viðtali lýsti foringi þeirra yfir því, að yrði þeim gefið líf og frelsi mundu þeir undir eins taka til við sömu yðju og frá var horfið. Ætti þetta að hafa friðað samvizku dómarans. Verkalýðsfélög hafa jafnan á dagskrám sfnum fyrirlestra og almennar umræður um glæpi. Sama er að segja um kommúnista- flokkinn og mörg samtök önnur. Yfirleitt er glæpum gefinn svo mikill gaumur í Sovétríkjunum að ætla mætti, að þeim fjölgaði heldur en hitt. Vont er þó að átta sig á þessu, því að staðtölur eru mjög af skornum skammti og óræðar þær, sem fást. Drykkjuskapur hefur aukizt mjög I Sovétríkjunum á undan- förnum árum. En drykkjuskapur er talinn ein meginorsök glæpa. Áfengisneyzla f Sovét jókst um nærri 100% á árunum 1970—1973. Og í fyrra reyndust 50% allra dæmdra afbrotamanna hafa verið undir áhrifum áfengis, er þeir brutu af sér. Voru það tvöfalt fleiri en árið 1920, þegar svipuð könnun var gerð. Stingur þetta allmjög í stúf við yfir- Framhald á bls. 47 NÚ er loksins búið að finna áhrifaríkt meðal við tannskemmdum. Er þegar farið að setja það I sætindi, tyggigúm og tannkrem I stðrum stll. Þetta er nýtt efni, heitir xylitol og er unnið úr birkiberki. Það hefur flestar sömu eigindir og sykur — en veldur aftur á móti ekki tannskemmdum. Xylitol er eins konar sykuralkóhól Það er áþekkt sykri bæði að bragði og I útliti Það er lika jafn orkurikt og sykur. Það væri þvi óneitanlega hollt mönn- um, ef þeir gætu hætt að borða sykur en tekið upp xylitol I staðinn. Þvi miður eru ýmsir meinbugir á þvi. Xylitol er m.a dýrara en sykur og r un svo verða framveigis. Það getur þvr ekki komið i stað sykurs i allri fæðu. Það voru Finnar, sem fundu upp á þvi að nota xylitol Hafa þeir prófað efnið mjög og virðist efalaust, að það sé hentugra og öruggara en önnur varnarefni, sem upp hafa verið fundin við tannskemmdum. Tveir hópar stúdenta I Turkuháskóla tóku þátt I rannsóknum á áhrifum xylitolsins. Var báðum gert að tyggja gúm i eitt ár; fengu aðrir venjulegt algengt tyggigúm en hinir gúm með xylitoli Að ári liðnu kom I Ijós, að þeir, sem tuggðu sykur- gúmið höfðu að jafnaði fengið af þvi þrjár tannskemmdir — en þeir, sem tuggðu xylitolgúmið höfðu engar tann- skemmdir hlotið Bandarikjamenn eru nú að prófa xylitolið fyrir sitt leyti. Standa vonir Finna til þess, að banda- riskir tyggigúmsframleiðendur skipti á sykri og xylitoli I framleiðslu sinni áður en langt liður. En það er ekki furða, þótt Finnar séu áfram um það að finna öflugt ráð við tannskemmdum. 23% allra Finna eldri en 1 5 ára eru búnir að missa allar sinar upprunalegu tennur! Finnskir visindamenn halda þvi fram, að 10 milligramma xylitol- skammtur á dag nægi til þess að fírra menn tannskemmdum alveg Kveða þeir svo fast að orði, að xylitolið sé ekki Framhald á bls. 38 NESSIE, hið góðkunna, sögu- fræga og hlédræga skrfmsli í Loch Ness f Skotlandi, var móðg- uð gróflega um daginn. Adrian nokkur Desmond, steingjörvinga- fræðingur í Harvardháskóla kom fram á sjónarsviðið og fullyrti, að Nessie gæti ekki verið almenni- legt skrímsl; hún gæti f bezta lagi verið ógnarlangur áll. Loch Ness luktist inni f landi fyrir einum 12 þúsundum ára. Desmond steingjörvingafræðing- ur heldur því fram, að ekki hafi verið nógur fiskur f vatninu til að kviðfylla heila fjölskyldu skrfmsla skrímsl fram af skrímsli i öll þessi ár. Desmond reit um þetta grein í lært rit, „Vatna- og haffræði". Eru þar ýmsir útreikn- ingar varðandi fóðrun skrfmsla. Telst Desmond svo til, að fiskur- inn f Loch Ness dugi 3.5—17 tonn- Skrímsl- ið er þó aldrei áll! um skrfmsla til viðurværis. Des- mond reiknar síðan með hærri tölunni af lofsverðri sanngirni og kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert skrfmsl (þau verða að vera 30 alls til að halda stofninum við) vegi að jafnaði 550 kíló. En þessi kenning fellur ekki að vitnisburði þeirra óljúgfróðra manna, sem séð hafa Nessie fyrr og sfðar. Að þeirra sögn er skepn- an 15—16 metra löng. Desmond hefur það aftur á móti eftir vatna- Kapphlaupið um kvik- myndaréttinn HINN fjórSa júll I sumar lentu israels- menn sem snöggvast á Entebbeflug velli i Uganda og höfðu burt með sér 100 gtsla. ísraelsmenn voru varia komnir á loft með gislana, þegar marg- ir séðir fjáraflamenn sáu samtimis. að þarna bar vel i veiði. Eins og þá var sagt frá hér I „Veröld" voru rithöf undar viða um lönd settir við skriftir að semja hvellbækur um atburðinn og kvik- myndafélög fóru að leggja á ráðin um stórmyndir hverja annarri æsilegri. Er þetta nú orðinn heilmikill iðnaður og svo mikill, að Israelsmönnum þykir nóg um. Það varpaði á þá talsverðum Ijóma, er þeir bjórguðu gislunum af flugvellinum, en nú eru þeir farnir að halda, að óvöndum mönnum takist að gera úr þessu ómerkilegan hasar. Bæk- urnar og kvikmyndirnar um björgunina eru nefnilega ærið sundurieitar. Israelsmenn sáu fljótlega þann kost vænstan að tryggja það, að sagan yrðu „rétt" sögð i einu verki að minnsta kosti Völdu þeir Warner Brothers úr stórum hópi umsækjenda, er vildu gera kvikmynd um björgunina og tók- ust samningar ekki alls fyrir löngu. Warner Brothers hétu þvi að verja mestu kvikmyndagerðarfénu I Israel, láta nokkuð af gróðanum I Israelska sjóði til góðgerða og almenningsheilla og gera auk þess sex kvikmyndir aðrar en þessa i Israel fyrir árið 1 980. Aftur á móti fær kvikmyndafélagið góð ráð hjá ísraelsku leyniþjónustunni, alla þá aukaleikara, sem þarf (ósvikna her- menn m.a.s.) og ýmsa dýra leikmuni svo sem risaflugvélar. Og allt þetta á kvikmyndafélagið þvi að þakka, að stjc' rnarformaður þess, Ted Ashley, er góðkunningi Yitzhak Rabins, forsætis- ráðherra Israels. En þau voru nærri 20 kvikmyndafé- login, sem hugðust gera myndir um Entebbe. Flest munu liklega kippa að sé höndum. Ekki þó öll, og m.a. er 20th Century Fox að gera tveggja tima sjónvarpsmynd og verður hún Ifklega sýnd fyrst allra þessara mynda. Þá eru Paramountmenn enn ótrauðir og hyggjast þeir verða á undan Warner HEIMKOMA GiSLANNA — Kvikmyndasmiðirnir þóttust komast I feitt. Brothers. En allir aðrir en Warner Brothers verða að gera sinar kvikmynd- ir án aðstoðar fsraelsmanna. Óvist er, að mikið verði á eftirfarandi bókum og kvikmyndum um Entebbe að græða nenia peninga. Fyrstu bókina um björgunina rituðu tveir blaðamenn, William Stevenson og Uri Dan. Var hún samin á einni viku. Hún var rrtuð fyrir útgáfuna Bantam Books; það for- lag gefur einkum út svona hvellibæk- ur. „instant books". I þessari bók er nokkurn vegínn rétt lýsing atburða. Ýmislegt varrtar auðvítað. En israelska leyniþjónustan situr að þeim upplýs- ingum og hyggst sennilega ekki láta þær uppi. Þrátt fyrir það má áreiðan- lega enn græða mikið fé á mörgum bókum um efni þetta — enda þótt ekkert verði nýtt i þeim nema höfunda nöfnin. Og það er efalaust, að fjöl- margir höfundar hafa þegar fengið eða munu fá köllun til þess að rita sina sögu af Entebbe. Það er og jafnvist, að flestir verða þeir bandarlskir. Þetta vita fsraelsmenn og þar eð þeir hafa þegar fengið forsmekkinn uggir þá nú. að bandariskum hvellbóka og skyndi- myndahöfundum muni takast að ræna þá hetjudáðinni og gera úr henni ómerkilegan byssuhasar. — CHARLESFOLEY SOVÉZKIR embættismenn halda þvf jafnan fram, að glæpum fari æ fækkandi f Sovétríkjunum. Nefna þeir oft tölur máli sínu til stuðnings og af þeim tölum mætti ætla, að lögbrot væru nærri fyrir bí þar austur frá. Því miður munu þess- ar staðhæfingar þó meir f ætt við vonir en raun og veru. Þess verður oft vart í fjölmiðl- um, að glæpir eru alls ekki úr sögunni f Sovétríkjunum. Árið 1974 var þess t.d. getið, að yfir- völdin hefðu séð ástæðu til að herða refsingar við ólöglegri skot- vopnaeign úr þriggja f fimm ára fangelsi. Einnig þótti einhver ástæða til þess að ráða sjö milljónir alóbreyttra borgara til löggæzlustarfa með lögreglunni; þetta eru eins konar sjálfboðalög- regluþjónar. Þrátt fyrir það virð- ist mér, að sovézk blöð flytji nær daglega fregnir af einhverjum stórglæpum. I mörgum blöðum er jafnvel fastur dálkur undir glæpafregnir, og eru þær jafnan ritaðar f allströngum stfl. Bófun- um er líka jafnan refsað strengi- lega. Skýrt var frá þvf í blaði einu, að maður f Biryuza hefði brotið búðarglugga, farið inn og haft burt með sér nokkrar perlur. Hann kom fyrir rétt og kvaðst PETER OSNOS KENGUR IKERFINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.