Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 23 LÆKNAMÁL Fjölmargar læknamiðstöðvarn- ar eru ekkert nema f járplðgsmið- stöðvar. Má telja það dæmigert, að eigendur sumra þeirra kepptu við klámbókakaupmenn um hús- næði á góðum stöðum! Það reynd- ist sameiginlegt öllum fjárplógs- miðstöðvunum, að læknisþjónust- an þar var verri en gengur og gerist annars staðar. Oft og vfða þóttist hjúkrunarfólk taka röntgenmyndir af sjúklingum án þess, að filmur væru f myndavél- unum. Þá kom fyrir, að röntgen- myndir væru teknar af brjóst- og kviðarholi með vélum, sem ætlað- ar voru til að mynda tennur. Enn fremur urðu læknar uppvfsir að þvf, að hlusta fólk f gegnum fatn- að; og mætti svo lengi telja. Fólk- ið, sem rannsóknarnefndin sendi út af örkinni að leita lækninga eignaðist smám saman dágott rit- safn gagnslausra lyfseðla. Það lét alls marga Iftra af blóðsýnum og tugi lftra af þvagsýnum. En oft virtist læknum sama hvaða sull þeir fengu til „rannsóknar". Konu einni f Los Angeles var sagt, að þvagsýni hennar hefði verið eðlilegt. En það, sem einn telur eðlilegt kann öðrum að virð- ast óeðlilegt. Og þannig fór þess- ari konu. Hún hafði nefnilega blandað saman sápulegi og hreinsivökva f glasinu, sem hún átti að nota undir þvagsýnið. Rannsóknarnefnd þingsins hafði sex manns til að leita lækna og gengu þessir „sjúklingar" milli læknamiðstöðva f fjóra mánuði samfleytt. Allan þann tfma kom það aðeins einu sinni fyrir, að læknir dæmdi „sjúkling“ heil- brigðan og gæfi honum ekkert við „veikindum". Rannsóknarmenn komu f eina læknamiðstöð, sem auglýst var til sölu. Eigandinn kvað fyrirtækið blómlegt; hefðl „afkastamesti" læknir h.u.b. 100 þúsund dollara árslaun (18.700.000 kr.). Leikur væri að „röntgenmynda fyrir 9000 dollara (1.700.000 kr.) á viku“ — „ef menn nenntu að leggja eitthvað á sig“ — en auð- vitað yrði til þess að vinna. Aðal- atriðið væri að hafa góða starfs- menn. En það eru læknar, sem plata sjúklinga f ónauðsynlegar rannsóknir og selja þeim gagn- laus lyf. Enn fremur tfðkast það að greiða ýmsum rfkisstarfs- mönnum hóflega þóknun fyrir það að „beina" sjúklingum til ákveðinna læknastöðva. Áhættan er vitanlega einhver. Það, sem af er þessu ári, hafa 74 læknar f New York verið dæmdir til að greiða sektir og tveir nuddlæknar f fimm ára fangelsi. Vonandi munu þeir hafa fyrir sfgarettum með læknisþjónustu við sam- fanga sfna gegn vægri þóknum. —JONATHANSTEELE líffræðingum, að svo langt vatna- skrímsl hljóti að vera miklum mun þyngra en 550 kíló. M.a. komst dr. Humphrey Greenwood i Náttúrusögusafninu í London svo að orði: „16 metra löng og hálfrar lestar þung skepna væri ekkert skrímsli, hún væri bara holdlaus ormur. Enda getur dýrið ekki ver- ið svona í laginu.“ Desmond hefur og bætt þvi við, að beinin ein í svona skepnu hlytu að vega meira en 500 kíló. Þegar hér er komið mun lesendum væntanlega Ijóst, að Desmond hefur ekki einlægan áhuga á stærð og lögun Nessie; hann er hreinlega að reyna að sanna, að Nessie sé alls ekki til! Sem betur fer hafa flestir tryggustu fylgjendur Nessie reynzt staðfastir í trúnni. Reikn- ingskúnstir Desmonds hafa ekki haggað þeim. Hann er líka að gef- ast upp á þvi að sanna mál sitt með rökum. „Það þýðir víst ekk- ert annað en dæla öllu vatninu upp,“ sagði hann örvæntingarfull- ur siðast, er hann var spurður um hitamál þetta...—JOHN EZARD Ríkið - þvi getur sko blætt... RlKISSTJÓRNIN f Bandarfkjun- um og stjórnir einstakra fylkja leggja fram fé til læknishjálpar og lyfjakaupa handa fátækum. Nemur þetta u.þ.b. 15 þúsundum milljóna dollara á ári. Nú er kom- ið á daginn, að fjórðungur þessa fjár að minnsta kosti og jafnvel helmingur hefur ekki nýtzt eins og ætlað var. Sumt hafa óheiðar- legir læknar dregið sér, annað hefur runnið til manna, sem ekki áttu kost á ódýrri læknishjálp lög- um samkvæmt og svo hefur tals- vert eyðst vegna óstjórnar. Mest mun þó hafa farið til óvandaðra lækna. Bandarfkjaþing skipaði nefnd til að athuga þetta. Frank Moss, öldungadeildarþingmaður frá Utah, er formaður hennar. Hann hafði þann hátt á, að fá fflhraust fólk til að fara f læknisskoðun f heilsugæzlustöðvum, sem grun- samlegar þóttu. Kom þá margt skrftið f Ijós. Lögregluþjónn einn leitaði til læknamiðstöðvar f New York og vildi fá eitthvað við kvefi. Hann var röngtenmyndað- ur nokkrum sinnum, fékk fjögur lyf og f þokkabót var honum sagt, að hann væri með afleitan asthma. Læknirinn, sem skoðaði hann var f jórar mlnútur að þvf og tók 30 dollara (5600 krónur) fyr- ir. Einkaritari rannsóknarnefnd- arinnar fór f þessa sömu lækna- miðstöð. Var hún skoðuð f þrjár mfnútur, látin borga 46 dollara (8600 kr.) og henni sagt, að brjóstkrampi gengi að henni. VESTFR0ST FRTSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur ( Dan- mörku á frystitækjum til heimilisnota. litrar 200 270 385 500 breidd cm 72 92 126 156 dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 Frystiafköst pr. sólarhring kg 18 25 34 42 200 Ktra kr. 87.518.- 270 lítra kr. 104.815.- 385 Iftra kr. 118.217.- 500 Iftra kr. 125.968,- 6»PÍÍKil Laugavegi 178 Sími 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.